Morgunblaðið - 28.09.2020, Blaðsíða 21
Benedikt, börnum þeirra og fjöl-
skyldum innilega samúð.
Kristín Sigfúsdóttir.
Nú hefur hún kvatt okkar jarð-
nesku tilvist, elskuleg Guðbjörg
frænka. Alltaf ljúf og yndisleg
með sitt hlýja og bjarta bros.
6 ára var ég sendur á Akranes
til Guðbjargar, þar sem móðir
mín gekk með yngri bróður minn
undir belti og hafði fengið snert af
meðgöngueitrun. Að sjálfsögðu
hlupu Guðbjörg og Benedikt und-
ir bagga og tóku erfiðan drenginn
í sumarvistun. Mér leist ekki á
þetta í byrjun, en var fljótur að
átta mig á að hjá frænku væri ég í
góðum höndum. Hjá þeim var ég
sumarið 1967 og á ég ótal fallegar
og skemmtilegar minningar það-
an. Við Dóri vorum alla daga úti
að leika, ýmist á íþróttasvæðinu
eða niðri á Langasandi. Þegar inn
var komið tók Guðbjörg frænka á
móti okkur með sínu ljúfa viðmóti
og oftast fylgdu veitingar handa
sísvöngum grislingunum.
Allt sem Guðbjörg gerði var af-
greitt með ákveðni, hægð og ör-
yggi. Er ég viss um að hún hefur
verið einstaklega góð og örugg í
sínu starfi sem ljósmóðir.
Það var önnur Guðbjörg á
Akranesi á þessum tíma. Guð-
björg Árnadóttir, sem þá var mat-
ráðskona á sjúkrahúsinu. Guð-
björg Árnadóttir var af flestum í
fjölskyldunni bara kölluð frænka.
Þegar hún fór til feðranna var það
Guðbjörg Jóhannesdóttir sem tók
við sem „frænka“. Voru þær nöfn-
ur báðar hlýjar manneskjur og
góðar heim að sækja. En eins og
flestir vita merkir nafnið Guð-
björg björgun, hjálp guðs. Hef ég
alla tíð tengt Guðbjargarnafnið
við góðar og hlýjar manneskjur.
Guðbjörg frænka er komin til
systkina sinna sem örugglega
taka henni fagnandi. Votta ég öll-
um afkomendum innilega samúð
mína.
Finnur Kristinsson.
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2020
því að aldrei dró hún verk til
næsta dags hvorki innanstokks
né utan. Þó að nokkurt bóka-
safn væri á heimilinu gafst ekki
mikill tími til bóklesturs á sumr-
in, helsta lesefnið var þá blöðin
sem komu á viku eða tíu daga
fresti. Sella hafði eftir atvikum
skoðanir á ýmsum efnum og
gerði stundum óvæntar athuga-
semdir sem báru vitni um
skarpa hugsun, en hún var hins
vegar enginn kappsmaður í mál-
flutningi fyrir sjónarmiðum sín-
um.
Eftir nám á Eiðum stundaði
Sella barnakennslu ein þrjú ár í
nokkrum hreppum á Héraði og
átti til að grípa í kennslu á
Skjöldólfsstöðum þegar svo bar
undir. Á síðustu búskaparárum
þeirra Skjaldar á Jökuldal réðst
Sella í sjúkraliðanám, þá komin
hátt á fimmtugsaldur, og lauk
prófi í þeirri grein á Borgarspít-
alanum 1973. Á árunum 1974-75
var hún stundakennari við
Skjöldólfsstaðaskóla þegar
Skjöldur hafði fengið leyfi og
síðan lausn frá skólastjórastarf-
inu, en hann hóf þá háskólanám
í íslensku og sagnfræði. Upp úr
því fluttu þau hjón til Reykja-
víkur og þar stundaði Sella
sjúkraliðastarfið til starfsloka.
Móðir mín og Sella voru ná-
frænkur og nöfnur og með þeim
þróaðist vinátta með frændsemi
þó að aldursmunur væri mikill.
Þær skiptust á heimsóknum,
fóru saman í ferðalög og náðu
að fara utanlandsferð saman.
Þetta nána samneyti var báðum
mikilvægt, ekki síst móður
minni þegar árin færðust yfir og
hún átti óhægra með að fara í
heimsóknir, en Sella var alltaf
jafn dugleg að vitja hennar.
Fyrir þessa tryggð og vináttu
viljum við systkinin þakka að
lokum, og jafnframt sendum við
börnum Sellu og fjölskyldum
þeirra innilegar samúðarkveðj-
ur.
Gunnlaugur Ingólfsson.
✝ Baldur fæddistí Reykjavík 9.
júlí 1924. Hann lést
á Hrafnistu í
Reykjavík 1. sept-
ember 2020.
Foreldrar hans
voru Ingibjörg
Gísladóttir, f. 1882,
d. 1965 og Guð-
mundur Magn-
ússon, f. 1883, d.
1932.
Baldur var yngstur tíu systk-
ina sem öll eru látin, þau hétu
Magnús, Óskar, Vilhjálmur,
Björn, Margrét, Gísli, Guðbjörg,
Haukur og Guðmundur.
Eiginkona Baldurs var Vigdís
Guðmundsdóttir, f. 17. október
1928, d. 6. júní 2020.
Börn Baldurs og Vigdísar
eru: 1) Sigríður Ingibjörg, f.
1955, maki Karl S. Sigurðsson, f.
1955. Synir þeirra eru a) Baldur
Vignir, f. 1979, b) Jóhann Helgi,
f. 1983, maki hans er Bettina
Larsen, c) Benedikt Karl, f.
1989, sambýliskoma hans er
Bríet Sveinsdóttir, d) Sigurður
Björn, f. 1997, unnusta hans er
Margrét Brandsdóttir. 2) Guð-
mundur Helgi, f. 1959, maki
Harpa Gunnarsdóttir, f. 1962.
Dætur þeirra eru a) Helga, f.
ósérhlífinn og duglegur til
vinnu.
Baldur flutti til Reykjavíkur
um 17 ára aldur. Vann verka-
mannavinnu, keyrði sendibíl og
stundaði sjómennsku í fjölda-
mörg ár. Hann byrjaði að vinna
sem vörubílstjóri á Þrótti 1969
og vann þar til starfsloka.
Baldur og Vigdís kynntust
1953 og gengu í hjónaband 17.
júní 1955. Þau hófu búskap sinn
í Drápuhlíð 30, fluttu í Álfta-
mýri 4 árið 1962 og bjuggu þar í
45 ár. Síðustu árin bjuggu þau í
Bólstaðahlíð 41 þar til þau flutt-
ust á Hrafnistu í Reykjavík
2019. Þau hjónin byggðu sér
sumarhús við Apavatn 1974 og
varð hann þeirra annað heimili
yfir sumartímann allt upp frá
því. Þau byggðu þar upp fjöl-
skylduparadís þar sem fjöl-
skyldan hefur átt fjölmargar
samveru- og gæðastundir. Bestu
stundir Baldurs voru í sum-
arbústaðnum við Apavatn og við
silungsveiði í vatninu. Hann var
mikill náttúruunnandi, veð-
urglöggur og vinnusamur. Bald-
ur stundaði hestamennsku til
fjölda ára og sótti sundlaug-
arnar sér til heilsubótar til 93
ára aldurs.
Baldur var glaðlyndur mað-
ur, ræðinn og mikill sögumaður.
Að eigin sögn var hann gæfu-
maður til sjós og lands og lán-
samur beggja vegna heiðar.
Útför Baldurs fer fram frá
Háteigskirkju í dag 28. sept-
ember 2020, kl. 13.
1983, b) Vigdís Eva,
f. 1987, sambýlis-
maður hennar er
Vilhjálmur Levi
Egilsson, c) Ást-
hildur Didda, f.
1994, sambýlis-
maður hennar Hall-
dór Gauti Krist-
jánsson. 3) Sævar
Björn, f. 1965, maki
Sigríður Oddný
Marinósdóttir, f.
1971. Börn þeirra eru a) Dagný
Björk, f. 1992, sambýlismaður
hennar er Hallur Húmi Blumen-
stein, b) Brynjar Freyr, f. 1998,
unnusta hans er Harpa Rós
Gunnarsdóttir.
Barnabarnabörnin eru 11
talsins.
Baldur var sendur í fóstur 6
ára gamall að Efra-Apavatni í
Laugardal og ólst þar upp hjá
hjónunum Sigríði Jónsdóttur og
Helga Guðmundssyni, ásamt
sonum þeirra Guðmundi og Jóni
Sölva. Þau hjónin reyndust hon-
um sem bestu foreldrar og undi
Baldur hag sínum vel hjá fjöl-
skyldunni. Hann naut sín við
sveitastörfin og við veiði í Apa-
vatni. Þótti strax á unga aldri
mjög fjárglöggur og þekkti
kindur í órafjarlægð. Hann var
Á rúmu ári hafa öldungarnir
okkar fjórir haldið í Sumarlandið
eitt af öðru. Síðastur af hópnum
var Baldur tengdafaðir minn. Nú
er orðið fundarfært í öldunga-
ráðinu okkar þar og án efa glatt á
hjalla og margt að skrafa um.
Baldur var hjartahlýr og glað-
vær maður, léttur og ljúfur. Þeg-
ar ég hugsa til hans dettur mér
alltaf í hug sjóarinn síkáti. Hann
tók á móti fólki fagnandi og með
breiðu brosi. Baldur var vel liðinn
hvar sem hann fór, hann var bón-
góður og duglegur til vinnu. Hann
var léttur á fæti og tilbúinn að
leggja aukalega á sig fyrir aðra.
Hann fékk það ríkulega launað
með margvíslegum hætti í gegn-
um árin sín, hvort sem var fyrir
dugnað sinn við sveitarstörfin,
ósérhlífni við sjómennskuna, lið-
legheit við vörubílaaksturinn eða
ræktarsemi við fólkið sitt.
Apavatn átti hug og hjarta
Baldurs allt frá barnæsku. Þar
undi hann sér best, þreyttist ekki
á að segja okkur sögur af sveit-
inni og veiðinni. Silungur, rabar-
bari, bláber, kríurnar, fjallasýnin,
náttúran. Hann var sannkallað
náttúrubarn.
Það tókst mikill vinskapur á
milli forelda minna og tengdafor-
eldra, sem var okkur svo dýr-
mætt. Þeir höfðingjarnir áttu
saman margar gæðastundir í
hestamennskunni sem þeir
stunduðu saman til fjölda ára.
Stuttir og langir útreiðatúrar,
bras í hesthúsinu og þegar þeir
fór ríðandi með hestana í sumar-
beit austur í Laugardal, það voru
ógleymanlegar og skemmtilegar
ferðir. Við fengum að heyra
margar skemmtisögur frá þeim
tíma.
Baldur var viðkvæmur maður.
Hann hafði fengið að kynnast því
hvað lífið getur verið hart strax
sem barn. Þegar hann var 6 ára
var hann sendur í fóstur í sveit-
ina, frá móður sinni, systkinum
og veikum föður. Það var erfitt
fyrir ungan dreng. Hann sagði
okkur oft söguna af því þegar
konan sem fylgdi honum austur
hélt á honum yfir Stangalækinn,
því ekki var komin brú á þeim
tíma. Þessi kona var ofarlega í
huga hans síðustu árin, hún hafði
sýnt honum hlýju og umhyggju á
þessum viðkvæmu tímum. Baldur
var lánssamur að vera sendur í
fóstur til góðra hjóna, Sigríðar og
Helga, á Efra-Apavatni. Þar ólst
hann upp ásamt sonum þeirra,
Guðmundi og Jóni Sölva. Baldur
sagði það hafa verið mikla gæfu
að alast upp hjá svo góðu fólki.
Þau reyndust honum vel og hann
lagði sig fram um að standa sig
sem allra best gagnvart þeim.
Baldur var góður maður og
vildi öllum það besta. Við fjöl-
skyldan höfum lært svo margt af
samfylgdinni með honum í gegn-
um árin og notið þess sem hann
gaf af sér. Á síðustu árum hefur
það fyrst og fremst verið æðru-
leysi og þakklæti sem hann hefur
kennt okkur. Hann var mjög
þakklátur fyrir lífið sitt og fólkið
sitt og sagðist vera gæfumaður til
sjós og lands. Hann var búinn að
eiga langa og góða ævi og bar
virðingu fyrir því um leið og hann
var tilbúinn að taka á móti því
sem verða vildi. Það varð honum
talsvert áfall að missa Viggu sína
í sumar og heldur nú á hennar
fund eftir stuttan aðskilnað.
Elsku Baldur, með kærleika og
þakklæti kveð ég þig með hjart-
ans þökk fyrir allt og allt.
Hvíl í friði
Þín tengdadóttir,
Harpa.
Nafnið Baldur hef ég alltaf
tengt við frænda, með þeirri
hugsun að það þýði hinn góði og
bjarti. Ég skrifa þessi kveðjuorð
til hans vegna þeirrar væntum-
þykju sem við áttum sameigin-
lega hvor til annars.
Baldur ólst upp í fóstri hjá
góðu fólki á bænum Apavatni.
Eftir að frændi fór að heiman,
borgaði hann alltaf ákveðinn hlut
af launum sínum heim til Apa-
vatns, það var honum heilög
skylda að gjalda fyrir fóstrið.
Ég man fyrst eftir frænda, sem
var föðurbróðir minn, þegar við
hittumst 1955 hjá móður hans,
henni Ingibjörgu Gísladóttur sem
hann og allir sem til þekktu elsk-
uðu.
Amma var kærleiksrík og það
hafði Baldur erft í ríkum mæli,
það sá maður vel í því hvernig
hann hugsaði um ömmu, Viggu
konuna sína og svo börnin þegar
þau komu. Baldur var sjómaður
lengst af á Jóni forseta, enda orð-
lagður dugnaðarforkur. Seinustu
vinnuárin var hann með sinn
vörubíl og vann mest fyrir óska-
barn þjóðarinnar, Eimskip.
Allt var í föstum skorðum, bjó í
Álftamýrinni og byggði fjölskyld-
unni sumarbústað við Apavatn,
en það var hans líf og yndi að fara
í bústaðinn og veiða í vatninu.
Frændi var hláturmildur og
hress og þegar hann varð sextug-
ur komum við Geir mágur minn
ríðandi að Apavatni á afmælis-
daginn hans,var það ákveðið með
fyrirvara og með frænda var
tengdafaðir Guðmundar sonar
hans. Við vorum allir vel ríðandi
og nú var ákveðið að fara í ferð og
ríða vestur fyrir Apavatn við
Mosfell. Þriðja stopp í ferðinni
var við Brúará og allir góðglaðir
og Baldur söng hástöfum. Ég
geng að honum og segi, mikið
syngur þú vel frændi, þá segir
hann: Ég get sagt þér það frændi
að ég get sungið fyrir hvaða þjóð-
höfðingja sem er og hvar sem er
og svo hlógum við og skáluðum,
þetta var frábært augnablik, sér-
staklega vegna þess að Baldur
var með allra hógværustu mönn-
um, en svona er það með menn og
góða hesta að menn verða kóngar
um stund.
Yfir Brúará og upp í Biskups-
tungur lá leið okkar um Reykja-
heiði að Brekkuskógi þar sem við
vorum með bústað, þetta hefur
alltaf verið ógleymanlegur sól-
skinsdagur í lífi mínu, vinátta og
gleði. Ég votta fjölskyldu og vin-
um samúð okkar systkinanna og
dýpstu samkennd og segi blessuð
sé minning þín.
Magnús Bjarnarson.
Síðasta daginn í ágúst stóð ég
við Apavatnið og horfði yfir um-
hverfið sem Baldri var svo kært
og sagði við sveitungann sem hjá
mér stóð að ég héldi að Baldur
myndi ekki láta Viggu sína bíða
lengi eftir sér. Það reyndist rétt.
Frá því ég man eftir mér hef ég
þekkt Viggu og Baldur. Þótt
þetta sé minningargrein um
Baldur þá eru þetta minningar
um þau bæði, enda voru þau alltaf
nefnd bæði saman þegar minnst
var á þau.
Fyrstu minningarnar eru frá
gamlárskvöldum þegar ég fór
með foreldrum mínum í Álfta-
mýrina og þar sátum við Sigga í
eldhúsinu og spiluðum og þegar
Gummi var orðinn nógu stór fékk
hann að vera með. Að sjálfsögðu
voru Vigga og Baldur á öllum við-
burðum í minni fjölskyldu. En
skemmtilegustu minningarnar
eru þó frá þorrablótunum þegar
mamma og pabbi hóuðu saman
sínum bestu vinum og við Laula
fengum að vera með ásamt okkar
mökum. Eins og oft vill verða
hópuðust konurnar saman og
karlarnir sér og þá kom sögumað-
urinn Baldur ungi (hann var
yngri en pabbi) og setningin sem
var hans einkenni „ja það get ég
sagt þér“ var oft í loftinu. Og þeg-
ar skvaldrið hækkaði mikið þá
kom hitt einkennið hans Baldurs
þegar heyrnartækin dugðu ekki
lengur, þá brá hann svo fallega
hendi bak við eyrað og ýtti því
fram til að heyra betur. Þessi
þorrablót stóðu í áratugi og með
fráfalli Baldurs eru öll fern hjónin
í þessari þorrablótselítu fallin frá.
Ég las í minningargrein um
Viggu að hún hefði verið mjög
pólitísk og mikill framsóknar-
maður og þau bæði. Það kom mér
mjög á óvart því af kynnum mín-
um við þau minnist ég þess aldrei
að það hafi verið rædd pólitík
hvort sem kaffi var í bollum eða
eitthvað sterkara í glösum. Vigga
og Baldur voru yndisleg hjón og
mjög skemmtileg.
Það er með mikilli hlýju og
væntumþykju sem við hjónin
minnumst Baldurs og Viggu og
sendum við Klara öllum aðstand-
endum okkar innilegustu samúð-
arkveðju.
Þröstur Lýðsson.
Baldur Júlíus
Guðmundsson
✝ Hjálmar Gunn-arsson fæddist
23. september 1937
í Skjaldartröð á
Hellnum en flutti
síðar með for-
eldrum sínum að
Gíslabæ á Hellnum.
Hann lést 31. ágúst
á hjúkrunarheim-
ilinu Skógarbæ.
Hann er sonur
hjónanna Gunnars
Ingólfs Kristóferssonar, f. í
Skjaldartröð, og konu hans Mál-
fríðar Einarsdóttur frá Þórodds-
stöðum í Ölfusi. Hjálmar ólst upp
í sjö systkina hópi. Elstur var
Einar Valberg Sigurðsson (sam-
mæðra), Hermann Áskell og Sig-
valdi Hlöðver (tvíburar), þá
Hjálmar og Kristófer (tvíburi á
móti Hjálmari), systirin Magnea
vann síðast sem málarameistari
á Eyrarbakka, hætti að vinna
2007. Hann var í stjórn Málara-
félags Reykjavíkur 1972-73, í
framkvæmdastjórn sumarbúð-
anna í Vogi 1972-77 og sat í
stjórn Meistarafélags Suður-
lands.
Hjálmar kvæntist hinn 22. júní
1963 eftirlifandi konu sinni, Guð-
rúnu Erlu Gunnarsdóttur Mel-
sted, f. 18. september 1944. Hún
er dóttir hjónanna Gunnars H.
Melsted og Unnar E. Melsted.
Synir þeirra eru: 1) Gunnar,
kvæntur Erlu Elíasdóttur, þau
eiga tvö börn og tvö barnabörn.
2) Hjálmar, kvæntur Berglindi
Ágústsdóttur, þau eiga þrjú börn
og þrjú barnabörn. 3) Halldór
Óli. 4) Ingólfur, hann á fjögur
börn. 5) Árni, kvæntur Ágústu
Björk Svavarsdóttur, þau eiga
fjóra syni.
Hjálmar og Guðrún fluttu á
Eyrarbakka 1982 og bjuggu þar
þar til þau fluttu aftur til Reykja-
víkur 2016.
Útförin fór fram í kyrrþey 23.
september 2020.
og yngstur var Sig-
urvin Gestur,
Magnea og Krist-
ófer eru ein eftir á
lífi. Einnig var upp-
eldisbróðir þeirra
Hinrik Eiríksson.
Fjölskyldan flutti
til Reykjavíkur
1956. Þar vann
Hjálmar sem sjó-
maður og verka-
maður þar til hann
hóf nám í málaraiðn hjá Jóni
Björnssyni 1958-1962. Hann
fékk meistarabréf 1965 og vann
sjálfstætt í Reykjavík og í sam-
vinnu við aðra, síðast Gísla
Ágústsson. Fyrir utan að vera
með fyrirtækið Hjálmar og Gísla
sf. áttu þeir trilluna Sóleyju RE
85 og voru á grásleppu meðfram
málningarvinnunni. Hjálmar
Ég held að ég hafi gert mér
grein fyrir því þegar ég kvaddi
pabba að kvöldi aðfangadags að
ég væri að upplifa síðustu jólin
með honum. Ég ýtti hugsuninni
burtu en hún blundaði undir niðri.
Eftir áramót hrakaði heilsu
pabba hratt og endaði með að
hann fékk pláss á hjúkrunarheim-
ili. Fyrst var heimsóknarbann
vegna covid sem síðan var aflétt
en með takmörkunum og síðan
sett á aftur með takmörkun við
einn heimsóknargest. Síðasta
heimsókn mín til pabba var áður
en við fjölskyldan fórum í
sumarfrí. Þar fengu strákarnir
mínir síðasta faðmlagið frá afa,
afa sem fékk þá alltaf til að brosa.
Afa sem merkti teikningarnar
þeirra með dagsetningu og
geymdi, afa sem alltaf hafði tíma
til að spila og hlusta.
Pabbi kenndi mér að vinna, á
sumrin og í fríum var hægt að fá
vinnu hjá pabba. Þar var unnið af
fagmennsku og hverju verki skil-
að af metnaði.
Þessar vikur sem eru liðnar frá
andláti pabba hafa verið tilfinn-
ingalegt ferðalag, ákveðið
uppgjör í átt að sátt við dauðann.
Niðurstaðan er þakklæti. Takk
fyrir allt pabbi.
Þinn sonur,
Árni.
Í dag kveð ég með miklum
trega tvíburabróður minn hann
Hjalla.
Við vorum alla tíð afar sam-
rýndir bræður og á milli okkar
ríkti sterkt og traust samband.
Mér þótti afar vænt um að hann
Hjalli skyldi hringja til mín kvöld-
ið áður en hann lést - líkt og hann
vildi kveðja mig sérstaklega. Lík-
lega er samband tvíbura svona -
þeir einhvern veginn þekkja hvor
annan svo miklu betur.
Við Hjalli ferðuðumst oft sam-
an og man ég sérstaklega eftir því
er við héldum upp á 50 ára afmæl-
ið okkar á Grikklandi ásamt eig-
inkonum okkar og Einari elsta
bróður okkar sem nýlega var orð-
inn ekkill.
Hjalli var ávallt rólegri hlutinn
af okkur teyminu og má t.d segja
frá því að í barnaskóla tók ég að
mér að lesa og læra fyrir okkur
báða. Hjalli þurfti ekkert að segja
- ekki einu sinni til nafns – Krist-
ófer var alltaf fyrri til að svara.
Við vorum ekki mjög líkir í út-
liti - Hjalli ljós yfirlitum og ég
svona kolsvarthærður og mun
þreknari, þótt ég væri heilum sex
tímum yngri en hann.
Helsta leiksvæði okkar Hjalla
var í fjörunni og klettunum á
Hellnum en þar björguðum við
mörgum fuglsungum sem fallið
höfðu úr hreiðrunum - tókum þá
heim og gáfum þeim mat og
slepptum þeim síðan þegar þeir
voru orðnir fleygir.
Hvíl þú í friði elsku bróðir.
Hér er fallegt ljóð eftir föður
okkar Gunnar Kristófersson:
Minning þeirra manna ei deyr
mikið að sem kveður,
því í anda eru þeir
oss í starfi meður.
Mörg eru lífsins mótviðrin
mjög svo lík sem þessi.
Þú ert fallinn frændi minn
friður Guðs þig blessi.
Kristófer Gunnarsson.
Hjálmar
Gunnarsson