Morgunblaðið - 25.09.2020, Blaðsíða 33
DÆGRADVÖL 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2020
„ÉG MYNDI BJÓÐA ÞÉR INN EN ÉG Á BARA
EINN STÓL.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
... að vita hvað hann vill
í afmælisgjöf.
ÞESSI BÍÓ AUGLÝSING
LOFAR GÓÐU …
ÞAÐ ER GAUR Í
GÓRILLUBÚNINGI Í HENNI
ÞAÐ ER EKKI HÆGT
AÐ KLÚÐRA ÞESSU
SEGIR SÁ SEM
Á ÞRJÁ INNI Í
SKÁP
HVAÐ HELDURÐU AÐ
GERIST ÞEGAR ÞÚ
DEYRÐ?
ENGINN ÓTTI …
SÁRSAUKI … EÐA
SKELFING!
NEI, ÉG MEINTI SKO HVAÐ KEMUR FYRIR ÞIG …
EKKI ÓVINI ÞÍNA SEM EFTIR LIFA!
„FARINN SNEMMA ENN EINA FERÐINA?”
hver stund dýrmæt og skemmtileg
með þessum hópi. Núna í desember
verðum við búin að spila 20 sinnum
um jólin uppi í Mosfellsdal.“
Björn er einnig mikill áhugamaður
um siglingar og á hlutdeild í skútu.
„Það er svo spennandi að kanna
óþekktar slóðir frá þessu sjónarhorni
og alveg ótrúlega skemmtileg upp-
lifun að sigla svona um heimsins höf.“
Fjölskylda
Eiginkona Björns er Sigurlín
Scheving Einarsdóttir, f. 27.5. 1950,
flugfreyja. Foreldrar Sigurlínar eru
Einar Árnason Scheving, húsasmíða-
meistari, og Þóranna Friðriksdóttir,
húsfreyja.
Börn Björns eru 1) Þóranna Dögg,
listamaður í Reykjavík, f. 20.2. 1976.
Maki hennar er Kolbeinn Soffíuson,
rafeindavirki, f. 24.5. 1985. 2) Árni,
flugmaður í Reykjavík, f. 10.8. 1986.
Sambýlismaður hans er Jens Fjalar
Skaptason, lögfræðingur, f. 11.9.
1985.
Barnabörn Björns eru Úlfhildur
Lokbrá Friðriksdóttir, f. 29.9. 2007
og Röskva Kolbeinsdóttir , f. 18.6.
2014.
Systkini Björns eru Vilborg Sigríð-
ur, söngkona í Reykjavík, f. 7.1. 1946;
Kristín, hjúkrunarfræðingur í
Reykjavík, f. 21.11. 1948; Einar
Sveinn, náms- og starfsráðgjafi í
Reykjavík, f. 12.8. 1952; Árni, vakt-
maður í Reykjavík, f. 1.12. 1956 og
Vilhjálmur Jens, heimspekingur í
Reykjavík, f. 23.6. 1964.
Foreldrar Björns eru Árni Björns-
son, lýtalæknir, f. 14.6. 1923, d. 24.10.
2004 og Guðný Theódórsdóttir Bjarn-
ar, húsmóðir, f. 9.4. 1922, d. 30.10.
2006. Þau voru búsett í Reykjavík.
Björn Theódór
Árnason
Hólmfríður Grímsdóttir
húsfreyja á Kollsstöðum
í Vallahr., S-Múl.
Vilhjálmur Þorláksson
bóndi á Kollsstöðum
í Vallahr., S-Múl.
Vilborg Vilhjálmsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Theódór Vilhjálmsson Bjarnar
verslunarmaður og
bæjarfógetaskrifari í Reykjavík
Guðný Theódórsdóttir Bjarnar
húsfreyja í Reykjavík
Sigurlaug Jóhannsdóttir
vinnukona í Skagafirði og
Eyjafirði, síðast á Akureyri
Vilhjálmur Bjarnarson
trésmiður, bóndi í Kaupangi
og síðar á Rauðará í Reykjavík
Sigrún Sigurðardóttir
húsfreyja í Árnagerði,
Breiðabólstaðarsókn, Rang.
Jens Guðnason
bóndi í Árnagerði,
Breiðabólstaðarsókn, Rang.
Kristín Jensdóttir
húsfreyja og verkakona,
síðast í Reykjavík
Björn Árnason
stýrimaður í Reykjavík
Sigríður Jónsdóttir
húsfreyja á Móum á Kjalarnesi
Árni Björnsson
húsbóndi á Móum á Kjalarnesi
Úr frændgarði Björns Theódórs Árnasonar
Árni Björnsson
lýtalæknir í Reykjavík
Áheimasíðu sinni birtir Þór-arinn Eldjárn limruna „Sjálfs-
leit“:
Í mér var einhver hundur
allt var að detta í sundur
En í sjálfum mér vann ég
uns sjálfan mig fann ég.
Þá varð aldeilis fagnaðarfundur.
Helgi R. Einarsson sendi mér
tölvupóst og segir frá endalokum
Sigurðar sísvanga, - „Græðgi“:
Siggi sagði takk
og snæddi nautahakk.
Úr heimi hér
nú horfinn er.
Sporðrenndi’ öllu’ og sprakk.
Síðan bætir Helgi við: „Eftir þessi
leiðindi kemur önnur sem endar
betur, - Spuninn“:
Loksins er Friðriku fann
af ástarþrá ungfrúin brann.
Einskis því beið,
upp í hann skreið
og áfram þar limruna spann.
Hallmundur Guðmundsson segir
skemmtilega frá sjálfum sér á feis-
bók: „Helstu tíðindi af breytta lífs-
stílnum mínum eru þau að ég er enn
rúmlega 0,1 tonn að þyngd og enn
jafn hundhelvíti leiðinlegur og er
enn jafn drulluþreyttur eftir hvurja
pottveru og þegar ég fór fyrst í
pottinn til að lífsstílsbreyta mér.
Í fjórum línum er staðan svona“:
Kjaga enn með mikinn mör,
megn er andans nauðin.
Þó er eflaust innra fjör;
eftir fyrir sauðinn.
Svo má hnoðið vera svona.:
Kjaga enn með mikinn mör,
mjög er alltaf þreyttur.
Samt mér eflist innra fjör
enda lífsstílbreyttur.
Á sunnudaginn orti Ingólfur
Ómar Ármannsson um veðrið eins
og hagyrðingum er títt:
Vætudögum fjölga fer
flóir vatn um götu.
Hellidemba úti er
eins og hellt úr fötu.
Á Boðnarmiði birtir Philip Vog-
ler á Egilsstöðum „dróttkveðu úr
smölun undir Dyrfjöllum“:
Himinn yfir hafið
hefst í skýin efstu.
Löngu lítum hringinn,
liti skynjum vinjar.
Spör er varla veröld
vinskap á og dásemd.
Gímald þetta er gaman,
geymir besta heiminn.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Sjálfsleit, græðgi
og spuninn
Opið mán - fim 8:30 – 17:00, fös 8:30 – 16:15
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
VANDAÐIR STÓLAR
fyrir ráðstefnu- og fundarsali
Fastus býður upp á mikið úrval af áhugaverðum húsgögnum og innréttingum
fyrir hótel, mötuneyti, veitingastaði, ráðstefnur, fundi o.fl.
Komdu og kynntu
þér úrvalið.
Við sérpöntum
eftir þínum óskum!