Morgunblaðið - 25.09.2020, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.09.2020, Blaðsíða 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2020 SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI AÐRAR MYNDIR Í SÝNINGU: * Harry Potter * Hvolpasveitin (ísl. tal) * The Secret : Dare to dream * The New Mutants SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Frábær ný teiknimynd fyrir alla fjölskylduna. FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS Nýjasta Meistaraverk Christopher Nolan ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ The Guardian The Times The Telegraph Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is Allt-mögulegt-maðurinnAndri Snær Magnason erþekktur fyrir margt enhann er líkast til þekkt- astur fyrir framlag sitt til loftslags- mála, sem hann hefur fjallað ítarlega um í ræðu, riti og kvikmyndum árum saman. Hann hefur að sjálfsögðu fengist við ýmislegt annað, líkt og barnabókaskrif og forsetaframboð, og hefur nú fundið sér enn annað að- kallandi umfjöllunarefni: geðheil- brigðismál. Þriðji póllinn er heimildarmynd eftir Anní Ólafsdóttur og Andra Snæ Magnason. Myndin gerist fyrst og fremst í Nepal og hverfist um tvær höfuðpersónur, Önnu Töru Edwards og Högna Egilsson, sem hafa bæði glímt við geðhvörf (maníu-depress- ívu). Flestir landsmenn þekkja Högna Egilsson tónlistarmann, sem hefur leikið og sungið með hljómsveitum á borð við GusGus og Hjaltalín, auk þess sem hann hefur gefið út mikið efni sem sólólistamaður. Margir hafa líka orðið varir við glímu Högna við geðræn vandamál, enda hefur hann ekki verið smeykur við að tala opin- berlega um veikindi sín. Ef til vill þekkja færri til Önnu Töru, en hún er ekki síður merkileg manneskja. Anna Tara Edwards er íslensk kona sem fluttist með fjöl- skyldu sinni til Nepals þegar hún var barn að aldri. Foreldrar hennar störfuðu í ferðamannaiðnaðinum og hún ólst upp á búgarði í skóginum, innan um fíla og tígrisdýr. Móðir Önnu þjáðist, líkt og hún sjálf, af geð- hvörfum og lést af völdum sjúkdóms- ins langt fyrir aldur fram. Anna brennur fyrir því að vekja athygli á geðheilbrigði og afmá tabúin sem ríkja í kringum geðsjúkdóma. Hún ákveður því að bjóða Högna Egils- syni til Nepals, til að halda tónleika til styrktar málaflokknum. Myndin fjallar um aðdraganda og undirbúning tónleikanna. Inn í það blandast viðtöl og frásagnir Högna og Önnu af þeirra glímu við sjúkdóm- inn og bara af lífinu sjálfu. Allt er þetta rammað inn af draumkenndu myndefni af fílum, öpum og ævin- týralegu landslagi. Anna og Högni eru mjög ólíkir persónuleikar og vega því hvort ann- að vel upp. Högni er perfomer, hann er galopinn, málglaður og óhræddur við að opinbera sig, jafnt kosti sína og galla. Anna er hins vegar hlé- drægari og á ef til vill eftir að vinna meira í sínum málum áður en hún fer að bera tiltekna hluti úr ævisögu sinni á torg. Myndin inniheldur raun- ar mikið af myndefni af Önnu þar sem hún segir ekki neitt. Þessi augnablik gefa áhorfandanum tæki- færi til að ráða í svip hennar og kynn- ast henni með öðrum leiðum en í gegnum frásögn. Í myndinni er fjallað um ýmsar hliðar geðhvarfa, sem eru margbrot- inn sjúkdómur og einkar ein- staklingsbundinn. Oft er hann sárs- aukafullur og minningar aðalpersóna af stökum atburðum svo þrúgandi að þær geta ekki talað um þær. Stund- um má þó sjá kómísku hliðina á maníunni. Högni segir frá nokkrum skoplegum uppákomum frá því þeg- ar hann var í maníu, m.a. þegar hann fór í hendingskasti milli landa til þess að fara á fótboltaleik milli Íslands og Frakklands. „Maður á ekki að hlæja að þessu,“ segir Anna flissandi þegar Högni rifjar þetta upp. Hann maldar í móinn og segir stundum ekki annað hægt en að hlæja. Bæði lýsa þau þeim einkennum maníunnar sem má vísast kalla rang- hugmyndir, eða í það minnsta breytta skynjun á veröldinni. Þau lýsa þessu sem eins konar ofskynj- unarástandi, tilfinningu fyrir ást, al- sælu og algjörri einingu með náttúru og dýrum. Þau trúa því að þau geti talað við plöntur og dýr og að dýrin tali við þau á móti, að það ríki ein- hvers konar alheimsskilningur milli þeirra og umhverfisins. Heilbrigðir einstaklingar hika ekki við að segja að þetta sé rangtúlkun á veru- leikanum. Bæði benda Högni og Anna á að það sé ekki til neinn einn veruleiki, hann sé alltaf skynjun háð- ur. Þetta er engin lygi, sjón er til að mynda ekki endanleg útgáfa af veru- leikanum, hinn sjáanlegi heimur er einfaldlega úrvinnsla hugans á til- teknum gögnum. Heimurinn verður til í hausnum á okkur og hinn fram- andlegi heimur sem geðhvarfa- sjúklingar lýsa er bara annars konar túlkun á þeim gögnum sem fyrir hendi eru. Þessar vangaveltur eru undir- strikaðar með fantasísku myndefni, óhlutbundnum senum af ljósi og lit- brigðum. Þarna er sótt í aðferða- fræði tónlistarmyndbandaformsins, þar sem myndavélahreyfingar og klippingar stjórnast af flæði tónlist- arinnar. Þriðji póllinn er forvitnileg og list- ræn heimildarmynd sem bregður upp skyndimynd af tveimur ein- staklingum með geðhvörf. Þetta er ekki vísindaleg mynd, ef fólk er á höttunum eftir fræðsluefni um sjúk- dóminn er kannski betra að leita á önnur mið. Ef til vill er þetta einföld- un en það er freistandi að segja að myndin minni á sjúkdóminn sjálfan, mörkin milli hins hversdagslega og hins undarlega eru óljós og myndin sveiflast óhikað milli þess að vera launfyndin og nístandi sár, milli þess að leita hátt upp og djúpt niður. Í öðrum heimi RIFF – Alþjóðleg kvikmynda- hátíð í Reykjavík Þriðji póllinn bbbbn Leikstjórn og handrit: Andri Snær Magnason og Anní Ólafsdóttir. Kvik- myndataka: Anní Ólafsdóttir og Eiríkur Ingi Böðvarsson. Klipping: Eva Lind Höskuldsdóttir, Anní Ólafsdóttir, Davíð Alexander Corno. Tónlist: Högni Egils- son. Ísland og Nepal, 2020. 75 mín. BRYNJA HJÁLMSDÓTTIR KVIKMYNDIR Með fílum Anna Tara og Högni með þremur fílum og fílahirðum í Nepal. Söng- og leikkonan Juliette Gréco, einn dáðasti listamaður Frakka í meira en hálfa öld, er látin 93 ára að aldri. Auk þess að vera þekkt al- þjóðlega sem leikkona í frönskum kvikmyndum var hún í hinum frönskumælandi heimi frægasti flytjandi alþýðusöngvanna sem þekktir eru sem chanson française. Sjálf lýsti hún slíkum söngvum í viðtali sem „litlum leikritum“ og fræg er lýsing heimspekingsins og rithöfundarins Jean-Pauls Sartres á sönglist Gréco: „Milljón ljóð eru í rödd hennar,“ sagði hann. Meðal þekktustu laganna í flutningi Gréco eru „Sous le Ciel de Paris“ og „Les Feuilles Mortes“. AFP Goðsögn Söngkonan Juliette Gréco á sviði fyrir rúmum þremur áratugum. Söngkonan dáða Juliette Gréco öll Ítalska leikkonan kunna Sophia Loren hefur leik- ið í sinni fyrstu kvikmynd í 11 ár en hún er nú 86 ára gömul. Loren leikur í kvikmyndinni The Life Ahead sem Netflix framleiðir en leikstjóri er sonur leikkonunnar, Edoardo Ponti. Loren hefur átt glæstan leikferil og hlotið tvenn Óskarsverðlaun. Í þessari nýju mynd túlkar hún gyð- ing sem lifði af helförina og hjálpar til við að ala upp börn látinna vænd- iskvenna. Þetta er í þriðja sinn sem Loren leikur í kvikmynd sonar síns. Sophia Loren leik- ur í kvikmynd á ný Sophia Loren

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.