Morgunblaðið - 25.09.2020, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.09.2020, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2020 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Húsviðhald Hreinsa þakrennur fyrir veturinn, og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Nauðungarsala UPPBOÐ Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Dalbraut 43, Vesturbyggð, fnr. 212-4869, þingl. eig. Sæunn Erna Sævarsdóttir, gerðarbeiðendur Landsbankinn hf. og Vesturbyggð, þriðjudaginn 6. október nk. kl. 15:00. Hyrningsstaðir lóð 6, Reykhólahreppur, 4,1666% ehl., fnr. 212-2159, þingl. eig. Steinn Þorri Þorvarðarson, gerðarbeiðandi Ríkisskattstjóri, miðvikudaginn 7. október nk. kl. 12:30. Melanes, Vesturbyggð, fnr. 212-3469, þingl. eig. Ólöf Matthíasdóttir, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., fimmtudaginn 1. október nk. kl. 14:00. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum 24. september 2020 UPPBOÐ Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á skrifstofu embættisins að Aðalstræti 92, Patreksfirði, sem hér segir: NANNA, BA, Barðastrandasýsla, (FISKISKIP), fnr. 7372, þingl. eig. Norðurhólmi ehf, gerðarbeiðandi Kópavogsbær, fimmtudaginn 1. október nk. kl. 10:30. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum 24. september 2020 Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á skrif- stofu embættisins sem hér segir: HEIÐRÚN, SU, Suður-Múlasýsla, (FISKISKIP), fnr. 2153 , þingl. eig. Agat ehf, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Austurlandi, miðvikudag- inn 30. september nk. kl. 14:00. Sýslumaðurinn á Austurlandi 24. september 2020 Félagsstarf eldri borgara Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16. Stólajóga með Hönnu kl. 9. Opin vinnustofa kl. 9-15. Bókabíllinn kem- ur við Árskóga 6-8 kl. 16.30-17.15. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffi- sala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni, allir velkomnir. S. 411-2600. Boðinn Hádegismatur kl. 11.20-12.30. Línudans kl. 15. Bólstaðarhlíð 43 Morgunkaffi í handavinnustofu kl. 10. Gönguferð um hverfið kl. 10.30. Kvikmyndasýning í setustofu kl. 12.45. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffi, spjall og blöðin við hring- borðið kl. 8.50-11. Skráning á þátttökulista fyrir vetrarstarfið er á skrif- stofunni kl. 8.50-16. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Myndlistarnám- skeið MZ kl. 12.30-15.30. Hæðargarðsbíó kl. 13. Síðdegiskaffi kl. 14.30- 15.30. Allir velkomnir óháð aldri og búsetu. Nánari upplýsingar í síma 411-2790. Garðabær Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10. Dansleikfimi kl. 9.30 og 10.15 Stjörnuheimilið. Smiðja opin kl. 13–16, allir velkomnir. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 13.45-15.15. Gerðuberg 3-5 111 RVK Kl. 8.30-16 opin handavinnustofa, kl. 10-12 prjónakaffi (Háholt), kl. 10-10.20 leikfimi gönguhóps (sólstofu), kl. 10.30 gönguhópur um hverfið, kl. 13-16 bókband með leiðbeinanda, kl. 13-15 kóræfing (Háholt). Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.30 postulínsmálun, kl. 13 tréskurður. Heitt á könnunni kl. 9 til kl. 15.30. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Útskurður og tálgun kl. 9-12. Hádegismatur kl. 11.30. Bíó kl. 13. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Handa- vinna, opin vinnustofa kl. 9-16. Útvarpsleikfimi kl. 9.45. Brids í handa- vinnustofu kl. 13. Korpúlfar Hugleiðsla og létt jóga í Borgum kl. 9 í dag og ganga frá Borgum kl. 10 og kaffispjall á eftir. Hannyrðahópur í Borgum kl. 12.30 í dag og tréútskurður á Korpúlfsstöðum, Davíð leiðbeinir kl. 13 til 16 í dag. Virðum allar sóttvarnir og förum varlega. Minnum á að línudans- inn með Guðrúnu er byrjaður á mánudögum e. h. Allir hjartanlega velkomnir. Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Í dag kl. 11 byrjum við aftur með föstudagshreyfinguna sem við köllum núna HREYFING MEÐ TÓNLIST undir stjórn Hildigunnar Gunnarsdóttur. Syngjum saman í salnum á Skólabraut kl. 13. Brids í Eiðismýri kl. 13.30. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–14. Heitt á könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586. Rað- og smáauglýsingar Færir þér fréttirnar mbl.is ✝ Pétur HaukurGuðmundsson fæddist 6. júlí 1948 á Akureyri. Hann lést 8. september 2020. Móðir hans var Gréta Doak Pét- ursdóttir, f. 1930, d. 1975, þó að Pét- ur hafi vitað hver faðir hans var þá var það aldrei stað- fest. Pétur átti fjögur systkini sammæðra, þau eruÁsta Guð- rún Hurrin, f. 1947, Ásgeir V. Bjarnason, f. 1952, Heimir Jón Guðjónsson, f. 1954, og John M. Doak, f. 1964. Fimm ára fór Pétur í fóstur á Syðri-Velli í V.-Húnavatnssýslu til Steinbjörns Jónssonar söðla- smiðs og bónda og konu hans, Elínborgar Jónasdóttir. Eign- aðist Pétur þar fimm fóst- ursystkini, Steinbjörn Björns- son, f. 1929, d. 2019, Álfhildur Steinbjörnsdóttir, f. 1933, d. 2014, Samúel Ósvald Stein- björnsson, f. 1934, d. 2001, Anna Steinbjörnsdóttir, f. 1936, Sigurður I. Steinbjörnsson, f. 1937, d. 2014. Pétur var tvíkvæntur. Fyrri eiginkona hans var Magnea Þórunn Ásmundsdóttir, f. 1952. kynntust. Hann útskrifaðist 1974 frá Tækniskólanum (heyr- ir undir HR í dag) sem bygg- ingartæknifræðingur. Hann tók síðan múrarameistarann að því loknu. Pétur vann hjá Hafnarfjarð- arbæ á Verkfræðistofu Hafnar- fjarðar og vann þar til 1983 þegar hann fór yfir til Hag- virkis og vann t.d. sem stað- arhaldari við Sultartangavirkj- un. Í kringum 1990 fór hann síðan að vinna sjálfstætt með menn í vinnu og vann ýmist að eigin verkum eða sem und- irverktaki. Árið 1997 höfðu fyrrum samstarfsmenn við Hagvirki samband vegna verks á vegum Íslenskra aðalverk- taka. Það verk var á Grænlandi og fór Pétur nokkrar ferðir á þeirra vegum. Fram til 2002 vann hann ýmist í Keflavík eða á Grænlandi. Næstu sex ár vann Pétur í bæjarskipulagi tvö ár í senn, fyrst í bænum Tassilak, þá Assiat og loks Nanortalik. 2009 flutti hann ásamt annarri eig- inkonu sinni og fósturdreng til Nuuk þar sem hann fór að vinna fyrir sameinuðu sveit- arfélög Kanukoka og vann hjá þeim til 2018 þegar félagið var lagt niður. Pétri hugnaðist ekki að hætta að vinna og samdi við orkufyrirtæki að vera eftirlits- maður með uppbyggingu á spennustöð nærri heimili hans á Grænlandi, en veikindi komu í veg fyrir að hann náði að ljúka því verkefni. Þau giftust 1971, þau skildu árið 2000. Börn þeirra eru: Ásdís Elva, f. 1972, og Árdís Ösp, f. 1981. Ásdís Elva er gift Hallgrími Ólafssyni og eru börn þeirra Ísa- bella Ýrr, f. 1997, og Kormákur Logi, f. 2001. Árdís Ösp er gift Destiny Nwaokoro og eru börn þeirra Pétur Uzoamaka, f. 2018, og Ásmundur Obiageri, f. 2020. Pétur giftist aftur árið 2006 Elise Olsen og voru þau um tíma með fósturdreng hjá sér, Erneeraq. Þau skildu 2016. Síð- ustu tuttugu árin bjó Pétur á Grænlandi. 1962 flytur Pétur til Hvera- gerðis með Steinbirni og El- ínborgu þegar þau brugðu búi. Hann fór til náms í MA og talaði hann oft um þau ár. Hann tók hins vegar engin próf þar, önnur en það að spila bridge, æfa hina ýmsu hugar- leiki. Hann vann í múrverki í nokkur ár fyrir múrara í Hveragerði og var við vinnu á hans vegum á Laugarvatni þar sem hann og fyrri eiginkona Vonandi upplifa allir að eiga hauk í horni. Minn var pabbi minn. Ég á eftir að sakna pabba óendanlega mikið. Þó að ég hafi stundum verið þreytt á erind- unum sem hann sendi mig í þá kenndu þau mér margt og gerðu mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Erindin voru stór og smá. Pabbi var nefni- lega duglegur að finna öllum hlutverk, sannkallaður verk- stjóri. Ég er til dæmis „kal- kúna-innpakkarinn“ sem er mjög mikilvægt starf einu sinni á ári. Pabbi var í mínum huga sterkur og stór og alltaf með skegg. Svo mikið skegg að ég man eftir að börn sem hrædd- ust jólasveina æfðu sig með því að tala við pabba. Þau vissu að pabbi væri ekki jólasveinninn en yfirbragðið var jafn áhrifa- mikið. Mér fannst pabbi stund- um vera „stórasti“ pabbi í heimi. Hann hafði eitthvað við sig sem tók pláss umfram stærð hans. Svarta krullaða hárið og skeggið voru einkenn- ismerki hans þegar ég var lítil. Ég þekkti hann ekki öðruvísi sem sannaðist dag einn. Ég var heima hjá frænku minni og vissi að bráðum kæmi pabbi að sækja mig. Eins og hjá börnum almennt þá þótti okkur erfitt að hætta því sem skemmtilegt var. Við frænkur lögðum því á ráð- in, við ætluðum að fela okkur. Þannig gæti pabbi ekki sótt mig. Dyrabjallan hringdi. Við skottuðumst á bak við sófa, skríkjandi af spennu, og reynd- um að halda niðri í okkur and- anum. Hurðin opnaðist og við gægðumst fram. Okkur til smá- undrunar var einhver ókunnur maður í dyrunum. Við komum því fram úr felum. Undrunin varð enn meiri þegar bróðir pabba gekk inn á eftir ókunna manninum. Við horfðum hissa á. Ókunni maðurinn brosti smá púkabrosi, og breiddi út faðm- inn. Þarna var pabbi berrass- aður í framan. Ég skildi því vel hve erfitt elsku pabba fannst þegar hárið byrjaði að falla í byrjun vetrar í lyfjameðferðinni. Ég flaug til hans í vetrarfríinu. Það tók hann nokkra daga að biðja mig um að raka skeggið af. Okkur leist ekkert á blikuna en létti báðum þegar hárið fór bara líka. Þá gátum við alveg ímynd- að okkur hann í hasarmynd, þeir í Hollywood máttu vara sig. Pabbi vorkenndi sér ekki mikið, hann taldi sér trú um að líklega hefði hann unnið sér inn fyrir endinum. Hann lagði þetta upp sem dæmi. Hann reiknaði nefnilega allt. Allt. Stundum hélt ég að pabbi væri í raun reiknivél. En pabbi taldi sig samt hafa gert villu í út- reikningi. Hann hafði notað ranga formúlu varðandi lífið. Hann hélt að hann hefði meiri tíma. Kannski þurfum við öll að reikna þetta dæmi aftur. Því ég er síður en svo sátt við útkom- una. Hvernig verða jólin án þín pabbi? Hvernig verður restin af lífinu mínu án þín sem minn haukur í horni? Dæmið gengur ekki upp. En ef ég segi ykkur að ég elskaði pabba til tunglsins og til baka, getum við þá bætt við tímann? Þín að eilífu, Ásdís Elva Pétursdóttir. Elsku pabbi minn. Orð eru fátækleg á stundu sem þessari. Það er ekkert sem ég get sagt sem gefur minn- ingu þinni það líf sem hún hef- ur með mér. Eitt er víst að eins og þú sagðir þá hafirðu mis- reiknað þig, þá gerði ég það einnig. Ég bjóst alltaf við því að ég fengi að hafa þig í mínu lífi þar til þú varst orðinn gamall heldri maður. Ég hélt þú mynd- ir fylgjast með nafna þínum vaxa úr grasi og njóta með okk- ur gleði lífsins. Svo bættist lítill drengur við á meðan þú varst veikur, og varð ég hrædd um að þeir myndu missa af afa sem þeir svo sannarlega gera. Það verður verkefni mitt að passa að þeir þekki þig í gegnum myndir og sögur, en það gerir mig svo sorgmædda að hugsa til þess að þú sért farinn frá okkur. Hin barnabörnin þín og við systur fengum að njóta þess að hafa þig og þekkja þig, geta talað við þig og eytt tíma með þér og erum við ótrúlega hepp- in, missir okkar er gífurlegur. Aldur er bara tala og það er staðreynd því þú varst hressari og hraustari en ég allt þar til þú varðst veikur síðastliðið haust. Það var svo gaman í kringum þig, grín og orðaleikir. Við hlustuðum á sömu bækurn- ar, við gerðum sudoku saman. Minningarnar eru margar, og þær allra kærustu eru sam- verustundirnar, veiðiferðir og útilegur, bílabras og spjall um framtíðina, frama og árangur. Ég lærði margt af þér þegar ég loksins áttaði mig. Skipulag og menntun, árang- ur og að hafa metnað, gera það vel sem maður tekur sér fyrir hendur og gera það sem er rétt að gera. Mistök hef ég svo sannarlega gert en læri af þeim. Það má heldur ekki gleyma þeim dásamlega tíma sem við áttum í Grænlandi, þú hugsaðir svo vel um að mér liði vel í hvert sinn sem ég kom. Þakk- læti er það sem kemur mér helst í huga þegar ég hugsa til þín, þakklæti fyrir að hafa átt þig sem föður. Þakklæti fyrir þann tíma sem við áttum sam- an. Þakklæti fyrir það sem þú kenndir mér. Þakklæti fyrir þá eiginleika sem ég hef frá þér. Þakklát fyrir samveruna. Þakk- lát fyrir afslappandi þögn þeg- ar við vorum saman. Þakklæti fyrir góð samtöl. Þakklát fyrir hversu vel þú óskaðir mér. Takk. Mér leið aldrei eins og ég þyrfti að tala mikið í kringum þig. Þú bara vissir. Ég er manneskja fárra orða, og leyfi fólki að halda það sem það vill um mig, það annað hvort sér mig eða ekki. Þetta vissir þú og vissir alltaf hvernig mér leið þó ég segði ekkert. Sennilega því við erum líkari en margir halda. En það var ekki fyrr en á þessu ári að öll púslin komust á sinn stað varðandi mig og þú sagðist vera svo hissa og stolt- ur af öllu því sem ég hef áork- að. Það þykir mér óendanlega vænt um. Ég vildi ekkert frá þér annað en tíma og samveru og að þú sæir hver ég er. Ég kem aldrei til með að geta komið því í orð hversu miklu máli þú skiptir mig, hversu mikið ég elska þig pabbi minn, hversu mikilvægur þú ert lífi mínu og hversu ofboðslega sorgmædd ég er að hafa ekki fengið að hafa þig lengur. Ég kynnist þér betur í gegnum minningar annarra og sögur og er svo stolt af því að þú ert pabbi minn. Elska þig pabbi minn, þín Ösp. Á björtum septemberdegi við Nuukfjörð kvaddi Pétur. Þegar ljóst var að hverju dró eftir árs læknismeðferð í Kaupmanna- höfn var það hans ósk að fara heim til Grænlands. Dætur hans gerðu honum það kleift og dvaldi fjölskyldan hjá honum til skiptis síðustu vikurnar. Þótt ég hafi þekkt Pétur alla ævi finnst mér ég ekki hafa kynnst honum fyrr en á undanförnum árum. Pétur var nefnilega dul- ur maður og hleypti ekki öllum að sér. En þessi síðustu ár sem hann bjó einn á Grænlandi hafði hann meiri tíma og áhuga á að horfa yfir farinn veg og þörf fyrir að tala um hið liðna. Samband Péturs og mömmu var afar náið alla tíð og eftir því sem árin liðu urðu símtölin lengri og tíðari, stundum var á tali klukkustundum saman: „Við hvern varstu eiginlega að tala mamma? Nú, við hann Pésa litla.“ Og stundum kom eitthvað nýtt upp úr dúrnum, krassandi fimmtíu ára fréttir. Þegar heilsu mömmu fór að hraka vildi hann fylgjast vel með, var henni nærgætinn og þótt hann sjálfur væri orðinn fárveikur varð hann órólegur ef fréttir drógust. Ég spurði hann stundum hvernig samtalið við mömmu hefði gengið og svarið var jafnan á þá leið að þegar þau væru komin norður í Húna- vatnssýslu væru engir hnökrar. Við áttum skemmtileg og áhugaverð samtöl um fólk og atburði og Pétur gat dregið upp aðra sviðsmynd af fólki og atburðum en ég var vön að heyra. Hann gat verið mjög fyndinn en stundum svolítið óvæginn. Pétur var aðeins fimm ára gamall þegar hann kom í fóstur að Syðri-Völlum til ömmu og afa, Elínborgar Jónasdóttur og Steinbjarnar Jónssonar. Hann rak ekki minni til þess að um breytingarnar hafi verið rædd- ar við hann. Hann ríghélt í ferðatöskuna sína, Bogga tók hann í fangið og upp frá því átti hann þar skjól. En hann beið lengi eftir að vera sóttur. Pétur var yngstur á Völlum en þar voru auk gömlu hjónanna, Álfhildur, Samúel, Anna, Sigurður og Steinbjörn, systursonur afa. Sumarið sem Pétur kom að Völlum kom þangað jafnaldra hans, Hafdís, í sína fyrstu sumardvöl af mörgum. Þau Pétur urðu óað- skiljanlegir vinir. Í minni Pét- urs og Hafdísar var sviðsmynd- in skýr: amma var í inniverkum, blíð og hæglát; fjör í kringum unga fólkið; mömmu (Dúddu) eltu þau Hafdís um allt, en hún var í útiverkum og gaf sig að þeim; afi traustur en fjarrænn. Pétur var smápatti þegar hann fór að keyra trak- torinn því hugur afa stóð nær skáldskap en búskap: „Stein- björn var að raka saman á vél- inni, út um gluggann sáum við að vélin fór út af sporinu, lull- aði þráðbeint yfir túnið, það varð uppi fótur og fit því hann nálgaðist skurðinn og svo lenti allt ofan í“ sagði Pétur. „Hann var að yrkja.“ Mér þykir vænt um þennan litla glugga, einn af mörgum sem Pétur opnaði. Það var orðið ljóst síðsumars hvert stefndi hjá Pétri. Við ætluðum að kveðjast nú í október þegar ég færi að vinna á Grænlandi. Við skyldum hafa upptökutæki á milli okkar og spjalla um fortíðina, hann sagð- ist vera of gagnrýninn til að setja nokkuð á blað. Kæri frændi, takk fyrir samfylgdina, við tökum upp þráðinn síðar. Guðrún Alda. Pétur Haukur Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.