Morgunblaðið - 01.10.2020, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.10.2020, Blaðsíða 41
MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2020 vinnusnillings. Hún var alltaf með prjónana á lofti og prjónaði heil ósköp ásamt því að hekla og sauma. Amma saumaði nærri því öll föt- in sín sjálf. Hún var ekkert að stressa sig á uppskriftum heldur breytti og bætti eins og henni einni var lagið. Amma var mjög nýtin og henni þótti gaman að sjá hversu lengi og hvort spottarnir myndu duga þegar hún til dæmis prjónaði vettlinga. Útkoman hjá ömmu var alltaf stórskemmtileg og oftast nær öðruvísi. Í Hellulandinu voru amma og afi með flottar og litríkar bútasaumsgardínur sem amma hafði að sjálfsögðu búið til. Ég man að amma saumaði líka fallegar páskahænur handa okkur barna- börnunum. Í þær fór smávegis af sælgæti og málsháttur sem amma hafði skrifað. Hún amma var algjör föndrari og man ég vel eftir heimagerðu af- mæliskortunum sem við krakkarn- ir fengum. Afi fór síðan að skrifa í þau vísur sem hann hafði gert. Ég geymi öll þessi kort og minn- ist ömmu með hlýhug og söknuði. Sköpunargleði ömmu fékk að skína í starfi hennar sem grunn- skólakennari á yngsta stigi. Ég man að mamma talaði oft um hvað það hafi verið gaman að alast upp hjá kennara. Amma prófaði þannig ýmis föndurverkefni á þeim systk- inum áður en hún notaði verkefnin í skólanum. Við barnabörnin nut- um líka góðs af þessu. Ég er sú eina af barnabörnun- um sem fetaði í fótspor ömmu og afa og fór í kennaranám. Þegar amma og afi fluttu úr Hellulandinu var ég svo heppin að fá mjög mörg föndurverkefni og kennslugögn frá ömmu sem ég mun án efa nota í mínu starfi sem kennari. Mér þykir mjög vænt um að litli sonur minn hafi náð að hitta lang- ömmu sína tvisvar sinnum. Þó svo að hann komi ekki til með að muna eftir því þá mun ég segja honum frá langömmu sinni og hversu ynd- isleg hún var. Elsku amma mín ég mun alltaf sakna þín og koma til með að minn- ast þín. Eins og segir í laginu Rós- inni: Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðmundur G. Halldórsson) Takk fyrir allt. Þín Gerður. Mig langar að minnast Karenar systur minnar með nokkrum orð- um. Hvað getur öldungur á tíræð- isaldri með skert minni sagt um systur sína? Við höfum fylgst að í gegnum lífið í hartnær 90 ár. Mér eru hugstæð æskuárin okkar í Skerjafirði en þar áttum við mörg mjög góð ár. Kara, eins og hún var oftast kölluð, var ljúflingur fjöl- skyldunnar, hugulsöm og vel skapi farin. Henni var handlagni í blóð borin. Ég minnist Köru, hvernig hún leit upp til stóra bróður. Þetta varð til þess að hún var stundum kölluð „litli Maffi“. Í tímans rás hefur þetta glatt gamla manninn. Ekki man ég gjörla okkar samleiki á þessum árum enda ólík áhuga- mál vegna aldursmunar en hún var sex árum yngri. Af mörgu er að taka er kemur að ævi og störfum Köru, sem ég mun ekki tíunda hér. Á réttum tíma ævinnar fann Kara sinn draumaprins, Þorvald. Karen og Þorvaldur áttu farsælt hjóna- band, myndarleg börn og barna- börn. Á liðnum árum hefur margt gagnlegt og skemmtilegt rekið á fjörur okkar fjölskyldna. Mig lang- ar aðeins að lokum að draga hér fram til sögunnar raðhús, sem þau Þorvaldur og Karen reistu sér í Hellulandi 20 í Fossvogi, en ég teiknaði húsið og Vilhjálmur faðir okkar Köru byggði það og lagði þar til sína smíðasnilld. Þetta verk- efni var mér mjög kært. Við Erla vottum Þorvaldi og fjölskyldu innilega samúð á þessari kveðjustund. Manfreð Vilhjálmsson. ✝ GuðmundurGuðlaugsson fæddist í Stóra- Laugardal í Tálkna- firði 3. ágúst 1931. Hann lést á Hrafn- istu í Reykjavík 19. september 2020. Foreldrar hans voru Guðlaugur Guðmundsson, f. 29.1. 1900 á Krossi á Skarðsströnd, d. 28.2. 1988, og Hákonía Jóhanna Pálsdóttir, f. 4.8. 1907 á Hamri á Barðaströnd, d. 24.3. 1998. Systkini hans eru Arnbjörg, f. 17.6. 1930, d. 19.8. 1998, Þórður, f. 10.6. 1933, Páll, f. 6.11. 1935, Jóna, f. 6.8. 1937, Helga, f. 25.8. 1940, d. 29.4. 1941, Sigrún Helga, f. 7.8. 1942, og Margrét, f. 9.4. 1950, d. 10.1. 2018. Guðmundur ólst upp í Stóra- Laugardal á stóru og gest- kvæmu heimili sem jafnframt var kirkjustaður. Hann sótti barnaskóla á Bakka í Tálknafirði og síðar Héraðsskóla Vestfjarða á Núpi. Guðmundur byrjaði ung- ur til sjós eins og algengt var á þeim tíma. Samhliða sjómennsk- unni aðstoðaði hann við búrekst- ur föður síns í Stóra-Laugardal og kom hann árlega í heyskap og réttir allt þar til búskap lauk þar í kringum 1980. Þann 31.12. 1960 kvæntist Guðmundur Jóhönnu Pálsdóttur, f. 24.10. 1932. Þau Guðmundur og Jóhanna hófu búskap sinn í Reykjavík og bjuggu þau alla sína tíð í Laugarneshverfinu. Börn þeirra eru: 1) Páll Ragnar, f. 21.2. 1959, giftur Guðrúnu Björk Bjarna- dóttur, börn þeirra eru Jóhanna Björk, f. 24.1. 1989, Arnór Ingi, f. 24.1. 1993, og María Björk, f. 29.8. 2001. 2) Hákonía Jó- hanna, f. 8.3. 1963, börn hennar eru Guðmundur Andri Garðarsson, f. 23.7. 1987, og Rebekka Rakel Hákoníu- dóttir, f. 17.6. 2004. 3) Elín Bryndís, f. 17.6. 1972, gift Gretti Hreinssyni, f. 29.11. 1966, börn þeirra Andrea Mist, f. 10.11. 2005, Felix Óttar, f. 19.3. 2008, Dagmar Hrönn, f. 17.1. 2010. 4) Guðlaugur Skúli, f. 29.8. 1973, giftur Elizabeth Sargent, f. 24.7. 1979, börn þeirra Elinor Vigdís, f. 16.4. 2010, Victoria Bryndís, f. 7.6. 2013 og Davíð Edward, f. 20.5. 2017. Eftir að Guðmundur hætti sjó- mennsku starfaði hann lengst af hjá Eimskip þar sem hann var verkstjóri í vöruskemmum fyrir- tækisins, m.a. í Sundagörðum, Borgartúni, Grandagarði og í Faxaskála. Síðustu fimm ár ævi sinnar dvaldi Guðmundur á öldr- unarheimili Hrafnistu í Laug- arási. Jarðarförin fer fram í Laug- arneskirkju í dag, 1. október 2020, kl. 13. Vegna aðstæðna í samfélaginu er athöfnin ein- ungis fyrir nánustu fjölskyldu en henni verður streymt á youtu.be/ DDGU6hpIM-c. Virkan hlekk má nálgast á www.mbl.is/andlat. Elsku afi, við barnabörnin dvöldum mikið hjá ykkur ömmu þegar við vorum yngri, einkum þau eldri okkar. Á Hofteignum var ýmislegt brallað, við spil- uðum, lituðum, föndruðum, lærðum að tefla, horfðum á barnaefni og gerðum ýmislegt annað skemmtilegt með ykkur. Við vorum oft í mat og eru okk- ur í fersku minni vöfflurnar, pönnukökurnar, kjötbollurnar, slátrið, kakósúpan og annar heimilismatur sem minna var um á okkar eigin heimilum. Okkur eru minnisstæðar sum- arbústaðaferðirnar, utanlands- ferðirnar og ferðir í sveitina hans afa í Stóra-Laugardal, þar sem honum sem og okkur leið mjög vel. Þar gerðist ýmislegt sem við borgarbörnin þekktum ekki t.d. þegar farið var með bein og matarleifar upp á ákveð- inn stein fyrir ofan bæinn til að gefa krumma og eftir það höfum við litið þennan fugl öðrum aug- um. Einnig munum við vel eftir því þegar afi stóð úti á tröpp- unum í Stóra-Laugardal og kall- aðist á við tófuna og hún svaraði. Við kynntumst lítið starfsævi afa en fréttum þó að hann hafi a.m.k. tvisvar lent í sjávarháska þegar hann var ungur. Þegar afi var 21 árs var hann á togaranum Gylfa frá Patreksfirði sem kviknaði í úti fyrir Snæfellsjökli. Togarinn Fylkir bjargaði áhöfn- inni og dró brennandi togarann til hafnar í Reykjavík. Síðar þegar afi var 25 ára var hann á fyrrnefndum Fylki sem sökk eftir að hafa fengið tund- urdufl í vörpuna. Þá varð einnig mannbjörg, áhöfninni tókst að komast í björgunarbát en skipið sökk á einungis 15 mínútum. Afi sagði okkur hvernig þið amma kynntust en vinkona ömmu setti auglýsingu í Vikuna þar sem óskað var eftir bréfa- sambandi við pilta á aldrinum 18-25 ára og skyldi mynd fylgja. Þetta hefur verið “Tinder“ þess tíma. Auglýsingin bar árangur, ömmu hefur litist vel á myndina og þið náðuð saman í Reykjavík að lokum. Á þeim tíma bjuggu afi og amma hvort í sínum landsfjórðungnum og erfitt um samgöngur en afi tók sig til ásamt bróður sínum og keyrði í Willys-jeppanum sínum frá Tálknafirði alla leið í Meðalland- ið til að líta þessa ungu snót augum. Þegar á hólminn var komið brast hins vegar kjark- urinn þannig að þau hittust ekki í það sinnið. Á tímabili sótti afi sundlaug- arnar reglulega, synti mikið og stundaði þar leikfimi. Um helgar var þá gjarnan farið snemma dags og þá var keppst um hver væri fyrstur til að stinga sér í laugina. Hann sótti námskeið í skriðsundi og tók nokkrum sinn- um þátt í Kópavogssundinu sem efnt var til árlega um aldamótin. Hann var mikill göngumaður og umtalað var þegar hann gekk í fararbroddi upp á Fagramúla við Stóra-Laugardal í stígvélum, þá rúmlega sjötugur. En ekki fer eins miklum sögum af dugn- aði í verslunarmollum erlendis, þar var áhuginn minni og í minningunni sat afi gjarnan á bekk miðsvæðis og tók við og gætti þess sem við börnin og foreldrar okkar keyptum. Afi var glaðlyndur og mjög athugull. Hann fylgdist vel með sínu næsta nágrenni, stóð löngum við eldhúsgluggann og fylgdist með bílnum sínum og mannaferðum. Ef e-ð breyttist í okkar útliti, hvort sem það var ný klipping eða annað smávægi- legt, tók afi fyrstur eftir því. Afi sá mjög vel og heyrðum við að hann hafi á yngri árum þekkt kindur í fjallshlíð þar sem aðrir sáu ekki neitt. Afi var einnig oft að gauka að okkur peningum og öðru góðgæti sem hann bað okk- ur um að fara vel með og ekki auglýsa. Elsku afi, takk fyrir allt. Takk fyrir að hafa verið okkur svona góður, takk fyrir að hafa alltaf verið til í faðmlag og að leiða okkar hendur, takk fyrir að vera frábær fyrirmynd, takk fyrir all- ar samverustundirnar og takk fyrir hversu vel við fundum að við vorum elskuð. Elsku afi hvíl þú í friði. Fyrir hönd barnabarna, Jóhanna Björk Pálsdóttir. Guðmundur Guðlaugsson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og stuðning vegna andláts og útfarar okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, BALDVINS KRISTJÁNSSONAR, Smáragrund 14, Sauðárkróki. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Landspítalans á 11G fyrir hlýja og góða umönnun, sem og starfsfólk Sauðárkrókskirkju fyrir þeirra velvild. Jóna Björg Heiðdals Kristján Baldvinsson Karen Emilía Jónsdóttir Róbert Páll Baldvinsson Margrét Baldvinsdóttir Jón Svanur Sveinsson og barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, TRYGGVI PÁLL FRIÐRIKSSON listmunasali, sem lést þriðjudaginn 7. apríl, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju föstudaginn 2. október klukkan 15. Þeim sem vilja minnast hans er bent á HSSR og Landsbjörg. Athöfninni verður streymt á: https://bit.ly/3cEkJEq Elínbjört Jónsdóttir Margrét Tryggvadóttir Jóhann Ágúst Hansen Elín Tryggvadóttir Guðjón Guðmundsson Friðrik Tryggvason Sóley Bjarnadóttir og barnabörn Okkar ástkæri STEINGRÍMUR SIGURJÓNSSON húsasmíðameistari og byggingafræðingur lést á heimili sínu sunnudaginn 27. september. Útförin verður auglýst síðar. Sveinn Geir og Kristinn Sigurjónssynir og afkomendur Steingríms Elsku pabbi okkar, afi, tengdafaðir og langafi, SVANUR BJARKAR AUÐUNSSON, Dvergasteini, Álftafirði, lést þriðjudaginn 22. september. Útför hans fer fram frá Fella- og Hólakirkju 7. október klukkan 13. Karl Jörundsson Michelle Garnado Jörundsson Eyrún Björk Svansdóttir Gunnar Gylfason Ólafía Erla Svansdóttir Glódís, Marteinn, Hugrún, Svanur, Steinunn, Annika og Tumi Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN STEFANÍA BRYNJÓLFSDÓTTIR, Daltúni 2, Kópavogi, lést í faðmi fjölskyldunnar fimmtudaginn 24. september á Landspítalanum Kópavogi. Útför hennar fer fram frá Hjallakirkju þriðjudaginn 6. október klukkan 13. Hildur Brynja Andrésdóttir Egill Örn Petersen Páll Jakobsson Linda María, Guðrún Lilja og Róbert Nökkvi, Jakob Felix og Andrea Arna Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÚLÍUS KRISTJÁNSSON, fyrrverandi framkvæmdastjóri, Dalvík, lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Dalbæ, Dalvík, fimmtudaginn 17. september. Útför hans fer fram í Dalvíkurkirkju laugardaginn 3. október klukkan 13.30, að viðstöddum nánustu ættingjum og vinum. Streymt verður frá athöfninni á fb-slóðinni: Jarðarfarir í Dalvíkurkirkju. Ragnheiður Sigvaldadóttir Sigvaldi, Kristján Þór, Ásgeir Páll tengdadætur, barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, ÞÓRU HALLGRÍMSSON. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Landakots, deildar L2, og hjartadeildar Landspítalans fyrir góða umönnun. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Björgólfur Guðmundsson Sálm. 86.11 biblian.is Vísa mér veg þinn, Drottinn, að ég gangi í sannleika þínum, gef mér heilt hjarta, að ég tigni nafn þitt. Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Elskulegur bróðir okkar, ÍSAK ÞORBJARNARSON frá Mel í Þykkvabæ, Grandavegi 39, Reykjavík, lést 21. september. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 7. október klukkan 13. Skarphéðinn Haraldsson Guðmundur Haraldsson Eyrún Óskarsdóttir Rannveig Haraldsdóttir Guðmundur Smári Guðmunds. Kolbrún Haraldsdóttir Magnús Ívar Þorvaldsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.