Morgunblaðið - 25.09.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.09.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2020 Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Akranesi | Sími 511 2022 | dyrabaer.is Úrval náttúrulegra bætiefna og fóðurs fyrir hunda og ketti. Nánar á dyrabaer.is HOLLUSTA OG HEILBRIGÐI FRÁ Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Alþjóðleg samtök blaðaútgefenda, WAN-IFRA, hafa útnefnt Lands- prent, prentsmiðju Morgunblaðsins, í svokallaðan Stjörnuklúbb bestu blaðaprentsmiðja heims. Prent- smiðjan tók fyrr á árinu þátt í keppn- inni „International Color Quality Club“ og náði þar mjög góðum árangri. Keppnin byggist á því að prentunin er skoðuð og mæld yfir langt tímabil. Aftarlega í blaðinu var daglega prentaður lítill kubbur með mislitum punktum og eru gæði prent- unarinnar m.a. mæld eftir þeim. Guðbrandur Magnússon, fram- kvæmdastjóri Landsprents, segir árangur Landsprents byggjast á fag- legum og vönduðum vinnubrögðum, góðum búnaði og metnaði allra starfsmanna prentsmiðjunnar. „Við þökkum þennan góða árangur frá- bæru og metnaðarfullu starfsfólki, sem leggur sig allt fram um að skila góðu verki alla daga. Prentvél Lands- prents er afar vönduð og allur annar tækjakostur einnig mjög góður. Við vitum líka að auglýsendur alveg sér- staklega kunna að meta hvernig við stöndum að verki í gæðamálum,“ seg- ir hann. Í hópi þeirra bestu  Prentsmiðja Morgunblaðsins heiðruð Morgunblaðið/Árni Sæberg Gæðin í fyrirrúmi Stefán Stefánsson að störfum í prentsmiðjunni í gærkvöldi. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Samtök atvinnulífsins tilkynntu í gær að forsendur lífskjarasamninganna væru brostnar. ASÍ komst að þveröfugri nið- urstöðu og telur að forsendur samning- anna hafi staðist. Launa- og forsendu- nefnd ASÍ og SA kom saman í gær og náði ekki sameiginlegri niðurstöðu um mat á forsendunum og hefur lokið störf- um. „Að mati SA er ljóst að tiltekin tíma- sett vilyrði í yfirlýsingu stjórnvalda frá 3. apríl 2019 hafa ekki gengið eftir, sem veitir báðum samningsaðilum heimild til að lýsa því yfir að forsendur kjarasamn- inga hafi brostið,“ segir í tilkynningu frá SA síðdegis í gær. „Grundvallar- forsenda kjarasamninganna um aukna verðmætasköpun í atvinnulífinu, sem er forsenda launahækkana, hefur ekki gengið eftir og kallar á endurskoðun samninganna. Framkvæmdastjórn SA hefur það hlutverk að taka afstöðu til þess hvort kjarasamningar eigi að halda gildi sínu. Vegna þeirrar ákvörðunar mun fram- kvæmdastjórnin boða til allsherjar- atkvæðagreiðslu á meðal aðildarfyrir- tækja SA um afstöðu þeirra til uppsagnar kjarasamninga, sem taki gildi hinn 1. október 2020,“ segir í til- kynningu SA. Öllum tillögum SA hafnað Í lífskjarasamningunum segir að ef forsendur standist ekki skuli kalla sam- an sameiginlegan fund samninganefnda sem leiti samkomulags um viðbrögð við því til að vinna að því að samningarnir haldi gildi sínu. Náist ekki samkomulag skal sá sem vill ekki að samningurinn haldi gildi sínu tilkynna það fyrir kl. 16 hinn 30. september SA líta svo á að samtökunum sé heim- ilt að segja kjarasamningum upp um komandi mánaðamót komi verkalýðs- hreyfingin ekki til móts við atvinnulífið og aðlagi kjarasamninga að gjörbreyttri stöðu efnahagsmála. Samkvæmt forystu SA hafa samtökin leitað leiða í form- legum og óformlegum samtölum við for- ystu verkalýðshreyfingarinnar til að bregðast við forsendubrestinum og bent á gjörbreyttar aðstæður í efnahagslíf- inu. Engar forsendur séu fyrir hækkun launakostnaðar í atvinnulífinu. Í tilkynningu SA í gær segir að sam- tökin hafi kynnt ASÍ nokkrar leiðir, s.s. að bregðast við með því að lengja í kjarasamningum og fresta öllum dag- setningum þeirra sem nemur lenging- unni en að lífskjarasamningurinn verði að fullu efndur. Í öðru lagi voru settar fram hugmyndir um tímabundna lækk- un framlags atvinnurekenda í lífeyris- sjóði og í þriðja lagi tillögur um tíma- bundna frestun endurskoðunar kjarasamninga meðan ekki liggur fyrir hvort og hvenær bóluefni gegn kórónu- veirusjúkdómnum kemur. „Á formannafundi ASÍ 22. september sl. var öllum tillögum SA hafnað og bætt um betur með því að hóta víðtækum verkföllum,“ segir í tilkynningu SA. Frumvarp á haustþingi Í tilkynningu ASÍ eru rifjaðar upp þrjár forsendur samninganna. Kaup- máttur launa hafi aukist um 4,8% og kaupmáttarforsendan því staðist. Stýri- vextir hafi lækkað úr 4,5% í 1% og vaxtaforsendan því staðist. „Tímasett loforð stjórnvalda hafa staðist utan ákvæði um bann við 40 ára verðtryggð- um lánum. Frumvarp sem tekur á því máli verður hins vegar lagt fram á kom- andi haustþingi og er það mat ASÍ að framlagning þess á næstu vikum feli í sér efndir á þeim lið yfirlýsingar ríkis- stjórnarinnar frá apríl 2019 […],“ segir í tilkynningu ASÍ. Haft er eftir Drífu Snædal, forseta ASÍ, að verkalýðshreyfingin hafi boðið frið á vinnumarkaði og fyrirsjáanleika. „Með því sýnum við ábyrgð á erfiðum tímum,“ segir hún. Samninganefnd ASÍ hefur verið kölluð til fundar fyrir hádegi í dag. SA segja forsendur samninga brostnar  Aðildarfélög SA kjósa um hvort segja eigi upp samningum Morgunblaðið/Hari Undirritun Lífskjarasamningarnir voru undirritaðir 3. apríl á síðasta ári. Við at- kvæðagreiðslu um þá voru tæplega 92 þúsund launþegar á kjörskrá. „Fyrsti, annar og þriðji valkostur Samtaka atvinnulífsins var sá að ná samningum við ASÍ um viðbrögð vegna kórónuveirukrepp- unnar,“ segir Halldór Benjamín Þorbergs- son, framkvæmdastjóri SA. „Við þeim um- leitunum fengum við þrefalt nei. Það þýðir að næsta skref er að framkvæmdastjórn SA mun boða til allsherjaratkvæðagreiðslu á meðal aðildarfyrirtækja SA um það hvort þau vilji segja upp kjarasamningnum vegna forsendubrests eða hvort þau kjósi að hann haldi gildi sínu,“ segir Halldór. Þeirri atkvæðagreiðslu mun ljúka í síðasta lagi á þriðjudag- inn í næstu viku að sögn hans. SA telja ekki forsendur fyrir launahækkunum skv. samn- ingunum um næstu áramót vegna gjörbreyttrar stöðu í efna- hagslífinu. Halldór bendir á að 300 milljarðar séu horfnir út úr hagkerfinu ef miðað sé við upphaflegar efnahagsforsendur sem lágu til grundvallar kjarasamningunum. Við því þurfi að bregðast. Hann segir ASÍ ekki hafa léð máls á neinni þeirra leiða sem SA lögðu til „og hafnaði umræðu um leiðirnar“, seg- ir hann. omfr@mbl.is Fengum þrefalt nei Halldór Benjamín Þorbergsson Katrín Jak- obsdóttir forsætisráð- herra segir áhyggjuefni að upp spretti deil- ur milli að- ila á vinnu- markaði. „Við mun- um boða þessa aðila til fundar til að fara yfir stöðuna með þeim sameiginlega. Það er alveg ljóst að ef það stefnir í átök á vinnumarkaði, þá er það mik- ið áhyggjuefni í þeirri stöðu sem blasir við á vinnumarkaði núna, vegna heimsfaraldurs og afleiðinga hans.“ Katrín segir jafnframt að stjórnvöld hafi staðið við allar þær skuldbindingar sem þau hafi gefið í tengslum við kjarasamninga. Það sé undir aðilum vinnumarkaðarins komið að meta forsendur lífs- kjarasamningsins sín á milli. sh@mbl.is Ætlar að boða deiluaðila á sinn fund Katrín Jakobsdóttir Drífa Snæ- dal, forseti ASÍ, segir að mjög al- varleg skilaboð yrðu send út í sam- félagið ef til launafryst- ingar kæmi. Hún segir að í lífskjarasamningi sé kveðið á um hóflegar launahækkanir og að for- sendur samningsins séu ekki brostnar. Hagvöxtur á samn- ingstímanum hefur aukist um 4,8%, stýrivextir lækkað úr 4,5% í aðeins 1% og stjórn- völd staðið við sitt að mestu, nema það að leggja bann við verðtryggðum lánum til 40 ára. „Það er okkar mat að það sé best fyrir efnahagslífið að standa við samninga og halda friði á vinnumarkaði,“ sagði Drífa í samtali við mbl.is í gær. Friður fáist með efnd samninga Drífa Snædal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.