Morgunblaðið - 01.10.2020, Síða 31

Morgunblaðið - 01.10.2020, Síða 31
FRÉTTIR 31Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2020 Áður: 24.995.- Nú: 19.995.- Áður: 22.995.- Nú: 15.995.- Áður: 12.995.- Nú: 9.995.- Áður: 19.995.- Nú: 15.995.- KAUPHLAUP AFSLÁTTUR S K Ó V E R S L U N STEINAR WAAGE GILDIR TIL 6.OKTÓBER AF VÖLDUM ECCO SKÓM Vnr. 244743 Vnr. 761813Vnr. 244603 Vnr. 754751 Friðarumleitunum hafnað  Fjórði dagur átaka í Nagorno-Karabak  Rússar bjóðast til að ganga á milli Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Stjórnvöld í Armeníu og Aser- baídsjan höfnuðu í gær allri viðleitni til þess að koma á vopnahléi í átök- unum um Nagorno-Karabak-hérað, en harðir bardagar voru þar í gær, fjórða daginn í röð. Rúmlega 100 manns hafa nú látist í átökunum, en hermálayfirvöld beggja ríkja hafa gefið út yfirlýsing- ar um mikið mannfall í her andstæð- ingsins, sem ekki hefur verið hægt að staðfesta. Stjórnvöld í Rússlandi buðust í gær til þess að standa að friðarvið- ræðum milli ríkjanna tveggja um ör- lög héraðsins, og hringdi Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rúss- lands, í kollega sína í báðum ríkjum til þess að staðfesta það boð. Hvor- ugt ríkið vildi hins vegar þekkjast það að sinni. Ilham Aliyev, forseti Aserbaídsj- ans, hét því til að mynda í gær að her landsins myndi berjast þar til allar hersveitir Armena hefðu yfirgefið Nagorno-Karabak. „Ef ríkisstjórn Armeníu uppfyllir þessar kröfur munu bardagarnir og blóðsúthell- ingarnar hætta, og friður mun ríkja um heimshlutann,“ sagði Aliyev en hann var að heimsækja særða her- menn á hersjúkrahúsi. Nikol Pashinyan, forsætisráð- herra Armeníu, sagði á sama tíma að það væri ekki viðeigandi að tala um friðarviðræður meðan átökin væru sem mest. Í Jerevan, höfuðborg Armeníu, mátti sjá menn í löngum röðum við skráningarstöð hersins, og svipaða sjón mátti sjá í helstu borgum Aserbaídsjan. Vígamenn frá Sýrlandi komnir? Áhyggjur hafa vaknað síðustu daga um að átökin um Nagorno-Kar- abak gætu breitt úr sér, en Tyrkir hafa stutt við bakið á Aserum og hvatt þá til dáða í átökunum. Þeir hafa hins vegar hafnað ásökunum um að þeir hafi sent málaliða til Aserbaídsjan, sem og að tyrknesk orrustuþota hafi grandað armenskri orrustuþotu innan armenskrar loft- helgi á þriðjudaginn. Utanríkisráðuneyti Rússlands sendi hins vegar frá sér yfirlýsingu í gær um að vígamenn úr „ólöglegum hópum“ frá Sýrlandi og Líbíu væru komnir á átakasvæðið, og að Rússar hefðu „þungar áhyggjur“ af því. Ráðuneytið lýsti hins vegar ekki yfir hvaða þjóð bæri ábyrgð á því að víga- mennirnir væru í héraðinu. AFP Átök Herskráningarstöðvar í báðum ríkjum taka nú við fjölda umsækjenda. Rússnesk stjórn- völd sökuðu í gær Þjóðverja um að hafa sýnt af sér „ögrandi“ hegðun eftir að Heiko Maas, utanríkis- ráðherra Þýska- lands, ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna á þriðjudag- inn og hvatti þar Rússa til þess að hefja formlega rannsókn á eitr- uninni á rússneska stjórnarand- stæðingunum Alexei Navalní. Þýsk stjórnvöld segjast hafa óyggjandi sannanir fyrir því að eitr- að hafi verið fyrir Navalní með taugaeitrinu novichok, sem hannað var í Sovétríkjunum á síðustu öld. Sagði Maas að eitrunin bryti í bága við bannið gegn beitingu efna- vopna og snerti því heimsbyggðina alla. „Ég skora á Rússland að gera meira til að varpa ljósi á þetta mál,“ sagði Maas í ræðu sinni. Utanríkisráðuneyti Rússa brást hart við í gær og sagði Maas hafa notað vettvang Sameinuðu þjóðanna til þess að setja fram „órökstuddar fullyrðingar“, og að Rússar litu á þær sem framhald á fjandsamlegri afstöðu Þjóðverja í málinu. Saka Þjóðverja um ögrun Alexei Navalní  Vilja að eitrunin verði rannsökuð Timothy Ray Brown, fyrsti maðurinn sem vitað er til að hafi læknast af HIV-sýkingu, lést í gær af völd- um krabbameins. Brown, sem var einnig þekkt- ur sem „Berl- ínarsjúkling- urinn“, vakti vonir um að hægt yrði að finna lækningu við HIV árið 2008, en þá undirgekkst hann með- ferð við bráðahvítblæði. Brown hafði verið HIV-jákvæður frá árinu 1995, en vegna hvítblæðisins þurfti hann að fara í mergskipti og stofn- frumumeðferð, sem hafði í för með sér að hann læknaðist af báðum sjúkdómum. Í yfirlýsingu alþjóðlegu alnæmis- samtakanna IAS sagði að Timothy og Gero Hutter, læknir hans, ættu þakkir skildar fyrir að hafa opnað á þann möguleika að lækning við sjúkdóminum væri gerleg. Sá fyrsti sem lækn- aðist af HIV látinn Timothy Ray Brown BANDARÍKIN Frans páfi veitti almenningi áheyrn við San Damaso-garðinn í Vatíkaninu í Róm, en hann hittir almenning þar einu sinni í viku. Aðgengi að fundunum með páfa er takmarkað vegna kór- ónuveirunnar, en að honum loknum lutu við- staddir prestar höfði og báðu með páfanum. Lutu höfði í bæn með páfanum AFP

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.