Morgunblaðið - 25.09.2020, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.09.2020, Blaðsíða 35
HANDBOLTINN Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Afturelding er áfram ósigruð í úr- valsdeild karla í handknattleik, Ol- ísdeildinni, en liðið vann sterkan tveggja marka sigur gegn Selfossi á Varmá í Mosfellsbæ í 3. umferð deildarinnar í gær. Leiknum lauk með 26:24-sigri Aftureldingar sem náði mest fimm marka forskoti í fyrri hálfleik, 11:6, en Arnór Freyr Stefánsson var afar drjúgur í marki Aftureld- ingar í hálfleiknum og varði þrjú vítaköst. Selfyssinum tókst að laga stöð- una undir lok fyrri hálfleiks og Afturelding leiddi með þremur mörkum í hálfleik, 14:11. Selfyssingar byrjuðu seinni hálf- leikinn af krafti og tókst að jafna metin í 16:16. Afturelding rankaði við sér eftir þetta, náði þriggja marka forskoti, 22:19, og hleypti Selfyssingum ekki nálægt sér aft- ur. Guðmundur Árni Ólafsson og Úlfar Monsi Þórðarson voru markahæstir í liði Mosfellinga með fimm mörk hvor og þá varði Arnór Freyr tólf skot í markinu. Guðmundur Hólmar Helgason var atkvæðamestur Selfyssinga með átta mörk og Vilius Rasimas varði sextán skot í marki Selfyss- inga, þar af þrjú vítaköst. Þórsarar unnu botnslaginn FH vann sinn annan leik í röð í deildinni þegar Fram kom í heim- sókn í Kaplakrika í Hafnarfirði en leiknum lauk með 28:22-sigri Hafn- firðinga. FH leiddi með fimm mörkum í hálfleik, 15:10, en Framarar byrj- uðu síðari hálfleikinn ágætlega og tókst að minnka muninn í tvö mörk. Lengra komust þeir hins vegar ekki og FH fagnaði öruggum sigri í leikslok. Ásbjörn Friðriksson var atkvæðamestur Hafnfirðinga með sex mörk en Phil Döhler varði þrettán skot. Vilhelm Poulsen skoraði átta mörk fyrir Framara og Lárus Helgi Ólafsson var með fimmtán skot varin. Þá átti Ihor Kopysjynskyi stór- leik fyrir Þórsara þegar liðið heim- sótti ÍR í botnslag deildarinnar í Austurberg í Breiðholti. Leiknum lauk með 26:21-sigri Þórsara en Kopyshynskyi skoraði tíu mörk í leiknum, þar af þrjú úr vítaköstum. Liðin skiptust á að skora í fyrri hálfleik en þegar fimm mínútur voru til leiksloka leiddi Þór með þremur mörkum, 22:19. Þórsarar skoruðu þá þrjú mörk í röð og gerðu þannig út um leikinn. Valþór Atli Garðarsson skoraði fimm mörk fyrir Þórsara og Jovan Kukobat varði fimm skot. Hrannar Ingi Jóhannsson var markahæstur ÍR-inga með átta mörk og Óðinn Sigurðsson var með sex skot varin. Mosfellingar komnir á toppinn  FH-ingar höfðu betur gegn ólseigum Frömurum  Þórsarar lögðu ÍR-inga Morgunblaðið/Árni Sæberg Kaplakriki FH-ingurinn Ásbjörn Friðriksson stöðvar Framarann Vilhelm Poulsen. Þeir voru markahæstu leikmenn liðanna í gærkvöld. ÍÞRÓTTIR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2020  Mary Vignola, leikmaður Þróttar úr Reykjavík, mun leika með Íslandsmeist- urum Vals í úrvalsdeild kvenna í knatt- spyrnu, Pepsi Max-deildinni, á næstu leiktíð en þetta staðfesti Nik Cham- berlain, þjálfari Þróttar, við mbl.is í gærkvöld. Vignola mun fylla skarðið sem Hallbera Guðný Gísladóttir skilur eftir sig en íslenska landsliðskonan er á leið í nám til Svíþjóðar eftir áramót og mun því að öllum líkindum ekkert spila með Valsliðinu næsta sumar. Vignola, sem er 22 ára gömul, gekk til liðs við Þróttara frá Tennessee-háskólanum í Bandaríkjunum fyrir þetta tímabil.  Kristján Leifur Sverrisson, sem leik- ið hefur með Haukum í úrvalsdeildinni í körfuknattleik, er genginn í raðir Breiðabliks. Kristján er 24 ára og var nokkuð áberandi í liði Hauka fyrir nokkrum árum en var hins vegar ekki með á síðasta tímabili. Kristján er af miklu körfuboltakyni en systur hans Helena og Guðbjörg leika með Val. Gabríel Sindri Möller er einnig kominn til Blika en hann var í Bandaríkjunum síðasta vetur. Gabríel er 21 árs og fékk sitt körfuboltauppeldi í Njarðvík en hef- ur einnig leikið með Hamri og Skalla- grími.  Bandaríski körfuknattleiksmaðurinn Eric Wise snýr aftur til Grindvíkinga sem hafa samið við hann um að leika með þeim í vetur. Hann kemur í staðinn fyrir Brandon Conley sem var á leið til Grindavíkur en varð að hætta við vegna veikinda. Wise spilaði fimm leiki með Grindavík árið 2015 þar sem hann var að meðaltali með 26 stig og 10 fráköst í leik. Hann er þrítugur framherji og lék síðast með Munkkiniemen í finnsku B- deildinni.  Sænski knattspyrnumaðurinn Zlat- an Ibrahimovic greindist með kórónu- veiruna í gær og var sendur í ein- angrun. Hann missti þar með af því að spila með AC Milan gegn Alfonsi Sam- psted og samherjum í Bodö/Glimt í Evr- ópudeildinni á San Siro í Mílanó í gærkvöld. Einn leikmanna AC Milan hafði greinst með smit og lið- ið fór því allt í skim- un í fyrra- dag. Þar reyndist Zlatan sá eini sem greindist jákvæður fyrir veirunni. Eitt ogannað Keflvíkingar eru einum sigurleik frá því að endurheimta sæti sitt í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu eftir sigur á Haukum, 1:0, í lykilleik toppbaráttu 1. deildarinnar á heimavelli sínum í gærkvöld. Paula Germino-Watnick skoraði sigur- markið á lokamínútu fyrri hálf- leiks. Keflavík er því með sjö stiga forskot á Hauka, sem eru í þriðja sæti, þegar þrjár umferðir eru eft- ir. Keflavík á eftir að mæta Víkingi og Gróttu, og svo Haukum aftur í lokaumferðinni, og nægir einn sig- ur enn. Keflavík þarf bara einn sigur enn Morgunblaðið/Hari Keflavík Natasha Anasi og sam- herjar eru á leið í efstu deild. Liverpool og Manchester City kom- ust bæði í sextán liða úrslit enska deildabikarsins í knattspyrnu í gærkvöld. Liverpool fór auðveldari leið og vann C-deildarlið Lincoln, 7:2. Takumi Minamino og Curtis Jones skoruðu tvö mörk hvor, Xherdan Shaqiri, Marko Grujic og Divock Origi eitt hver. City þurfti að hafa meira fyrir því að vinna B-deildarlið Bourne- mouth á heimavelli, 2:1. Liam Del- ap kom City yfir, Sam Sturridge jafnaði, en Íslandsvinurinn Phil Foden skoraði sigurmark City. Stórliðin sigldu áfram í bikarnum AFP Skoraði Phil Foden fagnar sig- urmarkinu í gærkvöld. Evrópu- og Þýskalandsmeistarar Bayern München bættu enn einum titlinum í safnið í gærkvöld þegar þeir sigruðu Evrópudeildarmeist- ara Sevilla frá Spáni, 2:1, í fram- lengdum leik um Meistarabikar Evrópu í Búdapest. Spánverjarnir komust yfir þeg- ar Lucas Ocampos skoraði úr víta- spyrnu á 13. mínútu en Leon Gor- etzka jafnaði fyrir Bayern á 34. mínútu eftir sendingu frá Robert Lewandowski. Staðan var 1:1 eftir venjulegan leiktíma en undir lok fyrri hálf- leiks framlengingarinnar skoraði Javier Martínez sigurmark Bay- ern, 2:1. Leikið var frammi fyrir 20 þús- und áhorfendum á Puskas Arena. AFP Sigursælir Leikmenn Bayern fagna eftir sigurinn í Búdapest í gærkvöld. Bayern er líka meist- ari meistaranna Norrænu Íslendingaliðin FC Köb- enhavn, Malmö og Rosenborg eiga öll fyrir höndum heimaleiki í um- spilinu um sæti í riðlakeppni Evr- ópudeildarinnar í fótbolta eftir góða heimasigra í 3. umferðinni í gærkvöld.  Malmö, lið Arnórs Ingva Traustasonar, burstaði Lokomo- tiva Zagreb frá Króatíu, 5:0, og fær Granada frá Spáni í heim- sókn.  Rosenborg, lið Hólmars Arnar Eyjólfssonar, vann Alanyaspor frá Tyrklandi 1:0 og fær hollenska stórliðið PSV Eindhoven í heim- sókn til Þrándheims.  FC Köbenhavn, lið Ragnars Sigurðssonar, skellti Piast Gliwice frá Póllandi, 3:0, á Parken og leik- ur þar gegn Rijeka frá Króatíu. Magnaður sigur Færeyinga Óvæntustu úrslit 3. umferð- arinnar í gærkvöld eru stórsigur færeyska liðsins KÍ frá Klaksvík á Dinamo Tbilisi frá Georgíu, 6:1, í Þórshöfn. Færeyingarnir fara til Írlands og mæta Dundalk í leik um sæti í riðlakeppninni. Tottenham slapp áfram með 3:1-sigri á Shkëndija í Norður- Makedóníu og fær heimaleik gegn Maccabi Haifa frá Ísrael. Gamla stórveldið AC Milan marði heimasigur á Alfonsi Sam- psted og félögum í Bodö/Glimt frá Noregi, 3:2, og mætir Rio Ave í Portúgal í umspilinu. Celtic og Flora Tallinn, liðin sem unnu KR, eru bæði komin í umspilið. Flora mætir Dinamo Zagreb á útivelli (það hefði verið verkefni KR) og Celtic mætir Sa- rajevo á útivelli. vs@mbl.is Íslendingaliðin fá umspil á heimavelli AFP Áfram Leikmenn Tottenham fagna marki í Norður-Makedóníu. KNATTSPYRNA Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin: Meistaravellir: KR – Stjarnan ............ 16.15 1. deild karla, Lengjudeildin: Olísvöllur: Vestri – Keflavík ................ 16.15 3. deild karla: Þorlákshafnarvöllur: Ægir – KV ........ 16.30 Fylkisvöllur: Elliði – Tindastóll ............... 19 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: TM-höllin: Stjarnan – HK ................... 17.45 Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: TM-höllin: Stjarnan – Haukar ............ 20.30 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: Víkin: Víkingur – ÍR............................. 18.45 1. deild karla, Grill 66-deildin: Hertz-höll: Kría – Hörður.................... 20.30 Í KVÖLD!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.