Morgunblaðið - 25.09.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2020
Ragnhildur Þrastardóttir
Skúli Halldórsson
Alls greindust 33 ný kórónuveiru-
smit innanlands á þriðjudag, þar af
24 í einkennasýnatökum, sex í
sóttkvíar- og handahófsskimun og
þrjú hjá Íslenskri erfðagreiningu. Af
þessum fjölda voru fjórtán þegar í
sóttkví við greiningu og því voru
nítján utan sóttkvíar.
Fjögur smit greindust við landa-
mærin og var mótefnamælingar í
gær beðið í öllum þessum tilvikum,
sem og í tveimur tilvikum frá því á
miðvikudag. Í einangrun voru í gær
samtals 352 manns, og 2.486 í
sóttkví. Einn liggur inni á sjúkrahúsi
en þeir voru tveir á þriðjudag.
Þar til viðbótar er Íslendingur á
gjörgæslu á sjúkrahúsi á Spáni eftir
að hafa smitast af kórónuveirunni,
en þetta staðfesti Anna Sigrún Bald-
ursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra
Landspítala, í svari við skriflegri
fyrirspurn mbl.is í gær.
Heimildir mbl.is herma að við-
komandi einstaklingur sé á sjúkra-
húsi á eyjunni Las Palmas, sem til-
heyrir Kanaríeyjaklasanum.
Greindist með veiruna á Eir
Starfsmaður hjúkrunarheimilisins
Eirar í Grafarvogi greindist með
kórónuveiruna á þriðjudag. Starfs-
maðurinn var síðast í vinnu á sunnu-
dagskvöld og hafa allir íbúar sem
viðkomandi sinnti, sjö talsins, verið
settir í sóttkví sem og fjórir starfs-
menn. Til að gæta fyllsta öryggis
hefur allri deildinni sem starfsmað-
urinn vann á, 2. hæð A-húss, verið
lokað fyrir heimsóknum meðan á
sóttkví stendur.
Alma D. Möller landlæknir sagðist
í gær vona að faraldur kórónuveiru
væri á niðurleið hér á landi, en hann
myndi væntanlega ganga hægt nið-
ur.
Áfram yrðu væntanlega daglegar
sveiflur í fjölda smita. Mögulega
myndi smitum fjölga á næstunni þar
sem smitin væru dreifð og ekki væru
allir tengdir sem greinst hefðu til
þessa.
Með víðtækri sýnatöku, öflugri
beitingu sóttkvíar og fleiri aðgerðum
verði hægt að ná tökum á faraldr-
inum að sögn Ölmu, sem telur að
með samhentu átaki allra takist að
sveigja kúrfuna án þess að grípa til
róttækra aðgerða.
Þórólfur Guðnason sóttvarna-
læknir mun leggja minnisblað fyrir
heilbrigðisráðherra á næstunni. Þar
mun hann leggja til nýjar aðgerðir
vegna útbreiðslu veirunnar en ekki
er útlit fyrir að þær muni breytast
mikið frá því sem er nú. Þá mun
hann leggja til að krár og skemmti-
staðir verði opnuð að nýju 28. sept-
ember, en ákveðnar kröfur verði
gerðar til hámarksfjölda gesta.
Áfram verði afgreiðslutími takmark-
aður og stöðunum gert að loka
klukkan ellefu á kvöldin.
Hærra tal eykur líkur á smiti
Bent var á það á upplýsingafundi
almannavarna að því hærra sem fólk
talaði, þeim mun líklegra væri að
smit dreifðist. Af þeim sökum er ver-
ið að skoða hvort einhver hávaðatak-
mörk verði sett á skemmtistaði.
Alma mælti með því að fólk varaði
sig á hávaða sem leiddi til hærra tals.
Einnig mælti hún með grímunotkun,
að fylgja nálægðartakmörkunum og
forðast margmenni.
Vonar að faraldurinn
sé aftur á niðurleið
Öldurhús fái að opna að nýju Skoða hávaðatakmarkanir
Kórónuveirusmit á Íslandi
Fjöldi greindra smita
innanlands frá 28. febrúar
2.512 staðfest smit
Heimild: covid.is
Nýgengi innanlands 23. sept.
91,1 ný smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa 1
einstaklingur
er á sjúkrahúsi,
enginn á gjörgæslu
266.113 sýni hafa verið tekin
Þar af í landamæraskimun
147.157 sýni, samtals í skimun 1 og 2
1.947 einstaklingar eru í skimunarsóttkví1.750
1.500
1.250
1.000
750
500
250
0
352
2.486 eru í sóttkví352 einstaklingar eru með virkt smit og í einangrun
mars maí júlí ágúst sept.apríl júní
Með virk smit og í einangrun
Hafa lokið einangrun
Ljósmynd/Lögreglan
Almannavarnir Víðir og Alma voru
á blaðamannafundinum í gær.
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Búið er að sækja um heimild til nið-
urrifs húss á Skólavörðustíg 36 hjá
byggingarfulltrúa. Umsóknin er
óvenjuleg fyrir þær sakir að þegar
er búið að rífa stærstan hluta húss-
ins, en var það gert í leyfisleysi.
Nikulás Úlfar Másson, byggingar-
fulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir
að afgreiðslu umsóknarinnar hafi
verið frestað um sinn. „Við frest-
uðum afgreiðslunni og sögðum að
þetta yrði tekið til afgreiðslu sam-
hliða byggingarleyfisumsókn og nú
er það til afgreiðslu,“ segir Nikulás.
Niðurrif hússins var kært til lög-
reglu enda lá ekki fyrir heimild til
þess hjá byggingarfulltrúa. Var það
auk þess friðað vegna hverfis-
verndar. Það var talið hafa menning-
arsögulegt gildi sem hluti af heil-
legri byggð húsa frá þriðja áratug
20. aldar á Skólavörðuholti. Þetta
kemur fram í húsakönnun fyrir
svæðið, sem Minjasafn Reykjavíkur
vann 2009. Árið 1968 var innréttað
verslunarhúsnæði á neðri hæð húss-
ins, sem hafði þá um tíma verið not-
uð undir skrifstofur. Um leið var
gluggum á framhlið hæðarinnar
breytt í stóra verslunarglugga og
inngangur settur á þá hlið. Síðan var
opnuð þarna Búsáhaldaverslun Þor-
steins Bergmann.
Langt í niðurstöðu dómsmáls
Spurður hvort langt sé að bíða
niðurstöðu dómsmálsins vegna kæru
á framkvæmdunum telur Nikulás
svo vera. „Við kærðum einnig fram-
kvæmdir í Exeter-húsinu á sínum
tíma. Það er fyrst að fara fyrir dóm
núna bráðlega. Það eru ein þrjú ár
síðan við kærðum það,“ segir Niku-
lás.
Að sögn Nikulásar hljóðar um-
sókn upp á svipaða uppsetningu á
húsinu og var áður, þannig að á
neðri hæð verði verslunarrými en á
þeirri efri íbúðir. „Umfjöllun um
þetta mál er á frumstigum hjá okk-
ur,“ segir Nikulás.
Hafa sótt um
niðurrif húss sem
þegar er rifið
Umsókn um niðurrif við Skólavörðu-
stíg tekið fyrir með byggingarleyfinu
Morgunblaðið/Eggert
Skólavörðustígur 36 Búið er að rífa húsið að mestu leyti. Var það kært til
lögreglu. Búast má við því að dómsmál þess efnis taki nokkur ár.
Morgunblaðið/Atli Steinn
Sjóuð Mette Yvonne Larsen spáir
13 til 15 ára dómi í Mehamn-málinu.
Atli Steinn Guðmundsson
skrifar frá Vadsø
„Mér finnst þetta bara hafa gengið
ágætlega í vikunni. Ég er mjög sátt við
héraðsdómarann [Kåre Skognes] og
hvernig hann tekur á málinu, hvort
tveggja hann og meðdómendur hans
eru mjög faglegir.“
Þetta sagði Mette Yvonne Larsen,
réttargæslulögmaður Elene Unde-
land og annarra brotaþola í Mehamn-
málinu, í samtali við Morgunblaðið eft-
ir að málflutningi lauk fyrir Héraðs-
dómi Austur-Finnmerkur í gærkvöldi.
Kom að Breivik-málinu
„Ég hef unnið mikið með barnarétt
en hef einnig alltaf verið mjög áhuga-
söm um refsirétt og reyndar ekki ver-
ið réttargæslulögmaður í mörgum
málum, ég er oftast verjandi,“ sagði
Larsen sem hefur marga fjöruna sopið
í réttarsalnum, en hún var einn rétt-
argæslumanna fórnarlamba Anders
Behring Breivik eftir fjöldamorð hans
í Ósló og í Útey sumarið 2011.
„Eftir að sprengjan sprakk á föstu-
deginum fékk ég símtal um miðjan
dag á laugardeginum [23. júlí 2011] og
svo var ég komin á fullt í þetta. Það
mál var náttúrulega ákaflega þungt og
margir sem áttu þar um sárt að
binda,“ sagði Larsen, „ofbeldið hér
hefur verið að aukast og eins er það
orðið grófara að því er virðist alls
staðar á Norðurlöndunum, það er
helst að í Svíþjóð sé ástandið áber-
andi verst, þar eru svo margar skot-
árásir,“ sagði Larsen. „Varðandi
þetta mál núna stend ég við það sem
ég sagði við þig þegar við töluðum
saman í janúar, 13 til 14 ára fangels-
isdóm hið minnsta og verði einnig
sakfellt fyrir hótanirnar gæti endan-
leg niðurstaða orðið 14 eða 15 ár,“
sagði Mette Yvonne Larsen réttar-
gæslulögmaður í samtali við Morgun-
blaðið í Vadsø í gærkvöldi.
Lengi haft áhuga
á refsiréttinum
Réttargæslulögmaður í Breivik-málinu