Morgunblaðið - 01.10.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.10.2020, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2020 Löggiltur heyrnarfræðingur Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is Heyrnarþjónusta í alfaraleið Heyrðu umskiptin með háþróuðum ReSound gæðaheyrnartækjum. Margir verðflokkar, SÍ niðurgreiðir heyrnartæki. Heyrnargreining, ráðgjöf og heyrnartæki til reynslu afgreidd samdægurs. ÚR BÆJARLÍFINU Margrét Þóra Þórsdóttir Eyjafirði Fulltrúar í sveitarstjórnum Eyja- fjarðarsveitar og Svalbarðsstrand- arhrepps voru á ferðinni um dag- inn og komu við hvorir hjá öðrum, báru saman bækur sínar og kynntu sér innviði sveitarfélag- anna. Tilgangur þessa var að ræða sameiginlega hagsmuni, aukið samstarf, sameiningarmál og hvað slíkt myndi þýða fyrir sveitar- félögin. Ráðgjafar sem voru með í för kynntu fulltrúum hvernig ferli sameiningar getur litið út og að hverju þarf að huga í slíkum sam- ræðum.    Mikilvægt er talið að samtalið eigi sér stað hvort sem það leiði til formlegra viðræðna síðar meir, aukins samstarfs, þátttöku fleiri sveitarfélaga eða að fyrirkomulag- ið verði áfram óbreytt. Sveitar- félögin tvö auk Hörgársveitar og Grýtubakkahrepps eiga þegar samstarf um ýmis mál auk þess að mikið samstarf er einnig við Akur- eyrarbæ í mörgum málaflokkum.    Enn hefur engin stefna verið sett varðandi framhaldið eða hvort formlegar viðræður muni eiga sér stað, en tekið fram að allir séu sammála um mikilvægi þess að íbúar sveitarfélaganna séu hafðir með í ráðum.    Bæði sveitarfélögin virðast í sóknarhug, en sem dæmi verða innan tíðar boðnar lóðir fyrir átta íbúðarhús við Geldingsá á Sval- barðsströnd og þar er líka unnið að uppbyggingu Valsárhverfis á Svalbarðsseyri. Þannig að þar á bæ gera menn sig klára til að taka á móti nýjum íbúum.    Sama er uppi á teningnum í Eyjafjarðarsveit þar sem brátt verða boðnar 14 einbýlishúsalóðir í landi Kotru og þá er vinna hafin við þróun Hrafnagilshverfis, þétt- býlisins í sveitarfélaginu.    Þéttbýliskjarni fór að mynd- ast í landi Hrafnagils á áttunda ára- tug síðustu aldar og hefur þorpið vaxið í nokkrum áföngum á liðnum árum. Nú eru uppi áform um að færa Eyjafjarðarbraut vestri út fyr- ir þéttbýlismörkin með því að leggja nýjan veg milli Kropps og að Miðbraut á næsta ári. Við þá fram- kvæmd losnar talsvert rými innan þéttbýlisins, bílaumferð minnkar og umhverfisgæði aukast þar með. Því hefur sveitarstjórn ákveðið að ráð- ast í gerð heildstæðs deiliskipulags fyrir þéttbýlið og marka stefnu um uppbyggingu þess til lengri tíma. Bæjarbúar í höfuðstað Norður- lands fengu þau tíðindi frá bæjar- stjórn Akureyrar að það sem eftir lifir yfirstandandi kjörtímabils hafi skil milli meiri- og minnihluta ver- ið afmáð. Samvinna allra tekin upp í stað átaka, sem svo sem kannski voru aldrei ýkja mikil. Kaupmað- urinn fyrrverandi, Ragnar Sverr- isson, hefur þó lýst þeirri skoðun sinni að fyrirkomulagið sé afleitt. Bara notaleg saumaklúbbsstemn- ing framundan sem hann telur að skili ekki miklu.    Hvað svo sem Ragga Sverris þykir um málalyktir eiga ellefu- menningarnir í bæjarstjórn ærið verkefni fyrir höndum. Nú verður allra leiða leitað til að draga úr kostnaði. Fyrsta áþreifanlega mál- ið og það sem ef til vill gefur tón- inn er að bærinn hafnaði neyðar- kalli frá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis. Það félag líkt og mörg önnur stendur höllum fæti og biðlar til sveitarstjórna að leggja rekstrinum lið. Röksemdir Akureyrarbæjar eru þær m.a. að ekki sé um lögbundið verkefni að ræða.    Fleiri gárungar en verslunar- maðurinn leika lausum hala, til dæmis þeir sem fullyrða að nýr meirihluti hafi verið myndaður um snjómokstur. Eitt af því sem fram kemur í nýjum samfélagssáttmála bæjarstjórnar Akureyrar er að draga á úr snjómokstri. Undan- farnir tveir vetur hafa sagt til sín, en árið 2019 fóru 225 milljónir króna bara í það verkefni að moka snjó og hálkuverja. Það er drjúgur skildingur. Fyrstu mánuðir þessa árs hafa líka tekið vel í. Það verð- ur fróðlegt að fylgjast með snjó- mokstursumræðunni og hvernig til tekst við að draga úr mokstrinum því hver og einn íbúi bæjarsins virðist á stundum vera einn helsti sérfræðingur landsins í snjó- mokstri. Bera saman bækur um sameiningu  Framfirðingar og Ströndungar í viðræðum  Mikilvægt að íbúar séu hafðir með í ráðum  Nýtt hverfi í uppbyggingu við Svalbarðseyri  Stefna mörkuð um uppbyggingu í Hrafnagilshverfi Morgunblaðið/Margrét Þóra Akureyri Ragnar Sverrisson, fv. kaupmaður á Akureyri, hefur ekki legið á þeirri skoðun sinni að bæjarstjórnin í höfuðstað Norðurlands sé nú eins og samheldinn saumaklúbbur. Hér er Ragnar að kynna sér nýtt íbúðasvæði á Akureyri, Holtahverfi norður, ásamt ábúendum á Jötunfelli, Víði Bene- diktssyni og Jennýju Ragnarsdóttur. Morgunblaðið/Margrét Þóra Eyjafjarðarsveit Fögur er hlíðin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.