Morgunblaðið - 25.09.2020, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.09.2020, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2020 lega mættur þegar maður kæmi út af flugvellinum. Þetta var ekta afi, hann sagði það kannski ekki alltaf en svona sýndi hann kærleika í verki. Það var svo yndislegt að sjá hann í hlutverki „langa“ þegar dóttir mín, Auður Hekla, kom í heiminn fyrir tæpu ári. Hann dáði litlu perluna okkar og spurði alltaf hvernig hún hefði það og fullvissaði sig um að hún væri örugglega hraust og kát. Sama hversu veikur hann var orðinn var hún honum ofarlega í huga og ég er svo þakklát fyr- ir það að hún hafi fengið tæki- færi til að kynnast langa sínum á þessum stutta tíma sem hún átti með honum. Afi var svo góður og sýndi ást á sinn eigin hátt. Í hvert sinn sem ég heimsótti hann og ömmu var mér heilsað með „hæ elskan mín“ þar sem hann sat í stólnum sínum góða með bók í hendi. Ég sakna hans innilega, þess að heyra hann ekki segja mér sögur af stöðinni, að kaupa filterslausan camel í fríhöfninni og stökkva inn í sjoppu til að kippa með „sjupp“ fyrir heim- sóknir til hans. Að fá ekki svar- ið „þú ræður því“ við ýmsum spurningum og þess að fá hann ekki í afmælin sem ég mun loksins halda á mínu eigin heimili. Heimurinn varð sannarlega fátækari daginn sem hann lést. Elsku afi minn, undanfarnir dagar hafa í besta falli verið skrýtnir. Mér líður enn eins og ég geti komið að heimsækja þig um leið og þessi veira hættir að herja á samfélagið, það verður lengi að síast inn að sú sé ekki raunin. Takk fyrir allt og allt elsku afi, ég mun halda minningu þinni lifandi og segja Auði Heklu okkar sögur af því hversu yndislegan langafa hún átti. Ég elska þig og hlakka til að hitta þig næst, þá verður sko fjör hjá okkur. Þín Hrefna Hrund. Nú er Birgir bróðir minn dá- inn. Hann var elstur okkar systkina og var farinn að mestu að heiman þegar ég var að alast upp. En samband okkar var mikið því við höfðum sam- eiginleg áhugamál, bridge og veiði. Þegar ég var polli fór ég oft með honum í veiði, bæði sil- ungs- og svo laxveiði, þar sem legið var yfir heilu dagana. Ekki er hægt að minnast á Bigga án þess að minnast á Ellu. Það var alltaf gott að koma í Sunnuhlíð þar sem þau bjuggu með börnum sínum. Við Hanna fórum stundum í kaffi til þeirra. Biggi vann að ýmsu í gegnum tíðina, m.a. á öskubíl- um, strætó og í reykhúsinu hjá pabba. En lengst af var Biggi leigubílstjóri. Hann var upp- hafsmaður að því að fá tölvu- kerfi í leigubílana. Það var nú gott mál. Biggi var mér mjög hjálplegur þegar ég var að feta mín fyrstu spor í leigubíla- akstrinum þar sem hann útveg- aði mér bíl hjá kunningja sín- um. Biggi var svo formaður Bridgefélags Hreyfils um tíma. Þar kom hann því á að fara með félagsmenn á bridgemót erlendis. Var m.a. farið til Bergen, Malmö, Tenerife og Dublin ásamt fleiri löndum. Þar var spilað við bílstjóra frá ýms- um löndum. Þá fóru makar oft með og var þá margt brallað. Þar var Biggi góður skipuleggj- andi og hélt góðar ræður. Síð- ustu árin höfðum við bræðurnir spilað saman hjá Hreyfli viku- lega á veturna. Það voru dýr- mætar stundir því hann hafði svo gaman af þessu. Þegar Biggi varð 80 ára héldu börnin hans veislu fyrir hann. Þar lék hann á als oddi og þar mátti glöggt sjá hvað hann var ánægður með allt fólkið sitt. Hann brosti út að eyrum. Við Hanna og fjölskyldan mín þökkum samfylgdina og biðjum fyrir kveðju til Ellu og stórfjölskyldunnar. Nú vona ég að þú, Birgir bróðir minn, sért kominn í hið eilífa spilavíti. Sigurður Ólafsson. Með sorg og trega í hjarta og sinni kveð ég hann Birgi móðurbróður minn. Biggi sál- ugi reyndist mér ekki bara góð- ur frændi heldur var hann líka kær vinur minn þessa rúmu hálfu öld sem við áttum samleið hérna megin. Á svona stundum er gott að leita í minningabank- ann og ylja sér við öll innleggin en þar var Biggi ötull að leggja inn. Það er varla hægt að skrifa um hann án þess að minnast á sólina í lífi hans, hana Ellu kon- una hans, og heimili þeirra í Sunnuhlíð, þar fékk ég fyrst að smakka kringlu og snúða með súkkulaði og glassúr, sem var litlum polla framandi. Biggi var nefnilega mikill matáhugamað- ur og vildi að nóg væri til af mat í Sunnuhlíð enda var þar mjög gestkvæmt. Það var því töluvert kapps- mál hjá mér að komast í frelsið og kræsingarnar þar hjá Bigga og Ellu frænku og ekki spillti það fyrir að strákarnir þeirra Kiddi og Teddi eru á svipuðu reki og ég og Óli ögn eldri en þar sem hann fékk aldrei ung- lingaveikina hafði hann ómælda þolinmæði fyrir bræðrum sín- um og mér. Eins og stráka er siður fylgdi okkur töluverður gauragangur á meðan húsbónd- inn reyndi að hvílast eftir langa næturvakt og stundum varð honum ekki svefnsamt. Ég sé hann ljóslifandi fyrir mér í dyr- unum á hjónaherberginu, grút- syfjaðan: „Hvað segirðu dreng- urinn minn,“ ávarpaði hann mig blíðlega, þetta ávarp notaði hann alltaf við mig þegar við hittumst eða töluðum saman í síma. Við þessar aðstæður var þetta til marks um dæmalaust jafnaðargeð hans Bigga frænda, einhver hefði sagt okk- ur að grjóthalda kjafti. Ekki má gleyma að minnast íþróttafreka Bigga. Eitt sinn þegar við bjuggum í Dallandi kom Siggi bróðir hans í heim- sókn til okkar en heimreiðin var þá illfær fólksbílum og var hann á Datsun Diesel, níðþung- um pramma, nema hann lætur vaða í heimreiðina og missir bílinn upp úr hjólförum þannig að framendi hans lenti hálfur ofan í skurði. Pabbi var að heiman á Rússanum og því fátt um bjargir á bænum. Aldrei þessu vant var gamli sveitasím- inn í lagi svo mamma hringir niður í Sunnuhlíð og ræsir Bigga, sem kom um hæl til að- stoðar. Aldrei hef ég orðið eins hissa á ævinni og þegar Biggi greip um framstuðarann á daddanum og bókstaflega henti honum upp á veg! Hann var heljarmenni hann Biggi frændi. Hann ólst upp við veiði- mennsku í Skorradalnum og ljóst er að afi hefur smitað hann vel af þeirri bakteríu. Það var einmitt í veiðiferð sem við pabbi fórum með honum í, í Gljúfurá, að til stóð að hita kjötsúpu í veiðihúsinu og þar var heilmikil gashella fest í borð á innréttingunni en gas- kúturinn í skúr áföstum húsinu. Vel gekk að kveikja upp en þegar hækka átti hitann spýtt- ist kraninn af þannig að eld- urinn stóð út um gatið og stutt var í skáp á móti. Þarna hugs- uðu mágarnir sem einn maður; pabbi rak löppina fyrir gatið og Biggi hljóp eins og byssuskot út og skrúfaði fyrir gasið, aldr- ei hef ég séð mann hlaupa svona hratt. Niðjar Íslands munu minnast þín meðan sól á kaldan jökul skín. Ég votta Ellu og krökk- unum mína dýpstu samúð. Pétur Óli Pétursson, Útkoti. ✝ Margrét AnnRader fæddist í Riverton í Banda- ríkjunum 25. októ- ber 1950. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 15. sept- ember 2020. For- eldrar hennar voru Kristín Jóhann- esdóttir húsmóðir, f. 4. ágúst 1922, dá- in 2. nóvember 2007, og Donald Farr Rader prentari, f. 6. nóvember 1920, d. 10. janúar 1951. Margrét átti tvo bræður, Róbert E. Rader, f. 28. desember 1942, maki Priss Ec- hols Rader, f. 18. júní 1950, og Dónald Jóhannesson, f. 10. febr- úar 1945, maki Helga Mattína Mána Þorfinnsson, f. 20. sept- ember 1982, maki Adda Bjarna- dóttir, f. 26. mars 1987, og börn þeirra Þorkell Máni, f. 10. ágúst 2012, Benedikt Bjarni, f. 8. maí 2014, og Erla Margrét, f. 24. febrúar 2016. Margrét fæddist í Bandaríkj- unum og bjó þar til þriggja ára aldurs þegar hún flutti heim til Íslands og bjó lengst af á æsku- heimili sínu á Ránargötunni. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Hagaskóla árið 1967 og starfaði hjá Johnson & Kaaber til 1982. Hún vann síðar sem launa- fulltrúi hjá Reykjavíkurborg þar til hún fór á eftirlaun árið 2016. Útför Margrétar verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 25. september 2020, klukk- an 13 og henni verður einnig streymt. Hlekk má finna á vef- síðu Fríkirkjunnar (www.fri- kirkjan.is). Virkan hlekk á streymi má nálgast á htpps:// www.mbl.is/andlat/. Björnsdóttir, f. 15. ágúst 1944. Móðir Margrétar giftist síðar Þorkeli Mána Þorkelssyni, f. 27. júní 1927, d. 21. september 2005, og gekk hann Mar- gréti og bræðrum hennar í föðurstað. Margrét Ann Ra- der giftist Þorfinni Vilhjálmi Karls- syni, f. 24. ágúst 1941, d. 26. júlí 1990, þau skildu. Hann átti þrjú börn úr fyrri samböndum, Yngva Pál, f. 2. janúar 1964, Sigríði Margréti, f. 16. ágúst 1967, og Aron Njál, f. 15. júlí 1973. Margrét átti einn son, Kristin Mamma mín, manstu þegar ég skrifaði minningarorð til afa 2005? Hann var sá fyrsti sem fór af heildinni okkar; ég, þú, amma og afi. Þá vantaði einn fjórða af þeirri heild sem ég hafði aldrei upplifað öðruvísi, og engar breytingar orðið á í yfir 20 ár. Þetta var okkar heild - okkar norm. Þessi heild var svo falleg og sterk og mér fannst ég knúinn til að nefna hana aftur þegar amma dó, þegar bara ég og þú stóðum eftir. Núna er ég einn eftir. Ég er einn eftir af heildinni okkar og það er sárt. Þrátt fyrir að ég hafi vitað að þetta myndi gerast á einhverjum tímapunkti hafði ég enga trú á að það myndi ger- ast svona snemma. Ég hélt þú yrðir með okkur svo miklu lengur, enda alltaf svo heilbrigð og heilsteypt. Allir sem þekkja okkur hafa haft orð á því hvað samband okkar var einstakt og það er engin furða, við vorum alltaf saman. Við vorum rosalega náin og miklir vinir, gerðum mikið og ferðuðumst mikið. Bæði ég og þú og líka við fjölskyldan. Okkur tókst að búa til ótal góð- ar minningar. Þegar afi dó vildi ég ekkert meira en að fara með þér og ömmu til útlanda og fór- um við saman til Prag í skemmtilega, fallega og krútt- lega ferð. Eftir að amma dó vildi ég ferðast meira með þér og búa til minningar með þér og það gerðum við, og mikið er ég þakklátur fyrir þær ferðir. Þar gengum við út um allt, skáluðum fyrir ömmu og afa og höfðum gaman og ég fékk að þræla þér út eins og alltaf - al- veg eins og ég gerði við ömmu í Prag. Enda gerðuð þið alltaf allt fyrir mig – ég var gullmol- inn ykkar. En núna verða þær ferðir ekki fleiri í bili og við taka skrítnir og öðruvísi tímar. En það sem er svo jákvætt við lífið er að tíminn líður og oftast ef maður er heppinn og heilsteyptur gerast jákvæðir hlutir. Við, ég og þú, urðum partur af nýrri heild. Þú varðst partur af minni nýju heild, sem mamma, tengdamamma og amma. Þú varst alltaf með okk- ur og hjá okkur og áttir ótal mörg ævintýri með okkur stóru fjölskyldunni þinni. Þú lifðir fyrir sólargeislana þín þrjá og þau elskuðu þig af öllu hjarta og munu alltaf gera það. En enn á ný vantar einn part í heildina okkar sem við getum aldrei fyllt en við erum samt svo heppin því við eigum svo margar góðar minningar sem við getum geymt í hjartanu, og þannig verður þú alltaf með okkur. Orð munu aldrei fá lýst hvað ég sakna þín mikið. Ég er sorg- mæddur, leiður og týndur en trúi að þú sért komin til ömmu og afa sem veitir mér ró og gef- ur mér styrk til að ganga í gengum þetta. Ég veit að þú munt aldrei hætta að passa mig eða fjölskylduna mína og þú munt alltaf fylgjast með okkur. Ég er svo þakklátur fyrir að hafa átt þig sem móður og fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir mig. Þú varst hreinlega best. Hjartahlý, hörkudugleg, nægju- söm og fórnfús. Þú gerðir alltaf allt fyrir alla, en baðst eiginlega aldrei um neitt til baka. Þú hef- ur alltaf verið fyrirmyndin mín og verður það áfram. Ég mun alltaf elska þig, þú munt alltaf vera partur af mér og ég trúi því að við sjáumst seinna elsku mamma. Ég bið að heilsa ömmu og afa. Alltaf þinn, Kristinn Máni. Yndislega mágkona mín Margrét Ann, Maggý okkar, sem við kveðjum í dag, var alin upp við mikið ástríki og gleði. Fyrst í Riverton BNA hjá mömmu, pabba og eldri bræðr- um, Robert og Dónald. Dásam- legu umvefjandi föðurfólki sem tók íslenskri tengdadóttur og börnunum höndum tveim. Seinna í Reykjavík með Þorkeli Mána, kærleiksríkum stjúpföð- ur. En gleði og sorg eru systur, Maggý var rétt þriggja mánaða er fjölskyldufaðirinn ungi deyr í bílslysi og lífið tók breytingum. Íslandsheimsóknin þegar Maggý var þriggja ára varð að varanlegri búsetu. Maggý var falleg kona, dökk á brún og brá, nett og frá á fæti – svolítið eins og indíánastelpa eins og hún átti rætur til – föð- uramma hennar hálfur indíáni, vel gefin og vel gerð. Dónald bróðir hennar segir hana ein- staklega ljúfa systur, hlýja og aldrei, bætir hann við, fór styggðaryrði þeirra á milli á hennar nærri sjötíu árum! Hún elskaði að lesa, dugleg að sækja bókasafnið heim, fara í leikhús, fylgjast með mannlífi í sjón- varpi og blöðum. Mæðgurnar Maggý og Kristín tengda- mamma mín voru Vinkonur með stórum staf – samrýndar með eindæmum. Vesturbærinn, miðborgin og Laugavegurinn þeirra sælureitur. Sólargeislinn í lífi Maggýjar var einkasonurinn Kristinn Máni Þorfinnsson. Það var ein- mitt á fæðingardeildinni fyrir nákvæmlega þrjátíu og átta ár- um nú í september sem ég hitti Maggý mágkonu mína fyrst – ég fór með Dónald að kíkja á nýja fallega frændann. Hjónin Maggý og Þorfinnur ljómuðu af hamingju með son sinn. Við tvær smullum saman og urðum kærar vinkonur frá fyrstu stundu. Við tók mikill og ánægjulegur samgangur hjá fjölskyldunum á Ránargötu og Tryggvagötu. Dugleg vorum við að halda upp á allt; ef ekki voru hátíðir voru helgarnar gerðar eftirsóknarverðar með matar- boðum og samveru. Alltaf gam- an. Tíminn leið. Þegar Kristín ættmóðirin kvaddi tókum við Maggý upp þann sið að heyrast daglega. Rétt að fá tón dagsins. Máninn hennar Maggýjar eignaðist kærustu; elskulegu Öddu, fallega stúlku frá Suður- eyri. Saman hafa þau eignast gullmola þrjá, ljósin hennar mágkonu minnar og gleðigjafa – Þorkel Mána, Benedikt Bjarna og nöfnuna Erlu Mar- gréti. En eins og gleði og sorg eru systur skiptast á í lífi okkar ljós og skuggar. Maggý var björt og sátt. Ánægð með hlut- skipti sitt. Heimilið smekklegt, nostrað og notalegt. En skyndi- lega eins hendi væri veifað fylltist Maggý depurð, depurð sem loks yfirskyggði ljós og gleði. Við Dónald kveðjum kæra systur og bestu vinkonu full þakklætis og ástar fyrir sam- eiginlega göngu, sporin öll og hennar stóra hluta í lífi okkar og leik. Góða ferð elsku Maggý okkar og vertu góðum Guði fal- in. Með hjartans þökk fyrir allt og allt. Helga Mattína og Dónald, Dalvík. Þótt sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý. Því burt varst þú kölluð á örskammri stundu, í huganum hrannast upp sorgarský. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó komin sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Sigríður Hörn Lárusdóttir) Hvíl í friði elsku vinkona, blessuð sé minning þín. Una Árnadóttir. Elsku Maggý. Það er skrítið að sitja hér og skrifa til þín kveðjuorð. Þú hefur verið svo stór hluti af lífi okkar Mána síð- ustu 13 ár, og ég man svo vel hvað það var Mána mikilvægt þegar við kynntumst að gera mér það ljóst hvað honum þætti vænt um þig. Þú tókst mér opn- um örmum frá fyrsta degi og ég fékk að verða hluti af litla teyminu ykkar Mána sem var svo einstakt. Þegar ég hugsa til baka er ég þakklát fyrir allar minningarn- ar og augnablikin sem við átt- um saman. Ég heyri hláturinn þinn þegar þið Máni hringdust á eftir fyndinn þátt í sjónvarp- inu þar sem þið endurtókuð at- riði, brandara og hvað annað sem ykkur fannst fyndið og hlóguð saman – eins og til að ná að njóta þessara augnablika saman líka þótt þið hefðuð ekki endilega horft á sama stað. Ég sé hamingjuna í fasinu þegar þú varst með barnabörnunum þín- um, og stoltið í augunum þegar börnin fæddust og Máni út- skrifaðist úr Háskólanum. Ég man svo vel eftir því þeg- ar þú komst til okkar þegar við bjuggum í Kaupmannahöfn og við röltum um allan miðbæinn, settumst svo uppgefin inn á dýrasta barinn í bænum – feng- um okkur bjór og spjölluðum og hlógum meira en við höfðum nokkurn tímann gert áður. Þar skaustu á okkur Mána hvort þú færir ekki að eignast einhver barnabörn og þér varð fljótlega heldur betur að ósk þinni þegar við Máni komum með þrjú börn á tæpum fjórum árum. Börnin voru litlu augastein- arnir þínir og þú varst alltaf boðin og búin að vera með þeim, hvort sem það var að hjálpa okkur að passa, sitja á gólfinu að leika, fara í boltaleik með strákunum, eða kúra og lesa. Börnin elskuðu ömmu Maggý og töluðu oft um hvað hún væri skemmtileg, alltaf svo góð og aldrei reið. Þetta var okkar upplifun líka, og þú varst alltaf tilbúin að fylgja okkur í hvað sem okkur Mána datt í hug. Þú vildir öllum alltaf vel, en eins og getur gerst fór það að taka af þér of mikinn toll. Þú fórst að fá miklar áhyggjur og kvíða yfir hlutum sem voru ekki í þinni stjórn, og vildir alls ekki að fólkið sem þú elskaðir svo mikið þyrfti að takast á við áskoranir eða erfiðleika. Þú barst harm þinn í hljóði og fannst vont að ónáða aðra, þora að taka pláss, eða biðja um neitt fyrir þig sjálfa. Þess í stað settir þú upp fallega brosið þitt og hlýja viðmótið, og hélst áfram að gefa af þér það sem þú gast, því það var það sem þú vildir gera – láta gott af þér leiða. Við lifum á góðu minning- unum sem við eigum og ég hef alla trú á að það fari vel um þig hjá ömmu Stínu og afa Mána, sem ég veit að þú saknaðir svo mikið. Ég sé þig fyrir mér bros- andi og friðsæla, áhyggjulausa, andandi að þér fersku lofti og njótandi útsýnisins að ofan - þar sem ég er viss um að þú ert að fylgjast með okkur úr fjar- lægð. Það verður tómlegt án þín en þú mátt treysta því að ég mun hlúa vel að Mána okkar og börnunum. Við munum alltaf halda góðu minningunum um elsku ömmu Maggý á lofti og tengja þær allri gleðinni og hamingjunni sem þú gafst okk- ur. Hvíldu í friði elsku Maggý mín, ég mun sakna þín. Þín tengdadóttir, Adda Bjarnadóttir. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. […] Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd. Og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Ég kveð kæra vinkonu með sorg í hjarta með ljóðinu hans Bubba. Elsku Máni, Adda, börnin og aðrir ástvinir, ég votta ykkur mína dýpstu samúð, missir ykk- ar er mikill en minning um ynd- islegu Maggý mun lifa með okkur öllum um ókomna tíð. Elsku vinkona: Far þú í friði friður guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Margrét Elín Friðriksdóttir. Margrét Ann Rader

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.