Morgunblaðið - 30.09.2020, Blaðsíða 23
ÍÞRÓTTIR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 2020
1. DEILD
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Keflavík er í afar góðum málum í
toppbaráttunni í Lengjudeild karla í
fótbolta, 1. deild, eftir 3:1-sigur á
ÍBV á heimavelli í gær. Er Keflavík
með einu stigi meira en Reykjavík-
urliðin Leiknir og Fram og á auk
þess leik til góða. Er ÍBV endanlega
úr leik í baráttunni um að fara aftur
upp í efstu deild, en tímabilið hefur
verið mikil vonbrigði fyrir Eyja-
menn. Davíð Snær Jóhannsson, Ari
Steinn Guðmundsson og Frans Elv-
arsson gerðu mörk Keflavíkur og
Gary Martin mark ÍBV. Hefðu mörk
Keflvíkinga getað orðið fleiri en
Ástralinn Joey Gibbs, markahæsti
leikmaður deildarinnar, nýtti ekki
vítaspyrnu á 40. mínútu. Keflavík á
fjóra leiki eftir og á meðal þeirra eru
leikir við tvö neðstu liðin; Leikni Fá-
skrúðsfirði og Magna. Eru Keflvík-
ingar því í kjörstöðu.
Fram og Leiknir berjast
Fram og Leiknir Reykjavík halda
áfram að berjast um annað sætið.
Fram vann sterkan 2:1-útisigur á
Vestra á meðan Leiknir átti ekki í
neinum vandræðum með nafna sína
frá Fáskrúðsfirði á útivelli og urðu
lokatölur 7:0. Sólon Breki Leifsson
skoraði þrennu fyrir gestina, Sævar
Atli Magnússon gerði tvö mörk og
þeir Máni Austmann Hilmarsson og
Birkir Björnsson komust einnig á
blað.
Leiknir á eftir útileiki við Víking
Ólafsvík og Þór og svo heimaleik
gegn Grindvíkingum. Eru Leiknis-
menn búnir að leika tvisvar við bæði
Fram og Keflavík og því í fínni
stöðu.
Þórir Guðjónsson var hetja Fram-
ara á Ísafirði. Skoraði hann bæði
mörk liðsins í 2:1-sigri. Hefur Þórir
reynst Frömurum afar vel og er
hann með átta mörk í sextán leikjum
í deildinni. Hefur hann mest skorað
átta deildarmörk á tímabili og því
búinn að jafna persónulegt met.
Komu mörkin hans á fjórtán mín-
útna kafla í seinni hálfleik, það
seinna á 73. mínútu. Spánverjinn
Nacho Gil minnkaði muninn á 76.
mínútu en nær komst Vestri ekki.
Fram á eftir leiki við Þrótt Reykja-
vík, sem er í fallbaráttu, og svo erf-
iða leiki gegn Keflavík og ÍBV í
tveimur síðustu umferðunum og var
sigurinn í gær afar mikilvægur.
Grindavík ekki úr leik
Grindavík á enn möguleika á að ná
öðru sætinu eftir 3:0-sigur á Víkingi
Ólafsvík á heimavelli. Komu öll
mörkin á fyrsta korterinu frá Oddi
Bjarnasyni, Sigurði Bjarti Hallssyni
og Guðmundi Magnússyni. Grinda-
vík er með 32 stig, sjö stigum á eftir
Fram og Leikni, og á liðið leik til
góða. Á Grindavík hins vegar enn
eftir að leika við bæði Leikni
Reykjavík og Keflavík og þarf allt að
ganga upp hjá lærisveinum Sig-
urbjarnar Hreiðarssonar til að fara
strax aftur upp í deild þeirra bestu
eftir fall síðasta sumar.
Þrjú lið eru jöfn að stigum í hörð-
um botnslag eftir að Magni gerði
góða ferð í Laugardalinn og vann
1:0-sigur á Þrótti. Alexander Ívan
Bjarnason skoraði sigurmarkið
strax á fyrstu mínútu beint úr auka-
spyrnu. Eru Þróttur og Magni nú
bæði með tólf stig, eins og Leiknir
Fáskrúðsfirði, þegar öll liðin eiga
þrjá leiki eftir. Magni á eftir heima-
leiki gegn Þór og Vestra og útileik
gegn Keflavík. Þróttur á eftir að
mæta Fram og Aftureldingu á úti-
velli og Víkingi Ó. á heimavelli og
Leiknir Fáskrúðsfirði mætir Kefla-
vík, ÍBV og Grindavík í þremur síð-
ustu leikjum sínum.
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Botnbarátta Magni og Þróttur eru bæði með tólf stig eftir góða ferð Magna í Laugardalinn í gærkvöld.
Keflvíkingar færðust nær
Toppliðin fögnuðu öll sigri Eyjamenn úr leik Æsispennandi botnbarátta
Eitt
ogannað
Hildur Björg Kjartansdóttir, lands-
liðskona í körfuknattleik, verður frá
keppni næstu vikurnar eftir að hún
fingurbrotnaði á æfingu. Hildur lék
sinn fyrsta deildarleik með Val er lið-
ið mætti Breiðabliki í 1. umferð Dom-
inos-deildarinnar síðastliðinn mið-
vikudag. „Ég lenti bara í samstuði á
æfingu um helgina. Ég komst svo að
því á sunnudag að ég væri með brot-
inn þumal. Það er talið að þetta taki
3-4 vikur að gróa en það verður end-
urskoðað í næstu viku,“ sagði Hildur
Björg í samtali við netmiðilinn Vísi í
gær.
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ
fundaði í gær og úrskurðaði fjöl-
marga leikmenn í bann ýmist vegna
uppsafnaðra áminninga eða brottvís-
ana. Eftirtaldir leikmenn í efstu deild
karla eru komnir í leikbann: Nikulás
Valur Gunnarsson, Orri Sveinn Stef-
ánsson, Sam Hewson og Ragnar
Bragi Sveinsson úr Fylki en síðast-
nefndi fékk tveggja leikja bann. Arn-
þór Ingi Kristinsson, Pablo Punyed
og Beitir Ólafsson úr KR, Valgeir
Lunddal Friðriksson úr Val, Davíð
Ingvarsson úr Breiðabliki, Stefán
Teitur Þórðarson og Tryggi Hrafn
Haraldsson úr ÍA.
Enska knattspyrnufélagið Man-
chester City gekk í gærkvöld frá
kaupunum á Rúben Dias, varn-
armanni Benfica. Enska félagið greið-
ir 65 milljónir punda fyrir Dias sem
verður fyrir vikið dýrasti leikmað-
urinn í sögu Manchester-félagsins.
Nicolás Otamendi mun ganga til liðs
við Benfica á móti en Benfica þarf að
borga 14 milljónir punda fyrir argent-
ínska miðvörðinn. Dias er 23 ára en
hann er uppalinn hjá Benfica og á að
baki 90 leiki fyrir félagið í öllum
keppnum. Þá á hann að baki 19
landsleiki fyrir Portúgal en hann lék
sinn fyrsta landsleik árið 2018.
Spænski knattspyrnumaðurinn
Thiago Alcantara er með kórónuveir-
una. Hefur hann fundið fyrir minni-
háttar einkennum en er á batavegi að
sögn Liverpool. Thiago gekk í raðir
Englandsmeistara Liverpool frá Bay-
ern München á dögunum. Hinn 29
ára gamli Thiago var ekki með Liver-
pool gegn Arsenal á mánudag.
Meistararnir í Kansas City Chiefs
fara vel af stað á nýju keppnistímabili
í NFL-deildinni í ameríska fótbolt-
anum og hafa unnið fyrstu þrjá leik-
ina. Kansas hafði betur gegn Balti-
more Ravens aðfaranótt mánudags,
34:20, og sló leikstjórnandinn Pat-
rick Mahomes met í leiknum. Enginn
leikstjórnandi í sögu deildarinnar hef-
ur verið fljótari en hann að kasta
samtals 10 þúsund jarda (sendingar
sem heppnast). Til þess þurfti Maho-
mes þrjátíu og fjóra leiki. Nokkur lið
hafa unnið alla þrjá leiki sína í upp-
hafi móts eins og Kansas. Eru það
Seattle Seahawks, Green Bay Pac-
kers, Chicago Bears, Pittsburgh Stee-
lers, Tennessee Titans og Buffalo
Bills.
Valur mun ekki taka þátt í Evrópu-
bikar kvenna í handknattleik í vet-
ur. Frá þessu er greint á netmiðl-
inum handbolti.is.
Miðillinn hefur þetta eftir Ágústi
Þór Jóhannssyni, þjálfara liðsins,
en Valur átti að mæta spænska lið-
inu Málaga í október í 2. umferð
keppninnar. Ákvörðunin er tekin
vegna þeirrar óvissu sem ríkir í
heiminum vegna kórónuveirunnar
og ýmissa flækjustiga sem hún
veldur þegar íþróttalið þurfa að
ferðast á milli landa.
Kvennalið KA/Þórs er skráð til
keppni og kemur inn í 3. umferð.
Áður hafði verið tilkynnt að karla-
lið Vals myndi hætta við þátttöku í
Evrópukeppni í vetur af sömu
ástæðu.
Bæði Valsliðin hætta við
þátttöku í Evrópukeppni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hætt við Valskonur fara ekki langt
í Evrópukeppni í þetta skiptið.
Þrjú lið tryggðu sér í gærkvöld sæti
í riðlakeppni Meistaradeildar Evr-
ópu í fótbolta og var gríska liðið
Olympiacos eitt þeirra en með því
leikur landsliðsmarkvörðurinn Ög-
mundur Kristinsson.
Olympiacos vann fyrri leik sinn
við Omonia Nicosia frá Kýpur á
heimavelli 2:0 og nægði því marka-
laust jafntefli á Kýpur í gærkvöld
til að fara áfram. Ögmundur var
ekki í leikmannahópi Olympiacos
en hann kom til félagsins á dög-
unum frá Larissa.
Úkraínska liðið Dynamo Kíev og
Ferencváros eru einnig komin í
riðlakeppnina. Ferencváros sló út
Molde frá Noregi og Dynamo Kíev
var mun sterkara en belgíska liðið
Gent.
Ögmundur í riðlakeppni
Meistaradeildar Evrópu
AFP
Meistaradeildin Ögmundur og fé-
lagar eru komnir í riðlakeppnina.
Ekki er víst að
Breiðablik haldi
stigunum tveim-
ur sem liðið fékk
fyrir óvæntan
sigur gegn deild-
armeisturum
Vals þegar Ís-
landsmótið hófst
á ný á dögunum.
Val hefur verið
úrskurðaður
20:0-sigur af KKÍ vegna þess að
Breiðablik tefldi fram ólöglegum
leikmanni. Fanney Lind Thomas
fékk leikbann í síðustu umferð sem
leikin var á síðasta tímabili áður en
tímabilinu var aflýst. KKÍ segir að
leikbannið hafi verið í gildi en Blik-
ar telja það ekki standast. Ívar Ás-
grímsson, þjálfari Breiðabliks, tjáði
Vísí í gær að Breiðablik myndi
kæra niðurstöðuna til aga- og úr-
skurðarnefndar KKÍ.
Vísir hefur eftir Ívari að Blikar
telji að þar sem tímabilinu hafi ver-
ið aflýst sé bannið ekki í gildi. Hann
sagði hins vegar ekki hafa verið um
ásetning að ræða þegar Blikar
tefldu Fanneyju fram. Þau hafi ein-
faldlega talið að hún væri lögleg og
fáir í þeirra herbúðum munað eftir
úrskurðinum um leikbannið sem
féll fyrir hálfu ári. kris@mbl.is
Blikar hyggjast kæra
Ívar
Ásgrímsson
Tvö íslensk körfuboltalið eru nú í
sóttkví þar sem smit kom upp í her-
búðum liðanna samkvæmt netmiðl-
inum Karfan.is.
Um er að ræða kvennalið Kefla-
víkur og KR.
Leik Keflavíkur og Snæfells, sem
fara átti fram laugardaginn 3. októ-
ber, hefur þegar verið frestað.
Á laugardaginn eiga KR og
Skallagrímur að mætast samkvæmt
leikjaniðurröðun. Þá er einn leik-
maður karlaliðs Þórs í Þorlákshöfn
kominn í sóttkví en Þór fær Hauka í
heimsókn í 1. umferðinni annað
kvöld er tímabilið í karlaflokki fer
af stað.
Smit hjá tveimur liðum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sóttkví Næsta leik hjá liði Keflavík-
ur hefur verið frestað.