Morgunblaðið - 30.09.2020, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það þarf mikiðtil að fyrr-verandi for-
ystumaður í laun-
þegahreyfingunni
finni sig knúinn til
að stíga fram í
miðjum deilum að-
ila vinnumarkaðarins og gagn-
rýna núverandi forystu hreyf-
ingarinnar. Um leið segir það
mikið um þá stöðu sem komin
er upp innan verkalýðshreyf-
ingarinnar að Gylfi Arnbjörns-
son, fyrrverandi forseti Al-
þýðusambands Íslands, skuli
stíga fram og gagnrýna mjög
ákveðið framgöngu núverandi
forystumanna hreyfingarinnar.
Í samtali við Morgunblaðið í
gær sagði Gylfi ekkert laun-
ungarmál að orðræðan nú og
samskiptin væru orðin bein-
skeyttari en áður. Hann sagði
að staðan væri mjög snúin en
þó ekki óþekkt. Áhyggjuefni
væri að aðilar ræddust ekki við,
en framkvæmdastjóri Samtaka
atvinnulífsins hefur einmitt
fundið að því að þrátt fyrir að
SA hafi lagt fram þrjár mis-
munandi tillögur til að leysa
þann vanda sem upp var kom-
inn hafi ASÍ neitað að ræða
nokkra þeirra. Gylfi segir að
alltaf hafi „verið talsamband
milli samtakanna þannig að
hægt sé að máta hugmyndir“,
en alvarlegt sé að svo sé ekki
lengur.
Ekki er síður athyglisvert
hvernig áherslur verkalýðs-
hreyfingarinnar hafa breyst. Í
samtalinu við Morgunblaðið
sagði Gylfi: „Í þau 30 ár sem ég
starfaði var í for-
gangi að finna leið-
ir til að hjálpa þeim
sem misstu vinn-
una. Það á að yfir-
skyggja allt annað.
Þetta reynir mjög á
traust í sam-
skiptum aðila og stjórnvalda.
Það virðist ekki vera þannig
núna.“ Hann bætti því við að
sambærileg staða hefði verið
uppi á vinnumarkaði áður og
nefndi árin eftir fall bankanna:
„Árið 2009 kom upp sú staða að
atvinnulífið taldi sig ekki geta
uppfyllt ákvæði kjarasamninga
og það stefndi í uppsögn. Skipt-
ar skoðanir voru um hvað ætti
að gera, en þorri hreyfing-
arinnar taldi að betra væri að
halda í verðmætin í samn-
ingnum þó að með seinkun
væri. Fallist var á það gegn því
að stjórnvöld gripu til aðgerða
sem myndu hjálpa tekjulægstu
hópunum.“
Núverandi forysta verka-
lýðshreyfingarinnar er ekki
þeirrar skoðunar að það að
verja störfin yfirskyggi allt
annað, líkt og Gylfi Arnbjörns-
son segir að verið hafi. Í huga
nýrra forystumanna er brýnna
að hafa uppi stóryrði úr fortíð,
hafna staðreyndum, sýna óbil-
girni og efna til ófriðar á vinnu-
markaði. Þetta eru vægast sagt
sérkennilegar áherslur og
hljóta að enda með ósköpum
fyrir félagsmenn þeirra og all-
an almenning í landinu. Miðað
við þær uppsagnir sem stefnir í
á næstu mánuðum virðist því
miður stutt í þau ósköp.
Forystumenn verka-
lýðshreyfingarnnar
telja ekki lengur
mikilvægt að verja
störf launafólks}
Breyttar áherslur
Þau válegu tíð-indi bárust um
helgina að átök
hefðu aftur blossað
upp í hinu um-
deilda
Nagorno-Kara-
bak-héraði Aserbaídsjan, en
meirihluta íbúa þar er Armen-
ar. Deilan á sér þó mun lengri
rætur eins og þeir sem eldri eru
minnast. Allt frá tíunda ára-
tugnum hafa reglulega sprottið
upp skærur á milli Armena og
Asera um héraðið, nú síðast ár-
ið 2016. Þrátt fyrir það hefur
nær engin viðleitni verið til að
semja varanlegan frið í um ára-
tug.
Átökin nú hafa hins vegar
öllu óþægilegri blæ á sér, ekki
síst fyrir þá sök að svo virðist
sem tyrknesk stjórnvöld hafi
ákveðið að veita bandamönnum
sínum í Aserbaídsjan stuðning,
á sama tíma og Rússar, sem
hafa verið helstu bakhjarlar
Armena en segjast þó hlut-
lausir í deilunni, kalla eftir því
að samið verði vopnahlé tafar-
laust. Bandaríkja-
menn, Þjóðverjar
og fleiri stórþjóðir
hafa tekið undir
það ákall.
Staðan sem nú er
komin upp býður
hættunni heim, ekki síst í ljósi
ásakana, sem Tyrkir hafa borið
til baka, um að tyrknesk orr-
ustuþota hafi skotið armenska
orrustuþotu niður innan loft-
helgi Armena, en ljóst er að at-
vik af því tagi geta hæglega
leitt til þess að deilurnar um
Nagorno-Karabak breytist í
allsherjarstríð milli Armeníu
og Aserbaídsjan, þá jafnvel
með aðild Tyrklands.
Hernaðarbandalag Rússa og
Armena gæti þá aftur ýtt undir
enn frekari átök á svæðinu.
Ljóst er að Nagorno-
Karabak-hérað er púðurtunna
og nú hefur eldur verið borinn
að henni. Þá er brýnt að brugð-
ist sé hratt við og reynt að
koma í veg fyrir að hún springi,
með geigvænlegum afleið-
ingum.
Brýnt er að
vopnahlé verði
samið sem fyrst í
Nagorno-Karabak}
Eldur borinn að púðurtunnu
Þ
að er aðdáunarvert þegar menn
leggja í stórvirki, ekki síst verk-
efni sem engir aðrir gætu unnið.
Bók Kjartans Ólafssonar, fyrrver-
andi ritstjóra og alþingismanns,
Draumar og veruleiki, segir sögu Komm-
únista- og síðar Sósíalistaflokksins á Íslandi.
Bókin er afrek, nær 600 blaðsíður í stóru
broti. Frásögn Kjartans er einstök, því sagan
er sögð innan frá séð. Hann talar um sína
barnatrú „á öruggan sigur hugsjóna sósíal-
ismans í veröldinni“. Hugmyndirnar biðu
hvert skipbrotið á fætur öðru. Útlendu átrún-
aðargoðin reyndust samviskulaus illmenni og
fjöldamorðingjar, þau íslensku auðtrúa með-
reiðarsveinar.
Bókin kennir okkur að sitt er hvað greind
og dómgreind. Flokkurinn varð fjöldahreyf-
ing sem bar öll einkenni sértrúarsafnaðar. Foringjar
kommúnista voru margir vel gefnir, en trúðu í blindni á
skipulag sem myndi „gera mennina góða“ eins og Einar
Olgeirsson, helsti foringi þeirra, orðaði það árið 1921. Á
sama tíma gekk leiðtogi lífs hans, Lenín, milli bols og
höfuðs á hundruðum þúsunda.
Heilagur andi sveif yfir vötnum. Brynjólfur Bjarna-
son, formaður Kommúnistaflokksins á fjórða áratugn-
um, vitnaði: „Mikilleiki byltingarinnar er mikilleiki sögu-
legs sköpunarverks.“
Stalín drap á milli 10 og 20 milljónir manna. Slík afrek
vinna menn ekki í kyrrþey, en sanntrúaðir marxistar
töldu réttarhöldin 1936-38, þegar Stalín lét taka af lífi
flesta af sínum gömlu félögum, mikið afrek. Séra Gunnar
Benediktsson gladdist: „Allir andstæðingar
nasismans fagna nú af öllu hjarta málaferl-
unum, sem fram fóru í Moskvu fyrir nokkrum
árum og mest veður var þá gert út af. Nú er
lýðum orðið það ljóst að það var fimmta her-
deildin í Sovétríkjunum, bandamenn nasism-
ans þar, sem þá var upprætt.“ Hér vantar
bara: „Guði sé þakkargjörð.“
Einar Olgeirsson syrgði Stalín sem var
„góði félaginn, sem mat manngildið ofar öllu
öðru“. Þegar hann var afhjúpaður á flokks-
þingi kommúnista árið 1956 af eftirmanni sín-
um, völdu sanntrúaðir sér Maó formann til að
dýrka og dá. Hann setti árið 1958 í gang
„Stökkið mikla“, efnahagsáætlun sem tók
„nákvæmlega ekkert mark á efnahags-
lögmálum“. Afleiðingin var hungursneyð sem
leiddi 20 til 40 milljónir manna til dauða.
Brynjólfur Bjarnason fór til Kína ári síðar og hlaut vitr-
un: „Það leynir sér ekki að hér er þjóð sem mikil ham-
ingja hefur fallið í skaut [] Þessu fólki hefur verið fluttur
mikill fögnuður.“
Foringjar íslenskra kommúnista voru ekki slæmir
menn, en þeir trúðu í einlægni á slæman málstað. Sér-
hver kynslóð virðist þurfa að reka sig á. Enn er til fólk
sem vill vinna bug á auðvaldsskipulaginu á Íslandi, að al-
þýðan rísi upp, taki völdin og vinni lokasigur.
Í bókarlok segir Einar Olgeirsson við samflokksmann
sinn eftir fall Sovétríkjanna: „Og á þessi ósköp trúði
maður.“
Benedikt
Jóhannesson
Pistill
Sjá, ég boða yður mikinn ófögnuð
Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Þetta er mikið fagnaðarefnienda heyja smærri brugg-hús nú baráttu upp á líf ogdauða. Það myndi hjálpa
okkur gríðarlega að fá beinan að-
gang að viðskiptavinum okkar með
þessum hætti,“ segir Sigurður Pétur
Snorrason, formaður Samtaka ís-
lenskra handverksbrugghúsa.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
dómsmálaráðherra hefur nú kynnt
áform sín um breytingar á áfengis-
lögum. Rétt eins og á síðasta þingi
leggur ráðherra til að rekstur inn-
lendra vefverslana með áfengi í smá-
sölu til neytenda verði heimilaður.
Nú er einnig lagt til að smærri
brugghúsum verði gert kleift að selja
áfengt öl í smásölu á framleiðslustað.
Í umfjöllun um frumvarpið á
samráðsgátt stjórnvalda, en þar er
hægt að leggja fram athugasemdir til
12. október, kemur fram að í löndun-
um í kringum okkur sé smærri
brugghúsum almennt heimilt að
selja bjór í smásölu en mismunandi
takmarkanir séu þar á. Er sérstak-
lega horft til lagasetningar sem tók
gildi í Finnlandi árið 2018.
Hefur hallað á þá smærri
„Með frumvarpinu er leitast við
að styðja við áframhaldandi vöxt og
þróun á rekstrarumhverfi smærri
brugghúsa á Íslandi,“ segir í kynn-
ingunni og rakið að síðustu ár hafi
smærri brugghús víða byggt upp
ferðamennsku í tengslum við rekstur
sinn. Vinsælt sé að fara í skoðunar-
ferðir í brugghúsin og skjóti það
skökku við að gestir geti ekki keypt
vöruna að þeim loknum og tekið með
sér. „Enn fremur hefur borið á því að
erfitt sé fyrir smærri brugghús að fá
vörur sínar seldar í verslunum
Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins,
jafnvel nærri framleiðslustað. Þá
geti það verið sérstaklega erfitt í til-
viki áfengistegunda sem eru fram-
leiddar einungis tímabundið eða í
litlu magni,“ segir í kynningunni.
Hafi þetta skapað samkeppnis-
umhverfi þar sem halli á smærri
brugghús.
Framleiðendur, sem framleiða
minna en 500.000 lítra af áfengi á
almanaksári, munu geta fengið fram-
leiðslusöluleyfi samkvæmt frum-
varpinu. Framleiðslusöluleyfi mun
gera handhafa leyfisins kleift að selja
áfengt öl, gerjað úr möltuðu eða
ómöltuðu korni, sem inniheldur ekki
meira en 12% af hreinum vínanda að
rúmmáli, á framleiðslustað.
Hjálpar í erfiðri baráttu
„Þetta hefur verið eitt af okkar
helstu baráttumálum, ásamt því að fá
áfengisgjöld lækkuð fyrir minni
framleiðendur,“ segir Sigurður Pét-
ur. „Í samtökunum eru 22 lítil hand-
verksbrugghús um allt land. Þau
styðja við nærsamfélagið, veita at-
vinnu, laða að gesti og auka fjöl-
breytni. Það væri synd ef þessi félög
sem sprottið hafa upp af eldmóð og
áhuga eigenda nái ekki að lifa af
þessa erfiðu Covid-tíma. Þetta frum-
varp myndi hjálpa brugghúsunum
mikið.“
Smærri brugghús fái
að selja bjór í smásölu
„Það er auðvitað fagnaðarefni ef það verður hægt að
versla beint af framleiðendunum. Við fögnum öllum
litlum skrefum sem greiða götu minni brugghúsa,“ segir
Agnes Anna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Kalda á
Árskógssandi.
Kaldi fagnar í dag, miðvikudag, 14 ára afmæli sínu en
brugghúsið ruddi veginn fyrir önnur handverksbrugghús
hér á landi. Agnes er ósátt við að framleiðsluleyfi eigi að
verða bundin við þá framleiðendur sem framleiða minna
en 500 þúsund lítra ár hvert. Kaldi er rétt yfir mörkunum í dag.
„Við erum fyrsta litla brugghúsið en erum látin borga sömu gjöld og ris-
arnir. Við verðum því að reyna að stækka til að ná fram einhverri hagræð-
ingu. Eigum við þá að segja upp fólki og minnka við okkur til að falla í þenn-
an flokk? Eða eigum við að stækka og skapa fleiri störf? Ég myndi vilja
bjóða ráðherranum í heimsókn hingað áður en hún fer að útiloka frum-
kvöðlana í þessum bransa.“
ÓSÁTT VIÐ 500.000 LÍTRA MÖRK Í FRUMVARPINU
Agnes Anna
Sigurðardóttir
Myndi útiloka frumkvöðlana
Morgunblaðið/Eggert
Skál! Gestir handverksbrugghúsa munu geta keypt bjór og tekið með sér
heim að heimsókn lokinni verði frumvarp dómsmálaráðherra að lögum.