Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 2020næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Morgunblaðið - 30.09.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.09.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 2020 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin HAUSTVÖRUR Glæsilegar komnar Túnikur • Bolir • Peysur Snyrtivörumerkin okkar eru: M a d e i n I c e l a n d Sextíumenningarnir voru velvilj-aðir þjóðþekktir menn sem unnu móðurmálinu og höfðu þess vegna áhyggjur af útsendingum Kanans á Miðnesheiði. Hugsanlega voru einnig á þeim lista þeir sem sáu rautt ef Kaninn kom við sögu.    Útvarpsstöðin þeirra dró ekkilangt en þó töluvert inn í þétt- býlið í kring og norður af. Ríkis- útvarpið, eins og það hét þá upp á ís- lensku, hafði að öðru leyti einokun á „öldum ljósvakans“.    Styrmir Gunnars-son ritstjóri, sem var einn 60- menninganna. er sem betur fer enn að og skrifar:    Það var áberandi í umræðum íSilfrinu í gær hvað „ensku- slettur“ voru algengar í umfjöllun um forsetakosningarnar í Banda- ríkjunum. Þeim fylgir gjarnan setn- ingin … „ef ég má sletta“. Svarið er nei.    Það getur ekki verið erfiðarafyrir Íslendinga að nota ís- lenzk orð frekar en ensk. Samt er það vaxandi að viðmælendur RÚV noti „enskuslettur“ í stað íslenzkra orða. Er ekki kominn tími á að gera átak í að útrýma þessum „ensku- slettum“?    Slíkt átak var gert framan af 20.öld við að útrýma „dönskuslett- um“ úr íslenzku máli. Nú er ís- lenzka orðið gangstétt notað um gangstéttir.    Sú var tíðin að talað var um „for-tov“ en ekki gangstéttir. RÚV ætti að ganga á undan með góðu fordæmi í þessum efnum.“ Styrmir Gunnarsson Fordæmisgjafi flaskar STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Tæplega 70 hjól voru seld á hjóla- uppboði lögreglunnar sem lauk á sunnudagskvöld. Ekki liggja fyrir heildarsölutölur en dæmi eru um að hjól hafi verið seld á allt að 60 þús- und krónur. Annað slíkt uppboð var haldið í júlí síðastliðnum þegar 103 hjól voru seld fyrir rúmlega 1,9 milljónir króna. Ágóðinn rennur í lögreglusjóð. Að sögn Þóris Ingvars- sonar hjá lögreglunni á höfuðborg- arsvæðinu eru dæmi þess að eig- endur hafi séð hjól sín á uppboði og náð að endurheimta þau áður en því lýkur. „Ef viðkomandi getur sýnt fram á eignarhald þá skilum við hjólinu. Við erum með pinterestsíðu þar sem við birtum öll reiðhjól og það fer síðan inn á lögregluvefinn. Allir óskila- munir birtast á pinterestsíðunni og svo á vef lögreglunnar undir aðstoð. Þar eru skartgripir, reiðhjól og hvaðeina annað. Við viljum ekkert frekar en að þetta skili sér til þeirra sem eiga þetta,“ segir Þórir. Hann segir stundum snúið fyrir fólk að sanna eignarhald sitt og að jafnvel þurfi að grípa til óhefðbund- inna leiða til að sanna það. „Ef ein- hver getur sagt að grátt teip liggi undir hnakknum eða rispa eða eitt- hvað slíkt, þá látum við það duga.“ vidar@mbl.is Tæplega 70 hjól seld á uppboði  Annað reiðhjólauppboðið á árinu  Dæmi um að eigendur sjái hjólin sín Morgunblaðið/Júlíus Af sem áður var Síðustu tvö reið- hjólauppboð hafa farið fram á netinu. LSR hefur sagt upp fjórum starfs- mönnum sem allir eru millistjórn- endur hjá sjóðnum. Í skriflegu svari Hörpu Jónsdóttur framkvæmda- stjóra við fyrirspurn Morgunblaðs- ins segir að uppsagnirnar séu í tengslum við skipulagsbreytingar. „Það er rétt að við sögðum í liðinni viku upp nokkrum starfsmönnum og tilkynntum samhliða nokkrar til- færslur á fólki innan LSR. Þetta er gert í tengslum við skipulagsbreyt- ingar,“ segir Harpa í svari sínu. Enn fremur kemur fram að ekki standi til að segja upp fleira fólki. Hún segir að undanfarið hafi verið unnið að stefnumótun næstu ára og niður- staða þeirrar vinnu hafi verið sú að leggja áherslu á stafræna þróun og- heildstæða þjónustu við sjóðfélaga. Við þessar áherslubreytingar hafi skipuritið breyst sem leitt hafi til uppsagna. vidar@mbl.is LSR segir upp fjór- um starfsmönnum  Breyting á skipuriti LSR  Áhersla lögð á stafræna þróun Morgunblaðið/Styrmir Kári LSR Fjórum starfsmönnum lífeyris- sjóðsins hefur verið sagt upp. Vegna fréttar í Morgunblaðinu í gær um grímunotkun á Landspítalanum vill Anna Sigrún Baldursdóttur, að- stoðarmaður forstjóra, árétta að ein- göngu starfsmenn Landspítalans, sem nota grímur spítalans og virða fjarlægðarmörk og passa upp á sótt- varnir, geta komist hjá sóttkví, eftir sérstakt mat rakningarteymis Landspítala. Þetta eigi ekki við um almenna notkun á grímum úti í sam- félaginu. ÁRÉTTING FRÁ LANDSPÍTALANUM VEGNA GRÍMUNOTKUNAR Aðeins starfsmenn geta sloppið við sóttkví

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 230. tölublað (30.09.2020)
https://timarit.is/issue/411569

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

230. tölublað (30.09.2020)

Aðgerðir: