Morgunblaðið - 25.09.2020, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2020
✝ Hreinn Bjarna-son fæddist á
Berserkseyri í Eyr-
arsveit 25. sept-
ember 1932. Hann
lést á hjartadeild
Landspítalans 13.
september 2020.
Foreldrar hans
voru Ástrós Ágústa
Elísdóttir, f. 2.
ágúst 1895, d. 21.
júlí 1978, húsmóðir,
og Bjarni Sigurðsson, f. 18. jan-
úar 1896, d. 22. apríl 1986, bóndi
og hreppstjóri. Systkini Hreins
eru Dagbjört Ragnhildur, f. 22.
ágúst 1925, d. 14. september
2019, og Lárus Sigurjón, f. 25.
september 1926, d. 26. desember
1934. Fóstursystkini hans eru
Emil Jónasson, f. 21. febrúar
1935, og Guðrún Geirmunds-
dóttir, f. 13. september 1935, d. 6.
febrúar 1985.
Hreinn giftist Ásdísi Halldórs-
dóttur 25. sept-
ember 1959. For-
eldrar hennar voru
Halldór Lárus Guð-
mundsson, f. 1. apríl
1909, d. 5. maí 1994,
og Geirlaug Ólafs-
dóttir, f. 17. ágúst
1915, d. 1. október
1994.
Hreinn og Ásdís
hófu búskap á Ber-
serkseyri 1960 og
bjuggu þar til 2005, er þau fluttu
til Reykjavíkur.
Hreinn og Ásdís eignuðust
dótturina Ástrós Geirlaugu, f. 1.
ágúst 1976. Börn hennar eru
Agnes Rós Egilsdóttir, f. 9. júní
2000, Guðmundur Viktor Eg-
ilsson, f. 28. september 2002, og
Hjörtur Hreinn Hjartarson, f. 18.
október 2010.
Útförin fer fram frá Guðríðar-
kirkju í Grafarholti í dag, 25.
september 2020, klukkan 13.
Blessuð sértu sveitin mín,
sumar, vetur, ár og daga.
Engið, fjöllin, áin þín,
yndislega sveitin mín,
heilla mig og heim til sín
huga minn úr fjarlægð draga.
Blessuð sértu, sveitin mín,
sumar, vetur, ár og daga.
(Sigurður Jónsson)
Móðurbróðir minn Hreinn
Bjarnason frá Berserkseyri lést
13. september. Við andlát hans er
stórt skarð höggvið í ættboga
minn.
Á Berserkseyri var tvíbýli, afi
og amma bjuggu á ytri bænum og
Hreinn og Dísa á innri bænum. Á
uppvaxtarárum mínum dvaldist
ég þar flest sumur. Þessu ynd-
islega fólki á ég margt að þakka
og höfðu þau mikil áhrif á mig.
Hreinn og Dísa voru hörkudug-
leg og hamingjusöm hjón ásamt
sólargeisla sínum, einkadóttur-
inni Ástrós Geirlaugu. Sveitabýli
þeirra var þekkt fyrir snyrti-
mennsku og myndarskap.
Hreinn var 19 árum eldri en ég
og leit ég fremur til hans sem
stóra bróður en frænda míns. Það
var alltaf nóg að gera í sveitinni
og þrautseigja og vinnugleði voru
einkunnarorðin sem ég lærði af
Hreini. Hann átti til smá stríðni
enda var alltaf stutt í glettnina og
kímnina hjá honum. Oft var við-
kvæðið þegar við vorum orðnir
örþreyttir að loknum löngum
vinnudegi „að vinnan hefði nú
aldrei drepið neinn“. Það er
margs að minnast af margvísleg-
um störfum sem ég kynntist hjá
Hreini auk hefðbundinna sveita-
starfa, m.a. mótekju, silunga- og
hrognkelsaveiða, tófu- og minka-
skytterís, dúntekju, póstferða á P
66, vegavinnu, byggingarvinnu,
smalamennsku og heyskapar úti í
Akurey og á eyðijörðum við
Hraunsfjörð.
Það var aldrei lognmolla í
sveitinni og alltaf margt um
manninn, enda næg verkefni að
hafa. Ég minnist þess að það var
alltaf tilhlökkun að fara vestur í
sveitina til þeirra. Á sumrin
dvöldust þar að jafnaði mörg
ungmenni sem nutu þess afar vel
að fá að kynnast sveitastörfum og
tryggðu okkur um leið ærslafull
sumur ár eftir ár í sveitinni.
Systkinin Hreinn og ástkær
móðir mín Dagbjört voru ein-
staklega samrýnd og unnu hvort
öðru afar mikið. Hann tók það
mjög nærri sér þegar hún lést
fyrir ári.
Sveitin átti alla tíð hug hans
allan þrátt fyrir að hafa selt jörð-
ina og flust til Reykjavíkur. Hann
var afar þakklátur yfir miklum
hlýhug sem nýir eigendur á Ber-
serkseyri, Hjörtur og Snjólaug,
sýndu honum með því að bjóða
honum að búa á staðnum hvenær
sem hann kaus.
Náttúrufegurð á Berserkseyri
er einstök. Örnefnin við hvert fót-
mál eru arfleifð horfinna kyn-
slóða, m.a. Hraunsfjörður inn
með Berserkjahrauni, Fossarnir
inn af Tröllahálsi í snarbröttum
fjöllum upp af Árnabotni og
eyktamörkin Dagmálagil, Há-
degisbrekkur og Nónkúla. Sólar-
lag við spegilsléttan Breiðafjörð-
inn er ógleymanlegt.
Fjölskylda mín hefur haft
mikla ánægju af að heimsækja
Hrein og Dísu að Berserkseyri
og fylgdi ferðunum vestur ávallt
mikil eftirvænting.
Mér er efst í huga djúpt þakk-
læti til Hreins og söknuðurinn við
fráfall hans er ákaflega sár. Ég
minnist Hreins með mikilli virð-
ingu. Ég og fjölskylda mín færum
dótturinni Ástu Laugu og börn-
um hennar okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Blessuð sé
minning Hreins Bjarnasonar frá
Berserkseyri.
Yngvi Pétursson.
Ég kynntist hjónunum á Ber-
serkseyri, þeim Hreini og Dísu,
árið 2002 eftir að við Rósa kynnt-
umst. Fyrir mér var þetta eins og
að kynnast tengdaforeldrum því
þau bæði hafa alla tíð frá barn-
æsku Rósu verið henni eins og
aðrir foreldrar og sannar fyrir-
myndir í einu og öllu. Þau gáfu
henni sem barni og unglingi það
veganesti út í lífið sem hefur ver-
ið henni hvað dýrmætast. Oft
vitnar Rósa í orð Hreins: „Það er
um að gera að drífa sig“ þegar
mikið lá við, þurfti t.d. að ná inn
þurru heyi fyrir rigningu eða
hlaupa fyrir kindurnar í smala-
mennsku, eða önnur verk í sveit-
inni sem þurfti að vinna hratt og
rösklega.
Hreinn var fæddur og uppal-
inn á Berserkseyri. Hann byrjaði
þar búskap með Dísu sinni með
því að kaupa helminginn í jörð-
inni af móðurbróður sínum. Þau
voru dugleg í að rækta ný tún og
auka framleiðni búsins og fórst
það mjög vel úr hendi og var bú-
skapur þeirra til fyrirmyndar alla
tíð. Hreinn tók þátt í sauðfjár-
ræktarfélagi og þótti ná góðum
árangri og var oft falast eftir frá
honum hrútum til undaneldis og
lífgimbrum, m.a. vestur á firði og
norður á Strandir. Hreinn var
náttúrubarn og mjög tengdur
umhverfi sínu. Hann var mjög
næmur og einnig veðurglöggur
og tengdi veðrið oft að gömlum
sið við ákveðna daga, eins og t.d.
Maríumessu, kyndilmessu og
höfuðdag eins og forfeðrum okk-
ar var algjör nauðsyn á að kunna.
Hann byrjaði ungur með leiðsögn
föður síns að veiða tófur og var
mjög drjúgur við það alveg þar til
í vor þegar heilsuleysi stoppaði
hann af. Hreinn var einstaklega
fljótur að læra inn á nýtt landslag
og ná áttum. Eftir fyrstu ferð
þeirra vestur til okkar Rósu í
Súðavík var hann með alla firði
og helstu örnefni á hreinu og gat
þulið þau upp í nákvæmlega
réttri röð, jafnvel og æfður prest-
ur fer með faðirvorið án þess að
hiksta. Þeim var þessi fyrsta ferð
mjög minnisstæð og þá varð Dísu
oft tíðrætt um Hrafnseyrar-
heiðina sem hún kallaði „Hryll-
ingsheiðina“ og það með réttu.
Hreinn kom síðast vestur til okk-
ar 2018 og fórum við þá m.a. út á
Ingjaldssand. Þar fundust hon-
um allar skriður vera mjög tófu-
legar. Þetta var einskonar píla-
grímsför fyrir hann því þarna
komst hann á heimaslóðir fyrir-
myndar sinnar, Guðmundar refa-
skyttu frá Brekku. Eftir að um-
ráðum þeirra á Berserkseyri lauk
buðu núverandi eigendur, þau
Hjörtur og Snjólaug, honum
áfram óbreyttan aðgang að öllu á
Berserkseyri og var hann þar
langdvölum síðustu árin í boði
þeirra og verður þeim heiðurs-
hjónum seint þakkaður sá höfð-
ingsskapur. Eftir að Hreinn og
Dísa fluttu í Stakkhamrana kom-
um við Rósa oft til þeirra og stóðu
okkur ávallt allar dyr opnar og
metum við það mikils. Alltaf var
glatt á hjalla og eru þær minn-
ingar okkur kærar. En nú er kall-
ið komið og þú hefur kvatt okkur,
Hreinn minn. Nú ertu kominn á
veiðilendurnar miklu þar sem er
nóg af tófum, en líklega munuð
þið rölta um þær lendur saman í
friði og spekt því þar ríkir kær-
leikurinn einn.
Elsku Ástrós, við Rósa vottum
þér og börnum þínum okkar
dýpstu samúð og biðjum um
styrk ykkur til handa í sorg ykk-
ar.
Far í friði, kæri vinur.
Steinn Ingi Kjartansson.
Í byrjun hausts þegar farfugl-
arnir kveðja einn af öðrum og
æðarfuglarnir hópa sig saman
fyrir veturinn lést Hreinn
Bjarnason. Við kynntumst
Hreini fyrir sex árum þegar við
keyptum jörðina Berserkseyri
þar sem hann var fæddur og upp-
alinn. Margur hefði borið kala til
fólksins að sunnan sem yfirtæki
æskuheimilið en þannig maður
var Hreinn ekki. Við kynntumst
skarpgreindum, bjartsýnum og
hógværum gömlum manni sem
studdi okkur heilshugar í þeim
breytingum sem við gerðum á
jörðinni.
Við breyttum húsinu sem hann
byggði og honum fannst allar
breytingar til bóta, sérstaklega
stóru gluggarnir sem vissu út að
sjó. Hann vildi sjálfur hafa stóra
glugga en það voru bara ekki til
nógu sterkar rúður þegar hann
stóð í húsbyggingum. Í nokkur
sumur sinntum við æðarvarpinu
hans Hreins með honum. Andlit
gamla mannsins ljómaði í hvert
sinn sem talið barst að kollunum
hans og flestar þekkti hann. Sem
refaskytta til 70 ára gat hann
verndað kollurnar sínar fyrir
vargi. Hann gerði sitt besta til að
miðla reynslu sinni og þekkingu
til okkar en honum þótti stundum
skorta þolinmæði hjá okkur nú-
tímafólkinu enda sagði hann að
þolinmæði væri besti eiginleiki
góðrar refaskyttu. Það er sannur
heiður að taka við keflinu af
Hreini og reyna að vernda varpið
hans af fremsta megni.
Hreinn tengdi nútímann við
horfna tíma, og sögur sem hann
sagði okkur frá sér sjálfum en
einnig af foreldrum sínum og föð-
urforeldrum gáfu innsýn í líf og
lífsbaráttu á Breiðafirði. Skóla-
ganga Hreins var nokkrar vikur í
farskóla en þrátt fyrir það var
hann víðlesinn, víðsýnn og fróð-
ur. Hann sagði okkur frá erfiðri
lífsbaráttu, bróðurnum sem hann
missti á barnsaldri úr lungna-
bólgu og saknaði og syrgði alla
tíð. Hann kenndi okkur örnefni,
benti okkur á gjöfulustu miðin á
firðinum og sagði okkur hvar
mesta skjólið væri til að setja nið-
ur bryggju. Sumarið 2018 var
kaldasta og blautasta sumar á
Breiðafirði í manna minnum.
Okkur þótti þetta hálfleiðinlegt
en Hreinn benti okkur á að það
fylgdi ávallt eitthvað gott illu.
Hann mundi eftir sumrinu 1956
með álíka veðri og í hans huga
var það eitt besta sumarið því tíð-
in var þá svo slæm að ekki var
hægt að grafa mó og mótekja
hafði verið versta og leiðinlegasta
verk sem hann hafði tekið sér
fyrir hendur á lífsleiðinni. Mó-
tekja hefði lagst af á Berserks-
eyri eftir það sumar og þess
vegna hugsaði hann alltaf til
vonda sumarsins með hlýju.
Í sumar fór heilsu Hreins
hrakandi og hann rétt komst í
stutta heimsókn í sveitina í vor.
Hann fylgdist þó með varpinu
sínu úr fjarlægð og fannst vont að
geta ekki sjálfur tekið þátt í að
vinna á vargnum og gaf okkur
mörg heilræði símleiðis um
hvernig best væri að haga fyr-
irsáti um tófur og hvar ganga
ætti á greni.
Þegar við horfðum út um
gluggann, yfir fjörðinn sem var
Hreini svo kær og fylgdumst með
æðarfuglunum hópa sig saman
beint fyrir framan gluggann
fannst okkur sem fuglinn og nátt-
úran sjálf væru að kveðja horfinn
vin og verndara.
Hjörtur og Snjólaug.
Nú hefur Ísland misst sauð-
fjárbónda af allra bestu gerð,
Hrein Bjarnason frá Berserks-
eyri. Ég man þegar við hittumst í
fyrsta skipti. Ég var á rjúpu inni í
Bæjardal en þú varst að ná í átta
eftirlegukindur og varst í erfið-
leikum með að koma þeim niður
við Hádegiskletta sökum snjó-
þyngsla og kallaðir til mín: „Þér
væri nær að hjálpa mér en að
vera að eltast við saklausa
fuglana!“ En þá varðstu hissa því
ég er alinn upp í sveit og skildi vel
vandræði þín og saman komum
við kindunum í aðhald í hrauninu
og gætti ég þeirra á meðan þú
sóttir Landroverjeppann. Upp úr
þessum kynnum okkar varð til
vinátta sem aldrei bar á nokkurn
skugga, báðir með óþrjótandi
áhuga á sauðfé og gátum talað
um kindur og þá aðallega hrúta
daginn út og inn. Þú hafðir sterk-
ar skoðanir á því hvernig fé þú
vildir rækta, fjárbragðið varð að
vera rétt sagðir þú alltaf; höfuðið
stutt og breitt, bringan að lág-
marki þverhönd fram fyrir stutt-
ar lappir, útlögumikil og herða-
breið, bak breitt, malir og læri
kjötmikil … Þetta var þín kind
eins og hún Garrhyrna, ég tala nú
ekki um hann Klett, þar var hinn
fullkomni gripur og vitnaðir þú
oft í hann. Ég var búinn að vera á
sjó í mörg ár þegar við kynnt-
umst og hélt að ég kynni allt en
samt kenndir þú mér að gera sjó-
klárt. Aldrei lagðir þú frá þér
nokkurn hlut til geymslu nema
hann þyldi stóra sunnan og
snyrtimennskan maður, þú varst
ótrúlegur snyrtipinni enda Ber-
serkseyri valin snyrtilegasta bú á
Vesturlandi. Nú er komið haust,
smalamennskur á fullu og enginn
Hreinn.
Ég sakna þess að hafa þig ekki
með í fjárraginu, heyra álit þitt á
lömbunum. Við áttum svo marg-
ar góðar stundir þegar við vorum
að velja ásetninginn. Ég get
endalaust talið áfram hvort sem
við vorum á rollurúnti eða að slá
túnin eða bara heima í kaffi hjá
Dísu, þá var alltaf notalegt í
kringum þig. Engan veit ég betri
en þig í að lesa náttúruna. Við
vorum eitt sinn á rollurúnti í
hrókasamræðum um lömb þegar
þú snarstoppaðir bílinn: „Það er
tófa hérna!“ Ég dauðhrökk við,
hélt við værum bara að skoða
lömbin en þú, náttúrubarnið,
hafðir fylgst með öllu. Þegar tófa
var annars vegar breyttist þú og
öll þín skilningarvit fóru af stað.
Eins fannst mér gaman þegar þú
varst að spá í veðurútlit og jafn-
vel hvernig veturinn eða sumarið
yrði, þá skipti máli hvernig veðrið
var hina ýmsu daga eins og til
dæmis öskudag eða stórriddara-
dag. Þú sagðir að ég væri sérvit-
ur vegna þess að ég vildi aldrei
byrja að heyja eða hleypa til á
miðvikudegi. Þessu hafðir þú
gaman af og sagðir að það skipti
þig engu máli hvaða dag yrði
byrjað að heyja en varst svo alltaf
búinn að bera út á laugardegi og
minnti ég þig alltaf á það. Ég
gæti haldið áfram endalaust,
minningin lifir um góðan vin. Ég
þakka fyrir frábær kynni, kæri
vinur.
Að vera bóndi ó, guð minn góður
í grænu fangi á sinni móður
og finna ljós hennar leika um sig
og lyfta sálinni á hærra stig
(Jóhannes úr Kötlum)
Ástu og fjölskyldu votta ég
mína dýpstu samúð.
Eiríkur.
Til afa
Þú ert ein af bestu manneskj-
um sem ég hef fengið að kynnast,
mér finnst svo erfitt að sætta mig
við að þú sért ekki hjá okkur
lengur. Þú kenndir mér svo
margt.
Þú varst byrjaður að kenna
okkur að keyra áður en við náð-
um niður á pedalana. Þú tókst
okkur með að smala og kenndir
okkur að veiða. Þú kenndir okkur
að miða byssu því þú varst vanur
að fara alltaf á tófuskytterí. Man
líka hvað þú varst mikill prakkari
í þér; í hvert skipti sem ég labb-
aði framhjá hurð varstu vanur að
fela þig á bak við og hræða úr
mér líftóruna sem þér fannst svo
fyndið. Stundum þegar ég fór
niður í fjárhús komst þú og kast-
aðir steinum upp á þakið og
beiðst eftir að ég kæmi hlaupandi
út haldandi að þakið væri að
hrynja, þá kom ég að þér í hlát-
urskasti í hvert skipti. Man líka
eftir öllum eltingaleikjunum sem
við tókum inni í stofu í kringum
borðið og ef þú varst ekki með þá
hlupum við og náðum í þig. Man
líka eftir seinasta skipti sem ég
tók þig á rúntinn, þá fórum við
smá út úr bænum að skoða sveitir
og öll dýrin sem voru úti og þér
fannst það svo spennandi. Mér
fannst það svo sætt, á aldrei eftir
að gleyma þessari ferð. Sakna þín
svo mikið en hugga mig við að þú
ert með ömmu núna. Elska ykkur
bæði svo mikið, vona bara að ég
fái að hitta ykkur aftur. En þang-
að til: Takk fyrir að vera allt það
besta í lífi mínu, er svo þakklát
fyrir ykkur.
Kær kveðja!
Ykkar
Agnes.
Ég sendi þér ljóð til að láta þig vita
að líklega þarftu að koma til mín,
því án þín er líf mitt sem eldur án hita,
mín einmana stjarna á himnum skín.
Ég sendi þér ljóð því ég sál minni forða
frá sorglegri hugsun með einlægum
brag
sem kerti án loga, sem kvæði án orða
sem kuldi að sumri um hábjartan dag.
Ég sendi þér ljóð, það er vorblær á
vangann,
það vekur í huga þér minningaflóð.
Ég vex eins og rósin sem vantar þá
angan
sem virkjar í hjartanu eldheita glóð.
(Kristján Hreinsson)
Þinn
Guðmundur.
Hreinn Bjarnason
Samferð og vin-
átta okkar Grétu
hefur varað í fjóra
áratugi eða allt frá
því við sáumst
fyrst í Þroskaþjálfaskóla Ís-
lands haustið 1979. Gréta var
ein af skólasystkinum mínum og
ég tók sérstaklega eftir henni
vegna glaðlegrar og hressandi
nærveru. Hún var skörp og lét
sig málefni skólans og nemend-
anna varða.
Gréta var næm á líðan ann-
arra og með nærveru sinni
sýndi hún samkennd og skiln-
ing. Ég var svo lánsöm að kynn-
ast henni betur og verða vin-
kona hennar stuttu eftir útskrift
úr Þroskaþjálfaskólanum þegar
Margrét Jónsdóttir
✝ Margrét fædd-ist 18. janúar
1957. Hún lést 4.
september 2020.
Útförin fór fram
18. september
2020.
við störfuðum sam-
an á Vistheimilinu
Sólborg á Akureyri.
Sú vinátta hefur
varað alla tíð og
verið skemmtileg,
gefandi, styðjandi
og krefjandi.
Ég get skipt
samveru okkar í tvö
tímabil. Fyrra tíma-
bilið einkenndist af
þroska ungdómsár-
anna. Við vorum að þróa og
þroska okkur í starfi með fötl-
uðum, efla okkur sem ungir og
metnaðarfullir fagmenn. Við
bjuggum okkur heimili um
þriggja ára skeið. Fyrir utan
vinnuna hlustuðum við á tónlist,
dunduðum við handavinnu og
matseld, fórum í ljós. Svo fórum
við líka á djammið, stunduðum
Sjallann, dönsuðum og hittum
vini. Gréta var mikil blómakona
og hlúði að gluggaplöntunum
sínum sem voru svo fallegar og
gróskumiklar í hennar umsjá. Í
sambúð okkar stjórnaði hún
vikulegum hreingerningum á
heimilinu. Hún kenndi mér ým-
islegt, t.d. að affrysta ísskáp og
frysti.
Á þessum árum á Akureyri
fór Gréta oft um helgar austur í
Höfðabrekku til foreldra sinna.
Mér fannst aðdáunarvert hve
Gréta lét sér annt um að hlúa
að foreldrum sínum með svona
mikilli samveru og annarri að-
stoð. Akureyrarárunum okkar
lauk með því að Gréta flutti til
Svíþjóðar og ég til Reykjavíkur.
Síðara tímabilið í vináttusam-
veru okkar var eftir að Gréta og
fjölskylda fluttu heim til Ís-
lands. Gréta og barnsfaðir
hennar slitu samvistum. Gréta
keypti sér íbúð í Breiðholti þar
sem hún bjó með drenginn sinn.
Hún vann sem þroskaþjálfi og
kennari í skólum fyrir nemend-
ur með fötlun og í búsetu fyrir
fatlað fólk. Við vorum alltaf í
nánum tengslum, ræktuðum
vináttuna, hjálpuðumst að og
nutum samveru.
Upp úr aldamótunum 2000
fór ég að skynja að heilsu Grétu
vinkonu minnar var brugðið.
Hún missti smátt og smátt getu
til að halda heimili sínu í horf-
inu, blómin visnuðu upp. Per-
sónuleikabreytingar sem fylgdu
heilsubrestinum voru mörgum
sem umgengust hana erfiðar og
fáir skildu að um sjúkdóm var
að ræða, sjúkdóm sem Gréta
sjálf vildi ekki horfast í augu
við. „Maður drepst hvort sem er
úr einhverju einhvern tímann,“
sagði hún. Þrátt fyrir minnk-
andi starfsgetu þráði Gréta fátt
heitar en að vera á vinnumark-
aði en svo fór að hún missti
færnina til þess. Hún var mjög
stolt og vildi ekki gefa sig á vald
heilbrigðis- og félagsmálayfir-
völdum fyrr en í fulla hnefana.
Það voru erfið spor að stuðla að
vistun Grétu vinkonu minnar á
stofnun. En þegar þangað var
komið var hún sátt. Á hjúkr-
unarheimilinu Mörk var vel um
hana hugsað og þar leið henni
vel. Sá tími er mér dýrmætur í
minningunni um síðustu árin í
okkar samveru. Ég er innilega
þakklát fyrir gjöfula samferð
með Grétu. Minning hennar lif-
ir.
Signý Þórðardóttir.