Morgunblaðið - 30.09.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.09.2020, Blaðsíða 28
Hanna Guðlaug Guð- mundsdóttir listfræð- ingur mun í erindi sem hún flytur í Salnum í Kópavogi í hádeginu í dag, miðvikudag, kl. 12.15 fjalla um ýmsa þætti á listferli Gerðar Helgadóttur (1928- 1975) út frá feminískri nálgun. Feminísk list- fræði á sér um hálfrar aldar sögu. Upphafið má rekja til þeirrar við- leitni að varpa ljósi á listsköpun myndlist- arkvenna og að sama skapi þá tilhneigingu að þagga niður framlag þeirra í karllægri listasögu. Hanna veltir meðal annars fyrir sér hvort Gerður hafi á sínum tíma verið álitin „meistari“ á sama hátt og starfsbræður hennar í listinni. Skoðar listferil Gerðar Helgadóttur út frá feminískri aðferðafræði Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hópur karla og kvenna tekur nú þátt í átakinu „Gekk ég yfir sjó og land“ undir forystu Hinriks Ólafs- sonar, leikara og leiðsögumanns. „Þetta er göngunámskeið, þar sem ég geng með fólki á fell og fjöll í Reykjavík og nágrenni og blanda með sjóbusli,“ segir Hinrik. Nám- skeiðinu lýkur með ísgöngu á ís- broddum á Sólheimajökli laugar- daginn 7. nóvember. Fyrsta gangan tók um tvo tíma og var gengið í kringum Elliða- vatn, síðan var álíka löng ganga á Úlfarsfell og á laugardaginn var farið í sjóbað í Nauthólsvík að lok- inni um klukkutíma göngu um Fossvog og Öskjuhlíð. Þá fræddi Kristín Sigurðardóttir bráðalæknir viðstadda almennt um heilsu. Í gönguhópnum eru 17 manns og leggur Hinrik áherslu á að göng- urnar henti öllum sem vilja ögra sjálfum sér. Þær séu hugsaðar sem hvatning til betri heilsu samfara útiveru í góðum félagsskap, sér- stakri upplifun, fróðleik og skemmtun. Gönguhópurinn nefnist „Koma svo, skráðu þig núna!“ og eru 12 ferðir á dagskrá, þar af tvær dagsferðir. Samfara göng- unni fræðir Hinrik þátttakendur um sögu staðanna og fer yfir mik- ilvæg undirbúningsatriði eins og klæðnað, öryggismál, veðurathug- anir og flóð og fjöru. Kristín var fyrsti gesturinn og þrír verða til viðbótar á tímabilinu. Einn talar um lýðheilsu, annar kennir þátt- takendum að taka myndir á síma og jöklaleiðsögumaður leiðbeinir um ferðir og undirbúning fyrir göngu á jökla. Mikil reynsla „Ég hef 20 ára reynslu í leiðsögn erlendra ferðamanna um Ísland og nú er tími kominn til þess að deila vísdómnum með Íslendingum,“ segir Hinrik. Vísar til þess að hann hafi einkum sýnt Bandaríkjamönn- um landið en kórónuveirufarald- urinn hindri för þeirra. Fjórða gangan verður á morgun og verður gengið frá Þingvallavegi á Helgafell í Mosfellsbæ. Síðan verður gengið í Öskjuhlíð og farið í sjóbað 8. október. Laugardaginn 10. október verður gengið á Esj- una, fimmtudaginn 15. október á Helgafell í Hafnarfirði, Úlfarsfell viku síðar, um Elliðaárdalinn 24. október og um Reykjadal við Hveragerði 31. október. „Undanfarin ár hef ég verið hvattur til þess að vera með göngunámskeið fyrir Íslendinga og þar sem ég hef stundað sjóböð í 15 ár fannst mér sniðugt að blanda þessu saman.“ Þrjár af 12 ferðum innihalda sjóböð í Nauthólsvík og hvíld í heita pottinum á eftir. „Ég vil leyfa fólki aðeins að kynnast mætti sjávarins sem er gríðarlega heilsueflandi.“ Hinrik bætir við að hann sé mikill sögu- maður og njóti þess að segja sögur og miðla fróðleik. „Hér er allt til alls,“ segir hann um náttúru höf- uðborgarsvæðisins. „Við þurfum ekki að leita langt yfir skammt.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Leiðsögumaður Hinrik Ólafsson leikari við nær 100 ára stífluna á Elliðavatni, en Elliðaárnar voru virkjaðar 1920. Gengið yfir sjó og land  Hvatning til betri heilsu með Hinriki Ólafssyni leiðsögumanni ... stærsti uppskriftarvefur landsins! MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 274. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. „Þetta var fyrst og fremst geggjuð upplifun að fá að taka þátt í þessum úrslitaleik og bikarhelginni,“ segir Viktor Gísli Hallgrímsson meðal annars í samtali við Morgunblaðið í dag. Landsliðsmarkvörðurinn ungi varð á sunnudaginn danskur bikarmeistari í handknattleik með liði sínu GOG. Þegar Morgunblaðið heyrði í honum í gær var hann kominn til Sviss til að spila Evrópuleik og því nóg að gera. „Við náðum þess vegna ekki að fagna neitt að ráði og menn voru lítið að missa sig í gleðskapnum en það kemur seinna.“ »22 „Geggjuð upplifun að taka þátt í bikarhelginni í Danmörku“ ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.