Morgunblaðið - 01.10.2020, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.10.2020, Blaðsíða 31
FRÉTTIR 31Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2020 Áður: 24.995.- Nú: 19.995.- Áður: 22.995.- Nú: 15.995.- Áður: 12.995.- Nú: 9.995.- Áður: 19.995.- Nú: 15.995.- KAUPHLAUP AFSLÁTTUR S K Ó V E R S L U N STEINAR WAAGE GILDIR TIL 6.OKTÓBER AF VÖLDUM ECCO SKÓM Vnr. 244743 Vnr. 761813Vnr. 244603 Vnr. 754751 Friðarumleitunum hafnað  Fjórði dagur átaka í Nagorno-Karabak  Rússar bjóðast til að ganga á milli Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Stjórnvöld í Armeníu og Aser- baídsjan höfnuðu í gær allri viðleitni til þess að koma á vopnahléi í átök- unum um Nagorno-Karabak-hérað, en harðir bardagar voru þar í gær, fjórða daginn í röð. Rúmlega 100 manns hafa nú látist í átökunum, en hermálayfirvöld beggja ríkja hafa gefið út yfirlýsing- ar um mikið mannfall í her andstæð- ingsins, sem ekki hefur verið hægt að staðfesta. Stjórnvöld í Rússlandi buðust í gær til þess að standa að friðarvið- ræðum milli ríkjanna tveggja um ör- lög héraðsins, og hringdi Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rúss- lands, í kollega sína í báðum ríkjum til þess að staðfesta það boð. Hvor- ugt ríkið vildi hins vegar þekkjast það að sinni. Ilham Aliyev, forseti Aserbaídsj- ans, hét því til að mynda í gær að her landsins myndi berjast þar til allar hersveitir Armena hefðu yfirgefið Nagorno-Karabak. „Ef ríkisstjórn Armeníu uppfyllir þessar kröfur munu bardagarnir og blóðsúthell- ingarnar hætta, og friður mun ríkja um heimshlutann,“ sagði Aliyev en hann var að heimsækja særða her- menn á hersjúkrahúsi. Nikol Pashinyan, forsætisráð- herra Armeníu, sagði á sama tíma að það væri ekki viðeigandi að tala um friðarviðræður meðan átökin væru sem mest. Í Jerevan, höfuðborg Armeníu, mátti sjá menn í löngum röðum við skráningarstöð hersins, og svipaða sjón mátti sjá í helstu borgum Aserbaídsjan. Vígamenn frá Sýrlandi komnir? Áhyggjur hafa vaknað síðustu daga um að átökin um Nagorno-Kar- abak gætu breitt úr sér, en Tyrkir hafa stutt við bakið á Aserum og hvatt þá til dáða í átökunum. Þeir hafa hins vegar hafnað ásökunum um að þeir hafi sent málaliða til Aserbaídsjan, sem og að tyrknesk orrustuþota hafi grandað armenskri orrustuþotu innan armenskrar loft- helgi á þriðjudaginn. Utanríkisráðuneyti Rússlands sendi hins vegar frá sér yfirlýsingu í gær um að vígamenn úr „ólöglegum hópum“ frá Sýrlandi og Líbíu væru komnir á átakasvæðið, og að Rússar hefðu „þungar áhyggjur“ af því. Ráðuneytið lýsti hins vegar ekki yfir hvaða þjóð bæri ábyrgð á því að víga- mennirnir væru í héraðinu. AFP Átök Herskráningarstöðvar í báðum ríkjum taka nú við fjölda umsækjenda. Rússnesk stjórn- völd sökuðu í gær Þjóðverja um að hafa sýnt af sér „ögrandi“ hegðun eftir að Heiko Maas, utanríkis- ráðherra Þýska- lands, ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna á þriðjudag- inn og hvatti þar Rússa til þess að hefja formlega rannsókn á eitr- uninni á rússneska stjórnarand- stæðingunum Alexei Navalní. Þýsk stjórnvöld segjast hafa óyggjandi sannanir fyrir því að eitr- að hafi verið fyrir Navalní með taugaeitrinu novichok, sem hannað var í Sovétríkjunum á síðustu öld. Sagði Maas að eitrunin bryti í bága við bannið gegn beitingu efna- vopna og snerti því heimsbyggðina alla. „Ég skora á Rússland að gera meira til að varpa ljósi á þetta mál,“ sagði Maas í ræðu sinni. Utanríkisráðuneyti Rússa brást hart við í gær og sagði Maas hafa notað vettvang Sameinuðu þjóðanna til þess að setja fram „órökstuddar fullyrðingar“, og að Rússar litu á þær sem framhald á fjandsamlegri afstöðu Þjóðverja í málinu. Saka Þjóðverja um ögrun Alexei Navalní  Vilja að eitrunin verði rannsökuð Timothy Ray Brown, fyrsti maðurinn sem vitað er til að hafi læknast af HIV-sýkingu, lést í gær af völd- um krabbameins. Brown, sem var einnig þekkt- ur sem „Berl- ínarsjúkling- urinn“, vakti vonir um að hægt yrði að finna lækningu við HIV árið 2008, en þá undirgekkst hann með- ferð við bráðahvítblæði. Brown hafði verið HIV-jákvæður frá árinu 1995, en vegna hvítblæðisins þurfti hann að fara í mergskipti og stofn- frumumeðferð, sem hafði í för með sér að hann læknaðist af báðum sjúkdómum. Í yfirlýsingu alþjóðlegu alnæmis- samtakanna IAS sagði að Timothy og Gero Hutter, læknir hans, ættu þakkir skildar fyrir að hafa opnað á þann möguleika að lækning við sjúkdóminum væri gerleg. Sá fyrsti sem lækn- aðist af HIV látinn Timothy Ray Brown BANDARÍKIN Frans páfi veitti almenningi áheyrn við San Damaso-garðinn í Vatíkaninu í Róm, en hann hittir almenning þar einu sinni í viku. Aðgengi að fundunum með páfa er takmarkað vegna kór- ónuveirunnar, en að honum loknum lutu við- staddir prestar höfði og báðu með páfanum. Lutu höfði í bæn með páfanum AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.