Morgunblaðið - 30.09.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.09.2020, Blaðsíða 20
20 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 2020 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 |eirvik.is | Opið virka daga10-18 – 3 tæki í einu og mögulegt að breyta samsetningu ryksugu eftir þörfum – Allt að 60 til120 mínútna samfelldur gangtími – Breiður ryksuguhaus sem hentar fyrir allar gerðir gólfefna Skaftryksuga frá Miele með Li-ion rafhlöðu Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú þráir að kaupa einhvern óþarfa í dag en ættir að láta það vera. Njóttu þess að gera eitthvað skemmtilegt með fjöl- skyldunni. 20. apríl - 20. maí  Naut Finnist þér að gengið hafi verið á rétt þinn skaltu sýna festu og rétta þinn hlut. Leggðu drög að því að komast í gott ferða- lag. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Ást við fyrstu sýn er möguleiki og þú nýtur þess að daðra við einhvern ókunnugan. Hlustaðu á þína innri rödd í kvöld. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú beygir og sveigir fram hjá hindr- ununum og hefur kraftinn sem þarf til þess að brjóta niður veggi. Gerðu þér dagamun með þeim sem þú elskar. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ert kappsfullur með áhuga á mörg- um sviðum og átt auðvelt með að laða fólk til samstarfs. Nýttu þér sköpunargáfu þína til góðra verka. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þegar elskunni þinni líður vel, líður þér vel svo gerðu vel við hana. Þar sem þú ert yfirmáta ánægður með það sem þú færð, færðu jafnvel meira til baka. 23. sept. - 22. okt.  Vog Samstarfsmaður, sem þú hefur svo sem ekki veitt neina athygli, leitar til þín með vandasamt mál. Leyfðu öðrum að njóta sín undir leiðsögn þinni. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Við erum öll forrituð til að gera hlutina á vissa vegu. Einbeittu þér að því að halda þér á floti í ölduróti næstu daga. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú þarft að vinna í því að ná tökum á tilfinningum þínum. Farðu þér hægt því þá munt þú ekki lenda í neinum vandræðum síðar meir. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er kominn tími til að hitta gömlu félagana, endurnýja kynnin og rifja upp góðar minningar. Þú þarft að hugsa um sjálfan þig og láta annarra hagsmuni róa. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þetta er góður dagur til þess að fást við reikninga, skuldir og tryggingamál. Notaðu næstu daga í skipulagsvinnu fyrir veturinn. 19. feb. - 20. mars Fiskar Ástvinir þínir eru þurftafrekir í dag. Láttu það ekki slá þig út af laginu þó að í mörg horn verði að líta. Í þrjátíu ár búinn að þrauka og þráfalt við skriftir að bauka, hann Bjarni sem er niður á Bakka með blaðaútgáfu og krakka. Ekki verður skilist við afmælis- barnið án þess að nefna hennar kærustu vini, kettina, sem tilheyrt hafa fjölskyldunni með öllum þeim mannréttindum sem tvífætlingar heimilisins hafa og nokkru meiri þó. Af einstökum frægðarköttum má nefna Tóbías hinn göldrótta, hina aðalbornu Jósefínu og sjálfan Lúsí- fer sem varðveitti dyn kattarins. Frægastur allra þessara katta er þó núverandi heimilisköttur í Heið- arbrúninni, glæpakötturinn Mongús sem hefur fyrir þolinmæði húsráðenda snúið af villu síns vegar og telst nú mesti fyrirmyndarborg- ari Hveragerðisbæjar. Fjölskylda Eiginmaður Ingibjargar er Hörð- ur Vignir Sigurðsson garð- yrkjubóndi, f. 1934. Foreldrar hans voru Kristín Björnsdóttir, f. 1913, d. 1960, húsfreyja í Reykjavík og Sigurður Benediktsson, f. 1905, d. 1983, póstafgreiðslumaður og list- ógrynni af hannyrðum og sauma- skap. Þá er afmælisbarnið mikil bókakona og hefur í áratugi fylgst vel með í íslenskum bókmennta- heimi þar sem ljóðskáldin hafa mörg átt dyggan lesanda. Ingibjörgu er létt að kasta fram vísum. Þegar yngri sonur hennar Bjarni varð þrí- tugur á jólum 1991 orti móðirin á af- mæliskort. Bjarni var þá þriggja barna faðir, gaf út Bændablaðið og bjó á Eyrarbakka. I ngibjörg Bjarnadóttir fædd- ist í vesturbænum á Drumboddsstöðum í Biskupstungum 30.9. 1940. Árið 1941 flutti fjölskyldan í Hveragerði í hús sem hlaut nafnið Bláfell. Bjarni, faðir Ingibjargar, var verkamaður í Hveragerði og ná- grenni. Móðirin, Rósa, steikti klein- ur og bakaði flatkökur fyrir versl- anir á staðnum, skúraði í Kaup- félaginu og stjórnaði stóru heimili. Auk foreldra Ingibjargar dvaldi Jór- unn, móðir Rósu, á heimilinu um lengri og skemmri tíma. Ingibjörg var þriðja í aldursröð sjö barna í Bláfelli. Eftir grunnskóla vann Ingibjörg á saumastofunni Magna í Hveragerði og seinna á Garðyrkjuskólanum á Reykjum þar sem hún kynntist manni sínum Herði. Þau giftu sig haustið 1958 og hófu árið eftir bú- skap í Reykholti í Biskupstungum þar sem þau tóku á leigu garð- yrkjustöð. Þau fluttu aftur í Hvera- gerði 1961 þar sem þau byggðu upp garðyrkjustöð við Þelamörk sem seinna nefndist Borg. Vorið 1964 fluttu þau Ingibjörg og Hörður aftur upp í Biskupstungur og byggðu þá upp garðyrkjubýlið Lyngás sem varð þeirra starfsvett- vangur og heimili í fjóra áratugi. Fyrstu árin leigðu þau gamalt íbúð- arhús í Hveratúni en afmælisbarnið teiknaði sjálf íbúðarhúsið í Lyngási sem nágranni þeirra Guðmundur Indriðason byggði árið 1967. Skóg- rækt, landgræðsla og öll ræktun var sameiginlegt áhugamál þeirra hjóna. Lyngáslóðin varð í höndum þeirra að ævintýraskógi barna og barna- barna sem dvöldu um lengri og skemmri tíma í þessari einstöku og veðursælu vin. Við starfslok fluttu hjónin aftur í Hveragerði. Í Biskupstungum tók Ingibjörg þátt í margs konar félagsstarfi. Hún var um árabil formaður Kvenfélags Biskupstungna, aðstoðaði við kirkju- starf í Skálholti og tók þátt í nefnd- ar- og félagsstörfum. Ingibjörg er kvenréttindakona og tók þátt í fundahaldi og umræðu þar um þeg- ar færi gáfust. Hún mætti ásamt fjölda kvenna úr Tungunum á Lækj- artorg á kvennafrídeginum 24. októ- ber 1975. Á áttunda áratug 20. aldar ráku hún og grannkonur hennar fé- lagsmiðstöð fyrir krakkana í Laug- arási. Fengu þær til starfsins afnot af aflögðu mjólkurhúsi við Laugar- ásbæinn. Þar inni kenndi hún börn- um meðal annars myndaframköllun og fleira nytsamlegt. Ingibjörg er framúrskarandi hannyrðakona og eftir hana liggur Ingibjörg Bjarnadóttir húsfreyja og garðyrkjubóndi – 80 ára Yngsta barnabarnið Ingibjörg hér með yngsta afkomandann, Áslaugu Thorlacius Gunnlaugsdóttur, í skírnarkjól sem hún saumaði upp úr eigin fermingarkjól fyrir 60 árum síðan. Að baki sést í ættföðurinn Hörð. Kjarnakonan í Hveragerði Elsta barnið Ingibjörg sést hér með frumburðinn Atla Vilhelm, f. 1960. Til hamingju með daginn Eyrarbakki Aldís Jóhannsdóttir fæddist 25. nóvember 2019 kl. 11:46. Hún vó 3.740 g og var 51 cm löng. For- eldrar hennar eru Jóhann og Eydís Hauksdóttir. Nýr borgari 30 ára Logi ólst upp á Akureyri en býr núna í Reykjavík. Logi er kvikmyndagerð- armaður og er núna að vinna við sjón- varpsþáttaseríuna Vin- áttu. Logi hefur mikinn áhuga á langhlaupum og æfir með ÍR. Hann hefur æft undanfarin 4 ár, en var í frjálsum íþróttum þegar hann var ung- lingur. Maki: Arna Katrín Hauksdóttir, f. 1990, lyfjafræðingur hjá Landspítalanum. Dóttir: Marín Logadóttir, f. 2018. Foreldrar: Ingimar Guðmundsson, f. 1963, sjúkraþjálfari í Dalvík og Elín Sig- urborg Harðardóttir, f. 1966, næring- arráðgjafi á Húsavík. Logi Ingimarsson 30 ára Sigrún ólst upp í Kópavogi og býr þar enn. Hún er heimavinnandi hús- móðir sem stendur, enda með tvö lítil börn heima. Helstu áhuga- mál hennar er sam- vera með fjölskyldunni og hesta- mennska sem hún ólst upp við hjá foreldrum sínum. Maki: Guðmundur Óli Blöndal, f. 1989, lögfræðingur hjá Seðlabankanum. Börn: Emelía Myrra, f. 2018 og Sigurður Óli, f. 2020. Foreldrar: Sigurður Leifsson, f. 1955, pípulagningameistari og Hallfríður Ólafs- dóttir, f. 1958, leikskólakennari. Þau búa í Kópavogi. Sigrún Ýr Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.