Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 2020næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Morgunblaðið - 30.09.2020, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.09.2020, Blaðsíða 13
13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 2020 Þrif Sólfarið, útilistaverk Jóns Gunnars Árnasonar við Sæbraut, var þrifið á dögunum, enda vissara að afstýra því að sjávarseltan nái undirtökunum. Eggert Engin mannanna verk eru fullkomin en sum eru betri en önn- ur, jafnvel miklu betri. Mörg eru svo gölluð að þau eru illa nothæf en engu að síður er hausn- um barið við steininn og „kerfið“ neitar að henda þeim á haugana. Ég hef lengi verið sannfærður um að fyr- irkomulag við skipan dómara eigi að vera opið og mynda jarðveg fyrir rökræður um dómstóla, dómafram- kvæmd og ekki síst um bakgrunn og fræðilega þekkingu þeirra sem sækjast eftir dómarastöðum. Engin frjáls þjóð getur afhent örfáum ein- staklingum vald til að skipa dómara – allra síst ef þeir þurfa aldrei að standa skil gjörða sinna gagnvart al- menningi. Andlitslausir valdamenn án ábyrgðar og utan aga opinberrar umræðu, mega því aldrei fá skip- unarvaldið. Með því verður til „sjálfsval vitringanna“. Nýr dómari tilnefndur Fyrir nokkrum dögum tilnefndi Donald Trump, forseti Bandaríkj- anna, konu til Hæstaréttar landsins í stað Ruth Bader Ginsburg sem lést 18. september síðastliðinn. Ginsburg hafði setið í Hæstarétti frá 1993 en Bill Clinton, fyrrverandi forseti, til- nefndi hana til starfa. Hún var önnur konan til að taka sæti í réttinum og varð áhrifamikill dómari sem naut virðingar innan sem utan réttarins. Hér verða deilur um tilnefninguna látnar liggja á milli hluta. Forsetinn og félagar hans í Repú- blikanaflokknum hafa verið gagnrýndir af andstæðingum fyrir að knýja skipan dómara við Hæstarétt í gegn nokkrum vikum fyrir kosningar. Þær deilur endurspegla pólitísk átök í aðdraganda for- setakosninga, sem eru ef til vill djúpstæðari en áður vegna auk- innar „pólaríseringar“ bandarísks samfélags. Fyrir leikmann er hins vegar áhugavert að fylgjast með skipan dómara við æðstu dómstóla í Banda- ríkjunum. Nokkrum dögum eftir til- nefninguna veit ég líklega meira um Amy Coney Barrett en flesta (ef ekki alla) íslenska dómara við Hæstarétt og Landsrétt (að ekki sé talað um héraðsdómara). Úr smiðju Scalia Amy Coney Barrett er 48 ára gömul, sjö barna móðir. Tvö barna hennar eru ættleidd og eitt er með þroskahömlun. Frá 2017 hefur hún verið dómari við umdæmisdómstól- inn í Chicago. Hún var áður prófess- or í lögum við Notre Dame- háskólann og er sérfræðingur í stjórnskipunarrétti. Sem kennari var hún vinsæl meðal nemenda og naut virðingar þeirra óháð pólitísk- um skoðunum þeirra. Eiginmaður hennar er Jesse M. Barrett, sem einnig er lögfræðingur, var saksókn- ari en er starfandi lögmaður og pró- fessor við Notre Dame og kennir refsirétt. Frá 1998 til 1999 var Amy aðstoð- arkona Antonin Scalia hæstaréttar- dómara sem lést árið 2016. Scalia var áhrifamikill dómari og lögspek- ingur sem hafði mikil áhrif á Amy sem segist sækja í smiðju hans. Scalia var fremstur þeirra sem telja að í lögskýringum eigi að segja það sem lögin þýða og túlka það sem þau segja. Það sé ekki hlutverk dómstóla að setja lög, heldur túlka þau. Per- sónuleg viðhorf dómara geti þar aldrei leikið hlutverk. Árið 2008 hélt Antonin Scalia er- indi í Háskóla Íslands. Af því tilefni skrifaði Jón Steinar Gunnlaugsson, þá dómari við Hæstarétt Íslands, um hugmyndir kollega síns í tímarit- ið Þjóðmál. Rætur skoðana Jóns Steinars og Scalia liggja í sama jarð- vegi lögfræðinnar. Báðir menn text- ans og orðskýringa. Hafna kenn- ingum þeirra sem halda fram svonefndum „lifandi“ eða „fram- sæknum“ skýringum á stjórnarskrá. Dómstólum sé ekki heimilt að telja að efni stjórnarskrár breytist frá einum tíma til annars í því skyni að uppfylla kröfur tíðarandans, eins og meirihluti manna skynji á hverjum tíma. Með því væru dómstólar að taka sér vald sem þeir hafa ekki. Kona textans Jón Steinar lýsti viðhorfi Scalia og þar með sínum eigin til stjórnar- skrár og til valdsviðs dómara: „Stjórnarskrá sé ætlað að veita borgurunum vernd gegn misbeit- ingu opinbers valds, þar með af hálfu þeirra sem fara með meiri- hlutavald á hverjum tíma. Það sé andstætt þessum tilgangi hennar að telja að dómstólar megi breyta merkingu ákvæða stjórnarskrár- innar eftir því hvernig vindar blási. Með því að beita slíkum aðferðum í dómsýslunni séu menn í raun og veru að vinna á þeirri vernd sem í stjórnarskránni felist, því þar séu borgararnir einmitt verndaðir gegn ríkjandi meirihluta hvers tíma. Það sé líka hlutverk lýðræðislega kjör- inna fulltrúa en ekki æviskipaðra dómara að breyta gildandi reglum. Til þess hafi þeir ekki umboð. Í reynd sé starfsemi þessara „aktífu“ dómara andlýðræðisleg, því þeir þurfi ekki að standa þjóðinni nein reikningsskil á meðferð sinni á því valdi sem þeir hafi tekið sér með þessum hætti.“ Amy Coney Barrett er kona text- ans og orðskýringanna með sama hætti og lærifaðir hennar. Fyrir vik- ið liggur hún undir ásökunum um að vera fulltrúi íhaldssamra viðhorfa. Hvort ætli þjóni frjálsum borgurum betur; að dómsvaldið sveiflist í takt við tíðarandann og vilja meirihlutans eða túlki lögin þannig að þau þýði þar sem þau segja? „Dómari verður að framfylgja texta laganna. Dóm- arar setja ekki lög og þeir verða að láta persónuleg sjónarmið víkja við úrlausn mála,“ sagði Barrett meðal annars þegar tilkynnt var um til- nefningu hennar. Óháð deilum um „lifandi lögskýr- ingar“, lagasetningarvald dómstóla, stranga túlkun textans og orðskýr- inga, þarf Barrett að koma fyrir laganefnd öldungadeildarinnar. Allir geta fylgst með „yfirheyrslu“ þing- manna yfir dómaraefninu. Meiri- hluti öldungadeildarinnar þarf síðan að staðfesta skipan hennar í Hæsta- rétt. Andlitslausir nefndarmenn Í samanburði við ferlið við skipan hæstaréttardómara í Bandaríkj- unum er skipan íslenskra dómara hulin ákveðnum leyndarhjúp. Í raun hefur skipunarvaldið verið falið hópi sérfræðinga sem vega og meta hvern þann sem sækist eftir emb- ætti. Hæfisnefnd andlitslausra ein- staklinga, sem sækja ekki umboð sitt til almennings og standa honum því engin reikningsskil, leggur lín- urnar. Fáir hafa hagsmuni af því að tor- tryggja niðurstöður nefndarinnar (nema þá þeir sem ekki hljóta náð fyrir augum nefndarmanna). Fjöl- miðlar líta ekki niðurstöður nefnd- armanna gagnrýnisaugum, en gefa sér að allt sé byggt á „faglegu áliti“. Fræðasamfélag lögfræðinga heldur sér til hlés. Pólitískt aðhald er ekk- ert. Agi sem fylgir opinberri um- ræðu er enginn. Niðurstaðan er sú að fáir utan þröngs hóps lögfræð- inga þekkja þá sem að lokum eru skipaðir dómarar. Sjálfsval heldur áfram. Hvort ætli þjóni réttarríkinu og frelsi borgaranna betur, að skipa dómara bak við luktar dyr eða undir kastljósi almennings, fræða- samfélagsins og fjölmiðla? Eftir Óls Björn Kárason » Í samanburði við ferlið við skipan hæstaréttardómara í Bandaríkjunum er skip- an íslenskra dómara hulin ákveðnum leyndarhjúp. Óli Björn Kárason Höfundur er alþingismaður Sjálf- stæðisflokksins. Utan aga opinberrar umræðu 2010 var erfitt ár á Íslandi og um haustið sprungu óþreyjan og erfiðleikarnir út m.a. með fjölmennustu mót- mælum fram að þeim tíma, hinn 1. október þegar Alþingi var sett. Þá komu meðal annars rútur fullar af fólki af Suðurnesjum á Aust- urvöll, frá því svæði á Íslandi þar sem efna- hagslægðin var þá dýpst. Skuldakreppan var svo ein- staklega víðtæk á Íslandi. Bæði fjöl- skyldufólk og fyrirtæki höfðu þegið gengistryggð lán í stórum stíl frá ís- lenskum bönkum og tekjufall og ógjaldfærni var almenn. Vandinn var svo flókinn og umfangið svo mikið að staðreynd er að ekkert ríki í heiminum hefur jafn umfangsmikla reynslu af úrvinnslu skuldavanda og Ísland frá síðustu kreppu. Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn heldur gögn um slíkt og á sínum tíma gaf hann út að ekkert ríki hefði sett saman jafn viðamiklar, víðtækar og fjölbreyttar aðgerðir til að aðlaga, leiðrétta og afskrifa skuldir. Fallnar kröfur hurfu af íslenskum efnahagsreikn- ingum snemma, öndvert við þróun bankavanda víða á evrusvæðinu. Ok- ið vék hratt þrátt fyrir stærð sína og þunga og mun fyrr en nokkur þorði að vona á Austurvelli 1. október 2010. Nú er aftur komið erfitt haust og Seðlabanki Íslands hefur í tvígang frá upphafi heimsfaraldursins gefið út skýrslur um fjármálastöðugleika sem beinlínis boða gjaldþrot fyrir- tækja. Í ljósi reynslu Íslendinga bæði af gjaldþrotum og af margháttuðum leiðum til að forðast þann mikla samfélagslega skaða sem fjölda- gjaldþrot leiða til vekur það undrun að Seðlabankinn vísi ekkert í auð- ugan reynslubanka íslensks sam- félags, því saga af- skrifta, greiðslujöfnunar, skuldaaðlögunar, end- urútreiknings vegna gengistrygginga, leið- réttinga, umboðs- manns skuldara o.s.frv. er margflókin en mjög mikilvæg. Dæmi um aðgerð sem fráleitt er annað en að skoða núna sem mögulega fyrirmynd nýrra aðgerða í þágu fyrirtækja sem sætt hafa tekjufalli er Beina brautin – víðtækt samkomulag um leiðir við úrvinnslu skuldamála lítilla og með- alstórra fyrirtækja. Sú aðgerð hófst 15. desember 2010. Undirrituð starfaði þá sem að- stoðarmaður efnahags- og við- skiptaráðherra, Árna Páls Árnason- ar, og kann þá sögu vel hvernig ráðuneytið hafði frumkvæði að því að kalla að borði alla aðila sem lagt gætu hönd á plóg til að forða Íslandi frá japönsku veikinni, algjörri kyrr- stöðu og engri fjárfestingagetu. Stórfyrirtækin áttu athygli bank- anna sem og Framtakssjóðs Ís- lands, en lítil og meðalstór fyrir- tæki, þá sem nú stærsti vinnu- veitandi landsins, möruðu hálf í kafi föst í skuldaflækjum sem eigendur fengu illa hreyft í viðskiptabönkum sínum. Níutíu prósent íslenskra fyrir- tækja eru lítil og meðalstór nú eins og þá. Aðilar samkomulagsins 2010 voru ráðuneyti efnahags- og fjármála, öll atvinnurekendasamtök landsins og fjármálafyrirtækin, þ.e. allir lánveit- endur. Samkomulagið náði til fyrir- tækja þar sem áframhaldandi rekst- ur var að mati fjármálafyrirtækis líklegastur til að tryggja hag kröfu- hafa, starfsmanna og eigenda. Skuldir gátu verið allt að milljarður króna. Biðlán gátu komið til, til þriggja ára án greiðslna á þeim tíma og á lágum vöxtum en til endurmats að árunum þremur liðnum. Ef eig- andi eða þriðji aðili var í ábyrgð fyr- ir skuldbindingu fyrirtækis skyldi fjárhæð ábyrgðar endurmetin á grundvelli greiðslugetu og eigna- stöðu ábyrgðar samhliða endur- skipulagningu fyrirtækis. Ríkis- sjóður og aðrir opinberir aðilar endurskoðuðu opinber gjöld og skattaskuldir með það fyrir augum að fresta greiðslum eða fella niður skuldir, sé það í hag allra hlutaðeig- andi aðila. Breytingar voru gerðar á lögum um vexti og verðtryggingu og skattalögum vegna aðgerðarinnar en lykilþáttur í afskriftastefnu ís- lenskra stjórnvalda var að líta ekki á niðurfelldar skuldir sem skatt- skyldar tekjur. Málsmeðferðarreglur voru skýr- ar, fyrirtækin fengu tilboð og það átti að gerast eins hratt og kostur var. Í maí 2011 höfðu tæplega 2.000 fyrirtæki fengið úrlausn sinna mála og 500 í viðbót voru komin með til- boð. Fyrirtækin fóru á beinu braut- ina og verkefnið gekk sennilega einna best allra aðgerða stjórnvalda á þessum erfiðu árum. Því var ekki lokið þegar Árna Páli var vikið úr ríkisstjórn í lok árs 2011 og lokatöl- ur þess hafa sennilega aldrei komið fram en voru áreiðanlega mun hærri. Mikilsverðast er auðvitað að heildarmarkmiðið um nýja fjárfest- ingu, hagvöxt og störf rættist. Ferðaþjónusta átti eftir að koma þar mjög við sögu eins og allir vita. Eftir Kristrúnu Heimisdóttur » Í ljósi reynslu okkar af að forðast sam- félagsskaða af gjald- þrotum vekur undrun að Seðlabankinn vísi ekkert í auðugan reynslubanka íslenskrar sögu. Kristrún Heimisdóttir Höfundur er lögfræðingur. Beina brautin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 230. tölublað (30.09.2020)
https://timarit.is/issue/411569

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

230. tölublað (30.09.2020)

Aðgerðir: