Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 2020næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Morgunblaðið - 30.09.2020, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.09.2020, Blaðsíða 9
Árlega má rekja 1600–1800 beinbrot áÍslandi til beinþynningar en ætla máað önnur hver kona um fimmtugt og fimmti hver karl á Íslandi megi eiga von á broti síðar á lífsleiðinni. Beinþynning (e. Osteoporosis) er sjúkdómur sem ber að taka alvarlega en beinbrot verða þá við lítið álag og vegna áverka sem nægja að öllu jöfnu ekki til að brjóta heilbrigð bein. Kalk og D vítamín minnka líkur á beinbrotum vegna beinþynningar Fjöldi rannsókna gegnum tíðina hafa sýnt fram á að dagleg inntaka á kalki og D vítamíni getur dregið verulega úr líkum á beinbrotum vegna beinþynningar. Nýleg rannsókn leiddi í ljós að líkur á „beinþynningar-beinbrotum“ minnkaði um 15% prósent ef fólk tók inn 1.000 mg af kalki og 15 mcg (600 i.e.) af D vítamíni daglega. Inntaka á þessum næringarefnum skiptir því máli alveg frá fæðingu. Áhættuþættir Beinþynning hefst oft hjá konum við tíðahvörf en aðrir þættir sem við getum ekki haft áhrif á eru aldur, kyn og kynstofn. Þættir sem geta haft áhrif á beinþynningu eru t.d.:  Of grannt holdafar (vannæring)  Kalk- og/eða D-vítamínskortur  Reykingar  Hreyfingarleysi  Óhollir lífshættir Hreyfing styrkir beinin Beinvernd er mikilvæg alla ævi hvort sem einstaklingur hefur beinþynningu eða ekki. Nægileg kalk- og D-vítamín neysla, ásamt reglulegum líkamsæfingum er nauðsynleg til að fyrirbyggja beinþynningu. Hvað varðar hreyfinguna þá eigum við að hreyfa okkur alla daga og það þarf ekki að kosta neitt. Til að styrkja beinin þá eru þungaberandi æfingar bestar en þá er átt við æfingar þar sem við berum okkar eigin líkamsþyngd gegn þyngdaraflinu (göngur og skokk). Einnig er mjög gott að lyfta lóðum. Osteo Advance - fullkomin beinablanda Natures Aid hefur nú framleitt blöndu af vítamínum og steinefnum sem eru nauðsynleg til að viðhalda heilbrigðum beinum og tönnum. Kalk og magnesíum ásamt D-vítamíni, K2 vítamíni og sinki byggir upp og hjálpar til við að viðhalda heilbrigðum beinum. K-vítamín bindir kalk í beinum Næringarefnin, bæði vítamín og steinefni vinna saman í líkamanum og bæta þau hvort annað upp við að sinna þeirri vinnu sem þau eiga að gera. 99% af kalkinu í líkamanum er í beinunum og til þess að upptaka kalksins eigi sér stað er D-vítamín nauðsynlegt. Í einföldu máli er það D-vítamín sem sér um að taka kalkið úr blóðinu og K-vítamín (MenaQ7) sér svo um að kalkið bindist í beinunum. Sölustaðir: Heilsuhillur verslana, apótek og heilsubúðir. Beinvernd er mikilvæg alla ævi hvort sem einstaklingur hefur beinþynningu eða ekki. Nægileg kalk- og D-vítamín neysla ásamt reglulegum líkamsæfingum er nauðsynleg til að fyrirbyggja beinþynningu. 60 ára 70 ára40 ára Eitt af algengustu vandamálum stoðkerfisinseru eymsli í liðum. Mismunandi er í hvaðaliðum verkirnir eru en oft eru það hnéin eða fingurnir sem láta mest finna fyrir sér. Margir finna líka fyrir verkjum í mjöðmum, öklum eða öðrum liðum, en sama hvar er þá skal ávallt hafa í huga að kyrrseta er aldrei til bóta og það er ýmislegt hægt að gera til að láta sér líða betur. Leiðir til úrbóta Það er ýmislegt í lífsstílnum sem hefur áhrif á liðheilsu og því er um að gera að huga vel að ákveðnum þáttum sem geta haft jákvæð áhrif og jafnvel dregið úr eymslum. Þar ber helst að nefna mataræði og hreyfingu. Mikilvægt er að borða sem mest af hreinni fæðu og taka inn bæði D-vítamín og Omega-3. Þegar við tökum mataræðið í gegn getur það leitt til þess að við léttumst, sem er í flestum tilfellum jákvætt því ofþyngd reynir meira á liðina. Ofþyngd leiðir oft af sér hreyfingarleysi eða minni hreyfingu en annars og þannig myndast vítahringur þar sem þyngd, eymsli og hreyfingarleysi ýta undir hvert annað. Stundaðu hreyfingu við hæfi og styrktu vöðvana kringum liðina. Köld böð geta einnig hjálpað, en númer 1, 2 og 3 er að hafa mataræðið í lagi því það sem við látum ofan í okkur hefur ótrúlega mikil áhrifin á líðan okkar. Glúkósamín og kondrotín bætiefnablanda Glucosamine & Chondroitin Complex frá Natures Aid er vel samansett liðbætiefnablanda þar sem tekið er á fjölmörgum þáttum sem tengjast aumum liðum. Auk glúkósamíns inniheldur þessi bætiefnablanda kondtrótín súlfat sem er byggingarefni brjósks og geta þessi tvö efni því verið afar góð blanda fyrir liðina, en dagsskammtur inniheldur 1.000 mg af glúkósamíni og 200 mg af kondrótíni, ásamt engifer, túrmerik, C-vítamíni og rósaldin (rosehips). Engifer og túrmerik eru rætur sem hafa verið þekkt fyrir bólgueyðandi eiginleika sína og C -vítamín stuðlar að eðlilegri myndun kollagens fyrir eðlilega starfsemi brjósks. Líkaminn framleiðir sjálfur glúkósamín, en sú framleiðsla minnkar þó með aldrinum og því getur verið mikilvægt að taka inn glúkósamín þar sem það eykur framboð þess í líkamanum, sem þýðir að viðgerðarhæfni hans eykst umfram það sem annars væri mögulegt. Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna Eru eymsli í liðum að hrjá þig? Fullkomin blanda fyrir beinin „Samhliða heilbrigðu mataræði, réttri hreyfingu og að sjálfsögðu góðum svefni, getur blanda eins og Glucosamin & Chondroitin Complex nýst á jákvæðan hátt.“ Glúkósamín sem hefur verið eitt vinsælasta liðbætiefnið erlendis um langa hríð fæst nú í bætiefnaformi hér á landi og vinsældir þess færast sífellt í aukana. Talið er að glúkósamín auki viðgerðarhæfni líkamans og geti dregið úr eymslum í liðum. Beinvernd mikilvæg alla ævi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 230. tölublað (30.09.2020)
https://timarit.is/issue/411569

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

230. tölublað (30.09.2020)

Aðgerðir: