Morgunblaðið - 25.09.2020, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2020
www.flugger.is
Mött
Gæðamálning
í öllum litum
Auðvelt
að þrífa
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Evrópusambandið varaði við því í gær
að ástandið í nokkrum aðildarríkjum
þess væri nú verra en það var þegar
kórónuveirufaraldurinn náði hámarki
þar í mars síðastliðnum. Stjórnvöld í
flestum Evrópuríkjum hafa nú hert
aftur á sóttvarnaráðstöfunum sínum
vegna faraldursins.
Stella Kyriakides, framkvæmda-
stjóri sambandsins í heilbrigðismálum,
sagði að ástæða væri til að hafa
áhyggjur af framgangi faraldursins nú
í haust, og benti sóttvarnastofnun
ESB, ECDC, sérstaklega á Spán,
Rúmeníu, Búlgaríu, Króatíu, Ung-
verjaland, Tékkland og Möltu sem ríki
þar sem ástandið væri verulega slæmt.
Nefndi stofnunin meðal annars að
eldra fólk væri að leggjast í auknum
mæli inn á sjúkrahús vegna kórónu-
veirunnar, og þá væri þegar farið að
gæta fleiri tilkynninga um dauðsföll af
völdum hennar í ríkjunum sjö.
Í tilkynningu stofnunarinnar var
einnig bent á að þótt algengara væri að
veiran greindist í yngri aldurshópum í
ríkjum eins og Frakklandi og Bret-
landi væri þróunin þar einnig á þá leið
að tilfellum væri að fjölga meðal þeirra
sem eldri eru.
Lokað á veitingahúsum
Frönsk stjórnvöld tilkynntu í vik-
unni hertar aðgerðir í vissum héruðum
landsins til þess að stemma stigu við
fjölgun tilfella þar. Í borginni Marseille
í suðurhluta landsins hefur krám, veit-
ingahúsum og líkamsræktarstöðvum
verið lokað, auk stærri vinnustaða. Þá
hefur verið ákveðið að krám og veit-
ingastöðum verði að loka klukkan tíu á
kvöldin í höfuðborginni París auk tíu
annarra borga. Þá verður líkamsrækt-
arstöðvum einnig lokað í Parísarborg.
Borgarstjórar Parísar og Marseille
hafa sent frá sér formleg mótmæli við
aðgerðum stjórnvalda, og sagði Anne
Hidalgo, borgarstjóri Parísar, að hún
skildi ekki hvers vegna loka þyrfti lík-
amsræktarstöðvum líka. Michele Rub-
irola, borgarstjóri Marseille, sagðist
vera reið því ríkisstjórnin hefði ekki
haft neitt samráð við sig áður en ákveð-
ið var að setja borgina á hæsta viðvör-
unarstig. „Hvers vegna að herða nú
þegar tölurnar okkar hafa verið að
batna síðustu daga?“ spurði hún.
Reyna að bjarga efnahagnum
Bresk stjórnvöld kynntu í gær áætl-
anir sínar til þess að verja störf og
bjarga efnahag landsins, en breska rík-
isstjórnin herti sóttvarnaaðgerðir sín-
ar á þriðjudaginn. Boris Johnson, for-
sætisráðherra Bretlands, sagði þá að
gera mætti ráð fyrir að þær ráðstaf-
anir myndu vara næstu sex mánuði hið
minnsta.
Rishi Sunak, fjármálaráðherra
Bretlands, kynnti í gær tillögur sínar
fyrir breska þinginu, en samkvæmt
þeim mun breska ríkið borga hluta af
launum þeirra sem vinna áfram að
minnsta kosti einn þriðja af þeim
vinnustundum sem þeir gerðu í venju-
legu árferði.
Þá verður virðisaukaskattur áfram
felldur niður fyrir fyrirtæki í gistingu
og ferðamannaiðnaði, og sjálfstætt
starfandi einstaklingar munu áfram
geta sótt um stuðning frá ríkinu.
„Líkt og ég hef sagt allan tímann get
ég ekki bjargað öllum fyrirtækjum,“
sagði Sunak þegar hann kynnti tillögur
sínar, en þær ganga nokkru skemmra
en þær ráðstafanir sem Bretar hafa
gert til þessa. „Ég get ekki bjargað öll-
um störfum. Enginn fjármálaráðherra
gæti það.“
Sunak sagði hins vegar að tillögurn-
ar nú væru nauðsynlegar til þess að
hægt yrði að verja þann hægfara bata
sem hefði þó náðst, en breska hagkerf-
ið dróst saman um nærri fimmtung á
öðrum ársfjórðungi þessa árs vegna
kórónuveirufaraldursins.
Skylda fólks að vera með grímu
Yfirvöld í Kampaníuhéraði, sem er á
suðurhluta Ítalíu, ákváðu í gær að
skylda alla til að vera með andlitsgrímu
á almannafæri til 4. október næstkom-
andi. 1.640 ný tilfelli greindust á Ítalíu
undanfarinn sólarhring, og voru flest
þeirra, eða 248 talsins, í Kampaníuhér-
aði.
Ákvörðun héraðsstjórnarinnar kom
degi eftir að borgaryfirvöld í Genóa
ákváðu að skylda alla sem sækja mið-
borgina heim til að hylja vit sín á al-
mannafæri sama hvenær sólarhrings-
ins það er. Annars staðar á Ítalíu er
skylda að vera með grímu á almanna-
færi milli klukkan sex á kvöldin og sex
á morgnana.
Staðan sögð verri en í vor
Evrópusambandið segir ástandið grafalvarlegt í sjö aðildarríkjum Bresk
stjórnvöld kynna nýjar aðgerðir Borgarstjórar Parísar og Marseille ósáttir
BRETLAND
Sóttvarnaraðgerðir hertar í Evrópu á ný
PORTÚGAL
UNGVERJALAND
FRAKKLAND
Samkomubann fyrir
fleiri en 10 manns
Landamærin lokuð
frá 1. september sl.
Valin lönd sýnd
Krár og veitingastaðir hafa
lokað í Aix-Marseille og
Guadeloupe
SPÁNN
Krár og veitingastaðir verða að
loka kl. 22 í Englandi, mega bara
þjóna til borðs meðan opið er Fleiri en 10 manns
mega ekki koma
saman í nokkrum
af helstu borgum
ÞÝSKALAND
Meira en
390.000
ný tilfelli
frá 17.-23.
september
Heimildir: Stjórnvöld í ríkjunum,
talning AFP, ljósmyndir AFP
Í München eru samkomur
takmarkaðar við tvær
fjölskyldur eða 5 óskylda
einstaklinga. Skylt að nota
grímur í miðborginni.
Nærri milljón íbúum í Madrid
og nágrenni meinað að yfirgefa
heimahverfi sitt
ÍTALÍA
Í Genóa er
grímuskylda
allan sólarhringinn
TÉKKLAND
Krár og næturklúbbar verða
að loka milli miðnættis og
kl. 6 um morguninn
Varnarmálaráðherrar Noregs, Sví-
þjóðar og Finnlands undirrituðu
nýtt samkomulag á miðvikudaginn
um nánari samvinnu ríkjanna
þriggja í öryggis- og varnarmálum.
Peter Hultquist, varnarmálaráð-
herra Svíþjóðar, sagði samkomulag-
ið meðal annars senda skýr skilaboð
til Rússlands. Ríkin þrjú eiga nú
þegar í öryggis- og varnarsamstarfi
innan NORDEFCO, ásamt Dan-
mörku og Íslandi.
Athöfnin fór fram í norsku her-
stöðinni Porsangmoen í Finnmörku.
Frank Bakke-Jensen, varnarmála-
ráðherra Noregs, sagði að sam-
komulagið myndi setja á fót nefnd
um öryggis- og varnarmál á norður-
slóðum. „Við höfum komist að sam-
eiginlegri niðurstöðu um að ef næsta
krísa kemur muni hún ekki bara
hitta fyrir eitt ríki, heldur Norður-
löndin öll. Þá er mikilvægt að við höf-
um getu til að vinna saman á mörg-
um sviðum,“ sagði hann.
Ekki skref nær NATO
Hultqvist sagði um samkomulagið
að það brygðist við klárri ógn frá
Rússum. „Við lifum á nýjum tímum,
þar sem rússneska hliðin hefur fjár-
fest mjög í mannskap og tækjabún-
aði.“ Þá hefði einnig orðið vart við
hegðun þaðan sem minnti á tíma
kalda stríðsins.
Sagði Hultquist samkomulagið
auðvelda ríkjunum að vinna saman
ef til átaka kæmi, en útilokaði að það
fæli í sér að Svíar væru að stíga
skrefi nær Atlantshafsbandalaginu.
Antti Kaikkonen, varnarmálaráð-
herra Finnlands, sagði að Svíþjóð og
Noregur væru náttúrulegir banda-
menn Finna, þar sem samfélög
ríkjanna og lifnaðarhættir væru þeir
sömu. Það væri því gott að ríkin geti
unnið saman til þess að auka öryggi
og friðarvonir á norðurslóðum.
Undirrituðu nýtt
varnarsamstarf
Samkomulag sendir Rússum skilaboð
Morgunblaðið/Eggert
Varnarmál Norðmenn hafa m.a.
sinnt loftrýmisgæslu hér á landi.
Óeirðir brutust út í nokkrum borg-
um í Bandaríkjunum í fyrrinótt eft-
ir að saksóknarar í Kentucky-ríki
tilkynntu að enginn yrði ákærður
fyrir morðið á Breonnu Taylor, en
hún var myrt af þremur óeinkenn-
isklæddum lögreglumönnum sem
voru að framkvæma húsleit vegna
fíkniefnamáls. Engin fíkniefni
fundust í húsinu. Einn lögreglu-
mannanna verður hins vegar
ákærður fyrir að hafa teflt lífi og
limum fólks í hættu, en skot úr
byssu hans fóru í næsta hús.
Helstu mótmælin voru í Louis-
ville, þar sem Breonna bjó, en tveir
lögreglumenn urðu fyrir skoti í
óeirðunum. Þeir munu báðir lifa af,
og er ástand þeirra sagt stöðugt.
BANDARÍKIN
AFP
Breonna Taylor Mótmælt var í ýmsum
borgum, þar á meðal í Los Angeles.
Tveir lögreglumenn
skotnir í óeirðum
Joshua Wong,
einn af leiðtogum
andófsmanna í
Hong Kong, var
handtekinn í gær
fyrir þátt sinn í
mótmælunum
sem skóku borg-
ina í fyrra.
Wong, sem var
sleppt gegn
lausnargjaldi, hét því að hann
myndi halda áfram að berjast fyrir
lýðréttindum Hong Kong-búa.
„Hvað sem gerist, mun ég halda
áfram að streitast á móti og von-
andi sýna heimsbyggðinni að Hong
Kong-búar ætla sér ekki að gefast
upp,“ sagði Wong.
22 andófsmenn hafa nú verið
handteknir á grunni nýrra þjóðar-
öryggislaga í Hong Kong, sem tóku
gildi í júní.
HONG KONG
Wong handtekinn
fyrir mótmæli
Joshua Wong