Morgunblaðið - 01.10.2020, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.10.2020, Blaðsíða 44
Þóra Kolbrá Sigurðardóttir thora@mbl.is „Framboðið af tilbúnum matvælum hefur aukist gríðarlega undanfarin ár, enda er tíminn af skornum skammti hjá uppteknum Íslend- ingum. Það þekkja allir. Við hjá Happi erum stolt af því að geta boðið fjölskyldum hollan og bragð- góðan valkost þar sem þú veist að þú ert að stuðla að heilbrigði þínu og fjölskyldunnar,“ segir Lovísa Stefánsdóttir hjá Happi. Happ fékk til liðs við sig mat- reiðslumeistarana Sigurjón Braga Geirsson, kokk ársins 2019 og þjálf- ara íslenska kokkalandsliðsins, og Leif Kolbeinsson á La Prima Vera til þess að setja saman matseðilinn fyrir Matur á mettíma-línuna. Afraksturinn eru virkilega bragð- góðir og spennandi réttir sem eiga það allir sameiginlegt að vera gerð- ir úr fersku hágæða hráefni. „Matur á mettíma er að mínu mati bylting í heimaeldamennsku. Við gerum allt hráefni tilbúið í réttu magni. Þú einfaldlega sækir hann til okkar, setur matinn í ofn- inn og eftir 20 mínútur getur þú borið á borð gómsæta og holla mál- tíð fyrir alla fjölskylduna,“ segir Sigurjón Bragi Geirsson mat- reiðslumeistari. Nýir og spennandi tímar hjá Happi Íslendingar þekkja vörumerkið Happ. Lukka Pálsdóttir, frum- kvöðull í heilnæmri matargerð, opnaði fyrsta Happstaðinn í kjall- aranum hjá sér, flutti hann svo á Höfðatorg þar sem hann var rekinn við góðan orðstír árum saman. Nú hefur Happ markað sér nýja stefnu og í stað þess að reka veitingastað á Höfðatorgi býðst viðskiptavinum að panta matinn í gegnum Happ.is og sækja hann. „Þetta er gamall draumur að verða að veruleika. Happ vill hjálpa fólki að nálgast hollan og góðan mat og elda hann fyrir fjölskyld- una. Þetta er ofureinfalt. Þú skoðar matseðilinn og pantar á Happ.is, getur pantað fyrir einn dag eða jafnvel alla daga vikunnar. Svo sækir þú matinn til okkar og slærð í gegn í eldhúsinu heima. Eld- unarleiðbeiningarnar eru einfaldar og réttirnir eru hver öðrum betri og hollari,“ bætir Lovísa við að lok- um. Matur á mettíma Þau stórtíðindi berast úr veitingageiranum að veitingastaðurinn Happ hafi fengið tvo þungavigtarmatreiðslumenn til samstarfs og komin sé á markað ný lína af mat sem er tilbúinn beint í ofninn og tekur aðeins 15-20 mínútur að elda. Meistaramatur Lovísa Stefánsdóttir, Lukka Pálsdóttir, Leifur Kolbeinsson og Sigurjón Bragi Geirsson. Dásemdarmatur Lambaskanki í tómat og saffran. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2020 Sími 557 8866 | pantanir@kjotsmidjan.is | Fossháls 27, 110 Reykjavík Opnunartími8.00-16.30 Hakk, gúllas, bjúgu og bara nefndu það Kjötbúð Kjötsmiðjunnar – Ekki bara steikur Þóra Kolbrá Sigurðardóttir thora@mbl.is Að sögn Hrefnu Sætran verður boð- ið upp á mikið úrval náttúrvína en viðburðurinn er haldinn í samstarfi við fyrirtækið Berjamó sem sérhæf- ir sig í innflutningi á náttúruvínum en mennirnir á bak við fyrirtækið eru þeir Dóri DNA og Ben Boorm- an „Náttúruvín eru þannig gerð að þau breytast meira en önnur vín þegar þau eru pöruð með mat. Þau eru líka oft létt og passa langbest með fiski svo það var svona kveikj- an að þessu. Berjamór hefur aldrei verið með svona áður í samstarfi við veitingastaði heldur hafa þeir meira verið að selja stöðum flöskur og ver- ið bara með vínsmakk en þetta er allur pakkinn. Það er alveg magnað hvað vínið og maturinn fullkomna hvort annað. Mæli með að smakka vínið áður en þið smakkið matinn til að finna muninn.“ Dóri og Ben verða á svæðinu fimmtudagana 1. og 8. október til að svara spurningum um náttúruvínin. „Það er ótrúlega gaman að hlusta á þá því þeir eru svo fróðir um vínin og hafa svo mikla ástríðu fyrir þessu,“ segir Hrefna en matseðill- inn er einstaklega spennandi eins og Fiskmarkaðarins er von og vísa. Fimm rétta matseðill að hætti Fiskmarkaðsins Verð 7.900 kr. / 8.900 kr. með vín- pörun Sashimi á klaka, besti bitinn af laxi, túnfisk, hörpuskel, bleikju og sætri rækju, skorinn í fullkomna sashimi-bita. Opin maki-rúlla með stökku nori, volgum sushi-grjónum og krydd- uðum laxatartar á toppnum. Vín: Christoph Mignon Brut Nat- ure, Champagne, Frakkland Smokkfiskur tempura, smokk- fiskur í tempuradeigi, borinn fram með sítrusmæjónesi og stökkum sölvum. Vín: Papillon, Languedoc, Frakk- land Val á milli: Nauta-ribeye með stökkum smælkikartöflum og reyktri chili- béarnaise Vín: Azimut, Penedes, Spánn eða Léttsaltaður þorskur (h) krydd- aður með lime-salti, borinn fram með sætu sellerísalati Vín: Wilder Satz, Pfalz, Þýska- land Úrvalsblandið Úrval eftirrétta, fyrir allt borðið til að deila. Vín: Auslese, Pfalz, Þýskaland Fiskmarkaður- inn x Berjamór Fiskmarkaðurinn og Berjamór ætla að leiða saman hesta sína dagana 1.-10. október þar sem hágæða- matreiðsla verður pöruð með hreinum óspilltum náttúruvínum. Segja aðstandendur að hér sé um að ræða viðburð þar sem það sé sérstök upplifun að drekka náttúruvín með mat. Spennandi Matgæðingar og vínáhugafólk ættu ekki að sleppa viðburðinum. Úrvalsvín Berjamór ehf. flytur inn léttvín sem eru keypt milliliðalaust af smáum fram- leiðendum. Þau eiga það sameiginlegt að vera lífræn, náttúruleg og lítið meðhöndluð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.