Morgunblaðið - 25.09.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.09.2020, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2020 ✝ SigurveigÓlafsdóttir fæddist í Syðstu- Mörk undir Eyja- fjöllum. Hún lést lést 13. september 2020. Foreldrar hennar voru Ólafur Ólafsson, bóndi frá Eyvindarholti, Vestur-Eyjafjalla- hreppi, f. 24.5. 1891, d. 13.7. 1973, og Halla Guðjónsdóttir, hús- freyja frá Hamragörðum í sömu sveit, f. 7.8. 1892, d. 7.4. 1970. Systkini Sigurveigar eru Sigríð- ur, f. 26.9. 1921, d. 2.12. 2012, Guðjón, f. 23.9. 1922, Ólafur, f. 5.5. 1924, Sigurjón, f. 3.7. 1927, d. 8.11. 1992, Jóhanna Guðbjörg, f. 2.8. 1928, d. 4.1. 2018, Árni, f. 12.7. 1931, d. 11.4. 2014, og Ásta, f. 8.1. 1939. Sigurveig giftist 1958 Hjalta þeirra eru Andrea, f. 1988, Snæ- dís, f. 1994, sambýlismaður Sindri Snær Svanbergsson, f. 1994, Berglind, f. 1997, og Ingi- björg Veiga, f. 1999. Sigurveig ólst upp í Syðstu- Mörk og vann þar hefðbundin sveita- og heimilisstörf framan af. Hún var ung send af bæ til tímabundinna starfa á nálægum og fjarlægari bæjum. Skóla- ganga hennar samanstóð af stopulum farskóla til 12 ára ald- urs en síðar af húsmæðraskóla- námi í Hveragerði og Laug- arvatni. Hún fluttist til Reykja- víkur 1955 ásamt Hjalta eigin- manni sínum og áttu þau sitt fyrsta heimili í Skipasundi, fluttu ári síðar á Langholtsveg 186 og 1964 í Skeiðarvog 133 þar sem þau bjuggu alla tíð síðan. Með húsmóðurstörfum vann Sig- urveig í fiskvinnu í Reykjavík og Grindavík, hjá Síldarréttum í Kópavogi en lengstum við ræst- ingar hjá KRON á Langholts- vegi. Útför Sigurveigar verður gerð frá Langholtskirkju í dag, 25. september 2020, og hefst at- höfnin klukkan 15. Ísfeld Jóhannssyni, f. 28.1. 1923, d. 19.7. 2013. Synir Sig- urveigar eru Pálmi Guðjónsson, f. 1948, vélvirki og vélstjóri (faðir hans var Guð- jón Helgason, f. 22. mars 1916, d. 4. nóvember 2002), fóstursonur Hjalta og alinn upp á heimili þeirra hjóna, Haukur, f. 1958, læknir, og Ómar, f. 1960, læknir. Hauk- ur er kvæntur Þóru Steingríms- dóttur lækni, f. 1958. Dætur þeirra eru Ragnhildur, f. 1990, sambýlismaður Valdimar Viktor Jóhannsson, f. 1987, Steinunn, f. 1993, eiginmaður Þorsteinn Sig- urður Sveinsson, f. 1989, og Halla, f. 1997. Ómar er kvæntur Hjördísi Kjartansdóttur hjúkr- unarfræðingi, f. 1965. Dætur Margs er að minnast nú þegar mamma Veiga hefur kvatt. Fyrst kemur upp í hugann sterk sál- arró, gleði og góðmennska sem einkenndu persónugerð hennar og er og verður okkur fyrirmynd. Vitum ekki alveg hvaðan hún spratt, kannski styrkurinn komi úr Eyjafjallajökli sjálfum skammt ofan Syðstu-Merkur, þess fallega bæjar þar sem mamma var fædd og uppalin. Kannski að gleðin og góðmennsk- an tengist álfum, grænum grund- um eða mannlífi Eyjafjalla, eða hafi verið heimanmundur frá ömmu Höllu og afa Ólafi sem byrjuðu sinn búskap 1920 í Syðstu-Mörk í lágreistum húsum án rafmagns með fáeinar skepn- ur. Kannski varð hún svona góð kona og lítillát af því að hún þurfti snemma að fara að heiman; níu ára fór hún vegna veikinda frændfólks til aðstoðar á nálægan bæ en þó var yfir Markarfljót af fara. Hún fór á fleiri bæi og til fleira fólks. Hún talaði af virð- ingu um stopulan farskóla til 12 ára aldurs. Hún sótti seinna hús- mæðraskóla í Hveragerði og á Laugarvatni, sem hún nýtti vel og kynntist góðu fólki, meðal annarra sínum góðu mágkonum sem síðar urðu. Eins og við kunn- um söguna bætti framhaldsskóli lífsins við góðum prófgráðum upp á æðruleysi og þjónustulund. Dyggðir er kannski réttara að segja, því ekki verður staðar numið fyrr en heiðarleiki, dugn- aður og iðni hafa verið nefnd til sögunnar. Morgunverkin voru drjúg, henni gat dottið í hug að hrein- gera húsið og klára verkið fyrir miðjan morgun. Þetta hús sem hún talaði oft um að sér hefði ver- ið ætlað. Hún hreyfði sig, gekk og synti, og dreif okkur synina í hverfis- göngutúra. Skeiðarvogur og Vogahverfi urðu hennar sveit og jörð, þar leið henni vel og þar ræktaði hún sannarlega garðinn sinn, lítið blóm á milli hellna skipti hana ekki minna máli en stærri tré. Þar tók hún á móti gestum og gangandi, Gumma og Gunnari, þeim góðu grönnum svo nokkrir séu nefndir, systkinum sínum, sem hún hafði mikil og góð samskipti við, ásamt öðru vina- og skyldfólki. Kleinur, flat- kökur og súkkulaðikakan voru hennar. Sæl í borginni kom hún sér þó upp öðru húsi ásamt pabba Hjalta og fleirum, á sælureit í Syðstu-Mörk. Þangað hafa marg- ar ferðir verið farnar. Þar eru spor mömmu í berjalyngi og grænum skógi. Mamma var glöð hér og nú, kveið hvorki morgundegi né sá eftir gærdegi, hún hafði sínar skoðanir en byrsti sig ekki svo við munum. Víð guðstrú og bænir skiptu hana máli; naut þess að sækja í góðar stundir í Langholtskirkju og eignaðist þar góða vini sem skiptu hana miklu. Góð og löng ævi er að baki, elsku mamma er farin í þá ferð sem hún aldrei kveið. Við óskum henni góðrar ferðar með kærri þökk fyrir allt og munum hugsa til þeirrar manngæsku og hlýju sem einkenndu hennar vegferð hér á jörð. Æðrulaus um ár og tíð óttalaus og kærleiksrík. Vildi sátt en ekki stríð stóð alltaf upprétt, engum lík. Úr sveit hún kom, í sveit hún fer sinnti sínu af lítillæti. Kunni vel sitt kvæðakver komin nú í himnasæti. Þínir Pálmi, Haukur og Ómar. Margir mannkostir prýddu tengdamóður mína sem nú er gengin. Suma þá lærði ég best að meta þegar ég eltist og komst til nokkurs þroska. Það á ekki síst við um nægjusemina og lítillætið. Látleysið undirstrikaði reisn hennar og hófsemin gjafmildina, því öll níska var henni fjarri. Hún fór vel með, en var örlát. Veiga var kvik og létt á fæti, snerist á hæli níræð, bograði í berjamó, mokaði snjó af tröppun- um, málaði eldhúsið sitt og bak- aði flatkökur á hellunni í bítið áð- ur en heimilisfólk fór á fætur. Hún ræktaði garðinn sinn í sí- gildri tvímerkingu þeirra orða. Það kann að hljóma klisju- kennt að kalla hana hvunndags- hetju, en fáar hetjur eru þó jafn- ærlega sæmdar af þeirri nafnbót og Veiga. Farskólagengin af bökkum Markarfljóts og hús- mæðraskólagengin úr Hvera- gerði og af Laugarvatni fyrir miðja síðustu öld tókst hún á við kröfur samfélagsins og gott bet- ur, kom sonum sínum til mennta og vann úti sem verkakona í fisk- vinnslu og ræstingum, enda góð- um gáfum gædd og áræði. Það var gaman að vera með henni í Syðstu-Mörk, þar sem hún bjó í haginn fyrir okkur og við leggjum okkur nú fram um að halda minningu hennar, systkina hennar og foreldra á loft. Við deildum um grenitré og víði, birki, ösp og reynivið, hvað væri við hæfi í íslenskri mold. Hún var ekki í vafa, grænt var gott, því sí- grænna, því betra. Það var dásamlegt að fá að fæða og færa henni sonardætur og kannski áttu þau Hjalti sín bestu ár þegar vinnan var að baki og barnabörnin fylltu líf þeirra nýrri skyldu og merkingu. Víst er að þau stóðust það með bravúr; til marks um það eru frásagnir sonadætranna sjö. Það var nú sælt hún fékk að fara. Það sagði hún svo oft við fráfall ættingja og vina, sem voru aðframkomnir. Nú á það við um hana sjálfa. Veiga var aðfram- komin en þó alls ekki fyrr en und- ir það allra síðasta. Spakur, hnyttinn maður sagði að við móðurmissi tapaði maður bakugganum. Síðmiðaldra synir Veigu synda nú án bakugga en þó fengu þeir nokkurn aðlögunar- tíma; eftir áratugalanga örugga stýringu laskaðist ugginn þeirra illa í fyrravor, þegar Veiga fékk heilablæðingu. Hvort sem bak- uggalíkingin er raunrétt eða ekki, þá er hitt víst að kærleik- urinn sem ríkti milli þeirra Veigu og sonanna var gagnkvæmur, fölskvalaus og fagur. Þess njót- um við, allt hennar fólk, alla tíð. Þannig skóp hún okkur mikla hamingju. Þóra Steingrímsdóttir. Eftir að hafa alið upp þrjá syni fékk amma Veiga okkur sjö sona- dætur í fangið. Miðað við það sem feður okkar hafa sagt okkur um mömmu sína er ljóst að það er ekki margt sem skilur að ömmu Veigu og mömmu Veigu. Góð- mennskan og gleðin í fyrirrúmi, langrækni og tilgerð ekki til. Amma Veiga var ekta mann- eskja, á alla vegu. Að koma í kaffi til ömmu var lágstemmd hátíð. Hurðin ólæst, gengum beint inn, en höfðum í huga að nálgast ömmu varlega, ekki vildum við skjóta aldraðri konu skelk í bringu. Varkárnin var þó kannski óþörf, við minn- umst þess allavega ekki að ömmu hafi nokkurn tíma brugðið. Leiðin lá alltaf inn í eldhús. Ef heppnin var með okkur, stóð amma við Rafha-hellurnar sínar og steikti flatkökur. Þrátt fyrir dálitla kennslu í flatkökugerð er okkur þó ljóst að engri okkar muni takast að gera flatkökur sem jafngilda hennar. Eitthvað hefur ekki verið hægt að kenna. Ásamt gómsætum flat- kökunum var allt sem við gátum mögulega verið sólgnar í dregið fram; smurt brauð í munnbita- stærð, súkkulaðibitakökur úr Kolaportinu, brúnkaka, kandís og kex, svo eitthvað sé nefnt. Engin skyldi heim svöng. Kaffitíminn einkenndist oftast af spjalli, spádómum og spek- úleringum. Amma dró upp lífleg- ar myndir af æsku sinni og gaf okkur þannig innsýn í gamla tím- ann sem setti hlutina í samhengi. Þrátt fyrir að sjá heiminn allt öðrum augum en við, var hún allt- af með á hreinu hvar við stæðum í lífinu, hvort sem það tengdist störfum, íþróttum eða öðrum áhugamálum. Umræðuefnin voru óteljandi en þó var vel hægt að njóta samverunnar í þögn. Návist hennar dugði og gott betur. Á heildina litið var kannski ekki margt sem olli ömmu áhyggjum en henni gat orðið órótt yfir keyrslunni á fólkinu sínu og álaginu sem fylgir námi og starfi. Henni hugnaðist vel að við nýttum tímann í Skeiðarvog- inum til hvíldar og hvatti okkur þess vegna oft til að leggja okkur í sófann eftir mat. Á meðan tók hún kannski upp á því að þrífa loftin, prjóna eða gera við gamla ullarvettlinga. Ef við vildum, gaf hún okkur góð-vonda fótanuddið sitt. Heimsókninni lauk þó ekki fyrr en við höfðum kíkt á garðinn, sem hún var svo stolt af. Með því að nostra við blómin á sumrin og gefa fuglunum að borða á veturna fékk amma útrás fyrir umfram- góðmennsku og -umhyggju sína. Blómin og fuglarnir voru líka börnin hennar, eins og hún sagði sjálf. Líkamshreysti ömmu var með ólíkindum. Leikfimin var fastur liður á morgnana og fæturnir voru hennar helsta samgöngu- tæki árið um kring. Ef hún datt í hálku var ekkert annað í stöðunni en að stökkva upp og halda för áfram og eins miklaði hún ekki kollhnísana fyrir sér á sumrin. Eftir heilablóðfallið í fyrra tók þó verulega að halla undan fæti og ekkert varð aftur samt. Minning- arnar urðu okkur þá mikilvægari en nokkru sinni fyrr og munu hlýja það sem eftir er. Elsku amma, takk fyrir allt. Andrea, Ragnhildur, Stein- unn, Snædís, Berglind, Halla og Ingibjörg Veiga. Sigurveig Ólafsdóttir ✝ Ásgeir Guð-mundsson fæddist í Ófeigs- firði 20. desember 1954. Hann lést á Landspítalanum Fossvogi þann 10. september 2020. Foreldrar hans voru Guðmundur Pétursson bóndi í Ófeigsfirði, f. 7. maí 1912, d. 20. október 1985, og Elín Elísabet Guðmundsdóttir, f. 27. febrúar 1919, d. 21. apríl 2012. Systkini Ásgeirs eru: Sjöfn, f. 16. september 1937, d. 20. jan- úar 2012. Bára, f. 16. sept- ember 1937. Pétur, f. 23. júní júní 1979, maki hennar er Kristján Þorvaldsson, f. 23. febrúar 1977. Jóhanna, f. 6. desember 1982, maki hennar er Sigurður Jón Skúlason, f. 10. apríl 1977. Helga Guðrún, f. 28. júní 1989, maki hennar er Há- varður Jónsson, f. 28. mars 1988. Barnabörn þeirra hjóna eru 11 talsins. Fyrir átti Ásgeir Halldóru Björk, f. 3. september 1973, maki hennar er Kristinn Jóns- son, samanlagt eiga þau 4 börn og 4 barnabörn. Útför Ásgeirs fer fram í dag, 25. september 2020, kl. 13 frá Þorlákskirkju. Streymt verður frá útförinni: https://www.facebook.com/ groups/asgeirg/. Virkan hlekk á slóð má nálgast á https:// www.mbl.is/andlat/. 1944. Ingibjörg, f. 30. júní 1946. Guð- mundur, f. 3. júní 1950, d. 4. október 1965. Torfi Þor- kell, f. 23. nóv- ember 1952. Böðv- ar, f. 30. október 1963. Maki Ásgeirs er Inga Anna Waage fædd í Reykjavík 14. nóvember 1955. Foreldrar Jóhanna Sveinsdóttir Waage og Magnús G. Waage. Börn Ásgeirs og Ingu eru: Ásgeir Ingi, f. 23. nóvember 1976. Magnús, f. 5. janúar 1978, maki Kolbrún Birna Pálsdóttir, f. 13. mars 1981. Sigrún, f. 26. Elsku pabbi, ég trúi því varla ennþá að þú sért farinn. Þessa síðustu dagar hefur maður látið hugan reika til baka og rifjað upp minningar um þig, þennan góðhjartaða, hjálpfúsa, eldhressa og duglega mann sem við fengum að hafa í lífi okkar. Þú varst manni alltaf innan handar ef það þurfti að gera við bíla, rífa hús, byggja hús flytja eða bara hlusta og tala, alltaf varstu þar. Þú tókst á öllu með ótrúlegu jafnaðargeði og alltaf stutt í fíflaganginn. Þú elskaðir þjóðlegan mat og varst laginn í því að gera hann sjálfur. Þú verkaðir hákarl með Pétri. Þér fannst þú hafa unnið í lottói þegar þú náðir að redda þér súrsuðum selshreifum, það var heldur ekki leiðinlegt þegar við bræður komum af sjónum og afhentum þér siginn fisk sem þú hafðir mikið dálæti á. Það var alltaf gaman að vera í kringum þig, alltaf eitthvað að gerast, við unnum mikið saman í löndunum og uppskipunum og það var sko skóli sem maður var ekki svikinn af og býr að alla ævi, þú smitaðir svo út frá þér þinni vinnusemi. Við grúskuðum oft í léttum bílaviðgerðum og ófáir voru tímarnir sem ég fékk að dunda mér með þér í hús- bílnum ykkar mömmu. Ómetanlegar eru allar útileg- urnar og ferðirnar sem við fór- um með ykkur mömmu og eins þegar við komum í dekur til ykkar. Þér fannst svo gaman að leika við og hrekkja afabörnin og þau elskuðu það sömuleiðis. Þau sakna þín ofboðslega mikið. Ófeigsfjörður, þinn fæðingar- staður var alltaf uppáhalds, allt- af beiðstu spenntur að komast þangað á sumrin, og það sem þið mamma lögðuð á ykkur til að koma allri fjölskyldunni þangað, núna í sumar vorum við með síð- ustu viku sumarsins þannig að við fengum verslunarmanna- helgina aukalega í sveitinni, þessi hinsta ferð þín þangað var sem sagt extra löng og einstök í marga staði. Seint síðasta kvöldið í sumar stóðum við úti að njóta blíðunn- ar þegar þú leist á strompinn á húsinu okkar og sagðir: Það á eftir að mála strompinn, þú fékkst þér málningu og pensil í hönd og stökkst upp á þak til að mála, þú vildir auðvitað strika yfir síðasta atriðið á verkefna- lista sumarsins. Elsku besti pabbi. Takk fyrir allt. Ég elska þig og sakna þín óstjórnlega mikið. Hvíl í friði Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Magnús Ásgeirsson. Í dag kveðjum við hann Geira afa minn. Hann varð ekki gamall maður. Fyrirvaralaust fékk hann heilablóðfall og dó. Við vorum alltaf bestu vinir, alveg frá því ég fæddist. Hann kenndi mér svo margt. Hann kenndi mér að keyra næstum ófæran veg norður í Ófeigsfirði í sumar og líka að keyra óbrúaðar ár af því ég var að læra á bíl og hann var einn af æfingakenn- urunum. Afi kenndi mér líka að maður á að vera vinnusamur, fé- lagslyndur og hjálpsamur með því hvernig hann lifði. Honum þótti vænt um allt fólkið sitt og hugsaði vel um það. Hann var mikill björgunarsveit- armaður og kenndi mörgum krökkum í Þorlákshöfn hvernig maður vinnur í björgunarsveit- inni Mannbjörg. Hann var mikið fyrir að vera úti í náttúrunni, sérstaklega í Ófeigsfirði. Afi var hjartahlýr og hlátur- mildur og ég vona að ég líkist honum þegar ég verð fullorðinn. Takk fyrir að vera mér góð fyrirmynd og góður afi. Þinn Bjarki Fannar. Sumu í tilverunni tökum við sem svo sjálfsögðu að við skenkjum því varla hugsun. Uns allt í einu og fyrirvaralaust það er ekki þarna meir. Þá rennur upp svo dagljóst að þetta skipti máli, þessi sjálfsagði hlutur í lífi okkar var mikilvægur og nú er honum lokið og við söknum. Svona var um kynni okkar Geira, við sáumst oft daglega, þá var brosað og vinkað, stundum stoppað í stutt spjall, sjaldan mikið lengra, þó kom það fyrir. Fyrir mér var Geiri eitthvað svo klassískur Íslendingur, svona bústólpi eins og skáldin skrifuðu um á síðustu öld. Hann verkaði sinn mat, hákarl eða hreindýr eða hvað sem helst. Hann var brosmildur, gerði græskulaust grín að mér og hló hátt og mikið. Það er mikil sjón- arsviptir að svona manni, ég sakna hans. Geiri vinur er genginn gárunginn með brosið. Hjartahlýrri var enginn með hákarlinn og trosið. Farðu í friði vinur. Konráð (Konni). Geiri vinur minn og fyrrver- andi samstarfsfélagi til margra ára er látinn langt um aldur fram. Við kynntumst fyrst þegar hann hóf störf hjá Skipaþjón- ustu Suðurlands þar sem við unnum saman í mörg ár. Hann fylgdi mér svo yfir í Ísfélag Þor- lákshafnar þar sem hann starf- aði til dánardags. Geiri var hörkuduglegur og úrræðagóður maður sem ávallt var hægt að treysta á. Í okkar vinnu á bryggjunni og í Kuldabola voru oft langir dagar við krefjandi að- stæður í öllum mögulegum veðr- um þar sem mannkostir hans komu vel í ljós sem afburðaliðs- maður sem stóð með mér í gegn- um þykkt og þunnt. Við fé- lagarnir vorum þó ekki alltaf sammála og gat hann oft verið þver í samskiptum en alltaf leystum við málin á milli okkar og var samstarfið ávallt gott í gegnum árin. Geiri sagði mér margar sögur af sínum uppvaxtarárum í Ófeigsfirði og var mér ljóst að hann hafði klárlega lifað tímana tvenna. Hann var mikil félagsvera og það var ávallt stuð þegar við vinnufélagarnir skemmtum okk- ur saman. Við fórum í margar starfsmannaferðir innanlands og einnig nokkrar utanlandsferðir. Mér minnisstæð ferð okkar til Færeyja þar sem hann sýndi okkur félögunum hvernig borða ætti þeirra þjóðarkræsingar „að hætti Strandamanna“ eins og hann orðaði það. Fæstir okkar hinna komu þessum mat niður en hann borðaði allt með bestu lyst og með miklum tilþrifum eins og honum var einum lagið. Fyrir þessar stundir er ég mjög þakklátur. Ég votta Ingu Önnu og fjöl- skyldunni samúð mína á þessum erfiðu tímum. Minning um Geira lifir. Guðmundur L. Gunnarsson. Ásgeir Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.