Morgunblaðið - 30.09.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 2020
Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is
Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta
Sérhæfð þjónusta fyrir
544 5151
tímapantanir
Bíljöfur ehf er stoltur aðili að kynna aðgerðir ríkisstjórnarinnar
ALLIR VINNA sem felur í sér endurgreiðslu á VSK
af vinnulið einkabifreiða
Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992
Allar almennar
BÍLAVIÐGERÐIR
Getum sótt og skilað bílum
á höfuðborgarsvæðinu
Ómar Friðriksson
Viðar Guðjónsson
Kjarasamningar á almennum vinnu-
markaði, lífskjarasamningarnir,
munu gilda áfram í það minnsta í ár
til viðbótar en þeir koma næst til end-
urskoðunar í september á næsta ári.
Framkvæmdastjórn Samtaka at-
vinnulífsins samþykkti samhljóða í
gær að samningarnir giltu áfram og
að atkvæðagreiðsla meðal aðildar-
fyrirtækjanna um uppsögn færi ekki
fram.
Ákvörðunin var tekin í framhaldi
af yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar fyrir
hádegi í gær um aðgerðir í átta liðum
sem eiga að stuðla að félagslegum og
efnahagslegum stöðugleika í
tengslum við lífskjarasamningana.
Áætlað er að heildarútgjöld ríkisins
vegna aðgerðanna geti numið allt að
25 milljörðum króna.
Í yfirlýsingu framkvæmdastjórnar
SA segir að heildarkostnaður fyrir-
tækja á almennum vinnumarkaði
vegna launahækkunarinnar sem
samningarnir kveða á um 1. janúar
næstkomandi nemi 40-45 milljörðum
króna og aðgerðir stjórnvalda komi
til með að milda þau áhrif. „Eftir sem
áður munu launahækkanirnar veikja
stöðu atvinnulífsins og mörg fyrir-
tæki þurfa að bregðast við þeim
kostnaði,“ segir í yfirlýsingu SA.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra segir að ákvarðanir um aðgerð-
ir stjórnvalda séu bæði teknar með
hliðsjón af bágri stöðu ferðaþjónust-
unnar en einnig séu þetta almennar
aðgerðir sem muni nýtast á vinnu-
markaði í heild. Markmiðið sé að
auka umsvif hagkerfisins. „Það skipt-
ir máli að horfa á þetta heildstætt og
auka umsvifin þannig að hægt sé að
fjölga störfum og að atvinnuleysi
verði ekki varanlegur vandi í okkar
góða samfélagi.“
Tryggingagjald lækkað
Meðal aðgerða stjórnvalda er
framlenging á heimild til fullrar end-
urgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu
til loka næsta árs og er áætlaður
kostnaður við hana átta milljarðar kr.
Ríkisstjórnin ákvað að milda áhrifin
af launahækkununum um næstu ára-
mót með því að lækka tryggingagjald
tímabundið til loka ársins 2021. Á
lækkun gjaldsins að jafngilda því að
það verði ekki tekið af samnings-
bundnum launahækkunum um ára-
mótin. Kostnaður við lækkunina
nemur um fjórum milljörðum. Í
þriðja lagi var samþykkt að veita
rekstraraðilum sem hafa orðið fyrir
verulegu tekjufalli vegna kórónu-
veirufaraldusins fjárstyrki. Alls á að
verja sex milljörðum til þessa. Veita á
skattaívilnanir til fjárfestinga og er
þá horft til þess að flýta afskriftum á
nýfjárfestingu, með áherslu á græna
umbreytingu og loftslagsmarkmið,
auk þess sem skoða á leiðir til að
hvetja almenning til kaupa á hluta-
bréfum. Auka á áherslu á nýsköpun
og matælaframleiðslu en ríkisstjórn-
in hefur ákveðið í tengslum við gerð
fjárlagafrumvarpsins að framlög til
nýsköpunarmála verði aukin um lið-
lega fimm milljarða frá yfirstandandi
ári. Hrinda á í framkvæmd úrbótum í
skipulags- og byggingarmálum og í
yfirlýsingunni er lofað umbótum á líf-
eyriskerfinu og á framtíðarumhverfi
kjarasamninga og á vinnumarkaði.
Loks er því lýst yfir að frumvörp til
starfskjaralaga, til húsaleigulaga, til
laga um breytingar á gjaldþrota-
skiptum (kennitöluflakki) og til
breytinga á lögum um vexti og verð-
tryggingu verði lögð fram á haust-
þingi.
Spurður hvort komið hafi til álita
að lækka tryggingagjaldið meira
sagði Bjarni Benediktsson fjármála-
og efnahagsráðherra að það væri
mjög dýr aðgerð. „Okkur er mjög
þröngt sniðinn stakkur til þess að
lækka tryggingagjaldið vegna þess
að réttindin sem tryggingagjaldið á
að fjármagna taka mikið meira til sín.
Við höfum t.d. hækkað greiðslur í
fæðingarorlofi þannig að við greiðum
19 milljarða út í fæðingarorlof á
næsta ári en það voru 10,5 milljarðar
þegar ríkisstjórnin tók við,“ sagði
hann. ,,Sama gildir með atvinnuleys-
isbætur. Tryggingagjaldið fjármagn-
ar að hluta til atvinnuleysisbæturnar
og við vitum að atvinnuástandið hef-
ur versnað mikið, þannig að útgjöld
til þess málaflokks stóraukast, um
tugi milljarða. Þess vegna er ekki
einfalt að lækka gjaldið mjög mikið
en þessi lækkun er samt umtalsverð
og hún kemur í kjölfarið á lækkunum
sem hafa orðið skref af skrefi und-
anfarin ár.“
Févíti vegna launaþjófnaðar
Forystumenn í verkalýðshreyfing-
unni gagnrýndu ýmsar af aðgerðum
ríkisstjórnarinnar í gær. Í frétt frá
ASÍ segir að í yfirlýsingu ríkisstjórn-
arinnar skorti heildarsýn. Þá mót-
mælir ASÍ fyrirhugaðri lækkun
tryggingagjalds og fer einnig fram á
að samhliða yfirlýsingunni gefi
stjórnvöld út vilyrði um að hækka
grunnbætur atvinnuleysistrygginga.
Sett er fram krafa um að í frumvarpi
til starfskjaralaga verði kveðið á um
févíti vegna launaþjófnaðar. Drífa
Snædal, forseti ASÍ, sagðist eftir að
ákvörðun SA lá fyrir í gær vera því
fegin að samningarnir héldu.
Í yfirlýsingu Eflingar er lýst von-
brigðum með aðgerðapakkann. „Rík-
isstjórnin hefur látið Samtök at-
vinnulífsins beita sig hótunum um
uppsögn kjarasamninga, hótun sem
aldrei var innistæða fyrir. Fjöldi fyr-
irtækja um allt land er í ágætum
rekstri og ekki á þeim buxum að
hefja ófrið um allan vinnumarkaðinn.
Í stað þess að halda sjálfsvirðingu
sinni og verja hagsmuni almennings
lætur ríkisstjórnin neyða sig til að
ausa enn meira fé úr sjóðum hins
opinbera til efnafólks og stöndugra
fyrirtækja,“ segir m.a. í yfirlýsing-
unni.
Í umfjöllun framkvæmdastjórnar
SA í gær er farið yfir hugmyndir sem
SA lagði fyrir verkalýðshreyfinguna,
sem hafi hafnað þeim öllum umræðu-
laust. „Sú staða þvingaði Samtök at-
vinnulífsins til að leita samstarfs við
stjórnvöld um mótun sameiginlegra
viðbragða við gerbreyttri stöðu at-
vinnulífsins frá því þegar lífskjara-
samningurinn var undirritaður fyrir
rúmu ári.“
Lífskjarasamningar halda lífi
Ríkisstjórnin kynnti átta aðgerða pakka Framkvæmdastjórn SA samþykkti samhljóða að kjara-
samningarnir giltu áfram Tryggingagjald lækkað tímabundið og átakið „Allir vinna“ framlengt
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Við Ráðherrabústaðinn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti aðgerðir ríkisstjórnarinnar að loknum ríkisstjórnarfundi skömmu fyrir hádegi í gær.
Stöðugleikaaðgerðir ríkisstjórnarinnar
1 „Allir vinna“framlengt
2 Tímabundin lækkun tryggingagjalds
2 Fjárstuðn-ingur við
rekstraraðila
sem orðið hafa
fyrir verulegu
tekjufalli vegna
faraldursins
4 Skattaívilnanirtil fjárfestinga
5 Aukin áhersla á nýsköpunog matvælaframleiðslu
6 Úrbætur á skipulags-og byggingarmálum
7 Umbætur á lífeyriskerfi nu
og á vinnumarkaði
8 Frumvörp sem styðja lífskjara-
samninginn lögð fram
Heimild: Stjórnarráðið
Teikning: Hvíta húsið
Eitt leyfi til álaveiða var gefið út 2019 og var til-
kynnt um veiðar á tveimur álum. Leyfishafa var
heimilt að veiða í álagildru og á stöng á Suðaust-
urlandi og áætlaði að veiða 10-20 ála.
Þetta kemur fram í svari Kristjáns Þórs Júlíus-
sonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við
fyrirspurn Ingu Sæland á Alþingi um álaveiðar.
Samkvæmt reglugerð frá 2019 eru álaveiðar
bannaðar nema að fengnu sérstöku leyfi. Ekkert
leyfi hefur verið gefið út á þessu ári.
Í svarinu er byggt á upplýsingum frá Fiski-
stofu og Hafrannsóknastofnun. Meðal annars var
spurt hver árleg skráð veiði á ál hér á landi hefði
verið á árunum 2000-2020. Í svarinu kemur fram
að í gagnagrunn Hafrannsóknastofnunar og
Fiskistofu á árunum 2015-2019 hafi verið skráðir
0-6 álar árlega. aij@mbl.is
Tilkynnt var um veiðar á
tveimur álum á síðasta ári
Veiðarnar bannaðar
nema með sérstöku leyfi
Morgunblaðið/Heiddi
Áll Fyrir um áratug var reyktur áll á boðstólum á Sægreifanum.