Morgunblaðið - 01.10.2020, Blaðsíða 53
MENNING 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2020
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
AÐRAR MYNDIR Í
SÝNINGU:
* Harry Potter
* Hvolpasveitin (ísl. tal)
* The Secret :
Dare to dream
* The New Mutants
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
Frábær ný teiknimynd fyrir
alla fjölskylduna.
FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS
Nýjasta Meistaraverk
Christopher Nolan
The Guardian
The Times
The Telegraph
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Lífið á eyjunni, Island Living á
ensku, nefnist stuttmynd sem frum-
sýnd var á Alþjóðlegri kvikmynda-
hátíð í Reykjavík, RIFF, um síðustu
helgi og er nú hægt að leigja á vef
hátíðarinnar, riff.is, á meðan á henni
stendur. Leikarinn og kvikmynda-
gerðarmaðurinn Atli Óskar Fjalars-
son framleiddi myndina og skrifaði
handrit hennar með Viktori Sigur-
jónssyni og Apríl Helgudóttur en
Viktor leikstýrði henni.
Myndin er 30 mínútur að lengd og
fjallar um ungan dreng sem smíðar
sér trommusett úr rusli og stofnar
hljómsveit með vini sínum en í mynd-
inni má heyra þekkta tónlist frá átt-
unda og níunda áratugnum því
drengurinn finnur gamalt kassettu-
tæki móður sinnar og kemst í tæri
við slíka tónlist. Myndinni er ætlað
að vekja athygli á málefnum drengja,
geðheilsu þeirra, félagslegri ein-
angrun og bágri stöðu í skólakerfinu
og vonast höfundar til þess að hún
veki umræður um þau mál og leiði til
breytinga. Stuttmyndin var unnin í
samstarfi við ADHD-samtökin, Geð-
hjálp, Eitt líf, Öryrkjabandalag Ís-
lands, Olnbogabörnin og Allir gráta.
Tvíræður titill
„Það er pínu tvíræðni í þessu.
Þetta er auðvitað eyjan okkar allra,
Ísland, en þetta vísar til þess að
strákar eru svolítið einir á sinni eigin
eyju í lífinu, eru svolítið einangraðir
oft. Þetta er lífið á eyjunni, þinni eig-
in eyju,“ segir Atli um titil myndar-
innar. Strákar eigi erfiðara með að
opna sig og lesa eigin tilfinningar, til-
finningalæsið sé lélegt hjá þeim.
– Er þá hugmyndin að sýna mynd-
ina í skólum?
„Já, við erum náttúrlega bara
kvikmyndagerðarmenn og gerðum
það sem við gerum best, að búa til
kvikmyndir, og hvað sem kemur svo
út úr því er svolítið úr okkar hönd-
um. Ég held samt að sýna eigi mynd-
ina sem hluta af RIFF í öllum skól-
um landsins og það er mjög
jákvætt,“ svarar Atli. Aðalsögu-
persónur myndarinnar, drengirnir
tveir, verða helteknir af rokki og
poppi frá áttunda og níunda áratugn-
um og segir Atli að í stuttmyndinni
sé þroskasaga þeirra sögð að miklu
leyti í gegnum þessa tónlist. Dreng-
irnir fara að prófa sig áfram í tón-
listarsköpun og setja stefnuna á
hæfileikakeppni sem er hápunktur
myndarinnar.
Krúttleg vinátta
Atli er spurður að því upp úr
hverju þessi saga hafi sprottið, hver
hafi átt hugmyndina. „Það var Vikt-
or, leikstjórinn. Hann var staddur í
strætó, sá þar tvo drengi og þótti vin-
átta þeirra svo krúttleg og sæt og
langaði að skoða vináttu stráka því
hún er svo falleg. Upp úr því spratt
þessi hugmynd og við unnum hand-
ritið saman og úr varð þessi mynd,“
svarar hann.
Atli segir þá Viktor báða hafa
glímt við ADHD í æsku og við skóla-
kerfið sem hafi ekki náð utan um slík
börn. Atli og Viktor eru á svipuðum
aldri, Atli fæddur árið 1992 og Viktor
tveimur árum fyrr. Atli segir þá hafa
langað til að gera mynd sem væri
gagnrýnin á skólakerfið. „Kerfið var
alveg eins og það er í dag. Við erum
ennþá í 140 ára gömlu menntakerfi,
það hefur ekkert breyst og ég held
að hrista þurfi upp í því og gera eitt-
hvað,“ segir Atli.
Útrás fyrir sköpunargleði
– Þú ert lærður leikari, hafði það
eitthvað að gera með ADHD að þú
valdir það fag?
„Já, ég held að það hafi klárlega
verið útrás fyrir sköpunargleðina og
þessa orku sem ég var með. Það spil-
aði klárlega inn í og svo er fullt af
fólki sem ég þekki sem var alveg
jafnskapandi og jafnmiklir ADHD-
pésar sem náðu ekki að finna sinn
farveg og beina þessari orku í ein-
hvern skapandi grunn. Það er mjög
sorglegt og ég held að hjálpa þurfi
þessu fólki við að finna sinn vettvang
til að geta tjáð sig,“ svarar Atli.
Atli er ekki hættur að leika þó
hann hafi snúið sér í auknum mæli að
kvikmyndagerð. Hann leikur í kvik-
myndinni Skuggahverfið sem frum-
sýnd var á RIFF fyrr í vikunni og
hægt er að leigja á vef hátíðarinnar,
riff.is, líkt og Lífið á eyjunni sem er í
stuttmyndapakkanum Íslenskar
stuttmyndir II.
Á krana Stilla úr stuttmyndinni Lífið á eyjunni sem sýnd er í leigu RIFF þessa dagana í stuttmyndapakka.
Samstarfsmenn Atli Óskar Fjalarsson og Viktor Sigurjónsson.
Strákar einir á sinni eyju
Stuttmyndin Lífið á eyjunni er á dagskrá RIFF Ætlað að vekja athygli
á málefnum drengja, geðheilsu, félagslegri einangrun og stöðu í skólakerfinu
Sjónvarpsþáttaröðin Ráðherrann
var tilnefnd til sjónvarpsverðlaun-
anna Venice TV Awards sem veitt
voru í Feneyjum í fyrradag. Verð-
launin eru veitt árlega fyrir framúr-
skarandi sjónvarpsefni framleitt á
árinu en sýningar hófust á Ráðherr-
anum á RÚV 20. september. Segir í
þáttunum frá Benedikt Ríkharðs-
syni, formanni Sjálfstæðisflokksins,
sem tekur við embætti forsætisráð-
herra og fara einkenni geðhvarfa að
koma fram í fari hans og hegðun
skömmu síðar.
„Það er virkilega ánægjulegt hve
góðar viðtökur þættirnir eru að fá í
Evrópu, fyrir stuttu var tilkynnt um
tilnefningu á PRIX Europa. Þætt-
irnir hafa fengið góðar viðtökur í
Belgíu þar sem sýningar hófust í síð-
ustu viku,“ er haft eftir Hilmari Sig-
urðssyni, forstjóra Sagafilm og ein-
um framleiðenda Ráðherrans, í
tilkynningu. Þáttaraðirnar Peaky
Blinders, Catherine the Great, Bar-
on Noir, Hierro, Eagles, Charité 2
og sigurvegarinn The New Pope
voru tilnefndar með Ráðherranum
en tilkynnt var um sigurvegara á
sama tíma og tilnefningarnar voru
kynntar. Í dómnefnd hátíðarinnar
sátu meðal annars Sonia Rovai, yfir-
maður leikins efnis hjá Sky Italia;
dr. Markus Schäfer, framkvæmda-
stjóri All3Media í Þýskalandi og
Hollandi, og Michael Gray, framleið-
andi hjá BBC.
Leikstjórar Ráðherrans eru
Nanna Krisín Magnúsdóttir og Arn-
ór Pálmi Arnarson og með hlutverk
ráðherrans fer Ólafur Darri Ólafs-
son.
Ráðherrann
tilnefndur
Ráðherrann Ólafur Darri Ólafsson.