Morgunblaðið - 28.09.2020, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2020
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Skipulags- og samgönguráð Reykja-
víkur hefur heimilað lóðarhafa
Grensásvegar 1 að breyta fyrirhug-
uðu atvinnuhúsnæði á jarðhæð í
íbúðir með inngarði.
Fasteignafélagið G1 ehf. sendi ósk
um þessa breytingu til skipulags-
ráðs í ágúst sl. Breytingin hefur
ótvírætt gildi, segir í umsókninni.
Erfitt sé að sjá möguleika á 2.650
fermetra atvinnueignum á jarðhæð-
inni, þar eð aðkoma viðskiptavina
verði eingöngu gangandi utan frá
eða í gegnum bílageymslu. Ekki sé
einu sinni gert ráð fyrir vöru-
móttöku frá götum, enda aðkoma
þröng og hættulegar fráreinar til
hinna miklu umferðaræða Grensás-
vegar og Suðurlandsbrautar. „Minni
einingar, 80-160-240 fm max, gætu
lifað,“ segir þar.
Lóðarhafi myndi leggja í mikla
áhættu með slíkri framkvæmd, nú
þegar eru mörg auð atvinnurými við
Grensásveg, sem þó hafa bílastæði
beint fyrir utan. Fyrir íbúa efri hæð-
ar sé þetta mjög jákvæð breyting.
Garðurinn muni nú tilheyra íbúun-
um en ekki vera í hættu á hávaða frá
t.d. veitingastarfsemi á jarðhæð.
Íbúðirnar yrðu í suðurhluta hússins
en atvinnuhúsnæði yrði áfram í
norðurhlutanum.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins
lögðu fram svohljóðandi bókun við
afgreiðslu málsins: „Hér er verið að
bregðast við beiðni um meiri sveigj-
anleika í þessu tiltekna verkefni, en
ástæða er til að viðhafa sveigjanleika
mun víðar. Auka þarf sveigjanleika í
skipulagi Reykjavíkurborgar, ekki
síst með notkunarheimildir jarð-
hæða, en stífir skilmálar leiða til
ójafnvægis á húsnæðismarkaði.
Mikið framboð er á atvinnurými.
Ekki síst á jarðhæðum. Þá er mikið
af húsnæði í þróun og byggingu sem
ekki hefur sveigjanlegar heimildir.“
Íbúðir verða alls 186
Eins og fram hefur komið í
blaðinu hyggst G1 ehf. reisa miklar
byggingar á lóðinni Grensásvegi 1.
Þarna voru áður höfuðstöðvar Hita-
veitu Reykjavíkur, en búið er að rífa
þær. G1 ehf. hefur gert samning við
verktakafyrirtækið Viðskiptavit ehf.
um smíði 50 íbúða á lóðinni. Um er
að ræða fyrsta áfanga af fjórum en
alls munu 186 íbúðir og sjö hæða
skrifstofubygging rísa á þessum
stað. Eigandi Fasteignafélagsins G1
er Miðjan hf., sem er í eigu Jóns
Þórs Hjaltasonar og Ragnhildar
Guðjónsdóttur.
Árið 2017 voru kynntar áætlanir
um að byggja á lóðinni stærsta hótel
landsins, með 300 herbergjum. Hætt
var við þau áform árið 2019 og var
uppgefin ástæða sú að bankarnir
voru á þeim tíma búnir að fylla hjá
sér lánakvóta til hótela.
Íbúðir verði í stað atvinnurýmis
Lóðarhafi Grensásvegar 1 fær að breyta áformum Mörg auð atvinnurými séu við Grensásveg
Tölvuteikning/Archus-Ríma arkitektar
Nýbyggingar Svona munu byggingarnar líta út sem reistar verða á lóðinni Grensásvegi 1.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Niðurrif Nýlega var ráðist í niðurrif fyrrverandi höfuðstöðva Hitaveitu Reykjavíkur á lóðinni.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Við núverandi aðstæður er skóla-
starfið talsverð áskorun. Mér finnst
þó nemendur, kennarar sem og ann-
að starfsfólk hafa sýnt ótrúlega
þrautseigju við að halda sjó,“ segir
Jón Már Héðinsson, skólameistari
Menntaskólans á Akureyri. Alls eru
nú um 540 nemendur við skólann,
þar af rúmlega 200 í 1. bekk. Þeir
mæta daglega í skólann, þar sem vel
er gætt að fjarlægðarreglu og sótt-
vörnum. Nemendur í 2. og 3. bekk
koma annan
hvern dag í skóla-
húsin og 2. bekk-
ur reyndar ögn
oftar. Skólahús-
unum er skipt
upp í hólf og
svæði til að fyr-
irbyggja smit.
Sama er gert í
heimavistarhúsi
skólans.
„Við reynum eftir megni að
halda vel utan um nemendur, svo
þeir hverfi ekki frá námi, sem óneit-
anlega er hætta á þegar skólahald er
ekki með eðlilegu móti. Sérstaklega
er hætta á slíku hjá nýnemum enda
gætum við sérstaklega að þeim hópi
með öflugu starfi stoðhóps þar sem
eru námsráðgjafar, sálfræðingur og
fleiri. Þetta hefur líka skilað því að
fáir hafa horfið frá námi á haust-
önninni,“ segir Jón Már, sem kveðst
bjartsýnn á að skólastarf komist aft-
ur í eðlilegt horf. Aðgerðir heilbrigð-
isyfirvalda séu markvissar og þrátt
fyrir bakslag síðustu vikur sé von til
þess að takmörkunum í skólastarfi
verði aflétt á næstunni. Ef ekki um
komandi mánaðamót, þá hin næstu.
„Í MA er hefð fyrir öflugu fé-
lagslífi en það er ekki svipur hjá
sjón og þá vantar mikið. Það er hefð
fyrir fjölmennum kvöldvökum,
árshátíð, tónleikum og leiksýn-
ingum, þessi hluti skólastarfsins er
nemendum mjög mikilvægur og í fé-
lagslífinu fá þau verklega þjálfun í
að lifa í lýðræðislegu samfélagi,“
segir Jón Már Héðinsson skóla-
meistari.
Skólastarfið áskorun og
haldið utan um nemendur
Þrautseigja við að halda sjó Fáir hafa horfið frá námi
Öflugar smitvarnir í húsum Menntaskólinn á Akureyri
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
MA Nemendur við skólann eru nú um 540, þar af rösklega 200 í 1. bekknum.
Jón Már
Héðinsson
Sími 555 2992 og 698 7999
• Við hárlosi
• Mýkir liðina
• Betri næringar-
upptaka
Náttúruolía sem hundar elska
Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana
okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta.
Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á
þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir
en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við
mælum með Dog Nikita hundaolíu.
Páll Ingi Haraldsson
EldurÍs hundar
Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu
NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda
• Gott við exemi
• Betri og sterkari
fætur