Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 2020næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Morgunblaðið - 30.09.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.09.2020, Blaðsíða 24
24 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 2020 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Þriðja og síðasta hljómplatan í þjóðlagaþrí- leik gítar- og strengjahljóðfæraleikarans Ásgeirs Ásgeirssonar, Persian Path, er kom- in út á geisladiski. Í þjóðlagaþríleiknum hef- ur Ásgeir farið með íslensk þjóðlög á fram- andi slóðir og kemur hann nú út í heild sinni, í einum pakka en plöturnar eru einnig fáanlegar hver um sig. „Þetta byrjaði í raun árið 2009 þegar ég fór að fara í námsferðir til Austur-Evrópu og Mið-Austurlanda,“ segir Ásgeir um upphaf þríleiksins. „Þá kom til Íslands búlgarskur harmonikkuleikari sem ég spilaði með og hann spurði hvort ég vildi ekki koma til Búlgaríu og læra þessa tónlist. Þetta voru tónleikar á Jazzhátíð Reykjavíkur og ég sló til, fór árið 2010 til Búlgaríu í þrjár vikur og lærði þar að spila búlgarska tónlist á lítinn búlgarskan gítar sem heitir tambúra. Það gerðist eitthvað þar þannig að ég varð „hooked“, eins og maður segir, á því að fara í svona endurmenntunarferðir til að læra meira. Ég fór til Grikklands og er búinn að fara til Tyrklands þannig að ég hef alltaf fet- að mig lengra austur. Ég er búinn að fara til Indlands, Írans og Marokkó og læra á alls konar þjóðlagagítara sem tengjast gít- arnum.“ Hugmyndin kviknaði í Istanbúl Ásgeir segist hafa fengið þá hugmynd í Istanbúl að tengja þennan austræna tón- listarheim við íslensku þjóðlögin. „Það er margt líkt með þessari gömlu, íslensku tón- list og tónlist frá þessu svæði. Meiri líkindi en fólk heldur,“ útskýrir Ásgeir. Hann hafi byrjað að semja laglínur, innblásnar af þessu tónlistarnámi, til að stækka íslensku þjóð- lögin, ef þannig mætti að orði komast. Gera formin ekki ósvipuð þeim sem einkenna þjóðlagatónlist frá fyrrnefndum löndum. „Svo fór ég aftur til Istanbúl árið 2017 og kynntist þá einum þekktasta oud-leikara landsins en oud er bandalaus lúta, arabísk. Ég gerði með honum fyrstu plötuna og honum leist strax vel á þessa hugmynd þannig að fyrsti diskurinn varð til sama ár. Síðan gerði ég disk númer tvö með Búlgaranum sem kom hingað árið 2009, Borislav Zgurovski, og árið 2018 fór ég enn lengra, til Írans, og kynntist þá Írönunum sem spila á plötunni sem var að koma út,“ segir Ásgeir frá. Hann segist alltaf hafa ætlað að gera þrí- leik og vera feginn því að hafa fylgt þeirri hugmynd eftir. „Það er miklu meiri yfirlýs- ing að gera þríleik úr svona óvenjulegu verk- efni og í ofanálag var ég búinn að skrifa nótna- og kennslubók sem er líka komin út. Í nótnabókinni eru nótur að útsetningunum á lögunum sem eru á plötunum og það sem ég hef lært á þessum tíu árum og hefur gerjast í mér. Ég er að miðla því til fólks sem hefur áhuga á að prófa eitthvað nýtt og líka til tónlistarskólanna í landinu.“ Ásgeir segir verkefnið í heild sinni risa- vaxið og tímamótin mikil í hans lífi að því sé nú lokið. Inngangar, millispil og sóló – Þú talar um líkindi milli íslenskrar þjóð- lagatónlistar og þjóðlagatónlistar frá þessum löndum. Geturðu sagt betur frá þeim lík- indum? „Já. Tónlist í dag er yfirleitt í dúr- og moll-kerfi, þá eru lög samin annaðhvort í dúr eða moll en íslensku þjóðlögin eru í tón- stigum þar sem tónbilin raðast öðruvísi upp en þessi hefð- bundnu dúr- og moll-tónstigar. Það er eins með austræna tón- list, þú ert með tónstiga en ekki eins mikið með hljómaganga,“ svarar Ásgeir. Hann nefnir sem dæmi keltneska tónlist, t.d. sekkjapíputónlist. „Það er hægt að setja hljóma við þetta og fólk gerir það stundum og stundum ekki. Það eru líkindin með þessu, þetta eru sungin lög en það sem vantar í íslensku lögin – og er í þessum aust- rænu lögum – eru þessi spiluðu millispil og inngangar í lögin. Þess vegna fékk ég þessa hugmynd að gera íslensku þjóðlögin líkari þeim. Mínar útsetningar eru þannig að ég skrifa innganga, sólókafla og alls konar milli- spil þannig að hvert lag verður fjórar til sex mínútur og líkara tónverki.“ Laglínan auðþekkjanleg Ásgeir segist hafa ákveðið í upphafi verk- efnisins að hafa lög bæði með og án söngs. Sigríður Thorlacius syngur á öllum plötunum en þær hafa að geyma til helminga sungin lög og lög án söngs. Hann segist hafa breytt takti laganna örlítið í einhverjum tilfellum en upprunalega laglína sé alltaf auðþekkjanleg. „Svo fer þetta eftir því hverjir spila, þegar Íranarnir spila þessi lög heyrirðu strax þennan íranska keim og þegar Tyrkirnir spila færðu strax það bragð. En þegar ég er með íslenska hljómsveit hljómar þetta allt öðruvísi en á plötunum,“ útskýrir Ásgeir og segir einmitt skemmtilegt við heimstónlistina hversu mikið frelsi flytjandinn hafi til að tjá sig. Plöturnar voru teknar upp í Búlgaríu, Tyrklandi, Íran og á Íslandi og voru upp- tökur sendar milli landa á netinu. Samstarfs- menn Ásgeirs við útsetningar laga á Persian Path voru þeir Yurdal Tokcan, Borislav Zgurovski og Hamid Khansari og söngur Sigríðar var tekinn upp í hljóðveri hér heima auk þess sem Samin Ghorbani og Egill Ólafsson sungu eitt laganna. „Maður finnur strax hvort maður geti treyst fólki og það á við um alla þrjá sam- starfsaðila mína, ég þekkti þá mjög vel áður en upptökur hófust,“ segir Ásgeir um þá Tokcan, Zgurovski og Khansari. Framandi hljóðfæri Verkefnið er í heild risavaxið, líkt og fyrr sagði, og voru flytjendur í heildina yfir 40 talsins frá átta löndum. Voru þeirra á meðal kór og austrænn strengjaoktett og ýmis hljóðfæri komu við sögu sem eru líklega flestum Íslendingum framandi. „Þetta er búið að vera alveg ótrúlegt ferli, að ná að gera þetta allt á tíu árum. Ég er upp- runalega popp- og djassgítarleikari og þetta er ofboðslega skemmtileg beygja á mínum ferli sem hefur gert hann enn fjölbreytilegri og skemmtilegri,“ segir Ásgeir um verk- efnið. Hann hafi viljað sýna fram á hversu miklir möguleikarnir væru í tónlistarsköpun og þá ekki aðeins með plötunum heldur líka bókinni sem nýta má til kennslu. Ásgeir segist hafa fengið mjög jákvæð viðbrögð við útgáfunni allri sem nálgast má í plötubúðum og ýmsum bókaverslunum. Ásgeir fyrstur á haustdagskrá Útgáfutónleikar vegna Persian Path og verkefnisins í heild verða haldnir kl. 20 í kvöld, 30. september, í Flóa í Hörpu og verða félagar Ásgeirs úr Skuggamyndum frá Býsans honum til halds og trausts sem og söngkonan Sigríður Thorlacius, harm- onikkuleikari, slagverksleikari og fiðluleik- ari. Tónleikarnir eru fyrstu tónleikar haust- dagskrár Jazzklúbbsins Múlans sem sinnir ekki aðeins djassi heldur einnig þjóðlaga- tónlist, eins og dæmin sanna. Fjöldatak- mörkun vegna Covid-19 verður að sjálf- sögðu fylgt og tilskilin fjarlægð verður milli gesta. „Þetta er rosalega flott band og við spil- um rjómann af öllum plötunum,“ segir Ás- geir að lokum og ber mikið lof á Flóa sem tónleikastað. Hann hafi reynst vel á tímum kófsins líkt og áður fyrr. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ástríða Ásgeir á heimili sínu með hljóðfæri sem hann hefur ḱeypt á ferðalögum sínum í austri. Hann hefur nú lokið við þjóðlagaþríleik sinn. Risavaxið verkefni  Þriðja platan í þjóðlagaþríleik Ásgeirs Ásgeirssonar er komin út auk nótna- og kennslubókar  Virtir hljóðfæraleikarar frá Íran unnu með honum að plötunni  Útgáfutónleikar í Hörpu í kvöld Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga VILTU LÆRA SILFURSMÍÐI, TÁLGUN EÐA TRÉRENNSLI? Fjölmör stuttnáms í handve g keið rki. Skráning og upplýsingar á www.handverkshusid.is Kvikmyndahá- tíðin í Cannes verður haldin 27.-29. október í smækkaðri út- gáfu, skv. vefn- um Deadline. Há- tíðin átti að fara fram í maí en var aflýst vegna Co- vid-19. Þó voru myndir sýndar á vefnum og valdar kvikmyndir fengu hinn eftirsótta Cannes- stimpil. Þriggja daga hátíðin verð- ur haldin í samvinnu við bæjaryfir- völd og verða fjórar kvikmyndir sýndar. Opnunarmyndin verður Un Triomphe eftir Emmanuel Courcol en hinar eru Les Deux Alfred eftir Sandrine Kiberlain, Asa Ga Kuru eftir Naomi Kawase og Beginning eftir Dea Kulumbegashvili. Þriggja daga hátíð haldin í Cannes Emmanuel Courcol Franska sendiráðið á Íslandi efndi ásamt Alliance Française í Reykja- vík til samvinnu um listamanna- skipti milli Artistes en Résidences í Clermont-Ferrand í Frakklandi og Nýlistasafnsins í Reykjavík. Clermont-Ferrand er háskólabær í miðju Frakklandi við Chaine des Puys-fjallgarðinn. Fimmtíu ungir listamenn þaðan sóttu um vinnu- stofudvöl í Reykjavík og var einn þeirra valinn af fulltrúum Nýló, franska sendiráðins og Artistes en Résidence. Fyrir valinu varð Naomi Maury, ung frönsk listakona sem starfaði að listsköpun í Reykjavík nú allan septembermánuð. Maury lauk myndlistarnámi fyrir fimm ár- um og hefur þegar vakið athygli fyrir listsköpun sína og átti verk á síðasta Lyon-tvíæringi. Myndlistarmaður frá Nýlista- safninu verður í kjölfarið valinn til að dveljast og starfa í mánaðartíma í Clermont-Ferrand í Frakklandi í apríl 2021. Listamenn sem dvelja í Clemont-Ferrand fá húsnæði, vinnustofu, styrk og tækifæri til að hitta franska listamenn. Áhuga- samir geta kynnt sér stofnunina á vefslóðinni www.artistesenresi- dence.fr/. Frönsk-íslensk skipti á listamönnum Listakonan Naomi Maury starfaði að list sinni í vinnustofu í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 230. tölublað (30.09.2020)
https://timarit.is/issue/411569

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

230. tölublað (30.09.2020)

Aðgerðir: