Morgunblaðið - 30.09.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 2020
Rafhitun
Ryðfríir neysluvatnshitarar, hitöld (element),
hitastillar, hitastýringar, rafhitarar til húshitunar
og flest annað til rafhitunar.
Við hjá Rafhitun erum sérfræðingar í öllu sem við
kemur rafhitun. Við bjóðum einungis úrvals tæki
sem hafa sannað sig með áralangri reynslu.
Rafhitarar fyrir heita potta
Kaplahrauni 19 • Hafnarfirði • Sími: 565 3265 • ww.rafhitun.is
íslensk
framleiðsla
í 25 ár
Hiti í bústaðinn
Atli Steinn Guðmundsson
skrifar frá Noregi
„Við Gísli bróðir minn vorum nán-
ustu aðstandendur hvor annars þótt
við höfum verið hálfbræður, ég á tíu
hálfsystkini,“ segir Gunnar Jóhann
Gunnarsson, sjómaður og ákærði í
Mehamn-málinu, en aðalmeðferð
þess er nú lokið fyrir héraðsdóm-
stólnum í Vadsø.
Féllst Gunnar á að bjóða blaða-
manni til sín í hámarksöryggis-
gæsludeild fangelsisins þar í bæ, þar
sem hann hefur setið frá því hann
var handtekinn 27. apríl í fyrra,
segja frá uppvexti þeirra Gísla Þórs
Þórarinssonar, erfiðum veikindum
móður þeirra, sjómennskunni, flutn-
ingnum til Noregs og draumi sínum
um að vera edrú og til staðar fyrir
börnin sín eftir voðaatburðinn í
fyrra sem lyktaði með dauða Gísla
Þórs.
Mamma var rosalega góð kona
„Móðir mín var með sex afbrigði
af geðsjúkdómum og var inn og út af
Kleppi og geðdeild Landspítalans.
Hún átti sér engan afbrotaferil, ég
held að hún hafi misst bílprófið
reyndar einhvern tímann þegar hún
keyrði út af í einhverju maníukasti.
En mamma var rosalega góð kona,
ég elskaði hana mjög heitt. Hins
vegar var það þannig að í fjölskyld-
unni var hver höndin upp á móti
annarri vegna veikinda hennar,“
segir Gunnar.
Hafi hann verið heppinn að eiga
föður sem hætti að drekka árið 1986
og ól hann upp við öryggi. „Pabbi
hugsaði rosalega vel um mig, það
var alltaf til matur í ísskápnum og
allt til alls,“ rifjar Gunnar upp. Þá
hafi þeir Gísli hálfbróðir hans verið
mjög nánir. „Hann var náttúrulega
fimm árum eldri en ég, hann var
stóri bróðir minn og passaði alltaf
upp á mig. Við gerðum alltaf allt
hvor fyrir annan.“
Sagði oft alls konar hluti
Skólabekkurinn freistaði lítið og
gekk Gunnari afleitlega í skóla.
Hann gekk út úr miðjum 10. bekk og
sjómannsferillinn hófst.
„Ég er alkóhólisti,“ sagði Gunnar
við skýrslugjöf á mánudaginn í síð-
ustu viku og játaði í kjölfarið að sér
væri fullkunnugt um að hann væri
erfiður, hann væri hávær og hvatvís.
„Ég sagði oft alls konar hluti sem ég
meinti ekki þegar ég var að drekka,“
viðurkenndi Gunnar Jóhann fyrir
héraðsdómendum.
Frásögnin snerist um hluta hjóna-
bands þeirra Elenu Undeland, sem
lauk með skilnaði, og um leið að-
draganda þess að Gunnar kom á
heimili hálfbróður síns, frávita af
bræði, morguninn örlagaríka, en
fyrir héraðsdómi liggur nú að
ákveða hvort það, sem þar gerðist,
hafi verið af ásetningi eða gáleysi.
„Mér finnst alveg ömurlegt hvern-
ig ég brást öllum, systkinum mínum
og eins þeim sem elskuðu Gísla og
vinum hans. Sumir í fjölskyldu minni
munu aldrei tala við mig aftur og það
er mér ákaflega þungbært,“ segir
Gunnar.
Þarf einhvern tímann að
setjast niður með börnunum
Hann ber samföngum og starfs-
fólki fangelsisins vel söguna og
kveðst hafa fengið mikla faglega
hjálp innan múranna.
„Ef ég hins vegar rifja upp fyrstu
dagana mína hérna inni þá finnst
mér eiginlega ótrúlegt að ég sitji
hérna núna og tali við þig. Ég hugs-
aði ekki um annað en að taka mitt
eigið líf þessa fyrstu daga.“
Helsta markmið Gunnars nú og til
frambúðar sé að vera edrú og til
staðar fyrir börn sín. „Einhvern tím-
ann kemur sá dagur að ég þarf að
setjast niður með börnunum mínum
og útskýra fyrir þeim hvað gerðist í
Mehamn 27. apríl 2019.“
Morgunblaðið/Atli Steinn Guðmundsson
Ákærður Gunnar Jóhann Gunnarsson, til hægri, ásamt Bjørn Gulstad verjanda á hámarksöryggisgæsludeildinni.
Markmiðið núna að
vera edrú og til staðar
„Mér finnst alveg ömurlegt hvernig ég brást öllum“
Viðtalið í heild sinni
verður birt á mbl.is.
mbl.is
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Nýleg rannsókn ástralskra og ís-
lenskra vísindamanna á vegum
RMIT-háskólans í Melbourne í
Ástralíu sýnir með óyggjandi hætti
að tengsl eru á milli kæfisvefns og
alzheimersjúkdómsins. Frétt þess
efnis birtist á heimasíðu háskólans í
gær (www.rmit.edu.au/news/all-
news/2020/sep/sleep-apnea-alzheim-
ers) í kjölfar birtingar á niðurstöð-
um rannsóknarinnar í alþjóðlega
vísindaritinu SLEEP.
Stephen R. Robinson prófessor
fer fyrir rannsókninni en aðrir vís-
indamenn eru Jessica E. Owen,
Bryndís Benediktsdóttir, Elizabeth
Cook, Ísleifur Ólafsson og Þórarinn
Gíslason. Rannsóknin byggist á um
300 íslenskum heilasýnum einstak-
linga með kæfisvefn á mismunandi
háu stigi.
Stephen Robinson segir að rann-
sóknin renni enn frekari stoðum
undir þá kenningu að kæfisvefn geti
stuðlað að alzheimer. Fólk með
kæfisvefn á miðjum aldri sé líklegra
en þeir sem séu ekki með kæfisvefn
til að þróa með sér alzheimer þegar
það verði eldra. Alzheimersjúkling-
ar séu líklegri til að hafa kæfisvefn
en jafnaldrar þeirra án alzheimer.
Þetta er í fyrsta sinn sem heila-
skemmdir í fólki með kæfisvefn
greinast eins og heilaskemmdir hjá
fólki með alzheimer, en rannsóknir
hafa áður bent til tengsla þessara
sjúkdóma.
Stephen Robinson segir að niður-
stöðurnar séu mikilvægar í þróun
meðhöndlunar alzheimersjúkdóms-
ins og hugsanlega hvernig megi
koma í veg fyrir hann.
Fram kemur að yfir 936 milljónir
þjáist af kæfisvefni í heiminum og
allt að 30% eldri borgara. Um 25%
30 ára og eldri ástralskra manna
séu með kæfisvefn á einhverju stigi.
Allt að 70% fólks með heilabilun
séu með alzheimer og áhættan á að
fá sjúkdóminn aukist með aldrinum.
Þurfa frekari rannsóknir
Þórarinn Gíslason segir að rann-
sóknin styrki fyrri vísbendingar um
samband kæfisvefns og alzheimer
en bendir á að hvorttveggja séu
mjög algengir sjúkdómar hjá þeim
sem séu eldri. Alls ekki sé unnt að
setja samasemmerki á milli og
draga of miklar ályktanir. Til þess
þurfi frekari rannsóknir og marg-
víslegar dýratilraunir séu í gangi
hjá þessum alþjóðlega vísindahópi.
„Í klínísku starfi hittum við ein-
staklinga með „heiladrunga“, ein-
beitingarskort og fleiri byrjunar-
einkenni alzheimer og heyrum þá
svo lýsa gjörbreyttri líðan þegar
meðferð kæfisvefns er hafin með
svefnöndunartæki,“ segir hann og
bætir við að hjá öðrum með langt
genginn alzheimersjúkdóm virðist
meðferðin oftast litlu breyta. „Vafa-
laust eru einstaklingar sem þola
sérlega illa þá truflun á svefni sem
gerist í kæfisvefni. Við þurfum að
leita leiða til að finna þá í tíma og
meðhöndla. MOSA-rannsóknin, sem
við erum að fara af stað með og
greint var frá í Morgunblaðinu fyr-
ir helgi metur vitsmunagetu fyrir
og eftir sex mánaða meðferð með
svefnöndunartæki. Hún hjálpar
okkur vonandi hænuskref fram á
við.“
Tengsl milli kæfisvefns og alzheimer
Nýleg rannsókn ástralskra og íslenskra vísindamanna vekur athygli Vonir bundnar við næstu skref
Ljósmynd/Thinkstock
Svefnrannsóknir Nýleg rannsókn með þátttöku Íslendinga vekur athygli.
Fjórar hópuppsagnir hafa verið til-
kynntar Vinnumálastofnun í mánuð-
inum. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri
Vinnumálastofnunar, staðfesti þetta
í gær í samtali við mbl.is. Þrjú fyrir-
tækjanna eru í ferðaþjónustu en það
fjórða í byggingargeiranum. Alls
missa 149 vinnuna í hópuppsögnun-
unum.
Eitt þeirra er bílaleigan Hertz.
Sigfús Bjarni Sigfússon forstjóri
staðfestir í samtali við Morgunblaðið
að 66 starfsmönnum bílaleigunnar
hafi verið sagt upp störfum fyrir
helgi. Uppsagnirnar hafi verið nauð-
synlegar vegna tekjusamdráttar
fyrirtækisins og óvissu fram undan
vegna kórónuveirufaraldursins.
Vonast hann til að geta endurráðið
starfsfólkið sem fyrst.
Starfsfólk hefur að undanförnu
nýtt hlutabótaleið stjórnvalda en
hún rennur út í lok næsta mánaðar.
Nú tekur við uppsagnarfrestur
starfsfólks, sem er að jafnaði þrír
mánuðir, en á þeim tíma greiðir ríkið
85% af launum, hafi fyrirtæki orðið
fyrir að lágmarki 75% tekjusam-
drætti vegna kórónukreppunnar.
Óskar eftir gjaldþrotaskiptum
Stjórn Íslensku auglýsingastof-
unnar hefur óskað eftir því að félagið
verði tekið til gjaldþrotaskipta. Við
gjaldþrotið missa allir 25 starfs-
mennirnir vinnuna en þeir teljast þó
ekki með í tölum Vinnumálastofnun-
ar þar sem ekki er um eiginlega upp-
sögn að ræða.
Alls munu því a.m.k. 175 missa
vinnuna í hópuppsögnum í septem-
ber, en til samanburðar var 284 sagt
upp í hópuppsögnum í ágúst.
Hjalti Jónsson framkvæmdastjóri
segir að það hafi verið þungt högg
fyrir félagið í upphafi árs þegar Ice-
landair og dótturfélög þess hættu
viðskiptum við stofuna, en fyrirtækið
samdi við aðra auglýsingastofu,
Hvíta húsið. Icelandair og tengd fé-
lög hafi staðið undir 30-35 prósent-
um af tekjum stofunnar. Við það
bætast áhrif kórónuveirufaraldurs-
ins, sem juku enn á samdráttinn.
Aðspurður segir Hjalti að félagið
hafi alla tíð staðið í skilum við starfs-
menn; engar skuldir séu vegna
launa, launatengdra gjalda, lífeyris-
og stéttarfélagsgreiðslna „fyrr en þá
þær sem kæmu til greiðslu um þessi
mánaðamót“.
Alls munu því minnst 175 missa
vinnuna í hópuppsögnum í mánuðin-
um, en til samanburðar var 284 sagt
upp í hópuppsögnum í síðasta mán-
uði.
Missa vinnuna í
hópuppsögnum
Íslenska auglýsingastofan gjaldþrota