Morgunblaðið - 30.09.2020, Blaðsíða 25
MENNING 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 2020
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
AÐRAR MYNDIR Í
SÝNINGU:
* Harry Potter
* Hvolpasveitin (ísl. tal)
* The Secret :
Dare to dream
* The New Mutants
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
Frábær ný teiknimynd fyrir
alla fjölskylduna.
FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS
Nýjasta Meistaraverk
Christopher Nolan
★ ★ ★ ★ ★
★ ★ ★ ★ ★
★ ★ ★ ★ ★
The Guardian
The Times
The Telegraph
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
AF LISTUM
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Leikhópurinn LalaLab frum-sýndi fyrr í þessum mánuði íTjarnarbíói fjölskyldusýn-
inguna Tréð eftir Agnesi Wild og
Söru Martí Guðmundsdóttur í leik-
stjórn höfunda. Sýningin, sem er
hluti af Listahátíð í Reykjavík 2020,
var upphaflega á dagskrá í vor en
frestaðist vegna kórónuveirufarald-
ursins sem nú gengur yfir heims-
byggðina og sett hefur daglegt líf
margra úr skorðum.
Í upphafi verks kynnumst við
drengnum Alex og fjölskyldu hans
sem býr í ónefndu landi þar sem auð-
veldlega má rækta sítrónur úti við. Í
heimilisgarðinum stendur sítrónutré
sem fylgt hefur fjölskyldunni í marg-
ar kynslóðir og veitt henni mikil-
væga næringu. Eftir stutta kynn-
ingu kemur heilmikill jarðskjálfti
sem jafnar heimili fjölskyldunnar við
jörðu og skilur Alex eftir einan og
yfirgefinn, en hann var einn úti í
garði þegar skjálftinn gekk yfir og
bjargaðist því. Grein af sítrónutré
fjölskyldunnar er það eina sem hann
hefur með sér þegar hjálparsveit
bjargar honum. Fyrsti viðkomustað-
urinn er í hjálparbúðum í miðri eyði-
mörk. Fljótlega kemst Alex að því að
afleggjarinn hans þrífst ekki í þeim
jarðvegi og veðurfari sem þar ríkir.
Til að bjarga sítrónutrénu sínu legg-
ur hann því upp í leiðangur með við-
komu í stórborginni og myrkum
skógi áður en hann loks finnur sama-
stað þar sem tréð er fært um að
skjóta rótum og blómstra á ný,
drengnum til mikillar ánægju.
Auðvelt er að sjá afleggjara
sítrónutrésins sem myndlíkingu
fyrir menninguna, fortíðina og sög-
una í heimalandi Alex sem hann vill
fyrir engan mun glata. Drengurinn
hefur eðlilega þörf fyrir að rækta
tengslin við uppruna sinn, enda eru
þeir sem þekkja fortíðina og skilja
nútímann öðrum hæfari til að skapa
framtíðina, eins og Gunnar Dal
heimspekingur og skáld komst að
orði. Höfundar verksins vinna vel
með ótta Alex og áhyggjur þar sem
hann spyr sig iðulega spurninga sem
byrja á „Hvað ef …?“ og ímyndar sér
auðveldlega allt hið versta þegar ekki
nýtur leiðsagnar og umhyggju full-
orðins einstaklings sem lætur sér
annt um velferð hans.
Sýningin Tréð er ekki aðeins sögð
með hefðbundnum meðölum leikhúss-
ins heldur leika útklipptar teikni-
myndir úr smiðju Elínar Elísabetar
Einarsdóttur stórt hlutverk í útfærsl-
unni. Myndir Elínar eru tjáningar-
ríkar í einfaldleika sínum og dúkku-
lísur persóna njóta sín vel í samspili
við módelleikmyndina. Leikararnir
Kjartan Darri Kristjánsson og
Elísabet Skagfjörð miðla sögunni
með hjálp um 200 úrklippna sem þau
setja inn fyrir framan myndavél og er
myndefninu varpað upp á stóran skjá.
Útfærslan minnir um margt á teikni-
mynd, ekki síst þar sem stór hluti
sögunnar er fyrirfram upptekinn og
spilaður í hljóðkerfi salarins. Þar
mæðir mest á Óðni Benjamin Munthe
sem ljær Alex rödd sína með fram-
úrskarandi hætti og tekst að miðla
bæði gleði og sorg með áhrifaríkum
hætti. Stór hópur leikara talar fyrir
persónur verksins og gerir það mjög
vel. Hljóðmynd Stefáns Arnar Gunn-
laugssonar var sérlega vel heppnuð
og tónlist Sóleyjar Stefánsdóttur, sem
hún flutti sjálf á sviðinu, þjónaði
stemningu verksins vel. Leikmynd
Evu Bjargar Harðardóttur og lýsing
Inga Bekk og Kjartans Darra mynd-
uðu einnig góðan ramma um söguna.
Reglulega var teiknimyndin á
skjánum brotin upp með leiknum sen-
um á sviðinu þar sem Kristján Darri
var í hlutverki Alex og Elísabet túlk-
aði Mónu, systur hans. Bæði fóru þau
vel með hlutverk sín. Á sama tíma var
þeim nokkur vorkunn að þurfa að
keppa við skjáinn sem miðil, því eðli
málsins samkvæmt er skjárinn mun
frekari á athygli.
Eftir stendur samt að Tréð er
metnaðarfull og falleg sýning þar sem
sjónum er beint að stöðu flóttabarna
sem eru sérlega viðkvæmur hópur.
Stuttu eftir frumsýninguna vorum við
minnt á hversu krefjandi og hættu-
legar aðstæður barna á flótta eru þeg-
ar sex manna fjölskylda fór í felur af
ótta við hvað biði þeirra væru þau
send til heimalands síns. Þau hafa nú
fengið dvalarleyfi hérlendis á grund-
velli mannúðarsjónarmiða og geta
vonandi hlúð að sínu sítrónutré á
sama tíma og þau halda áfram að
aðlagast íslensku samfélagi og auðga
það.
Hvað ef …?
Vörpun „Reglulega var teiknimyndin á skjánum brotin upp með leiknum senum á sviðinu,“ segir í rýni um Tréð.
Meira en 5.000 manns, og þar á
meðal menntamálaráðherra
Frakka, hafa undirritað áskorun til
Macrons Frakklandsforseta þess
efnis að hann láti færa jarðneskar
leifar skáldanna Pauls Verlaines
(1844-1896) og Arthurs Rimbauds
(1854-1891) í heiðursgrafreitinn í
Panthéon í París. Félagarnir teljast
meðal merkustu skálda síns tíma og
voru elskendur um skeið en sam-
bandið endaði er Verlain skaut á
Rimbaud og sat inni fyrir það í tvö
ár. Skoðanir eru afar skiptar um
það hvort flytja eigi líkamsleifar
skáldanna og eru ættingjar þeirra
til að mynda á móti því.
Skáldbræður Paul Verlain og Arthur Rim-
baud meðan allt lék í lyndi í sambandinu.
Vilja fá skáldin
flutt í Panthéon
Í bókakaffi Borg-
arbókasafnsins í
Gerðubergi í
kvöld, miðviku-
dagskvöld, kl. 20
munu Chanel
Björk Sturludótt-
ir, Jelena Ciric
og Mars Proppé
ræða um bók-
menntir í póli-
tísku samhengi.
Í tilkynningu segir að í kjölfar
Black Lives Matter-byltingarinnar
hafi stóraukist sala á bókum sem
fjalla um kynþáttafordóma. Í því
sambandi verður velt upp spurn-
ingum eins og hvort nóg sé að lesa
bara bók? Og hvaða bók á þá að
lesa? Hver er munurinn á fræðibók-
um í þessu samhengi, ævisögum og
skáldsögum höfunda sem tilheyra
jaðarhópum?
Bókmenntir í póli-
tísku samhengi
Chanel Björk
Sturludóttir