Morgunblaðið - 30.09.2020, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 2020
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Ýmislegt Húsviðhald
Hreinsa
þakrennur fyrir
veturinn, og tek að
mér ýmis smærri
verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Raðauglýsingar
Auglýsing um skipulagsmál
í Rangárþingi ytra
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér
auglýstar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum.
Skammbeinsstaðir 1D, Rangárþingi ytra, deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 10.9.2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir
Skammbeinsstaðir 1D. Heildarstærð skipulagssvæðis er um 12 ha. Gert er ráð fyrir að byggja íbúðarhús,
gestahús og skemmu. Aðkoma að skipulagssvæðinu er frá Hagabraut (nr. 286).
Svínhagi SH-20, Rangárþingi ytra, deiliskipulag (Endurauglýsing)
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 25.7.2019 að auglýsa tillögu að deiliskipula-
gi fyrir Svínhaga SH-20. Tillagan tekur til byggingarreita þar sem heimilt verður að byggja íbúðarhús,
frístundahús / gestahús og gróðurhús/geymslu. Aðkoma að skipulagssvæðinu er frá Þingskálavegi (268).
Tillagan er hér endurauglýst vegna tímaákvæðis í skipulagslögum.
Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu
og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is
Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við
tillögurnar og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 11. nóvember 2020
Har. Birgir Haraldsson
Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra
RANGÁRÞING YTRA
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 8.30-12.30, nóg pláss. Stólaleik-
fimi í Hreyfisal kl. 10. Jóga 60+ með Grétu kl. 12.15 og 13.30. Söng-
stund við píanóið, með Helgu kl. 13.45. Kaffi kl. 14.30-15. Bóka-spjall
kl. 15. Nánari uppl. í 411-2702. Við minnum jafnframt alla gesti á að
virða þær reglur og fjarlægðartakmörk sem gilda vegna Covid 19, en
eins og við þekkjum geta þær breyst með stuttum fyrirvara.
Árbæjarkirkja Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12 og léttur hádegisverður
á eftir gegn vægu gjaldi. Opið hús, félagsstarf fullorðinna í safnaðar-
heimilinu kl. 13 til 16: Alda María mætir með stólaleikfimi og Brynja
Baldursdóttir fjallar um karla í Njálu. Kaffi og með því á eftir í boði
kirkjunnar. Allir hjartanlega velkomnir.
Árskógar Opin vinnustofa kl. 9-12. Opin smíðastofa kl. 9-15. Stóla-
dans með Þóreyju kl. 10.30. Spænskukennsla kl. 14. Bónusbíllinn, fer
frá Árskógum 6-8 kl. 12.55. Innipútt Skógarmanna kl. 13-14. Spænsku-
kennsla kl. 14. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.45-15.30.
Heitt á könnunni, allir velkomnir. S. 411-2600.
Boðinn Hádegismatur kl. 11.20-12.30. Handavinnustofa opin frá kl.
12.30-16. Miðdagskaffi kl. 14.30-15.30. Alltaf heitt á könnunni og
allir velkomnir.
Bólstaðarhlíð 43 Morgunkaffi í handavinnustofu kl. 10. Námskeið í
tálgun kl. 9.15-11.45. Volare heilsu- og snyrtivörur til sölu frá kl. 11.30-
15. Spiladagur, frjáls spilamennska kl. 12.30-15.50. Opið kaffihús kl.
14.30-15.15.
Breiðholtskirkja Félagsstarf eldri borgara í Breiðholtskirkju ,,Maður
er manns gaman" er alla miðvikudaga kl. 13.15. Byrjum kl. 12 með
kyrrðarstund og eftir hana er súpa og brauð. Hjartanlega velkomin.
Bústaðakirkja Félagsstarfið á sínum stað á miðvikudögum kl. 13-16.
Spil, handavinna, upplestur, hugleiðing og bæn. Ung og upprennandi
söngkona, Katrín Eir Óðinsdóttir, syngur fyrir okkur yfir kaffibollanum.
Hlökkum til að sjá ykkur, starfsfólk Fossvogsprestakalls.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffi, spjall og blöðin við hring-
borðið kl. 8.10-11. ATHUGIÐ BREYTTUR OPNUNARTÍMI: Upplestrar-
hópur Soffíu kl. 10-12. Línudans kl. 10-11. Hádegismatur kl. 11.30-
12.30. Tálgun með Valdóri kl. 13-15.30. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30.
Allir velkomnir óháð aldri og búsetu. Nánari uppl. í síma 411-2790.
Garðabær Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Gönguhópur fer frá
Smiðju kl. 13. Stólajóga í Jónshúsi kl. 11, grímuskylda. Leir í Smiðju
kl. 13. Zumba í Kirkjuhvoli kl. 16.30 og 17.15.
Gerðuberg 3-5 Kl. 8.30-16 opin handavinnustofa. Kl. 9-12 útskurður
með leiðbeinanda (Grænagróf). Kl. 11 leikfimi Helgu (Háholt). Kl.
12.30-15 Döff félag heyrnalausra (Lágholt). Kl. 13-16 útskurður pappa-
módel með leiðbeinanda.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 13 postulínsmálun, heitt á könnunni
kl. 9 til 16.
Gullsmári Myndlist kl. 9. Postulínsmálun og silfursmíði kl. 13. Línu-
dans kl. 14.
Hraunbæ 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Útskurður og tálgun með leiðbeinanda frá kl. 9-12, 500 kr. dagurinn,
allir velkomnir. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Dansleikfimi kl. 13-13.45.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps-
leikfimi kl. 9.45. Framhaldssaga kl. 10.30. Handavinnuhópur kl. 13-16.
Korpúlfar Glerlistanámskeið með Fríðu hefst á ný í dag, kl. 9, full-
bókað en laust á næsta námskeið í glerlist miðvikudaginn 28. októ-
ber. Lagt af stað í haustferðina um Suðurstrandir stundvíslega kl. 9
frá Borgum, áætluð heimkoma kl. 16.30, Emil fararstjóri. Gönguhópar
kl. 10 gengið frá Borgum og inni í Egilshöll. Keila í Egilshöll kl. 10, allir
velkomnir. Qigong með Þóru Halldórsd. kl. 16.30 í Borgum.
Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag er postulínsmálun í handverks-
stofu milli kl. 9-12. Bókband verður á sínum stað fyrir hádegi, kl. 9-13
og eftir hádegi, kl. 13-17. Þá hlustum við saman á hlaðvarp í hand-
verksstofu kl. 13.30. Verið velkomin til okkar á Lindargötu 59. Við
minnum á að fara eftir sóttvarnarreglum og virða fjarlægðarmörk.
Seltjarnarnes Gler og bræðsla kl. 9 og 13. Kaffispjall í króknum kl.
10.30. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12. Timburmenn í Valhúsaskóla kl.
13. Handavinna, samvera og kaffi í salnum á Skólabraut kl. 13. Af
gefnu tilefni; við höldum ítrustu sóttvörnum.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á
könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30-12.15, panta þarf matinn daginn áður. Handavinnuhópur hitt-
ist kl. 13. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30-15.30. Allir velkomnir.
Síminn í Selinu er 568-2586.
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
mbl.is
alltaf - allstaðar
fasteignir
Í dag kveðjum við
hvunndagshetjuna
og baráttujaxlinn
hana Ólöfu frænku
okkar. Frá fæðingu fékk Ólöf að
hafa fyrir lífinu, en skapfestan
og lífsviljinn sem einkenndu
hana hjálpuðu henni að vinna
hverja baráttuna á fætur ann-
arri.
Það sem heftir þroska þinn
efldi minn
Allt sem þú gafst mér:
þú kynntir mig
Sorginni og Voninni
og kenndir mér
að ekkert er sjálfsagt
(Þórarinn Eldjárn)
Það er nákvæmlega það sem
Ólöf kenndi okkur, að ekkert er
sjálfsagt, hvorki heilsa né öll
kraftaverkin sem felast í þroska
barns sem lærir að beita líkama
sínum og tjá sig að vild. Við þurf-
um að minna okkur á að slíkt er
ekki sjálfsagt og líka læra að
þakka fyrir allar litlu og hvers-
dagslegu stundirnar sem eru svo
verðmætar. Ólöf kunni að njóta
þeirra, njóta góðu daganna með
fólkið sitt í kringum sig. Fólkið
sitt, sem var samhenta kjarna-
fjölskyldan, sambýlisfólk og allir
þessir yndislegu umönnunaraðil-
ar sem hafa auðgað líf hennar frá
því hún var lítil.
Ólöf hélt alltaf veglega upp á
afmælið sitt og fagnaði þannig
lífinu. Hún bauð þá öllu fólkinu
sínu til veislu og toppaði hún
þessi veisluhöld fyrir ári, í sept-
ember, þegar hún hélt upp á
þrítugsafmælið sitt, það var stór
sigur og heljarinnar fjör.
Það er ekki tilviljun að elsku
Gyða og Bjarni voru foreldrar
hennar, almættið vissi hverjir
Ólöf Bjarnadóttir
✝ Ólöf Bjarna-dóttir fæddist
21. september 1989.
Hún lést 15. sept-
ember 2020.
Útför Ólafar fór
fram 24. september
2020.
væru bestir í þetta
stóra hlutverk, þau
voru sverð hennar
og skjöldur. Þá var
hún Ólöf mín hepp-
in með bræður,
Níels og Óskar,
sem oft færðu fórn-
ir fyrir systur sína,
en jafnframt mót-
aði hún þá og á sitt
í mannkostum
þeirra.
Ólöf fæddist 21. september og
á blaðsíðu 21 í Ljóðabók Árna
Grétars Finnssonar September-
rós er að finna eftirfarandi ljóð
sem einnig ber heitið Septem-
berrós:
September og ennþá springur út
ein stök rós, þó farið sé að hríma,
rétt eins og hún þá bera flestir blóm
en bara oft á röngum stað og tíma.
Við syrgjum fallegu hetjuna
okkar, en trúum því um leið að
nú sé hún frjáls, laus úr viðjum
líkamans. Minningin lifir um
sterkan persónuleika og baráttu-
jaxl.
Hildur og Ingigerður
Einarsdætur.
Elsku Ólöf, þá er kominn tími
til að kveðjast í síðasta sinn.
Við systkinin viljum þakka þér
fyrir allar stundirnar sem við
eyddum saman í faðmi fjölskyld-
unnar. Þú kenndir okkur í verki
hvernig skal sýna baráttuvilja og
þrautseigju. Hvíldu í friði elsku
frænka, minningin um þig mun
lifa í hjörtum okkar.
Ég held ég skynji hug þinn allan
hjartasláttinn rósin mín.
Er kristallstærir daggardropar
drjúpa milt á blöðin þín.
Finna hjá þér ást og unað
yndislega rósin mín.
Eitt er það sem aldrei gleymist,
aldrei það er minning þín.
(GGH)
Einar Sveinsson,
Ester Inga Sveinsdóttir og
Ragnheiður Sveinsdóttir.
Ég á margar
minningar tengdar
ömmu. Svo margar.
Allar góðar. Amma
var með einstaka sýn á lífið og til-
veruna. Henni þótti svo vænt um
fólkið sitt og við vissum það.
Fangið hennar var alltaf opið og
alltaf tími fyrir faðmlög.
Einhvernveginn gat hún allt
og allt sem hún gerði gerði hún
vel. Hún bakaði besta bakkelsið,
prjónaði fallegustu flíkurnar,
poppaði besta poppið og gaf
bestu knúsin. Svona gæti ég hald-
ið endalaust áfram.
Ein af mínum fyrstu minning-
um er úr eldhúsinu í Árhvammi.
Ég var t.d. fljót að læra hvar
amma geymdi rúsínurnar og
laumaðist gjarnan í þær. Amma
kallaði mig gjarnan „litlu músina
sína“.
Ég kynnti mig líka oft þannig.
Úr forstofunni, þegar ég kom í
heimsókn, kallaði ég oft inn og lét
hana vita að þetta væri bara litla
músin hennar að koma.
Einu sinni þegar ég var lítil,
kannski svona 4 ára, hringdi sím-
inn í Árhvammi, ég stökk til og
svaraði. Konan á hinum endanum
Jenný
Júlíusdóttir
✝ Jenný Júl-íusdóttir fædd-
ist 14. mars 1934.
Hún lést 9. sept-
ember 2020.
Útför Jennýjar
fór fram 18. sept-
ember 2020.
á línunni spurði
hver þetta væri og
ég kynnti mig óhik-
að að þetta væri litla
músin hennar
ömmu.
Þetta atvik rifj-
uðum við amma
reglulega upp.
Elsku amma. Ég
veit ekki hvernig
hægt er að koma
orðum að tilfinning-
unum sem eru búnar að berjast
um í mér síðustu daga og vikur.
Það er svo sárt og erfitt að kveðja
en á sama tíma er mér létt að vita
af því að baráttan er yfirstaðin.
Þú barðist hetjulega eins og
við var að búast. Ég er svo þakk-
lát fyrir allan tímann sem ég fékk
með þér, allt sem ég fékk að læra
af þér og tímann með þér núna
síðustu dagana geymi ég að eilífu.
Þakklát fyrir að fá að halda í
höndina á þér og söngla aðeins
fyrir þig.
Hvers vegna þetta lag veit ég
ekki.
Svo lít ég upp og ég sé við erum saman
þarna tvær
stjörnur á blárri festingunni sem fær-
ast nær og nær.
Ég man þig þegar augu mín eru opin
hverja stund
en þegar ég nú legg þau aftur fer ég á
þinn fund.
(Megas)
Elsku amma, takk fyrir allt.
Jenný Dögg Heiðarsdóttir.