Morgunblaðið - 28.09.2020, Page 29

Morgunblaðið - 28.09.2020, Page 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2020 SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI AÐRAR MYNDIR Í SÝNINGU: * Harry Potter * Hvolpasveitin (ísl. tal) * The Secret : Dare to dream * The New Mutants SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Frábær ný teiknimynd fyrir alla fjölskylduna. FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS Nýjasta Meistaraverk Christopher Nolan ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ The Guardian The Times The Telegraph Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is Hið stóra og líflega sam-félag Pólverja á Íslandier smám saman að verðasýnilegra. Við þessi sem eigum hér ættir aftur í aldir og lærð- um íslensku heima hjá okkur erum smám saman að vakna til meðvit- undar um að við lifum í fjölbreyttara samfélagi en við ólumst upp í. Þessa sér góðu heilli líka merki í menn- ingarlífinu, þó vel megi merkja og skilja óþreyju fyrir að hlutir breytist hægt. Bíó Paradís hefur lagt sig fram um að bjóða upp á nýjar pólskar kvikmyndir og á síðasta leikári hóf Borgarleikhúsið að gera tilraunir með að texta valdar sýningar á pólsku. En þjónusta er eitt en þátttaka annað. Þar kemur Reykjavík Ensemble sterkt inn; alþjóðlegur leikhópur undir forystu Pálínu Jóns- dóttur og Ewu Marcinek sem hefur til þessa fyrst og fremst tekið til meðferðar pólskan veruleika, sjálfs- mynd og sögu. Að ógleymdri stöðu í íslensku samfélagi. Nafn sýningarinnar sem var (endur)frumsýnd í Tjarnarbíói fyrr í þessum mánuði gefur ekki bara vís- bendingu um innihald heldur líka efnistök. Polishing Iceland, eða „Ísland pólerað“ eins og hún er stundum kölluð líka og er álíka skemmtilegt í léttri tvíræðni sinni. Sem er skyld, en aðeins önnur, en í enska titlinum. Texti sýningarinnar (sem er leikgerð Pálínu og Ewu upp úr smásögum þeirrar síðarnefndu) er uppfullur af orðaleikjum og hug- leiðingum um orðaleiki, orðsifjar og merkingu sem verða til á þessu hálf- blinda stefnumóti pólsku, íslensku og ensku, sem aðstæður Pólverja á Íslandi kalla á. Sem dæmi má nefna þá staðreynd að sú hversdagslega íslenska spurning „viltu poka?“ hljómar í eyrum stillt á pólsku sem „sýndu mér hver þú ert?“ Sem aftur býr til spennu milli persónulegrar nándar og sviplauss hversdagsins. Hins persónulega og þess ópersónu- lega. Einsemdar og félagsskapar. Það er skáldlegt flug í textanum og létt áreynsluleysi sem nýtur sín vel í leikhússamhengi, þar sem ljóðrænan þarf að virka á viðtakandann á svip- stundu, má ekki kalla á yfirlegu eða endurtekningu. Það er líka einhver sérstök stemning sem býr í því þegar leikari/persóna tjáir sig á máli sem hún hefur ekki að fullu á valdi sínu, er ekki á heimavelli. Hlátrasköllin frá pólskumælandi frumsýningargestum þegar móðurmál höfundar og aðal- leikkonu tók yfir glöddu líka. Aðalpersóna Polishing Iceland er mikið til ein. Verkið er um samband hennar við heiminn, frekar en við einstaklinga. Það er bæði form verksins og viðfangsefni. Hún kemur til Íslands eftir skilnað og líkamsárás til að vinna í bakaríi, er seinna orðin þjónn á veitingahúsi. Í stuttum „sketsalegum“ atriðum fáum við mynd af henni og ýmsu því sem verður á vegi hennar í daglegu lífi á Íslandi. Polishing Iceland er einhvers- konar léttleikandi revía eða heim- spekilegur léttpólitískur sálar- kabarett um menningarárekstra, lykla og orð, sem eins og allir vita duga skammt til að lýsa því sem við upplifum, hvað þá því hvernig okkur líður. Í úrvinnslu Pálínu Jónsdóttur er sam- og eintölum lipurlega og áreynslulaust fléttað saman raunsæislegu (og hæfilega ýktu) lát- bragði og stílfærðum hreyfingum á dansrófinu í sáraeinfaldri umgjörð sem samanstendur af einu hjólaborði og einum hurðarfleka sem fimur leik- hópurinn umskapaði í allar þær að- stæður sem til þurfti. Höfundar umgjarðarinnar eru þau Anna Hall- dórsdóttir (tónlist og hljóð), Juliette Louste (ljós) og Michael Godden (leikmunir). Sjálf sér Pálína um bún- inga. Þrír leikendur flytja okkur Polish- ing Iceland. Magdalena Tworek nýtur sín vel í aðalhlutverkinu, býr að miklum sviðssjarma og hvíldi áreynslulaust í persónunni þrátt fyr- ir brotakennt og óraunsæislegt form sýningarinnar og stöðugt samband við áhorfendur. Pétur Óskar Sigurðsson brá sér í ýmis eftir- minnileg hlutverk, uppskar mikla kátínu í salnum þegar hann benti á að Pólverjar á Íslandi hefðu ekki yfir miklu að kvarta, sjálfur væri hann frá Bíldudal og því jaðarsettur á höfuðborgarsvæðinu. Eins var snögg og þögul svipmynd hans af auðnu- lausum kærasta kostuleg. Michael Richardt er sérlega svipmikill leikari með sterka útgeislun og fimi. Það gustaði t.d. af honum sem unnustu fyrrnefnds auðnuleysingja, en til- komumestur var Michael þó sem bolludeig. Það má vera að þau sem setjast í sal Tjarnarbíós með væntingar um samfélagsádeilu verði fyrir von- brigðum. Það er auðvelt að gera sér þær fyrirframhugmyndir: að hér verði fordómar, útskúfun, vangeta hins opinbera og ill meðferð óprútt- inna og gráðugra vinnuveitenda í forgrunni. Nú eða óróinn „heima- fyrir“ og þungbúinn afturhaldshim- inninn sem grúfir yfir pólskum stjórnmálum, allvega héðan frá séð. Svo er ekki. Þó það sé vissulega „pól“ í „pólitík“ þá lætur Ewa Marchinek þann orðaleik ósnertan að þessu sinni. Polishing Iceland er í grunninn smágerð mynd af persónulegri reynslu sem er stundum sár en er jafnframt mætt með opineygu og þakklátu auga skapandi listamanns. Það er léttur ljóðrænn tónn í sýning- unni, húmor og ljúfsár írónía. Allt borið fram af örlæti og afslappaðri fimi. Eins og nafnið bendir til: fágað. Óvenjuleg og skemmtileg heim- spekileg revía sem allir geta notið, jafnvel Bílddælingar. Ljósmynd/Patrik Ontkovic Örlæti „Það er léttur ljóðrænn tónn í sýningunni, húmor og ljúfsár írónía. Allt borið fram af örlæti og afslappaðri fimi,“ segir í rýni um sýninguna Polishing Iceland sem Reykjavík Iceland sýnir í Tjarnarbíói um þessar mundir. Tjarnarbíó Polishing Iceland bbbbn Eftir Ewu Marcinek. Leikgerð, leikstjórn og búningahönnun: Pálína Jónsdóttir. Dramatúrgía og sýningarstjóri: angela rawlings. Tónlist og hljóðhönnun: Anna Halldórsdóttir. Ljósahönnun: Juliette Louste. Leikmunahönnuður: Michael Godden. Leikarar: Magdalena Tworek, Michael Richardt og Pétur Óskar Sig- urðsson. Alþjóðlegi sviðslistahópurinn Reykjavík Ensemble frumsýndi í Tjarn- arbíói 11. mars 2020 en rýnt í 2. sýn- ingu, einnig nefnd endurfrumsýning, á sama stað 17. september 2020. ÞORGEIR TRYGGVASON LEIKLIST Ferðasaga pólfara

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.