Morgunblaðið - 01.10.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.10.2020, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2020 Raðaðu þínu eigin setti PICK+MIX 18V Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Margfaldur áhugi var á námi við Sjávarakademíuna, sem er samstarfsverkefni Fisktækniskólans og Sjáv- arklasans. Alls bárust 92 umsóknir í þau 15 pláss sem í boði voru á haustönninni og er verið að leita leiða til að taka fleiri nemendur inn á haustönn. Vonir standa til að aukið fjármagn fáist til þess og til að halda kennslunni áfram þar sem mikil ásókn er. Þegar eru komnar óskir um þátttöku í janúar, að sögn Söru Bjarkar Guðmundsdóttur, verkefnisstjóra Sjávar- akademíunnar. Kennsla fer fram á virkum dögum í tólf vikur frá klukkan 9-15 í kennslustofu í húsnæði Sjávarklasans á Grandagarði og lýkur með útskrift 18. desember. Kennarar úr Fisktækniskólanum annast kennsluna, auk frumkvöðla og fjárfesta sem tengjast Sjávar- klasanum. Þá er einnig lögð áhersla á að nemendur fari í kynnisferðir í haftengd fyrirtæki á Suður- nesjum og höfuðborgarsvæðinu og tengi verkefni sín sem mest fyrirtækjunum beint. Sara Björk segir að námið gefi 30 einingar í fram- haldsskóla eða sem samsvarar einni önn. Um 80% nemenda eru á aldrinum 18-21 árs og eru einnig við nám í framhaldsskólum. Um 20% hafa lokið há- skólagráðu en vilja bæta við sig þekkingu á sviði bláa hagkerfisins. Hún segir ánægjulegt að nemendur komi alls staðar að af landinu, en flestir séu þó frá Suðurnesjum og Vesturlandi. Fjölbreyttar áherslur í náminu Spurð um áherslur í náminu segir Sara Björk að þær séu mjög fjölbreyttar. „Það er fjallað um veiði- og vinnsluaðferðir, mikið um fullnýtingu afla, vöruþróun og hvað hægt er að gera meira úr vörum sem eru til nú þegar. Það er ánægjulegt hvað nem- endur eru hugmyndaríkir, hafa mikinn áhuga og eru tilbúnir að gera eitthvað nýtt,“ segir Sara Björk. Þá kynnast nemendur því hvernig þeir koma hugmynd í framkvæmd, læra að stofna fyrirtæki, kynnast fjöl- mörgum tækifærum til að nýta betur sjávar- auðlindir, læra um sjálfbærni og umhverfismál. Í fréttatilkynningu frá Sjávarakademíunni segir að mikinn áhuga fyrir náminu megi rekja til vakn- ingar á meðal ungs fólks um tækifærin í bláa hag- kerfinu, umhverfismálum og sjálfbærni. „Með þessu samstarfi við Sjávarklasann um Sjáv- arakademíuna erum við greinilega að ná betur til ungs fólks,“ var haft eftir Ólafi Jóni Arnbjörnssyni, skólastjóra Fisktækniskólans, í tilkynningunni. „Við erum líka á réttum tíma þar sem aldrei í sögunni hef- ur jafn mikið verið rætt um fæðuöryggi hérlendis eins og undanfarna mánuði og tækifærin í þeim efn- um í hafinu við Ísland eru mikil. Haustnámið er stutt af samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sjávarakademían Hópur áhugasamra nemenda fylgist með kennslu Bertu Daníelsdóttur, framkvæmdastjóra Sjávarklasans, í gærmorgun. Hugmyndaríkir nemendur  Mikill áhugi á námi í Sjávarakademíunni  Fá einingar í framhaldsskóla Tugir athugasemda og umsagna bárust vegna áforma stjórnvalda um að taka upp aflamark við stjórn- un grásleppuveiða, en drög að frumvarpi um breytinguna hafa verið til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda. Skiptir mjög í tvö horn í afstöðu umsagnaraðila og er áformunum ýmist fagnað eða harð- lega mótmælt. Nú er veiðunum m.a. stjórnað með útgáfu sérstakra leyfa og dagafjölda, en veiðum á flestum öðrum tegundum er stjórn- að með aflamarki. Samkvæmt drögunum er gert ráð fyrir að sett verði bráðabirgða- ákvæði þar sem lagt er til að veiði- reynsla verði metin út frá þremur bestu veiðitímabilum í sex ár, frá og með árinu 2013 til og með árinu 2018. Þá er lagt til að aflahlutdeild skuli úthlutað á grundvelli veiði- reynslu leyfisins sem skráð er á skipið en ekki á grundvelli veiði- reynslu skips. Óttast samþjöppun Svo gluggað sé í umsagnir þá lýs- ir Halldór Rúnar Stefánsson á Þórs- höfn sig andvígan breytingunni, sem hann segir minnka möguleika ungra manna til athafna. Í sumögn sinni segir Halldór meðal annars: „Um langa hríð hefur núverandi fyrirkomulag verið við lýði og hef- ur, með þeim breytingum sem gerð- ar hafa verið, gagnast byggðum landsins og fjölda smábátasjó- manna. Einnig má færa gild rök fyrir því að núverandi kerfi hafi viðhaldið grásleppustofninum með þeim sveigjanleika sem er í daga- kerfinu. Það er fullvissa undirrit- aðs að ef breyting sú sem áformuð er gengur eftir þá mun á skömmum tíma verða mikil samþjöppun í þess- um veiðum. Rétt eins og hefur orðið í öðrum kvótasettum tegundum.“ Hagkvæmara og ábyrgara Einar E. Sigurðsson á Raufar- höfn er á öndverðum meiði í um- sögn sinni: „Með því að setja grá- sleppu í aflamark er hægt að stunda veiðarnar á mun hagkvæm- ari og ábyrgari hátt en nú er. Það fyrirkomulag sem hefur verið gengur ekki lengur upp. Menn hafa haft áhyggjur af samþjöppun með kvótasetningu, ég blæs á þær áhyggjur, alveg eins má kalla það samþjöppun í núverandi kerfi þar sem hægt er að eiga eins mörg leyfi og hægt er, og uppi er krafa um sameiningu leyfa. Þegar menn vita hvaða afla má veiða hjá hverri út- gerð þá býrðu til mestu verðmæt- in.“ aij@mbl.is Tugir með skoðun á aflamarki  Breyting á stjórn- un grásleppuveiða Norðmenn og Bretar skrifuðu í gær undir tvíhliða rammasamkomulag um fiskveiðar, sem tekur gildi 1. jan- úar nk. þegar aðlögunartíma vegna útgöngu Breta úr Evrópusamband- inu lýkur. Í norskum fjölmiðlum fagna ráðherrar þessum áfanga og sagt að samningurinn leggi grunn að frekara samstarfi. Þá er talað um sögulegan samning í því ljósi að þetta sé fyrsti rammasamningurinn sem Bretar hafi gert sem óháð strandríki eftir Brexit. Samningurinn kveður meðal ann- ars á um ramma um gagnkvæmar veiðiheimildir í lögsögum ríkjanna, skipti á veiðiheimildum, eftirlit og rannsóknir. Sögulegur samningur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.