Morgunblaðið - 25.09.2020, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.09.2020, Blaðsíða 34
34 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2020 Pepsi Max-deild karla KA – HK.................................................... 1:1 Fjölnir – ÍA ............................................... 1:3 FH – Valur ................................................ 1:4 KR – Grótta .............................................. 1:1 Breiðablik – Stjarnan............................... 2:1 Fylkir – Víkingur R.................................. 2:1 Staðan: Valur 16 13 1 2 43:16 40 FH 15 9 2 4 31:22 29 Breiðablik 15 8 2 5 31:24 26 Fylkir 16 8 1 7 24:25 25 KR 14 7 3 4 26:18 24 Stjarnan 14 6 6 2 22:17 24 ÍA 16 6 2 8 37:37 20 HK 16 5 4 7 26:32 19 KA 15 2 10 3 13:16 16 Víkingur R. 15 3 6 6 21:24 15 Grótta 16 1 5 10 13:33 8 Fjölnir 16 0 6 10 15:38 6 Lengjudeild kvenna Keflavík – Haukar .................................... 1:0 Staðan: Tindastóll 15 13 1 1 43:5 40 Keflavík 15 11 3 1 37:14 36 Haukar 15 9 2 4 26:15 29 Afturelding 15 7 3 5 21:18 24 Augnablik 14 6 3 5 25:28 21 Grótta 15 5 4 6 19:26 19 Víkingur R. 15 5 3 7 21:26 18 ÍA 15 2 6 7 20:27 12 Fjölnir 15 2 1 12 7:29 7 Völsungur 14 1 0 13 7:38 3 2. deild kvenna Fram – HK................................................ 2:5 Staðan: HK 15 11 1 3 49:14 34 Grindavík 12 8 2 2 30:10 26 FHL 13 8 2 3 33:21 26 Hamrarnir 13 5 3 5 18:20 18 Álftanes 12 5 2 5 21:31 17 Hamar 13 4 2 7 18:31 14 Sindri 13 3 2 8 18:31 11 ÍR 14 2 4 8 25:35 10 Fram 13 2 4 7 24:43 10 Evrópudeild UEFA 3. umferð: Viktoria Plzen – SönderjyskE ............... 3:0  Ísak Óli Ólafsson var varamaður hjá SönderjyskE og kom ekki við sögu. Malmö – Lokomotiva Zagreb................. 5:0  Arnór Ingvi Traustason var varamaður hjá SönderjyskE og kom ekki við sögu. Rosenborg – Alanyaspor ........................ 1:0  Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn með Rosenborg. FC Köbenhavn – Piast Gliwice .............. 3:0  Ragnar Sigurðsson lék fyrstu 67 mín- úturnar með FCK. AC Milan – Bodö/Glimt .......................... 3:2  Alfons Sampsted lék fyrstu 83 mínúturn- ar með Bodö/Glimt. Kasakstan Kaisar Kyzylorda – Astana .................... 0:1  Rúnar Már Sigurjónsson lék fyrstu 85 mínúturnar með Astana. New York City – Toronto....................... 0:1  Guðmundur Þórarinsson lék fyrstu 70 mínúturnar með New York City. England Deildabikarinn, 32ja liða úrslit: Bristol City – Aston Villa......................... 0:3 Lincoln – Liverpool .................................. 2:7 Manchester City – Bournemouth ........... 2:1  Olísdeild karla ÍR – Þór................................................. 21:26 Afturelding – Selfoss............................ 26:24 FH – Fram............................................ 28:22 Staðan: Afturelding 3 2 1 0 77:73 5 Valur 2 2 0 0 76:54 4 Haukar 2 2 0 0 50:42 4 FH 3 2 0 1 82:74 4 KA 2 1 1 0 47:45 3 Selfoss 3 1 1 1 75:76 3 ÍBV 2 1 0 1 61:61 2 Þór Ak. 3 1 0 2 67:69 2 Fram 3 0 1 2 70:78 1 Stjarnan 2 0 1 1 51:52 1 Grótta 2 0 1 1 44:45 1 ÍR 3 0 0 3 76:107 0 Grill 66 deild karla Vængir Júpíters – Valur U.................. 21:24 Meistaradeild karla Barcelona – Celje Lasko..................... 42:28  Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk fyrir Barcelona. Svíþjóð Helsingborg – Guif.............................. 27:29  Daníel Freyr Ágústsson varði 12 skot í marki Guif, þar af eitt vítakast.   Úrslitakeppni NBA Austurdeild, úrslit: Miami – Boston................................. 112:109  Staðan er 3:1 fyrir Miami og fimmti leik- urinn fer fram í nótt.   FH – VALUR 1:4 0:1 Birkir Már Sævarsson 19. 0:2 Patrick Pedersen 41. 1:2 Steven Lennon 42. 1:3 Birkir Már Sævarsson 46. 1:4 Kristinn Freyr Sigurðsson 66.(v) MM Birkir Már Sævarsson (Val) M Eggert Gunnþór Jónsson (FH) Steven Lennon (FH) Rasmus Christiansen (Val) Haukur Páll Sigurðsson (Val) Lassy Petry (Val) Kristinn Freyr Sigurðsson (Val) Aron Bjarnason (Val) Patrick Pedersen (Val) Sigurður Egill Lárusson (Val) Rautt spjald: Guðmann Þórisson (FH) 58. Dómari: Helgi Mikael Jónasson – 6. Áhorfendur: 630. FJÖLNIR – ÍA 1:3 0:1 Stefán Teitur Þórðarson 16. 0:2 Tryggvi Hrafn Haraldsson 83. 1:2 Guðmundur Karl Guðmunds. 89. 1:3 Tryggvi Hrafn Haraldsson 90. M Sindri Snær Magnússon (ÍA) Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA) Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA) Stefán Teitur Þórðarson (ÍA) Ísak Snær Þorvaldsson (ÍA) Grétar Snær Gunnarsson (Fjölni) Jeffrey Monakana (Fjölni) Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölni) Dómari: Elías Ingi Árnason – 8. Áhorfendur: Á að giska 100. KA – HK 1:1 0:1 Arnþór Ari Atlason 14. 1:1 Almarr Ormarsson 80. M Kristijan Jajalo (KA) Brynjar Ingi Bjarnason (KA) Hrannar Björn Bergmann (KA) Almarr Ormarsson (KA) Hallgrímur Mar Bergmann (KA) Guðmundur Þór Júlíusson (HK) Hörður Árnason (HK) Ásgeir Börkur Ásgeirsson (HK) Ásgeir Marteinsson (HK) Birnir Snær Ingason (HK) Dómari: Vilhjálmur A. Þórarinsson – 9. Áhorfendur: 150. KR – GRÓTTA 1:1 0:1 Karl Friðleifur Gunnarsson 54. 1:1 Pablo Punyed 70. M Pablo Punyed (KR) Pálmi Rafn Pálmason (KR) Stefán Árni Geirsson (KR) Arnar Þór Helgason (Gróttu) Axel Freyr Harðarson (Gróttu) Karl Friðleifur Gunnarsson (Gróttu) Kristófer Orri Pétursson (Gróttu) Tobias Sommer (Gróttu) Rautt spjald: Sigurvin Reynisson (Gróttu) 38., Guðmundur Steinarsson (Gróttu/aðstoðarþjálfari) 40. Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson – 7. Áhorfendur: 402. BREIÐABLIK – STJARNAN 2:1 0:1 Alex Þór Hauksson 28. 1:1 Viktor Karl Einarsson 32. 2:1 Thomas Mikkelsen 63.(v) M Viktor Karl Einarsson (Breiðabliki) Damir Muminovic (Breiðabliki) Andri Rafn Yeoman (Breiðabliki) Gísli Eyjólfsson (Breiðabliki) Brynjólfur Willumsson (Breiðabliki) Oliver Sigurjónsson (Breiðabliki) Alex Þór Hauksson (Stjörnunni) Haraldur Björnsson (Stjörnunni) Dómari: Sigurður H. Þrastarson – 8. Áhorfendur: 328. FYLKIR – VÍKINGUR R. 2:1 1:0 Ásgeir Eyþórsson 27. 1:1 Kristall Máni Ingason 68. 2:1 Orri Sveinn Stefánsson 77. M Ásgeir Eyþórsson (Fylki) Orri Sveinn Stefánsson (Fylki) Ólafur Ingi Skúlason (Fylki) Þórður Gunnar Hafþórsson (Fylki) Arnór Gauti Ragnarsson (Fylki) Orri Hrafn Kjartansson (Fylki) Ingvar Jónsson (Víkingi) Halldór J.S. Þórðarson (Víkingi) Halldór Smári Sigurðsson (Víkingi) Kristall Máni Ingason (Víkingi) Erlingur Agnarsson (Víkingi) Júlíus Magnússon (Víkingi) Dómari: Erlendur Eiríksson – 8. Áhorfendur: Ekki gefið upp.  Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fot- bolti. FÓTBOLTINN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Valsmenn gerðu nánast út um Ís- landsmótið 2020 með sannfærandi sigri á FH í Kaplakrika, 4:1, í gær. Það var eiginlega við hæfi að strax og leiknum lauk var jafnframt lokið tveimur þriðjuhlutum Pepsi Max- deildar karla á þessu tímabili, og þar með búið að uppfylla skilyrðin sem sett voru til bráðabirgða vegna út- breiðslu kórónuveirunnar. KSÍ getur nú blásið Íslandsmótið af hvenær sem þörf krefur en lokaröð liðanna héðan af mun gilda sem loka- staða mótsins 2020. Ef það myndi gerast strax í dag yrði líklega lítið um mótmæli í úrvalsdeild karla. Vals- menn eru komnir með níu fingur á Ís- landsmeistaratitilinn, ellefu stiga for- skot eftir tíu sigurleiki í röð, og ekkert virðist geta komið í veg fyrir að Fjölnir og Grótta falli úr deildinni.  Birkir Már Sævarsson skoraði tvö marka Vals og hefur þar með gert þrjú mörk í tveimur leikjum. Þetta er í fyrsta sinn sem Birkir gerir meira en tvö deildamörk á tímabili á Íslandi en hann skoraði mest fjögur mörk á tímabili fyrir Brann í Noregi árið 2011.  Patrick Pedersen skoraði fyrir Val og Steven Lennon fyrir FH og þeir hafa nú gert 14 mörk hvor í deildinni. „Menn geta ekki leyft sér að gefa Patrick Pedersen svigrúm ef þeir ætla að vinna meistaraefnin. Daninn skoraði í fyrri hálfleik og fékk auk þess tvö góð skallafæri á markteig í fyrri hálfleik. En kannski er þetta bara enn einn vitnisburðurinn um hversu erfitt er að halda honum niðri,“ skrifaði Kristján Jónsson m.a. um leikinn á mbl.is.  Guðmann Þórisson miðvörður FH fékk rauða spjaldið eftir 58 mín- útur. Hann hefur nú verið rekinn af velli tvisvar í sumar og fer því í tveggja leikja bann. Sterkari staða Blikanna Breiðablik er komið í þriðja sætið eftir sigur á Stjörnunni, 2:1, í lykilleik í slagnum um Evrópusæti en það ætl- ar greinilega að verða aðalspennugjafi deildarinnar á lokasprettinum. Blikar réttu sig af eftir tvö töp en Stjarnan gefur enn frekar eftir með öðru tap- inu eftir að hafa leikið fyrstu tólf leik- ina án þess að bíða lægri hlut. „Um algjöra einstefnu var að ræða í átt að marki Stjörnumanna í kvöld en Garðbæingar lágu afar aftarlega allan leikinn ef frá eru taldar lokamín- úturnar og sköpuðu sér ekki eitt ein- asta færi í síðari hálfleik, tókst illa að halda boltanum innan síns liðs og skynja mátti ákveðið vonleysi í lið- inu,“ skrifaði Pétur Hreinsson m.a. í grein um leikinn á mbl.is.  Thomas Mikkelsen skoraði sitt 100. deildamark á ferlinum þegar hann kom Blikum í 2:1 úr vítaspyrnu. Af þeim eru 36 fyrir Breiðablik en hin hefur hann gert í Danmörku, Svíþjóð og Skotlandi. Mikkelsen er kominn með 13 mörk í deildinni í ár.  Halldór Orri Björnsson miðju- maður Stjörnunnar lék sinn 200. leik í efstu deild á Kópavogsvelli. Þar af eru 158 fyrir Stjörnuna þar sem hann er þriðji leikjahæstur frá upphafi. Heimavöllurinn fellir KR Fyrstu viðureign nágrannafélag- anna KR og Gróttu á Íslandsmóti karla lauk með óvæntu jafntefli á Meistaravöllum, 1:1, og Seltirningar komust meira að segja yfir manni færri í seinni hálfleiknum. Sigurvin Reynisson fyrirliði þeirra var rekinn af velli skömmu fyrir hlé. KR hefur nú aðeins unnið þrjá af níu heimaleikjum sínum og það hefur fyrst og fremst fellt Vesturbæinga í meistaravörninni. Uppskeran gegn botnliðum Fjölnis og Gróttu á heima- velli er t.d. aðeins tvö stig. KR á eftir sex útileiki en aðeins tvo heimaleiki en miðað við úrslitin ætti það ekki að vera svo slæmt. „Eftir laglegan 2:0-sigur á Breiða- bliki í síðasta leik var þetta tvímæla- laust skellur fyrir meistarana sem eiga álíka dapra titilvörn og Valsarar í fyrra,“ skrifaði Kristófer Krist- jánsson m.a. í grein um leikinn á mbl.is.  Karl Friðleifur Gunnarsson er markahæstur Gróttumanna í deild- inni og gerði sitt fimmta mark þegar hann kom þeim yfir á 55. mínútu.  Pablo Punyed er hinsvegar markahæstur KR-inga og gerði sitt sjöunda mark í deildinni og jafnaði metin. Tíu jafntefli í fimmtán leikjum Tíu jafntefli og sjö þeirra á heima- velli er uppskera KA-manna í fimm- tán leikjum í sumar eftir að þeir og HK-ingar skildu jafnir, 1:1, í leið- indaveðri og snjóhríð á köflum á Akureyri í gær. „Þéttur og agaður varnarleikur HK virtist ætla að skila þeim sigri en á lokakaflanum fengu KA-menn ein- hverja aukaorku. Almarr Ormarsson skoraði gull af marki þegar tíu mín- útur lifðu,“ skrifaði Einar Sigtryggs- son m.a. í grein um leikinn á mbl.is.  Arnþór Ari Atlason skoraði sitt 20. mark í efstu deild þegar hann kom HK yfir en Almarr Ormarsson jafnaði með sínu fyrsta marki á þessu tímabili.  Hörður Árnason varð í gær fyrstur til að spila 50 leiki fyrir HK í efstu deild. Hann lék með liðinu 2008 og kom aftur í fyrra en er jafnframt fjórði leikjahæstur hjá Stjörnunni í deildinni með 128 leiki. Hörður lagði einmitt upp mark HK í gær. Annar sigur ÍA í röð Skagamenn unnu annan leikinn í röð eftir slæman kafla þar á undan. Þeir lögðu Fjölni 3:1 í Grafarvogi og eru komnir í sjöunda sætið. „Jeffrey Monakana gæti reynst happafengur og lykillinn að því að Fjölnir sæki stig í lokaleikjum tíma- bilsins en leikmenn liðsins verða að nýta þau færi sem hann býr til, líkt og í dag,“ skrifaði Bjarni Helgason m.a. um leikinn á mbl.is.  Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði tvö mörk fyrir ÍA annan leik- inn í röð, og er því kominn með tíu mörk í deildinni. Stefán Teitur Þórð- arson skoraði fyrsta markið, sitt átt- unda í ár. Evrópudraumur Fylkis lifir Fylkismenn minntu á að það má ekki afskrifa þá í Evrópubaráttunni. Þeir lögðu Víkinga 2:1 í Árbænum og fóru uppfyrir Stjörnuna í fimmta sætið. Brasið á Víkingum heldur áfram, þeir hafa ekki unnið í átta leikjum í röð og mega teljast heppnir að vera ekki í meiri fallhættu en raunin er þrátt fyrir að sitja í þriðja neðsta sætinu. „Árbæingar mættu yfirvegaðir til leiks og náðu undirtökunum með þéttri vörn og góðri samvinnu miðju og varnar enda skilaði það stangar- skoti, sláarskoti og síðan marki,“ skrifaði Stefán Stefánsson m.a. um leikinn á mbl.is.  Miðverðirnir Ásgeir Eyþórsson og Orri Sveinn Stefánsson sáu um mörk Fylkis og hafa nú samtals skil- að liðinu sex mörkum í deildinni í ár.  Kristall Máni Ingason skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild þegar hann jafnaði fyrir Víking. Nú væri hægt að blása Ís- landsmótið af Morgunblaðið/Árni Sæberg Markaskorari Patrick Pedersen fagnar ásamt Kristni Frey Sigurðssyni eftir að hafa skorað annað mark Vals gegn FH í gær. Hans fjórtánda í ár.  Valsmenn með algjöra sigurstöðu á toppnum eftir sannfærandi sigur á FH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.