Morgunblaðið - 28.09.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.09.2020, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2020 ✝ Guðbjörg Jó-hannesdóttir ljósmóðir fæddist á Gunnarsstöðum í Þistilfirði, N- Þingeyjarsýslu 6. janúar 1934. Hún lést á hjúkr- unarheimili Hrafn- istu í Hafnarfirði 17. september 2020. Foreldrar Guð- bjargar voru hjónin Aðalbjörg Vilhjálmsdóttir ljósmóðir, f. 24.3. 1892, d. 4.3. 1939, og Jó- hannes Árnason bóndi á Gunn- arsstöðum, f. 18.6. 1890, d. 25.2. 1971. Guðbjörg var yngst átta systkina. Eldri voru í ald- ursröð: 1) Axel, kennari í Reykjavík, f. 1918, d. 1999; Anna Guðrún, húsfreyja á Brú- arlandi í Þistilfirði, f. 1920, d. 1995; Arnbjörg, húsfreyja í Höskuldarnesi á Melrakka- sléttu, f. 1924, d. 2004; Sigríð- ur, húsfreyja á Gunn- arsstöðum, f. 1926, d. 2007; Þorbjörg, saumakona og versl- unarmaður, f. 1928, d. 2013; Kaupmannahöfn, f. 29.4. 1984. M. Valdís Ragna Eðvaldsdóttir, verkefnastjóri hjá Eimskip í Kaupmannahöfn. b) Símon All- entoft Sigurbergsson, kennari í Kaupmannahöfn, f. 20.12. 1988. M. Silas Mikkelsen há- skólanemi. Börn Súsönnu eru Sara Rós, Anna Lísa og Daníel. 2. Aðalbjörg Benediktsdóttir, kennari í Reykjavík, f. 10.6. 1958. M. Guðjón Þór Victors- son viðskiptafræðingur, f. 25.11. 1959. Þau eiga tvær dætur: a) Jóhanna, lögfræð- ingur í Reykjavík, f. 22.4. 1991. b) Guðbjörg Eva, lífefnafræð- ingur í Reykjavík, f. 18.1. 1995. M. Arnór Eiðsson rafmagns- tæknifræðingur. 3. Halldór Benediktsson, sérfræðilæknir á Landspítala háskólasjúkrahúsi, búsettur í Kópavogi, f. 16.11. 1959. M. Ingibjörg Helgadóttir hjúkrunarfræðingur, f. 18.6. 1961. Þau eiga tvo syni: a) Benedikt, læknir á Akureyri, f. 13.9. 1987. M. Arna Reyn- isdóttir læknir. Þau eiga óskírða dóttur, f. 4.9. 2020. b) Steinar, f. 7.3. 1989, Dphil Structural biology. Post doc at Francis Crick Institute London UK. M. Till Spanke, Phd Int- ernational Relations. Æskuheimili Guðbjargar var á Gunnarsstöðum. Aðeins fimm ára gömul missti hún móður sína en þrátt fyrir það tókst föður hennar að halda heim- ilinu saman með góðri hjálp eldri systkinina, sem gengu henni í móðurstað. Gunn- arsstaðir voru og eru mikið menningarheimili. Þar var grunnurinn lagður að þeim góðu samskiptum systkinanna á Gunnarsstöðum sem entust ævilangt. Hún bjó á Gunn- arsstöðum til 1958 með Sillu systur sinni og Adda sem tóku við búi 1955. Guðbjörg lauk ljós- mæðranámi 1954. Hún starfaði sem ljósmóðir í Þórshafn- arlæknishéraði til 1958 þegar fjölskyldan flutti í Eyjafjörð og síðan til Akraness í nokkur ár. Þaðan lá leiðin í Hafnarfjörð en þar átti Guðbjörg heimili í nærri hálfa öld. Hún starfaði á fæðingardeild Landspítalans eftir að hún kom í Hafn- arfjörð, þar til hún fór á eft- irlaun. Síðustu árin bjuggu Guð- björg og Benedikt að Hraun- vangi 1 í Hafnarfirði. Útför Guðbjargar er gerð frá Fossvogskirkju í dag, 28. september 2020, kl. 13. Hún verður jarðsett í Fossvogs- kirkjugarði á 62 ára brúð- kaupsafmælisdegi þeirra hjóna og verður útförinni streymt á eftirfarandi hlekk: www.facebook.com/Minning- arsidaGudbjorgJohannesdottir Árni, mjólkurfræð- ingur, f. 1930, d. 2016; Arnþrúður Margrét, sjúkra- liði, f. 1931, d. 2011. Hinn 28. sept- ember 1958 giftist Guðbjörg eftirlif- andi eiginmanni sínum, Benedikt Halldórssyni kenn- ara, f. á Hallgils- stöðum á Langanesi 10.6. 1933. Foreldrar hans voru hjónin Halldór Benediktsson bóndi, f. 4.12. 1887, d. 4.11. 1955, og Arnþrúður Daníelsdóttir, f. 27.12. 1890, d 11.5.1985. Guðbjörg átti fyrir soninn Sigurberg og síðan bættust við þau Aðalbjörg og Halldór. 1. Sigurbergur Árnason arkitekt í Hafnarfirði, f. 5.6. 1956. M. Súsanna Rós Westlund fram- kvæmdastjóri, f. 9.2. 1964. Sig- urbergur eignaðist tvo syni með Ingelise Allentoft, en þau slitu samvistum. a) Tómas Al- lentoft Sigurbergsson, raf- magnstæknifræðingur og við- skiptafræðinemi í Seint á níunda áratug síðustu aldar varð ég þeirrar gæfu að- njótandi að kynnast eiginkonu minni Aðalbjörgu Benediktsdótt- ur. Strax í fyrstu heimsókn til for- eldra hennar í Brekkuhvamminn var eins og ég hefði alltaf verið í fjölskyldunni enda hjónin Bene- dikt og Guðbjörg alveg einstök. Matarsmekkur okkar Guðbjarg- ar var að mörgu leyti líkur og naut ég þess iðulega í fjölmörgum matarboðum í Brekkuhvammin- um og síðar Hraunvanginum. Fljótlega eftir fyrstu kynni stóð fyrir dyrum systkinamót á Gunnarsstöðum. Benedikt átti ekki heimangengt og því var ákveðið að við Bogga færum með Guðbjörgu og Benedikt útvegaði okkur traustan bíl til ferðarinnar, hefur ekki treyst Daihatsu-inum mínum í förina. Þetta er mér ógleymanleg ferð. Þarna ferðuð- umst við með Guðbjörgu og systkinum hennar um æskuslóð- irnar og Langanesið og það var aldeilis glatt á hjalla enda systk- inin hvert öðru skemmtilegra. Guðbjörg var auðvitað litla systir og reglulega minnt á það. Ekki leyndi sér að það voru sterkar taugar hjá Guðbjörgu til Gunn- arsstaða og í Þistilfjörðinn enda hefur manni oft verið bent á það síðan hvar fallegast er á landinu. Þessi ferð var bara sú fyrsta af mörgum ferðum sem við fjöl- skyldan ferðuðumst saman með Guðbjörgu og þá var Benedikt að sjálfsögðu með í för bæði innan- lands og utan. Betri ferðafélaga var ekki hægt að hugsa sér. Inn- anlands virtust þau alltaf þekkja til staðhátta og oftar en ekki ein- hverjir samferðamenn á lífsleið- inni sem bjuggu í nágrenninu, gott ef ekki ættaðir úr Þistilfirði. Nokkrar utanlandsferðirnar fór- um við í saman sem allar eru eft- irminnilegar. Einhvern tímann fórum við á sólarströnd þar sem þau hjónin Benedikt og Guðbjörg höfðu verið áður. Þau vissu um stað þar sem hægt var að kaupa íslenskan saltfisk og auðvitað var haldin veisla að íslenskum sið og er það í eina skiptið sem maður hefur mætt í saltfiskveislu með kartöflum og feiti á sólarströnd. Nú þegar komið er að leiðar- lokum hjá elsku Guðbjörgu þakka ég henni samfylgdina og sendi Benedikt og aðstandendum inni- legar samúðarkveðjur. Guðjón Þór Victorsson. Hlýjar og góðar minningar koma upp í hugann þegar við minnumst ömmu Guðbjargar. Amma fylgdist alltaf vel með okkur systrum og spurði um nám okkar og störf af miklum áhuga. Hún lét sig heldur aldrei vanta á viðburði tengda áhugamálum okkar og mætti á alla tónleika og ballettsýningar. Við fengum ómetanlegan stuðning frá henni í öllu sem við höfum tekið okkur fyrir hendur. Sameiginleg áhugamál okkar og ömmu voru hannyrðir og bakstur en fjölskylda og vinir nutu góðs af því að amma átti allt- af til heimabakað bakkelsi. Við eigum góðar minningar frá því að taka slátur með mömmu og ömmu, fara í berjamó og tína rifs- ber í Brekkuhvamminum. Við höfum einnig verið svo heppnar að fá að ferðast mikið með ömmu og afa. Við eigum því ógrynni af góðum minningum úr ferðum inn- anlands og utan. Amma og afi hafa verið með okkur fjölskyldunni um jólin frá því að við munum eftir okkur. Samveran með þeim hefur verið mjög dýrmætur hluti af hátíðun- um. Það er árleg hefð hjá fjöl- skyldunni að skera út laufabrauð fyrir jólin. Þar hafa orðið til mörg listaverk og amma skar fallegu kökurnar sínar ævinlega út frí- hendis. Afskorningar með flór- sykri eru í miklu uppáhaldi hjá okkur systrum. Elsku amma Guðbjörg, við kveðjum þig með söknuði en vit- um að þú munt fylgjast með okk- ur í gegnum lífið og gæta okkar allra. Þínar ömmustelpur, Jóhanna og Guðbjörg Eva. Fagra haust þá fold ég kveð faðmi vef mig þínum. Bleikra laufa láttu beð að legstað verða mínum. (St. Th.) Guðbjörg móðursystir mín hef- ur kvatt eftir langa og gifturíka ævi, þegar haustlitirnir skarta í Mylludalnum heima. Hún óx upp í fjölmennum og fjörugum systk- ina- og frændsystkinahópi á Gunnarsstöðum. Ung missti hún móður sína, en var til heimilis á Gunnarsstöðum þar til hún gifti sig og fluttist að heiman árið 1958. Hún fór í Ljósmæðraskólann og átti þaðan dýrmætar minningar og vinkonur. Hún var ein fyrsta konan í mínu héraði sem brunaði um á eigin Willys-jeppa til að taka á móti börnum og sitja yfir sæng- urkonum. Oft komst hún í hann krappan með Baldri lækni við erf- iðar aðstæður. Starfsferill hennar og lífshlaup var allt saman varðað heiðarleika, vandvirkni og ein- stökum þokka. Brosmild og hóg- vær gekk hún að hverju verki. Hvorki sjúkdómar né áföll gátu bugað hana. Minningarnar frá árunum heima og frá kærleiksríkri sam- veru og vináttu alla tíð eru perlur í festi minninganna. Hún tók mig í fangið nýfædda og saman lögðum við af stað, hönd í hönd, út í heim- inn þegar við fórum saman til Reykjavíkur árið 1953. Hún í nám, ég í aðgerð á Landspítalan- um. Þar var hún mér sannarlega haukur í horni. Saman komum við heim siglandi með Esjunni í árs- byrjun 1955. Ég var dálítið af- brýðisöm þegar Benedikt kom og tók plássið mitt hjá Guðbjörgu í vesturherberginu, en hann var nú ekki lengi að ná aðdáun og trausti okkar allra, öðlingurinn sá. Þau bjuggu sér ástríkt heimili og voru einstakir gestgjafar, eða kær- komnir gestir alla tíð. Við systkinin, börn Sigfúsar og Sigríðar, þökkum ástúð og hlýju móðursystur okkar og vottum Guðbjörg Jóhannesdóttir ✝ Sesselja Níels-dóttir fæddist í Húsey í Hróars- tungu, Norður- Múlasýslu, 14. júlí 1925. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 16. sept. 2020. For- eldrar Sesselju voru Níels Stef- ánsson frá Sæ- nautaseli í Jökul- dalsheiði, f. 11. apríl 1889, d. 22. okt. 1943, bóndi í Húsey, og kona hans Þorbjörg Stef- ánsdóttir frá Klúku í Hjalta- staðaþinghá, f. 8. júlí 1892, d. 9. feb. 1968. Systkini Sesselju: Stefánný, f. 1. apríl 1923, d. 20. ágúst 2006, húsfreyja, Soffía Ólafía, f. 10. ágúst 1926, d. 5. mars 2007, hjúkr- unarfræðingur, og Jón Jó- steinn, f. 11. júní 1931, d. 8. feb. 1997, læknir. Hinn 16. maí 1946 giftist Sesselja Jóni Skildi Eiríkssyni, f. 4. apríl 1917, d. 20. mars 1994, skólastjóra Skjöldólfs- staðaskóla á Jökuldal og síðar starfsmanni á Landsbóka- og Þjóðskjalasafni í Reykjavík. Foreldrar hans voru Eiríkur Sigfússon, f. 10. des. 1875, d. býliskona Hulda Hrafnkels- dóttir, f. 1959. Þeirra börn eru a) Hrafnkatla, f. 1988 og b) Hálfdán, f. 1990. 4) Stefán, f. 1955, kvæntur Birgit Nyborg, f. 1953. Synir þeirra eru a) Viðar Þór, f. 1986, kvæntur Marie Bithammer, f. 1988, og b) Oddur Ingi, f. 1988. Sesselja stundaði nám við Alþýðuskólann á Eiðum 1941- 1943 og kenndi næstu árin við farskóla í nærliggjandi hrepp- um. Sesselja flutti með manni sínum í Skjöldólfsstaðaskóla á Jökuldal þar sem hann tók við skólastjórastöðu við nýbyggð- an heimavistarskóla sveit- arinnar. Sesselja fór til Reykjavíkur 1972 og lærði til sjúkraliða. Upp úr því fluttu þau Skjöldur til Reykjavíkur og bjuggu fyrst á Flókagötu 39 og síðan í Marklandi 14. Sesselja flutti síðar í Hvassa- leiti 58 þar sem hún hélt heim- ili allt til ársloka 2017 þegar hún flutti á Hrafnistu í Reykjavík. Á Skjöldólfsstaðaárunum var Sesselja húsfreyja á stóru, gestkvæmu heimili ásamt því að taka þátt í erli og umönnun barna í heimavistarskólanum á vetrum. Eftir að hún flutti til Reykjavíkur vann hún sem sjúkraliði, mest á Kleppsspít- ala, allt fram til sjötugs þegar hún fór á eftirlaun. Útför Sesselju verður frá Bústaðakirkju í dag, 28. sept- ember 2020, klukkan 15. 23. júní 1936, bóndi á Skjöldólfs- stöðum á Jökuldal, og kona hans Ragnhildur Stef- ánsdóttir, f. 23. sept. 1872, d. 10. maí 1952, hús- freyja. Sesselja og Skjöldur eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Ragnhild- ur, f. 1949, fyrrverandi sam- býlismaður Karl Erlendsson, f. 1949. Þeirra synir eru: a) Jón Skjöldur, f. 1969, kvæntur Helgu Sigurðardóttur, f. 1973, þau eiga þrjú börn. b) Karl Emil f. 1990. 2) Níels f. 1952, fyrrverandi eiginkona Elín Ágústa Ingimundardóttir, f. 1955. Þeirra synir eru: a) Ingi- mundur Gunnar, f. 1976, kvæntur Elísabetu S. Steph- ensen, f. 1972, þau eiga tvo syni. b) Jón Skjöldur, f. 1982, kvæntur Guðrúni Hildi Thor- stensen, f. 1985, þau eiga tvo syni. Sonur Níelsar Guðni Þór, f. 1975, sambýliskona Laufey Pálmadóttir, f. 1996. Þau eiga eina dóttur. Guðni á auk þess tvö börn úr fyrra sambandi. 3) Eiríkur Skjöldur, f. 1953, sam- Nú er komið að kveðjustund. Ég hitti ömmu Sellu fyrst fyrir 30 árum síðan. Þá var ég eiginlega bara krakki, en samt að ferðast með tengdafjölskyldu minni. Við fórum suður í ferm- ingarveislu hjá sonarsyni Sellu og ég komst fljótt að því að þarna kynntist ég góðu fólki. Nú drekk ég úr kaffibollanum mín- um og legg hann svo frá mér og sé að hann lendir á einni glasa- mottunni sem þú gafst mér í jólagjöf fyrir mörgum árum síð- an. Hann er svo fallegur, hekl- aður úr fíngerðu garni. Þessi er bleikur. Um jólin breyti ég, þá set ég þann rauða á skrifborðið mitt og um páskana verður sá guli á borðinu. Þannig hefur þetta verið hjá mér í mörg ár. Handverkið þitt er alltaf hjá mér. Þú varst svo mögnuð í handavinnunni, þú heklaðir þar til hendurnar leyfðu það ekki lengur. En þvílíkur fjársjóður sem eftir þig liggur. Þú vaktir áhuga minn á því að hekla, þeg- ar ég sagði þér frá því, í stór- afmæli Lillu og Skjaldar síðast- liðið haust, þá gerðir þú lítið úr því, en ég er glöð að ég hafi sagt þér frá því og þakkað þér fyrir þá og geri það aftur núna. Ég man eftir því að ég undraðist á því hvernig þú gætir heklað úr svona fínlegu garni, þú fussaðir bara og sagðir að þetta væri nú ekki neitt fínlegt. Mér fannst það nú bara samt! Börnin okkar Skjaldar eru svo heppin að eiga góðar minn- ingar um langömmu, sem er alltaf kölluð „amma Sella“ í fjöl- skyldunni. Þegar Kiddi fæddist, þá færðir þú honum föt sem þú ætlaðir að gefa Skildi þegar hann var lítill, en einhverra hluta vegna fékk hann þau ekki. Þú geymdir þá bara fötin þang- að til Skjöldur myndi eignast son. Mér leist ekkert á það að fara að klæða barnið í einhver „eldgömul föt“ en svo þegar ég sá þau, þá skammaðist ég mín fyrir að hafa hugsað svona kjánalega. Þetta voru dásam- lega falleg peysa og stuttbuxur sem báðir strákarnir okkar not- uðu spari. Þegar við komum í heimsókn þá áttir þú alltaf eitthvað gotterí til að bjóða upp á. Alltaf var svo fínt hjá þér og alltaf varst þú svo fín og flott. Þegar kom að því að halda stórafmælið síðast- liðið haust, þá var mesta stress- ið hvort að þú kæmist ekki örugglega, þú varst ein af þeim sem hlakkaðir mest til. Og það sem við urðum glöð þegar við fréttum að þú myndir koma og skemmta þér með okkur. Þú komst og skemmtir þér með okkur og það sem okkur þótti vænt um það. Nú kveð ég þig, elsku amma Sella. Takk fyrir mig, takk fyrir okkur. Helga Sigurðardóttir. Með Sellu móðursystur minni er gengið síðasta systkinið úr hópnum frá Húsey í Hróars- tungu, börn hjónanna og bændanna Níelsar Stefánssonar og Þorbjargar Stefánsdóttur. Níels og Þorbjörg fengu Húsey til ábúðar árið 1923; Stefánný, elsta barn þeirra, fæðist í Klúku, Hjaltastaðaþinghá, árið 1923 en í Húsey fæðast síðan Sesselja árið 1925, Soffía, mamma mín, árið 1926 og Jón árið 1931. Þau systkinin voru samheld- in og náin alla tíð. Mamma og Sella voru mjög nánar, þrátt fyrir að vera að mörgu leyti ólíkar að útliti og gerð. Það breytti því ekki að ég held að það hafi varla liðið dagur, sér- lega á seinni árum, sem þær systur töluðu ekki saman í síma eða þá hittust. Stundum gátu þær deilt, segi nú ekki rifist, í löngum símtölum og þá glotti pabbi heitinn iðulega og hvísl- aði að mér: „Heyrirðu, þetta er skapið í Húseyjarkvíslinni!“ – pabba fannst sá brandari sinn alltaf jafn fyndinn. Þær syst- urnar þrjár gátu sérlega rök- rætt pólitík sín á milli, enda Sella þó nokkuð til vinstri, Stebba frænka gallhörð kvennalistakona en mamma sjálf Bláa höndin. Ólíkar skoð- anir breyttu þó engu um alla væntumþykjuna þeirra þriggja á milli. Sella frænka var uppáhalds- frænka mín frá barnæsku, sú sem gaf mér alltaf stærstu af- mælis- og jólagjafirnar. Það mátti sko alltaf stóla á Sellu frænku, þótt allt annað klikk- aði. Hún sýndi mér aldrei ann- að en mikla hlýju og ræktar- semi alla tíð. Mér fannst hún varla breytast nokkuð að ráði frá því að ég var barn og fram á mín fullorðinsár, þótt aldur- inn færðist yfir fannst mér hún alltaf jafn skörp og með hlutina á hreinu. Síðast hitti ég Sellu frænku í afmæli Lillu, dóttur hennar, á liðnum vetri og í dag þykir mér mjög vænt um þá stuttu stund. Aðstæður haga því þannig að ég get ekki fylgt Sellu frænku síðasta spölinn í dag, og mér þykir það afar leitt. Verð að láta nægja núna þessi fáu orð um mikla uppáhaldsmanneskju í mínu lífi. Innilegar samúðarkveðjur frá mér og fjölskyldunni til Lillu, Eiríks, Níelsar og Stebba og fjölskyldna þeirra. Næsta sumar verð ég svo að láta verða af því að fara með strákana mína austur í Húsey og sýna þeim allt það sem einu sinni var. Hlynur Níels Grímsson. Sumarið 1952 hafði Sesselja frænka mín, Sella frænka, verið hér fyrir sunnan með son sinn til lækninga. Upp úr miðju sumri var sveinninn orðinn heill heilsu og þau gátu haldið heim austur á Jökuldal. Þá var afráð- ið að ég skyldi fara með þeim og dveljast á Skjöldólfsstöðum það sem eftir lifði sumars áður en skóli hæfist. Reynslan af þeirri sumardvöl varð sú að ég sótti austur sjö sumur í röð. Á Skjöldólfsstöðum var barnaskóli sveitarinnar og eig- inmaður Sellu, Skjöldur Eiríks- son, var skólastjóri. Í skólahús- inu var lítil íbúð ætluð skólastjórafjölskyldunni, en hún varð fljótt of lítil og var ekki úr bætt fyrr en með viðbyggingu þegar komið var fram á sjöunda áratug liðinnar aldar. Sella hélt skólahaldi og heimilishaldi að- greindu eftir föngum, en þarna var á köflum mikið annríki, þeg- ar fram í sótti, börnunum fjölg- aði og gestakomur voru tíðar. Þau hjón ráku fjárbú og höfðu kýr til heimilisnota svo að nóg var að gera yfir sumartímann við heyskap, mjaltir, skyr- og smjörgerð. Sella var forkur dug- legur til allra verka, stjórnsöm og ákveðin þegar þess þurfti með. Starfsvettvangur hennar var reyndar að mestu innanhúss, en um munaði þegar hún brá sér út í flekk með hrífu í hendi. Vinnu- dagurinn vildi oft verða langur Sesselja Níelsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.