Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 2020næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Morgunblaðið - 30.09.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.09.2020, Blaðsíða 1
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Við Ráðherrabústaðinn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnir aðgerðir stjórnvalda til stuðnings lífskjarasamningunum. Aðgerðirnar eru sagðar geta afstýrt miklu tjóni á vinnumarkaði. fjárfestingu á næstu árum. Þá m.a. í sjávarútvegi, iðnaði, verslun og þjón- ustu og orkufrekum iðnaði. Yngvi Harðarson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Analytica, segir ekki ósennilegt að verðmæti þess að afstýra verkföllum hlaupi á tugum milljarða litið til næsta árs. Spá nærri 9% samdrætti Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Ís- landsbanka verður 8,6% samdráttur í vergri landsframleiðslu í ár. Við kynningu á spánni kom fram að lánafrystingar væru að renna út. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Ís- landsbanka, segir það hafa komið fram í sex mánaða uppgjöri bankans Baldur Arnarson Ómar Friðriksson Viðar Guðjónsson Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til stuðn- ings lífskjarasamningunum eru sagð- ar geta skilað atvinnulífinu tugum milljarða á næstu árum. Um leið af- stýri þær miklu tjóni á vinnumarkaði. Framkvæmdastjórn Samtaka at- vinnulífsins (SA) ákvað að samning- arnir giltu áfram og voru því ekki greidd atkvæði um uppsögn þeirra. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir boðaðar skattaívilnanir til fjárfestinga kunna að skila milljörðum, ef ekki tugum milljarða, í aukna atvinnuvega- að nærri 20% af lánasafni hans séu í frystingu, að stærstum hluta eru það lán til fyrirtækja. Óvissan hafi verið mikil og skilyrðin fyrir frystingu ekki verið ströng í upphafi. Samkvæmt uppgjörinu námu fryst- ingar vegna íbúðalána rúmum 30 milljörðum en frystingar til fyrir- tækja tæplega 150 milljörðum. Að sögn Birnu hefur bankinn áætl- að að um 50% þessara fyrirtækja muni geta farið í eðlilegt greiðsluflæði þegar frystingu er aflétt. Hinn helm- ingurinn sé að stærstum hluta í ferða- þjónustu og þar muni lífvænleg fyrir- tæki þurfa áframhaldandi frystingu, eða til dæmis einhver hinna sértæku úrræða sem ríkisstjórnin hefur kynnt. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræð- ingur bankans, segir að ef ferðamönn- um fjölgi úr 500 þúsund í ár í 800 þús- und á næsta ári, skv. þjóðhagsspánni, muni það skapa 3.000 störf. Komi bóluefni hins vegar ekki fyrir næsta sumar, og háönnin í ferðaþjónustu bregðist, verði 3-4.000 fleiri án vinnu og atvinnuleysi yfir 9% á næsta ári. Þúsundir starfa í húfi Vilborg Helga Júlíusdóttir, hag- fræðingur SAF, segir þumalfingurs- regluna þá að milljón ferðamenn skapi tíu þúsund ársverk í greininni. Komi 800 þúsund erlendir ferðamenn árið 2021 verði því um 12 þúsund færri starfsmenn í greininni en árið 2019, þegar tvær milljónir erlendra ferðamanna komu til landsins. Tilkynnt um hópuppsagnir Icelandair tilkynnti í gærkvöldi að flugfélagið hefði sagt upp 88 starfs- mönnum frá og með þessum mánaða- mótum. Ástæðan væri samdráttur í flugi vegna hertra ferðatakmarkana sem tóku gildi hér á landi í ágúst. Stærstur hluti hópsins eru flug- menn, eða 68. Um mánaðamót ljúka einnig störfum nokkrir tugir starfs- manna sem voru á tímabundnum ráðningarsamningum. Tilkynnt var um fleiri hópuppsagnir í gær. Skilar tugum milljarða króna  SA telja stuðning stjórnvalda munu auka atvinnuvegafjárfestingu á næstu árum  Spá Íslandsbanka um efnahagsbata háð því að bóluefni komi á næsta ári  Icelandair segir upp 88  Fleiri hópuppsagnir MKjaramál »4, 6 & ViðskiptaMogginn M I Ð V I K U D A G U R 3 0. S E P T E M B E R 2 0 2 0 Stofnað 1913  230. tölublað  108. árgangur  ÞJÓÐLAGA- ÞRÍLEIKUR TEKUR ENDA RIFJAR UPP ATBURÐINA ÞURFA AÐ SJÁ FRAM Í TÍMANN FIMMTÍU ÁR FRÁ FLUGSLYSI Í FÆREYJUM 10 VIÐSKIPTAMOGGINNÚTGÁFUTÓNLEIKAR 24 Nýleg rannsókn ástralskra og ís- lenskra vísindamanna á vegum RMIT-háskólans í Melbourne í Ástralíu bendir til sterkra tengsla á milli kæfisvefns og alzheim- ersjúkdómsins. Rannsóknin byggist á um 300 íslenskum heilasýnum ein- staklinga með kæfisvefn á mis- munandi háu stigi. Þriðja vís- indagreinin sem byggð er á grunni þessa íslenska efniviðar er í undirbúningi. Stephen Robinson, prófessor við RMIT, leiðir rannsóknina. Hann segir að hún renni enn frekari stoðum undir þá kenningu að kæfisvefn geti stuðlað að alzheim- er. Þórarinn Gíslason, yfirlæknir svefndeildar Landspítalans og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, er í rannsóknarhópnum. Hann tekur undir að rannsóknin styrki fyrri vísbendingar um sam- band kæfisvefns og alzheimer, en frekari rannsókna sé þörf. „Í klínísku starfi hittum við ein- staklinga með „heiladrunga“, ein- beitingarskort og fleiri byrjunar- einkenni alzheimer og heyrum þá svo lýsa gjörbreyttri líðan þegar meðferð kæfisvefns er hafin með svefnöndunartæki,“ segir hann en bætir við að hjá öðrum með langt genginn alzheimersjúkdóm virðist meðferðin oftast litlu breyta. »4 Kæfisvefn Þórarinn Gíslason, yfir- læknir svefndeildar Landspítala.  Ný rannsókn byggist á sýnum úr 300 Íslendingum með kæfisvefn á misháu stigi Kæfisvefn getur stuðlað að alzheimer  Fjárfesting í íslenskum sprota- fyrirtækjum frá því að kórónu- veirufaraldurinn byrjaði að geisa hér á landi í mars nemur tæplega tíu milljörðum króna, samkvæmt lauslegri samantekt Viðskipta- Moggans. Fjárfestingin skiptist á mörg fyrirtæki og eru upphæðirnar misháar. Það fyrirtæki sem safnað hefur mestu fé er hugbúnaðar- fyrirtækið GRID. Fékk félagið tæp- lega 1,7 milljarða íslenskra króna. Næstmestu fé hefur finnsk-íslenska tölvuleikjafyrirtækið Mainframe safnað, eða 1,1 milljarði króna. Sprotar safna millj- örðum í faraldrinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 230. tölublað (30.09.2020)
https://timarit.is/issue/411569

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

230. tölublað (30.09.2020)

Aðgerðir: