Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 2020næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Morgunblaðið - 30.09.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.09.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 2020 Erum með þúsundir vörunúmera inn á vefverslun okkar brynja.is Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is Opið virk a dag a frá 9-18 lau frá 1 0-16 HÁGÆÐA EFNAVÖRUR FRÁ LIBERON Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook buxur Str. 36-52/54 Stjórnvöld í Bretlandi og Kanada tilkynntu í gær að þau hefðu hafið refsiaðgerðir gegn Alexander Lúkasjenkó, forseta Hvíta- Rússlands, vegna ástandsins sem ríkir í landinu eftir umdeildar for- setakosningar í ágúst síðastliðnum. Þá beinast aðgerðir ríkjanna einnig gegn syni Lúkasjenkós og nokkrum lykilmönnum í ríkisstjórn hans. Rússar gagnrýndu ákvörðun ríkjanna harðlega og sögðu hana „fordæmalausan erlendan þrýst- ing“ á hvítrússnesk stjórnvöld. Ríki Evrópusambandsins hafa til þessa ekki viljað beita Lúkasjenkó refsi- aðgerðum, að Eystrasaltsríkjunum þremur undanskildum, en Emm- anuel Macron Frakklandsforseti gaf til kynna að sambandið myndi beita sér fyrir slíkum aðgerðum á leiðtogafundi þess síðar í vikunni. Macron fundaði í gær með Svetlönu Tikhanovskayu, mótframbjóðanda Lúkasjenkós í kosningunum, í Vil- níus, höfuðborg Litháens. Hét Macron því að frönsk stjórnvöld myndu beita sér fyrir viðræðum á milli hvítrússneskra stjórnvalda og stjórnarandstöðunnar, sem staðið hefur fyrir fjölmennum mótmælum í landinu undanfarnar vikur. AFP Hvíta-Rússland Macron fundaði með Tikhanovskayu í Vilníus í gær. Hefja refsiaðgerðir gegn Lúkasjenkó  Kvarta undan „erlendum þrýstingi“ Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Óttast var að að átökin um hið um- deilda hérað Nagorno-Karabak, sem blossuðu upp um helgina, kynnu að breiðast út eftir að armensk stjórn- völd sögðu að tyrknesk F-16-orr- ustuþota hefði skotið niður SU-25- orrustuþotu sína innan armenskrar lofthelgi. Tyrkir hafa neitað ásökun- unum. Stjórnvöld í Aserbaídsjan tóku undir neitun Tyrkja og sögðu ásök- unina vera áróður af hendi Armena, en þeir hafa einnig sakað Tyrki um að hafa sent málaliða til Nagorno- Karabak til þess að berjast við hlið Asera. Tyrknesk stjórnvöld hafa einnig hafnað þeim ásökunum, en Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hvatti hins vegar Asera til dáða í fyrradag og sagði að Tyrkir væru reiðubúnir til þess að hjálpa þeim að ná aftur „hernumdum“ svæðum í héraðinu. Segja mikið mannfall hjá hvorum tveggja Stjórnvöld í bæði Armeníu og Aserbaídsjan lýstu því yfir í gær að mikið mannfall hefði orðið í liði hinna eftir átök dagsins um héraðið. Óháð- ir aðilar hafa hins vegar einungis staðfest 99 dauðsföll á undanförnum þremur dögum, og eru 15 óbreyttir borgarar þar á meðal. Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Rússlandi hafa öll kallað eftir því að ríkin tvö geri vopnahlé sín á milli án tafar, og fundaði öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna um málið í gærkvöldi. Stjórn- völd beggja ríkja hafa hins vegar í engu sinnt þeim áskorunum. Þá skoruðu stjórnvöld í Rússlandi á Tyrki að láta af stuðningi sínum við Aserbaídsjan, en Rússar hafa lengi haft herstöð í Armeníu. Sagði í til- kynningu rússneskra stjórnvalda að Tyrkir og báðar þjóðir væru hvött til þess að leita pólitískra og diplómat- ískra lausna á átökunum. Ilham Aliyev, forseti Aserbaíd- sjan, hét því hins vegar í gær að bar- dögum yrði haldið áfram. „Ef alþjóðasamfélagið vill ekki stöðva hinn óskammfeilna einræðisherra Armeníu mun Aserbaídsjan gera það,“ sagði hann í yfirlýsingu sinni. Friðarviðræður siglt í strand Átök milli Armena og Asera um héraðið blossuðu fyrst upp snemma á tíunda áratugnum, þegar Na- gorno-Karabak-hérað lýsti yfir sjálf- stæði sínu. Féllu um 30.000 manns í átökunum sem fylgdu, en þeim lauk með vopnahléi árið 1994. Frakkar, Rússar og Bandaríkja- menn hafa reynt að miðla málum til að tryggja varanlegan frið, en síð- ustu viðræður ríkjanna sigldu í strand árið 2010. Neita að hafa skotið niður orrustuþotu  Ótti um að átökin í Nagorno-Karabak muni breiðast út AFP Átökin Armenskur aðskilnaðarsinni hleypir hér af fallbyssu sinni í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 230. tölublað (30.09.2020)
https://timarit.is/issue/411569

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

230. tölublað (30.09.2020)

Aðgerðir: