Morgunblaðið - 25.09.2020, Blaðsíða 6
BAKSVIÐ
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Í dag er ár til alþingiskosninga, hins
reglulega dómsdags stjórnmála-
manna á löggjafarþinginu. Þetta eru
óvenjulegir tímar í þjóðlífinu og þjóð-
málaumræðan markast af því. Það
gera stjórnmálin á sinn hátt einnig,
þótt ekki sé hægt að segja að við-
brögð við heimsfaraldrinum hafi orð-
ið að pólitísku bitbeini hér á landi
eins og sums staðar erlendis. Ekki
enn, alltjent.
Eitt helsta markmið ríkisstjórnar
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs, Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks var að auka
stjórnfestu í landinu, sýna að stjórn-
málastéttin væri starfi sínu vaxin og
að ríkisstjórn gæti tollað saman heilt
kjörtímabil. Að því leyti hefur henni
tekist vel upp.
Sjálfsagt hefur það einnig unnið
með ríkisstjórninni að stjórnar-
andstaðan er margklofin – fimm
flokkar og tveir þingmenn utan gátta
– en þar fyrir utan hefur hún nú verið
hálfmáttlaus. Það er frekar að mál
utan þingsins hafi reynst henni erfið,
eins og útlendingamálin og bæna-
kvak um stjórnarskrárbreytingar
eru góð dæmi um.
Eftir sem áður færist dómsdagur
nær og það má finna fyrir auknum
titringi vegna hans, pólitíkusar reyna
að teikna upp einhver mál til þess að
hita upp fyrir prófkjör, mikið er
skrafað um breytingar á framboðs-
listum og hvað verði kosningamál,
þótt það ætti að blasa við að það
verða veiran og efnahagsleg endur-
reisn.
Framsókn hefur siglt fremur lygn-
an sjó á kjörtímabilinu. Lilja B. Al-
freðsdóttir gaf raunar til kynna að
hún kynni að skora Sigurð Inga Jó-
hannsson á hólm í formannskjöri, en
nú telja flestir það afar ólíklegt. Hún
hafi ekki styrkt stöðu sína í ráðherra-
stóli, en Singi frekar vaxið í sínum.
Viðreisn þarf nauðsynlega að finna
sér nýtt erindi í ljósi þess að Evrópu-
spurningin er ekki á vörum nokkurs
manns lengur og svo virðist sem það
eigi að vera sjávarútvegsmálin líkt og
hjá Frjálslynda flokknum forðum. Af
framboðsmálum verður sennilegast
mest skemmtanagildi í að fylgjast
með Benedikt Jóhannessyni, stofn-
anda flokksins og fyrrverandi for-
manni, launa Þorgerði Katrínu
Gunnarsdóttur fyrir hallarbylt-
inguna kortér í síðustu kosningar.
Sjálfstæðisflokkurinn leggur
áherslu á kjölfestuhlutverk sitt í ís-
lenskum stjórnmálum, en hann er
ekki lengur einn um hituna hægra
megin við miðju. Þegar kemur að
kosningum kann þó allt að velta á
þeirri endurreisnaráætlun, sem talið
er að Bjarni Benediktsson muni senn
boða. Vafalítið verða haldin prófkjör í
öllum kjördæmum og nokkurrar
endurnýjunar að vænta. Margir telja
að Kristján Þór Júlíusson dragi sig í
hlé, svo þá verður Norðausturkjör-
dæmi galopið. Eins hefur Haraldur
Benediktsson verið að hugsa málið í
Norðvesturkjördæmi, en hætti hann
mun Þórdís Kolbrún Reykfjörð
Gylfadóttir án vafa sækjast eftir 1.
sætinu þar. Þá þykir líklegt að Teitur
Björn Einarsson muni stefna hátt, en
hann á rætur að rekja til Vestfjarða
og er sestur að í Skagafirði. Ekki er
vitað til þess að neinn þingmanna
flokksins í höfuðborginni hyggist
hætta, en komi frambærilegur kandí-
dat fram kynni hann að ryðja sér til
rúms ofarlega á lista. Vitað er að
Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi
hefur verið hvött til að fara í lands-
málin en hún ekkert sagt af eða á.
Spurningin er kannski helst hvaða
sæti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
sækist eftir, en hún þykir hafa vaxið
mikið á kjörtímabilinu.
Flokkur fólksins varð fyrir mikilli
blóðtöku þegar helmingur þing-
flokksins gekk til liðs við Miðflokk-
inn, en hver vill veðja á að Inga Sæ-
land rífi fylgið ekki upp á loka-
metrunum? Ekki er heldur að efa að
hamborgaramógúllinn Tómas Tóm-
asson (Tommi) getur náð tal-
sambandi við ýmsa nýja kjósendur.
Sósíalistaflokkurinn hefur boðað
þingframboð, en allt virðist á huldu
um hverjir og hvar. Við blasir að þar
eru höfuðborgarsvæðiskjördæmin
efst á blaði, þar virðist hann helst
eiga fylgi að sækja. Sumir hafa nefnt
Sólveigu Önnu Jónsdóttur í því sam-
hengi, en aðrir telja hana ekki vilja
fara úr forystu Eflingar. Svo spyrja
aðrir hvort Gunnar Smári Egilsson
sjálfur fari ekki bara fram og þá fyrst
má nú vænta fjörlegrar kosninga-
baráttu.
Miðflokkurinn er eini flokkurinn
sem segja má að hafi þegar hafið
kosningabaráttu. Það gerðist hér á
síðum Morgunblaðsins í gær, þegar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
boðaði Leiðréttinguna 2.0, sem á að
laga það sem veiran hefur veiklað.
Um útfærsluna er minna vitað, en
ekki er að efa að hana mun hann
kynna jafnt og þétt næstu 12 mánuði.
Þar mun hann örugglega vísa til fyrri
leiðréttingar, sem hafi gengið áfalla-
laust þrátt fyrir mikla gagnrýni. Vís-
bendingar eru um að skoðanakann-
anir vanmeti kjörfylgi flokksins
töluvert og hann þarf ekki að bæta
mörgum prósentustigum við sig til
þess að hrósa stórsigri.
Píratar eru nokkuð óskrifað blað,
eins og oft áður. Aðalfundur flokks-
ins fer fram nú um helgina á fjar-
fundakerfi flokksins, en enginn
flokkur kemst með tærnar við hæla
þeirra á sviði stjórnmálastarfa um
netið. Þar kunna línur að skýrast
eitthvað, þar á meðal um fyrirhuguð
prófkjör, en eins kunna kosningar í
framkvæmdastjórn og önnur emb-
ætti að vera styrkleikamæling um
það sem eftir fylgir. Fylgi flokksins
hefur verið talsvert á hreyfingu, en
að jafnaði um og yfir 12%. Á góðum
degi gæti hann blandað sér í barátt-
una um 2. sætið hvað stærð þing-
flokka áhrærir.
Samfylkingin hefur ekki átt gott
kjörtímabil, er á afar svipuðum slóð-
um í fylgi og í upphafi kjörtímabils,
en hafa þarf í huga að hún virðist ein-
att mælast betur í könnunum en
kjörkössum. Þegar hún bætir á sig
fylgi sýnist það aðallega vera á kostn-
að vinstrigrænna, svo þar munu
mætast stálin stinn. Enn frekar sjálf-
sagt ef Rósa Björk Brynjólfsdóttir
gengur til liðs við hana og Helga Vala
Helgadóttir verður varaformaður.
Rósa mun sennilega gefa kost á sér í
Suðvesturkjördæmi, en sumir telja
óvíst að Guðmundur Andri Thorsson
vilji halda áfram.
Vinstrihreyfingin – grænt framboð
mun keyra á einu kosningamáli öðr-
um fremur, en það er myndugleiki
forsætisráðherrans og árangursrík
viðbrögð stjórnar hennar við heims-
faraldrinum. Katrín Jakobsdóttir
hefur talað fyrir því að forvöl verði
haldin í öllum kjördæmum, nauðsyn-
legt sé að grasrótin komi að eðlilegri
endurnýjun í þingliðinu. Margir
ganga út frá því sem vísu að Stein-
grímur J. Sigfússon setjist í helgan
stein, þótt í sjálfu sér sé ekkert því til
fyrirstöðu að hann haldi áfram. Eins
þykir ólíklegt að Ari Trausti Guð-
mundsson gefi kost á sér á ný, en tal-
ið er víst að Guðmundur Ingi Guð-
brandsson umhverfisráðherra fái þá
gott brautargengi í Suðvesturkjör-
dæmi.
Dómsdagur í nánd
Ár í alþingiskosningar Heimsfaraldurinn setur stjórnmálastarf úr skorðum
Prófkjör í vor Endurnýjun fyrirsjáanleg Fátt nema veiran á dagskrá
Þróun á fylgi stjórnmálaflokka
frá þingkosningum 28. október 2017 Heimild: Gallup
B Framsóknarflokkur
C Viðreisn
D Sjálfstæðisflokkur
F Flokkur fólksins
J Sósíalistaflokkurinn
M Miðflokkur
P Píratar
S Samfylkingin
V Vinstrihr. — grænt framboð0%
5%
10%
15%
20%
25%
30%
2018 2019 2020
D
S
P
V
C
M
B
J
F
Ko
sn
in
ga
r
Ár í kosningar
» Alþingiskosningar verða að
óbreyttu hinn 25. september
2021.
» Miðflokkurinn búinn að
opna á fyrsta kosningamálið.
» Landsfundir og flokksþing
frestast vegna kórónuveir-
unnar.
» Flestir flokkar fyrirhuga
prófkjör eða forval í vor.
» Fáir þingmenn vilja hætta en
óvíst er hvort kjósendur í próf-
kjörum eru sama sinnis.
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2020
M.BENZ E 300de AMG
Nýskr. 02/2019, ekinn 21 Þ.km, dísel
og rafmagn (plug in hybrid) 306 hö,
sjálfskiptur (9 gíra). AMG pakki, innan
og utan. Glerþak, leður og alcantarasæti,
skynvæddur hraðastillir, widescreen
mælaborð. 18“ AMG álfelgur.
360° myndavél o.fl.
Skipti á ódýrari skoðuð!
Raðnúmer 251568
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is – ALLTAF VIÐ SÍMANN 771 8900 –
Forsætisnefnd Alþingis hefur sam-
þykkt starfsáætlun fyrir 151. lög-
gjafarþingið, sem kemur saman 1.
október. Þann dag fer þingsetning
fram og um kvöldið sama dag flytur
forsætisráðherra stefnuræðu sína og
umræður fara fram. Fjárlaga-
frumvarp ársins 2021 og fjármála-
áætlun verða lögð fram þegar þingið
kemur saman og fyrsta umræða um
fjárlagafrumvarpið og fyrri umræða
um fjármálaáætlun verða aðalmál
annarrar viku þingsins en umræðan
hefst mánudaginn 5. október. Al-
þingiskosningar eiga að fara fram
25. september á næsta ári. Í starfs-
áætlun þingsins er gert ráð fyrir
seinasta þingfundi 10. júní en í henni
segir að komi til endanlegrar af-
greiðslu á frumvarpi eða frum-
vörpum um breytingar á stjórnar-
skrá megi gera ráð fyrir stuttu
þinghaldi af þeim sökum síðsumars
miðað við boðaðan kjördag í alþing-
iskosningum 25. september.
Starfsáætlun
þingsins lögð fram
Héraðsdómur
Reykjavíkur hef-
ur samþykkt
gjaldþrotabeiðni
Lífeyrissjóðs
verslunarmanna
gagnvart rekstri
Jóhannesar
Felixsonar, sem
rekið hefur Jóa
Fel bakarí og
kaffihús. Eins og
greint hefur verið frá í Morg-
unblaðinu er ástæðan fyrir kröfunni
stór skuld fyrirtækisins við sjóðinn
vegna ógreiddra iðgjalda af launum
starfsfólks.
Jói Fel hefur rekið bakarí í Holta-
görðum, Borgartúni, Spönginni og á
Hringbraut í Reykjavík, og Litlatúni
í Garðabæ og Hagasmára í Kópa-
vogi. Á heimasíðu fyrirtækisins segir
að um 70 manns starfi hjá bakaríinu.
Bakarí Jóa Fel úr-
skurðuð gjaldþrota
Jóhannes
Felixson
Khedr-fjölskyldan hefur fengið
dvalarleyfi á grundvelli mannúðar-
sjónarmiða. Þetta kemur fram í til-
kynningu frá lögmanni fjölskyld-
unnar. Í henni segir að kærunefnd
útlendingamála fallist á sjónarmið
fjölskyldunnar um endurupptöku.
Til stóð að fylgja fjölskyldunni úr
landi 16. september, eftir úrskurð
Útlendingastofnunar um brott-
vísun.
Egypska fjölskyldan
fær dvalarleyfi
Ljósmynd/Sema Erla Serdar
Dvalarleyfi Egypska fjölskyldan.