Morgunblaðið - 28.09.2020, Side 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2020
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Húsviðhald
Hreinsa
þakrennur fyrir
veturinn, og tek að
mér ýmis smærri
verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Raðauglýsingar 569 1100
Tilkynningar
Aðalskipulag Mýrdalshrepps 2012-2028
– Breyting í austurhluta Víkur
Í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er kynnt
tillaga um breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2012-
2028 í austurhluta Víkur.
Breytingin á aðalskipulaginu í austurhluta Víkur er margþætt
og fellst í eftirfarandi: stækkun íbúðarsvæði ÍS7 til austurs,
legu afleggjara af Austurvegi, breytt afmörkun á athafnasvæði
A1, breytt notkun á hluta Iðnaðarsvæðis I1 og stækkun I2,
breytt notkun hluta Verslunar- og þjónustusvæðis V36 í nýtt
íbúðarsvæði ÍS8 og breyttir skilmálar fyrir V35.
Tillaga þessi að aðalskipulagsbreytingu liggur frammi hjá
skipulags-og byggingarfulltrúa Mýrdalshrepps Austurvegi 17,
870 Vík og á heimasíðu Mýrdalshrepps www.vik.is frá 23.
september 2020 til og með 7. október 2020.
Opið hús verður hjá fulltrúa skipulags-og byggingarmála í
Leikskálum, Víkurbraut 8 þann 5. október 2020 á milli
kl. 16-18 þar sem hægt verður að koma á framfæri
ábendingum og fá svör við spurningum. Fólk er minnt á að
fylgja öllum reglum sóttvarnaryfirvalda.
Hægt er að skila ábendingum á skrifstofu Mýrdalshrepps,
Austurvegi 17, 870 Vík eða í tölvupósti á bygg@vik.is
til 7. október 2020.
George Frumuselu
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Mýrdalshrepps
Auglýsing um skipulagsmál
í Mýrdalshreppi
Skipulags og byggingarfulltrúi Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er
hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi
deiliskipulagstillögu.
PÉTURSEY 2 LÓÐ - Deiliskipulagstillaga
Deiliskipulagið nær yfir 1,8 ha lóðarinnar Pétursey 2 lóð.
Innan skipulagssvæðisins er gert ráð fyrir nýbyggingum vegna
fjölgunar gistirýma og aðstöðu fyrir ferðamannaþjónustu.
Tillaga þessa liggur frammi hjá fulltrúa skipulags-og
byggingarmála í Mýrdalshreppi Austurvegi 17, 870 Vík og á
heimasíðu Mýrdalshrepps www.vik.is frá 28. september 2020
til og með 9. nóvember 2020.
Athugasemdum ef einhverjar eru skal skila skriflega
á skrifstofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík
eða í tölvupósti á bygg@vik.is. Frestur til að skila inn
athugasemdum rennur út mánudaginn 9. nóvember 2020.
George Frumuselu
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Mýrdalshrepps
Auglýsing um skipulagsmál
í Mýrdalshreppi
Skipulags og byggingarfulltrúi
Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er
hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi
deiliskipulagstillögu.
PÉTURSHÓLAR - Deiliskipulagstillaga
Deiliskipulagið nær yfir 4 ha. lóðarinnar Péturshóla. Innan
skipulagssvæðisins er gert ráð fyrir byggingu tveggja
frístundahúsa sem hægt verður að nota allt árið.
Tillaga þessa liggur frammi hjá fulltrúa skipulags-og
byggingarmála í Mýrdalshreppi Austurvegi 17, 870 Vík og á
heimasíðu Mýrdalshrepps www.vik.is frá 28. september 2020
til og með 9. nóvember 2020.
Athugasemdum ef einhverjar eru skal skila skriflega
á skrifstofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík
eða í tölvupósti á bygg@vik.is. Frestur til að skila inn
athugasemdum rennur út mánudaginn 9. nóvember 2020..
George Frumuselu
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Mýrdalshrepps
Auglýsing um skipulagsmál
í Mýrdalshreppi
Skipulags og byggingarfulltrúi
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar Leikfimi með Hönnu kl. 9. Menningarklúbbu r/ Félagsfund-
ur kl. 11. Opin smíðastofa kl. 9-15. Opin vinnustofa kl. 9 - 12. Opinn
handavinnuhópur kl. 12-16. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl.
14.45-15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. S. 411-2600.
Boðinn Gönguhópur kl. 10.30, farið er frá anddyri Boðans. Hádegis-
matur kl. 11.20-12.30. Myndlist kl. 13. Miðdegiskaffi kl. 14.30-15.30.
Alltaf heitt á könnunni og allir velkomnir.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffi, spjall og blöðin við hring-
borðið kl. 8.50-11. Skráning á þátttökulista fyrir vetrarstarfið er á skrif-
stofunni kl. 8.50-16. Ganga kl. 10. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Mynd-
listarnámskeið MZ kl. 12.30-15.30. Handavinnuhornið kl. 13. Síðdeg-
iskaffi kl. 14.30-15.30. Allir velkomnir óháð aldri og búsetu. Nánari
upplýsingar í síma 411-2790.
Gerðuberg 3-5 Kl. 8.30-16 opin handavinnustofa kl. 9-16. Útskurður
með leiðbeinanda (Grænagróf) kl. 11. Leikfimi Helgu (Háholt) kl. 13-15
Kóræfing (Háholt).
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.30 postulínsmálun, kl. 10.50 jóga,
heitt á könnunni frá kl. 8.30 til 16.30.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Opin handavinna kl. 9–14. Hádegismatur kl. 11.30. Sögustund kl.
12.30-14. Samsöngur kl. 14.15–15.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps-
leikfimi kl. 9.45. Jóga með Kristrúnu kl. 9.50. Minningahópur kl. 10.30.
Jóga með Ragnheiði kl. 11.10 og kl. 12.05. Tálgun, opinn hópur kl. 13-
16. Stólaleikfimi kl. 13.30.
Korpúlfar Hugleiðsla og létt jóga kl. 9 í Borgum. Ganga kl. 10 gengið
frá Borgum og frá Grafarvogskirkju. Prjónað til góðs í Borgum kl. 13,
allir velkomnir í hópinn, prjónagarn til staðar, gefið til líknarmála.
Tréútskurður á Korpúlfsstöðum kl. 13 í umsjón Gylfa. Línudans með
Guðrúnu kl. 15 í Borgum, vonum að sem flestir mæti í dansgleðina.
Virðum sóttvarnir og förum varlega.
Seltjarnarnes Gler og leir kl. 9 og 13. Billjard Selinu kl. 10. Kross-
gátur og kaffi í króknum kl. 10.30. Jóga í salnum á Skólabraut kl. 11.
Handavinna, samvera og kaffi á Skólabraut kl. 13.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á
könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn fyrir helgi. Kaffi og meðlæti er til
sölu frá kl. 14.30–15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586.
Vantar þig
rafvirkja?
FINNA.is
Kynni okkar
Guðrúnar Ingi-
bjargar hófust árið
1985, þegar ég gekk í Alþjóðlega
frímúrarareglu karla og kvenna,
þar sem hún var starfandi. Guð-
rún tók mér hlýlega og það kom í
ljós, að hún var kunnug föður
mínum. Það var mjög ánægjulegt
að spjalla við Guðrúnu strax í
upphafi og þar lögðum við grunn-
inn að vináttu okkar til framtíðar.
Guðrún Ingibjörg var aðstoð-
argjaldkeri reglunnar á árunum
1997-2002. Hún sinnti því emb-
ætti af kostgæfni og var eins vak-
andi yfir fjármálum reglunnar og
framast var unnt. Það var lán
mitt að hafa Guðrúnu til leið-
sagnar þegar ég tók við sem aðal-
gjaldkeri árið 2002. Hún veitti
mér góð ráð og við ræddum um
leiðir til að bæta innheimtu og
fjármál reglunnar til framtíðar
með aukinni tæknivæðingu. Ég
kann henni miklar þakkir fyrir
hversu vel hún undirbjó mig und-
ir þær skyldur sem embættinu
fylgdu.
Í mínum augum var Guðrún
Ingibjörg mikill máttarstólpi inn-
an reglunnar þar sem hún vann
öll sín störf af mikilli alúð og
visku. Hún var skemmtileg,
margfróð og þekkti siðakerfi
okkar til hlítar. Hún lá aldrei á
skoðunum sínum, hvorki um lífs-
skoðanir sínar né önnur mál sem
voru henni mikilvæg, en hún var
hrein og bein og kom til dyranna
eins og hún var klædd. Það var
því alltaf frískandi og upplyftandi
að ræða við hana.
Ég naut þeirra forréttinda til
margra ára að vera í góðum
tengslum við Guðrúnu. Það var
alltaf sérstakt að ræða við hana
og oft gleymdum við okkur þegar
talið barst að andlegum málum
og reglustarfinu. Þá gaf hún mér
mörg gullkorn, sem ég hef reynt
að nýta mér til góðs í störfum
mínum innan reglunnar.
Guðrún Ingibjörg hvarf til
hinnar eilífu stórstúku 7. septem-
ber sl. Um leið og ég bið henni
blessunar á nýrri vegferð þakka
ég henni fyrir velvild hennar í
minn garð og fyrir allt það sem
hún lagði fram til þjónustu í
reglustarfinu um margra ára
skeið. Fjölskyldu Guðrúnar Ingi-
bjargar votta ég samúð mína.
Jóhanna E. Sveinsdóttir.
Guðrún Ingibjörg
Jónsdóttir
✝ Guðrún Ingi-björg Jóns-
dóttir fæddist 18.
október 1928. Hún
lést 7. september
2020.
Útför hennar fór
fram 17. september
2020.
Kveðja frá Frí-
múrarareglu karla
og kvenna LE
DROIT HUMAIN
og stúkunni Ósíris
Síðastliðinn
fimmtudag kvödd-
um við í Laugarnes-
kirkju kæra systur
okkar úr Alþjóð-
legri frímúrara-
reglu karla og
kvenna, LE DROIT
HUMAIN, Guðrúnu Ingibjörgu
Jónsdóttur, með þakklæti og
virðingu. Guðrún vígðist inn í
stúkuna Ými árið 1971 en varð
síðar einn af stofnfélögum stúk-
unnar Ósíris árið 1977 og hafði
því verið í reglunni í tæp fimmtíu
ár er hún lést á Hjúkrunarheim-
ilinu Skógarbæ í Reykjavík 7.
september sl.
Guðrún var mikil og sterk per-
sóna og einlægur frímúrari. Hún
hafði ríka réttlætiskennd og var
ævinlega trú sannfæringu sinni
og fylgin sér. Guðrún gegndi í
gegnum tíðina fjölmörgum emb-
ættum og tók að sér mikil og
krefjandi verkefni fyrir hönd
reglunnar. Hún var m.a. meistari
stúkunnar Ósíris tímabilið 1984-
1986 og aðstoðar- og síðar aðal-
gjaldkeri reglunnar frá 1991 til
ársins 2002.
Guðrún var gerð heiðurs-
meistari stúkunnar Ósíris á 600.
fundi stúkunnar 14. apríl 2015.
Hún var mjög vel lesin, fróð-
leiksfús og leitandi í andlegum
málum og hafði víðtæka þekk-
ingu á öllu sem við kom frímúr-
arastarfinu. Hún var góður fræð-
ari þeirra sem styttra voru á veg
komnir. Hún sinnti öllum störf-
um sem henni voru falin innan
reglunnar af einstakri alúð og
trúmennsku.
Guðrún var ákaflega virk í
reglustarfinu alla tíð og sótti
fundi meðan heilsan leyfði. Þrátt
fyrir veikindi fylgdist hún vel
með starfinu og sendi reglulega
kveðjur til systkina. Jákvæð lífs-
sýn Guðrúnar endurspeglaðist í
hlýrri framkomu, glaðværð og
staðfestu. Nú er leiðir skilja er
okkur efst í huga þakklæti fyrir
einlæga vináttu og ánægjulegt
samstarf.
Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý
og hógvær göfgi svipnum í.
Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt
og hugardjúpið bjart og stillt.
(Jóhannes úr Kötlum)
Stjórn reglunnar og systkin í
St. Ósíris senda ástvinum Guð-
rúnar hugheilar samúðarkveðj-
ur.
Blessuð sé minning Guðrúnar
Ingibjargar Jónsdóttur.
Gylfi Már Jónsson.
Minningarvefur á mbl.is
Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að
andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-,
útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að-
gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur
lesið minningargreinar á vefnum.
þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber
ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina.
www.mbl.is/andlát
Minningar
og andlát