Morgunblaðið - 30.09.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 2020
ÞÚ ÁTT SKILIÐ ÞAÐ BESTA
www.alver.is S: 896 4040 LauraStar á Íslandi
LauraStar Lift
Létt og meðfærilegt Straujar – gufar – hreinsar
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Þarna var um verulega blóðtöku að
ræða,“ segir Egill Örn Jóhannsson,
framkvæmdastjóri Forlagsins, um
samdrátt sem hefur orðið í sölu á
bókum í kilju vegna kórónuveiru-
faraldursins. Ferðatakmarkanir hafa
stöðvað sölu á kiljum síðustu mánuði
en í venjulegu árferði nemur salan í
Leifsstöð um fjórðungi allrar kilju-
sölu hér á landi. Hefur þetta haft
nokkur áhrif á íslensk bókaforlög.
Ljóst er að um nokkrar búsifjar er að
ræða enda seljast vinsælustu bæk-
urnar í allt að fimm þúsund eintök-
um. Algengt er að glæpasögur seljist
í um eða yfir tvö þúsund eintökum.
„Mér sýnist að sú sala sem hefur átt
sér stað í Leifsstöð hafi í mjög litlum
mæli færst annað,“ segir Egill Örn.
Hann segir að þegar kórónuveiru-
faraldurinn skall á hafi verið búið að
ganga frá útgáfulista vorsins og því
hafi engu verið hægt að breyta þá.
„En verði framhald á ferðatakmörk-
unum Íslendinga á næsta ári er við-
búið að það komi til með að hafa áhrif
á ákvarðanir íslenskra útgefenda þeg-
ar kemur að afþreyingarefni í kilju.
Frumútgefnum bókum í kilju gæti þá
fækkað.“
„Þetta var högg“
Pétur Már Ólafsson, útgefandi í
Bjarti/Veröld, segir að þar á bæ hafi
útgáfu á nokkrum kiljum verið frest-
að vegna þess að salan í Leifsstöð
datt út. Þær komi ýmist út nú í haust
eða á nýju ári. „Þetta var ákveðið
högg en við búumst aftur á móti við
því að jólavertíðin verði góð. Við er-
um tiltölulega bjartsýn.“
Eins og Morgunblaðið hefur
greint frá varð samdráttur í hefð-
bundinni bókaútgáfu á síðasta ári.
Velta bókaútgefenda nam um 3,2
milljörðum króna árið 2019 sam-
kvæmt tölum Hagstofunnar og hefur
ekki verið meiri síðan árið 2008. Hins
vegar var hlutdeild hljóðbókaveit-
unnar Storytel í heildarveltunni um
20%.
„Veruleg
blóðtaka“ í
sölu á kiljum
Um 25% af sölunni voru hjá ferðalöng-
um í Leifsstöð Telja að jólin verði góð
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Lokað Það hefur verið frekar tómlegt í bókabúðinni í Leifsstöð undanfarið.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Útlit er fyrir að nokkru færri bílum
verði skilað til förgunar í ár en síð-
ustu ár þegar metfjöldi bifreiða var
endurunninn. Samkvæmt áætlun
gætu um tíu þúsund bílar komið til
meðhöndlunar í ár, en þeir voru
11.635 í fyrra. Meðalaldur ökutækja
sem skilað er til úrvinnslu hefur far-
ið hækkandi undanfarin ár og sam-
kvæmt yfirliti frá 2007 hefur meðal-
aldur bíla sem skilað er til endur-
vinnslu aldrei verið hærri en fyrstu
sex mánuði þessa árs eða 17,5 ár.
Fjögur ár þar á undan var meðalald-
urinn um 17 ár og fór lægst í 13,7 ár-
ið 2008.
Ólafur Kjartansson, fram-
kvæmdastjóri úrvinnslusjóðs, segir
að mikill innflutningur hafi verið á
nýjum bílum á árunum 2015-2019 og
samtímis hafi skil á gömlum öku-
tækjum aukist. Hann segist hafa
áætlað að heldur myndi draga úr
skilum á bifreiðum til endurvinnslu í
ár og það hafi gengið eftir.
Svipað og eftir hrunið
Síðan hafi kórónufaraldurinn
bæst við og þrengst um hjá mörgum,
bæði einstaklingum og fyrirtækjum,
og fólk haldið að sér höndum við
kaup á nýjum bílum. Þetta sé í sam-
ræmi við það sem gerðist í kjölfar
efnahagshrunsins fyrir rúmum ára-
tug, en þá dró verulega úr skilum á
gömlum ökutækjum. Hann segir al-
gengt að þegar sveiflur verði í efna-
hagslífinu lækki meðalaldur bíla á
götunum þegar vel gangi, en hækki
þegar verr ári.
Í fyrra var 11.635 bílum skilað til
endurvinnslu og fjölgaði bílunum um
243 frá árinu á undan og um 2.152
bíla frá 2017. Ólafur segir áætlanir
gera ráð fyrir að um tíu þúsund bíl-
um verði skilað til úrvinnslu í ár.
Fæstum bílum var skilað til förgun-
ar 2010 og 2011, tæplega þrjú þús-
und bílum hvort ár. Í ár var talsvert
færri bílum komið til úrvinnslu
fyrstu fjóra mánuði þessa árs en síð-
ustu ár. Í maí og júní kom hins vegar
kippur í skil á bílum og voru þeir
mánuðir svipaðir og sömu mánuðir
2019. Ólafur segir að þetta sé í sam-
ræmi við síðustu ár, en skil hafi auk-
ist yfir sumarmánuðina.
Úrvinnslusjóður greiðir skráðum
eiganda bíls sem farið er með til
förgunar og afskráningar 20 þúsund
króna skilagjald.
7.112 nýskráningar
Samkvæmt frétt á heimasíðu Fé-
lags íslenskra bifreiðaeigenda eru
nýskráningar fólksbíla það sem af er
ári alls 7.112, sem er um 27,3% færri
skráningar en á sama tíma á síðasta
ári. 74,5% eru til almennrar notk-
unar og 24,7% til bílaleigna.
Færri bílum fargað
Um tíu þúsund bílar gætu komið til úrvinnslu á þessu ári
Voru talsvert yfir ellefu þúsund metárin 2018 og 2019
20
19
18
17
16
15
14
13
12
11
10
'07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 '20
12
11
10
9
8
7
6
5
4
3
2
1
0
2012 til 2020 Me
ða
lal
du
r
Fjöldi ökutækja sem fóru til förgunar
5.
35
5
5.
76
9
5.
35
5
13,9
17,0 17,5
7.997 8.338
5.077
2.990 2.802
3.973
4.463
5.245
6.063 6.527
9.483
11.39211.635
Heildarfjöldi Fjöldi í janúar-júní
Meðalaldur (ár)
Heimild: Úrvinnslusjóður
Alls greindust 32 ný kórónuveiru-
smit innanlands í fyrradag, þar af 26
hjá þeim sem höfðu farið í sýnatöku
vegna einkenna. Af þeim sem
greindust með veiruna voru aðeins
53% í sóttkví við greiningu.
Fimm eru nú á sjúkrahúsi, þar af
tveir á gjörgæslu. 525 eru í einangr-
un og 1.620 í sóttkví.
Flestir eru í einangrun á höfuð-
borgarsvæðinu eða alls 450. Næst-
flestir eru á Vesturlandi eða 24. Þrjú
börn yngri en eins árs eru í einangr-
un. Hvergi á Norðurlöndunum eru
nú jafn mörg kórónuveirusmit á
hverja 100 þúsund íbúa og hér á landi
samkvæmt nýjum tölum sem Sótt-
varnastofnun Evrópu birti í gær.
Á Íslandi eru 138,7 ný smit síðustu
14 daga á 100 þúsund íbúa. Næst á
eftir kemur Danmörk með 125 smit,
Svíþjóð 42,7, Noregur er með 29 smit
og Finnland er með 20,1 smit á
hverja 100 þúsund íbúa síðustu tvær
vikurnar. Ef horft er til Evrópu í
heild er Ísland í sjöunda sæti yfir
fjölda smita á höfðatölu, en Spánn,
Tékkland, Frakkland, Lúxemborg,
Holland og Belgía eru með fleiri smit
á hverja 100 þúsund íbúa.
Gæti safnast upp í 1.650 smit
Vísindafólk frá Háskóla Íslands,
Embætti landlæknis og Landspítala
birti í gær spálíkan um líklega þróun
þriðju bylgju kórónuveiru-
faraldursins að beiðni sóttvarna-
læknis. Fyrsta innanlandssmitið í
þriðju bylgju er miðað við 11. sept-
ember og voru þá samkomur tak-
markaðar við tvö hundruð manns,
líkt og enn er nú. Spáin bendir til
þess að nýgreindum smitum fari
hægt fækkandi.
Á næstu dögum er líklegt að dag-
legur fjöldi nýgreindra smita verði á
bilinu 20 til 40 á dag, en gætu orðið
hátt í 70. Í þessari bylgju er uppsafn-
aður fjöldi 509 smit. Eftir þrjár vikur
er líklegt að uppsafnaður fjöldi smita
verði á bilinu 800 til 1.100, en gæti
orðið allt að 1.650.
Hæsta smithlutfallið
á Norðurlöndum
138,7 ný smit á 100 þúsund íbúa Danmörk næst með 125
Kórónuveirusmit á Íslandi
Nýgengi smita frá 30. júní
2.695 staðfest smit
Heimild: covid.is
Nýgengi innanlands 28. sept.
135,3 ný smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa
6 einstaklingar eru á sjúkrahúsi,
þar af 2 á gjörgæslu
276.132 sýni hafa verið tekin
Þar af í landamæraskimun
150.244
sýni, samtals í skimun 1 og 2
1.761 einstaklingar eru í skimunarsóttkví
120
100
80
60
40
20
0
135,3
6,8
1.620 einstaklingar eru í sóttkví
525 eru með virkt smit og í einangrun
Nýgengi innanlands
Nýgengi, landamæri
júlí ágúst september
Land Nýgengi
Andorra 693
Svartfjallaland 569
Spánn 309
Frakkland 232
Moldóva 198
Lúxemborg 184
Holland 180
Land Nýgengi
Belgía 160
Gibraltar 154
Ísland 135
Ungverjaland 127
Danmörk 125
Armenía 122
Malta 122
Land Nýgengi
Austurríki 113
Mónakó 106
Bosnía og
Hersegóvína 102
Bretland 102
Rúmenía 102
Úkraína 101
Evrópulönd þar sem nýgengi er yfir 100 smit á 100.000 íbúa Heimild: ECDC