Morgunblaðið - 25.09.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.09.2020, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2020 ✝ Erlen Jóns-dóttir fæddist í Vík í Mýrdal 9. ágúst 1942. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 14. sept- ember 2020. Foreldrar hennar voru Jón Hall- grímsson frá Felli í Mýrdal, f. 21.4. 1910, d. 2.6. 2005, og Steinvör Sigríður Jónsdóttir frá Sólheimahjáleigu í Mýrdal, f. 14.10. 1903, d. 16.4. 1987. Systk- ini Erlenar eru Trausti, f. 29.6. 1924, d. 7.12. 1946, Inga, f. 12.3. 1935, d. 12.2. 1945, Sigurgrímur, f. 2.10. 1937, og Elín Jóna, f. 1.4. 1944. Erlen giftist hinn 11. desem- ber 1965 Matthíasi Gíslasyni, fv. útibússtjóra LÍ, f. 23.2. 1944. Börn þeirra eru: 1) Gísli Jón, f. starfaði þar til ársins 1971. Vorið 1974 flutti fjölskyldan til Víkur í Mýrdal, þar sem Matthías tók við starfi kaupfélagsstjóra, og bjó þar til ársins 1985. Þar starfaði hún m.a. við verslunar- og skrif- stofustörf. Sem mikil áhuga- manneskja um tónlist var hún öll árin virkur meðlimur í kirkjukór Víkurkirkju og einn af stofn- endum tónlistarskólans í Vík. Eftir að fjölskyldan flutti aftur í Garðabæ hóf hún störf sem ritari hjá Vinnuveitendasambandi Ís- lands, síðar Samtök atvinnulífs- ins, þar sem hún starfaði allt til starfsloka. Erlen var alla tíð mik- ill náttúruverndarsinni og dýra- vinur og stundaði hestamennsku um áratugaskeið. Útför Erlenar fer fram frá Ví- dalínskirkju Garðabæ í dag, 25. september 2020, klukkan 13. Jarðsett verður í Hafnarfjarð- arkirkjugarði. https://youtu.be/hZ/. Virkan hlekk á streymi má nálgast á https://www.mbl.is/ andlat/. 13.4. 1966, maki Astrid Prager. 2) Sigurður Steinar, f. 17.9. 1969, d. 26.4. 1970. 3) Steinar Ingi, f. 18.7. 1972, maki Ragnhildur Inga Guðbjarts- dóttir. Þau eiga þrjú börn, Erlen Önnu, Guðbjart Inga og Matthildi Stellu. Erlen ólst upp í Vík og lauk gagnfræðaprófi frá Skógaskóla 1958. Flutti síðar til Reykjavíkur þar sem hún starf- aði hjá Samvinnutryggingum. Sumarið 1961 fór hún til Kaup- mannahafnar þar sem hún starf- aði eitt ár hjá dönsku trygginga- félagi. Í framhaldi af dvölinni í Kaupmannahöfn dvaldi hún vet- urlangt hjá fjölskyldu í London. Erlen hóf störf sem flugfreyja hjá Loftleiðum vorið 1964 og Það er með djúpu þakkæti sem ég kveð mína fallegu vinkonu og tengdamóður, Erlen Jónsdóttur. Það er okkur fjölskyldunni þung- bært að sjá á eftir henni enda skipaði hún stóran sess í lífi okkar allra en sér í lagi er það erfitt fyr- ir börnin okkar Steinars að kveðja ömmu sína. Erlen var mikil amma og fékk fljótt nafnið amma í Bæ (fyrir Garðabæ). Það voru ófá skiptin sem við Steinar, ungt parið í háskólanámi með Erlen Önnu litla, komum í kvöldmat, hádegismat eða vöfflu- kaffi til ömmu og afa. Fjölskyldan stækkaði, við Steinar oft erlendis vegna vinnu okkar, en ekki fækk- aði skiptunum sem við, og sér- staklega börnin þrjú, nutum þess að koma í mat eða annarrar að- stoðar frá ömmunni. Erlen var stórglæsileg, ein- staklega smekkleg og alltaf vel tilhöfð. Myndarskapurinn og krafturinn í Erlen var einstakur, heimilið hennar alltaf upp á tíu og allt á sínum stað. Hún var ein- stakur meistarakokkur og lagði hjartað sitt í hverja máltíð, pass- aði upp á að allir fengju það sem þeim þætti best og bar stundum svo við að hún bjó til tvennslags útgáfur af fiski þar sem Bubbi minn borðar bara steiktan fisk en fyrir okkur hin var innbakaður eða soðinn. Það er mér einstaklega kært að rifja upp sláturgerðina með henni, en lifrarpylsan hennar fékk bragðlaukana til að dansa. Allt sem hún gerði var gert af vandvirkni og kostgæfni sem end- urspeglaðist sérstaklega í elda- mennskunni en hver máltíð var fallega fram borin, lystug og bragðgóð. Viðhorf hennar til lífsins voru hrein, tær og skýr. Hún hafði sterka réttlætiskennd, hafði ákveðnar skoðanir, en mikil mýkt, mannúð og samkennd var grunnur hennar viðhorfa. Erlen lifði fyrir barnabörnin sín þrjú og var alltaf svo fallegt að sjá hvað hún ljómaði í kringum þau og vildi allt fyrir þau gera. Alltaf mætti hún þeim með fal- legu brosi, mýkt og spurði þau spjörunum úr um hvað hafði drif- ið á þeirra daga og auðvitað hvað það væri nú sem þau helst vildu borða hjá henni. Hún lagði ríka áherslu á að lesa fyrir þau og leika við þau, kenna þeim bæn- irnar sínar sem og ræða við þau um heima og geima og miðla af reynslu sinni og viðhorfi til lífsins. Það var alltaf eitthvað að tala um hjá ömmu og afa í Bæ. Ljúfar eru minningar Matthildar Stellu með ömmu við jólakökubakstur- inn og hina frægu Sibbu-tertu. Það er því með miklum söknuði en fyrst og síðast djúpu þakklæti sem ég kveð þig, elsku Erlen mín. Minning um sterka konu sem allt- af gat gefið af sér mun lifa í hjarta mínu um ókomna tíð. Ég bið góð- an Guð að styðja og styrkja elsku Matthías, Gísla Jón, Steinar minn og börnin okkar þrjú á erfiðri stundu. Hvíl í friði, elsku Erlen mín. Þín tengdadóttir, Ragnhildur Inga. Elsku amma mín. Það er með miklum söknuði sem ég skrifa til þín nú þegar þú hefur kvatt þenn- an heim. Þú varst mér svo kær vinkona og mikil fyrirmynd. Þakklæti er mér efst í huga. Þakklæti fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Það sem við gátum setið lengi við eldhús- borðið og rabbað um allt milli himins og jarðar. Það var svo gaman að tala við þig. Þú hafðir sterkar skoðanir, varst ákveðin en umfram allt rétt- sýn. Þú varst einnig mikill um- hverfissinni … varst tilbúin að hlekkja þig við gröfuna við Reyn- isfjall. Það er skrýtið að geta ekki núna tekið upp símann og hringt í þig, dottið inn í kaffi eða mat. Þú eldaðir langbesta matinn í öllum heiminum. Þau eru heldur betur heppin vinir og fjölskylda í himnaríki að fá slíkan meistara- kokk í sínar raðir. Vöfflur, steikt- ur fiskur, grjónagrautur, brauð með malla, Sibbuterta, heit súkkulaðisósa, smákökur og svo lengi mætti telja … namm. Það vita allir sem þig þekktu hve góð- ur maturinn var hjá „ömmu í Bæ“. Í veikindum þínum sýndirðu ávallt svo mikinn styrk og seiglu. Þú brostir alltaf svo fallega til mín. Í þér fann ég, og finn enn, svo mikinn kraft. Ég veit þú verð- ur alltaf hjá mér. Þú varst líka svo tilfinninga- næm og hafðir svo sterka sam- kennd. Við grétum saman yfir fal- legri tónlist, leikritum og bíómyndum. Þú hafðir svo gaman af listum og elskaðir að fara á tón- leika og í leikhús. Það er svo dýr- mætt að eiga þessar minningar. Þú neitaðir að fara í lyftuna í Hörpunni og montaðir þig af því að þurfa ekki einu sinni að halda í handriðið á leiðinni upp stigann. Alltaf svo sniðug, sterk og dugleg. Ég minnist þín sem góðhjart- aðrar, fallegrar, klárrar og kraft- mikillar konu. Settir aðra ávallt í fyrsta sæti. Þú passaðir að eiga alltaf allt sem öllum fannst best og nóg af því. Við rúlluðum alltaf frá matarborðinu, en þér fannst við aldrei borða nóg. Ég kveð þig með hlýju og þakklæti í hjarta. Nú færð þú að njóta, hlæja og syngja með þeim sem biðu þín handan þessa heims. Hve heppin þau eru að fá þig. Elska þig alltaf. Þín vinkona, nafna og ömmu- stelpa, Erlen Anna. Ég elska, Ég sakna, Ég lærði Elsku amma í Bæ Ég elska hvernig ég gat alltaf talað við þig Ég elska hvernig þú þekktir öll fjöllin á leiðinni í Vík Ég elska þegar þú last fyrir mig þegar ég var lítill Og ég elska hvernig við hlógum saman. Elsku amma í Bæ Ég elska hvernig þú fórst með bænirnar Ég elska hvernig þú varst alltaf glöð að sjá mig Ég elska hvernig þú vaktir yfir fuglunum og passaðir þá Og ég elska hvernig við töluðum um heiminn og lífið Elsku amma í Bæ Ég sakna að sitja á borðinu þegar þú eldaðir Ég sakna að heyra í Rúv þegar ég labba inn Ég sakna að finna lyktina úr eldhúsinu og bíða spentur með afa Og ég sakna að heyra röddina þína gleðjast þegar ég hringdi í þig Elsku amma í Bæ Ég sakna þess að hjóla til þín eftir skóla Ég sakna hvernig þú settir fötin á ofninn á köldum degi Ég sakna hvernig þú horfðir á mig af hreinni ást Og ég sakna hvernig þú leiðréttir mig Elsku amma í Bæ Ég lærði hvað það er að vera góð manneskja Ég lærði þolinmæði Ég lærði að elda Og ég lærði virðingu fyrir náttúru og fólki Elsku amma í Bæ Ég lærði hvað þarf til að vera sterk manneskja Ég lærði um líf þitt Ég lærði um hugarfar þitt Og ég lærði að gera mistök Elsku amma í Bæ Ég elska þig Ég sakna þín Ég lærði af þér Og ég er glaður með allan tímann sem ég fékk að vera með þér Þinn litli drengur, Guðbjartur (Bubbi). Það var angan af fínum snyrti- vörum í stofunni hjá ömmu og afa. Í sófanum sat Matti frændi með unga konu sér við hlið. Hún var flugfreyja , glæsileg með ljóst þykkt hár. Ég stelpukjóinn, sem bara var komin með eina fullorð- instönn, gapti af hrifningu svo skein í auðan góminn. Erlen var kærastan hans Matta. Við Matti erum systrabörn. Systkini mín og ég höfum jafnan litið á Matta, Stellu og Gunna Sturlu sem systkini. Flugfreyjan glæsilega varð ekki bara konan hans Matta frænda. Hún varð mín Erlen, okkar allra Erlen. Hún féll vel inn í stórfjölskylduna og styrkti og gaf góðu sambandi okkar nýja vídd. Erlen umbar stríðnina sem löngum hefur loðað við okkur sem ættuð erum frá Fossá í Kjós. Hún var góð og traust stúlka, hún Er- len, segir mamma. Mömmur hafa oftar en ekki rétt fyrir sér, líka mamma mína. Á menntaskólaár- unum bjó ég hjá Lillu frænku. Þá hitti ég Erlen, Matta og syni þeirra oft. Þau eignuðust þrjá syni. Ég náði ekki að kynnast litla frænda mínum Sigurði Steinari. Hann lést sem kornabarn. Syn- irnir tveir, Gísli Jón og Steinar Ingi, bera hlýju uppeldi foreldr- anna fagurt vitni. Steinari Inga og mér varð vel til vina. Við lékum okkur oft í bílaleik og kom aldurs- munurinn ekki að sök. „Ekki lefa, Gunna lænka,“ sagði stráksi við frænku sína. Æ síðan hef ég verið Gunna „lænka“ og ég er löngu hætt að slefa í bílaleik. Litla frænda mínum var misboðið. Eins og foreldrarnir var og er hann snyrtilegur. Þegar fjölskyldan bjó í Vík höfðum við fasta við- komu hjá þeim á leið okkar í bæ- inn. Við sem aldrei höfum al- mennilega lært á klukku þurftum að taka okkur á. Erlen vildi hafa reglu á hlutunum og veitingarnar tilbúnar þegar við renndum í hlaðið. Allt er svo pen hjá henni Erlen, eins og amma okkar sagði upp á dönsku. Erlen og Matti hafa fylgt okkur í gleði og sorg. Það var óhugsandi að fagna tíma- mótum án þeirra. Fyrir rúmum tveimur árum við áttum um sárt að binda. Þau studdu og stóðu svo hlý og traust við okkar hlið. Þau vissu hvað það er að missa og syrgja. Það var gott að halla sér að öxlinni hennar Erlenar. Ég er með símafælni, en fyrir nokrum vikum hringdi ég í Erlen. Símtal- ið var styttra en símtölin þeirra mömmu og Erlenar. Þær krufðu málin í botn. „Gunna lænka,“ sagði Erlen þegar hún svaraði hringingu minni. Röddin var hlý að vanda. Við töluðum um lífið. Hún sagði mér fréttir af ömmu- börnunum og að hún væri að fara í frekari rannsóknir. Hún kvaddi mig með orðunum: „Vertu bless, væna mín.“ „Væna“ mín og „væni“ minn voru vinarorð sem Erlen voru töm. Eitt af fleiru góðu sem hún hafði með sér frá frá æskustöðvunum í Skaftafells- sýslu. Það er sárt að hugsa til þess að rödd hennar er nú þögn- uð. Í hjartanu geymi ég minn- inguna um hana sem alltaf kallaði mig væna mín. Elsku bestu Matti, Gísli Jón, Steinar Ingi, tengda- dætur og ömmugullin þrjú, hugur minn er hjá ykkur. Sömuleiðis vil ég votta Elínu Jónu, systur Er- lenar, innilega samúð mína. Ég bið þess að blessuð sé ykkur minningin. Ég kveð Erlen mína með söknuði og þakklæti. Guðrún Jónsdóttir (Gunna lænka). Kær vinkona og frænka er lát- in. Hinn 14. september sl. kvaddi Erlen á blóðsjúkdómadeild LSH eftir stutta en erfiða legu í fram- haldi meðferðar vegna endur- komu krabbameinssjúkdóms, sem lengi hafði hrjáð hana. Von- aði ég að sú meðferð gagnaðist henni og gæfi henni langvinnari bata en reyndin varð. Erlen var glæsileg kona, há- vaxin, ljós yfirlitum, bar sig vel og hafði góð áhrif á umhverfi sitt með glaðværð og glettni, réttsýn, en föst á skoðunum sínum ef á reyndi. Var mannbætandi að vera í ná- vist hennar, en í reynd bar hún mörg einkenni uppruna síns, þ.e. Heiðarættarinnar. Árið 1965 keypti faðir hennar, Jón Hallgrímsson, ásamt bróður sínum Sveini, hús jarðarinnar Fells í Mýrdal af Jarðeignadeild ríkisins, en þeir höfðu alist þar upp í stórum systkinahóp. Hafði faðir þeirra tekið við jörðinni árið 1902 með nýreistum húsum, sem höfðu þá verið flutt suður undir Fellsfjall undan ágangi jökulvatnsins Klifanda. Var tilgangur kaupanna ekki síst sá að viðhalda húsakosti æskuheimilis þeirra og bjarga á þann hátt ákveðnum menningar- verðmætum. Buðu þeir jafnframt systkinum sínum er vildu að ganga inn í kaupin og úr urðu sjö systkinahlutir. Varð Fellið að sumardvalarstað fjölskyldna þeirra næstu áratugina og nutum við Erlen þannig ásamt systkin- um okkar samvista við stórfjöl- skylduna. Féll eldri kynslóðinni vart verk úr hendi við viðhald húsakosts og umbóta á umhverfinu. Kvöldin voru nýtt við samveru í baðstof- ustíl, þar sem skipst var á græskulausum sögum af mönn- um og málefnum og farið með kveðskap, en allir voru bræðurnir hagmæltir og fjölskyldan söng- elsk. Truflaði þá ekki sjónvarp eða sími. Hélst eignarhaldið nær óbreytt næstu fjóra áratugina, en árið 2007 varð breyting þar á, m.a. vegna kaupa Erlenar og systur hennar Elínar Jónu og fjölskyldna þeirra á húsi í Vík í Mýrdal, ætluðu til sumardvalar. Í framhaldinu fækkaði þá eðli- lega samverustundum, en þakka vil ég þeim hjónum Erlen og Matthíasi fyrir allar hinar fjöl- mörgu ánægjustundir liðinna ára. Góð og merk kona er nú kvödd með söknuði. Sendum við Hildur fjölskyldu hennar, Matthíasi, Gísla Jóni, Steinari Inga og fjölskyldu hans, okkar innilegustu samúðarkveðj- ur, einnig systkinum hennar, þeim Elínu Jónu og Sigurgrími, og fjölskyldum þeirra. Megi Guð og góðar vættir styðja þau og styrkja í sorg þeirra. Þórarinn E. Sveinsson. Elsku móðursystir mín Erlen er fallin frá eftir hetjulega bar- áttu við veikindi undafarin ár sem hún tókst á við af miklu æðru- leysi. Það hefði verið óskandi að samfundir hefðu orðið fleiri en um leið ber að þakka fyrir allar góðar samverustundir. Það er með mikilli hlýju og ást sem ég minnist Erlenar frænku. Hún var ávallt afar vökul og umhyggju- söm gangvart sínum nánustu og þar vorum við í fjölskyldu systur hennar engin undantekning. Á þeim tíma sem Erlen, Matt- hías og drengirnir bjuggu í Vík var ég svo heppinn að vera iðu- lega sendur til þeirra í pössun þegar foreldrar mínir brugðu sér af bæ. Það eru bjartar og góðar myndir sem koma í hugann af líf- inu í Vík; útreiðartúrum á Mósa, bílferðum um sveitirnar og ekki síst góðum mat sem Erlen bar á borð. Það var sérstakt hvað vel var tekið á móti mér, uppburð- arlitlum dreng, en mér leið ávallt eins og ég væri sérstakur í ná- lægð við Erlen frænku. Þannig gaf hún af sér og hafði mannbæt- andi áhrif á mig og það held ég að hafi einnig átt við um flesta sam- ferðamenn hennar. Hjartagæska hennar birtist einnig í því hvernig hún elskaði og sinnti sinni nán- ustu fjölskyldu og synir hennar Gísli Jón og Steinar Ingi bera þess merki. Móðir mín Elín Jóna átti afar gott og náið samband við stóru systur sína og er skarð fyrir skildi við fráfall Erlenar. Erlen frænka var trúuð manneskja og lífsgildi hennar byggðust á okkar kristna grunni. Við rifjum stund- um upp sögu af því þegar frænka uppgötvaði að litli frændi var tals- vert ryðgaður í faðirvorinu og flestum öðrum góðum sálmum. Allt kapp var þá lagt á að upp- fræða drenginn og láta hann syngja upphátt með frændum sínum fyrir svefninn og sálmarnir lærðust á endanum og urðu mér gott veganesti. Við erum berskjölduð gagn- vart því þegar ástvinir hverfa á braut og eftirlifendur standa eftir með söknuð í hjarta. Tilfinningar eins og virðing, hlýja og væntum- þykja sitja eftir er ég minnist Er- lenar frænku. Matthíasi og fjöl- skyldu allri vottum við Guðbjörg og dætur dýpstu hluttekningu og megi allar góðar vættir fylgja þeim áfram veginn. Snorri Gunnarsson. Elsku Erlen, æskuvinkona mín í gegnum lífið, hefur kvatt. Það eru mikil forréttindi og mikið að þakka að hafa átt þig fyrir vin- konu. Við Erlen vorum að rifja upp ekki alls fyrir löngu að okkur hefði aldrei orðið sundurorða. Það segir mikið um vinkonu mína. Erlen var sterkur persónu- leiki, alltaf flott og falleg. Fjöl- skyldan var henni allt, að fylgjast með barnabörnunum vaxa, þrosk- ast og njóta þess sem best. Það er margs að minnast í gegnum tíðina. Í Vík var gott að alast upp. Þegar við vorum 5-6 ára ákvað Sigríður móðir Erlenar að við skotturnar yrðum vinkon- ur. Þannig treysti hún vináttu- böndin. Um tvítugt leigðum við Erlen saman herbergi hér í Reykjavík. Það var oft glatt á hjalla og músík spiluð nokkuð hátt en allt í góðu og við vorum mjög nánar. Í seinni tíð höfum við átt saman góðar stundir með mönnunum okkar. Kæri Matthías, þú stóðst eins og klettur við hlið Erlenar í veik- indum hennar og fyrir það var hún mjög þakklát. Kæra fjölskylda, innilegar samúðarkveðjur frá okkur Guð- mundi og börnunum. Ljúf minning lifir. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Birna Fríða Björnsdóttir. Þegar við minnumst Erlenar, samstarfskonu til margra ára, þá streyma fram sterkar og ljúfar minningar liðinna ára. Á milli okkar var strengur byggður á vináttu, trausti og virðingu. Kynni okkar hófust 1985 þegar hún kom til starfa hjá VSÍ (Vinnuveitendasambandi Ís- lands) og síðar þegar SA var stofnað þar sem Erlen starfaði til ársins 2007. Erlen var einstaklega hlý og skemmtileg, glaðbeitt í fasi og elskuleg við alla. Hún gerði ekki mannamun enda umhyggja og hjálpsemi henni í blóð borin og fórum við samstarfsfólk hennar ekki varhluta af því - alltaf var hún boðin og búin. Í störfum sín- um naut Erlen sín vel með sínu einstaka viðmóti og má með sanni segja að sú hlið er sneri að þeim sem áttu erindi við samtökin hafi verið eins og allra best varð á kos- ið. Hún vann hug og hjarta okkar sem unnum með henni og það átti einnig við um fjölskyldur okkar, en við eigum sjálfsagt mörg minningar um hve ljúfmannlega hún tók fólkinu okkar. Við kynnt- umst vel Matthíasi og strákunum þeirra, Gísla Jóni og Steinari Inga, sem lögðu okkur oft lið á unglingsárum sínum. Mörg okkar sem unnum með henni í gegnum árin áttum alla tíð í góðum vináttutengslum utan vinnunnar, farið var saman í leik- hús, út að borða eða hist við annað tilefni, þar sem Erlen bar af með glæsileika sínum og hentum við stundum gaman að því að við hin- ar féllum í skuggann þar sem hún mætti vel tilhöfð með perlufestina og pelsklædd. Þannig ræktuðum við vináttuna í áranna rás. Þær ferðir verða ekki fleiri að sinni. Baráttan við krabbameinið var erfið, ekki síst þetta árið, sem hef- ur verið ólíkt öðrum tímum, og það fékk Erlen sannarlega að reyna þegar heilsa hennar versn- aði á liðnu sumri, en eins og áður var ekki kvartað. Við kveðjum með söknuði okk- ar góðu vinkonu og þökkum sam- fylgdina í gegnum árin. Mun hún nú hvíla við hlið litla drengsins síns sem lést aðeins örfárra mán- Erlen Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.