Morgunblaðið - 01.10.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.10.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2020 Þverholti 5 • Mosfellsbæ • Sími 898 1744 • myndo.is Við búum til minningar myndó.isljósmyndastofa NJÓTUMMINNINGANNA Skipholti 29b • S. 551 4422 Fylgdu okkur á facebook SKOÐIÐ NETVER SLUN LAXDA L.IS FYRIR KONUR Á ÖLLUM ALDRI Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Ný sending buxur Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna Netverslun á www.belladonna.is Nýjar haustvörur streyma inn Fæst í netverslun belladonna.is Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Skoðið hjahrafnhildi.is NÝ SENDING Liðlega helmingur þeirra ein- staklinga sem smituðust af kór- ónuveirunni í fyrstu bylgju farald- ursins í vor metur heilsu sína verri nú en fyrir veikindin. Þetta sýna frumniðurstöður í viðamiklu rann- sóknarverkefni fræðikvenna á sviði hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala. Greint er frá niðurstöðunum í ný- útkomnu Fréttabréfi háskólavina, hollvinastarfs HÍ. Í rannsókninni á einnig að varpa ljósi á uppbyggingu heilbrigðisþjón- ustu við þennan hóp þeirra sem smituðust á Landspítalanum og er haft eftir Helgu Jónsdóttur, prófess- or við hjúkrunarfræðideild HÍ, sem stýrir verkefninu, að hjúkrunar- fræðingar gegndu þar lykilhlutverki og óskuðu eftir samstarfi við rann- sakendur í þessu verkefni. Fundu fyrir einkennum í margar vikur og mánuði Fram kemur í fréttabréfinu að póstkönnun Helgu og samstarfs- kvenna nær til 900 svarenda. „Niðurstöður meðal þeirra sem fengu COVID-19-smit gefa til kynna að þeir fundu fyrir margs konar ein- kennum meðan á veikindum stóð og enn mörgum vikum og mánuðum eftir að þeim lauk. Algengustu ein- kenni, bæði meðan á veikindum stóð og eftir að sýking var gengin yfir, voru slappleiki, þreyta, mæði, höf- uðverkur og önnur óþægindi og verkir. Um 60% þátttakenda meta heilsu sína verri nú en fyrir veik- indin sem bendir til langvinnra áhrifa COVID-19 eftir að einangrun lýkur,“ er haft eftir Helgu. Einnig kemur m.a. fram að niður- stöðurnar muni veita einstaka inn- sýn í hjúkrun sjúklinga í gegnum síma og sjúklinga í einangrun sem geti orðið innlegg í þróun fjarheil- brigðisþjónustu á Íslandi og á al- þjóðavettvangi. Langvinn eftirköst sýkingar Veiran Eftirköst veikinda eru mikil.  Vinna að stóru rannsóknarverkefni Morgunblaðið/Eggert Veðurstofa Íslands hefur hækkað viðbúnaðarstig fyrir flug yfir Grímsvötnum úr grænu í gult, þar sem virkni í eldstöðinni hefur farið hægt vaxandi undanfarin misseri. Flestar mælingar sem gerðar eru til að vakta Grímsvötn sýna meiri virkni umfram það sem skilgreint er sem bakgrunnsvirkni eldstöðv- arinnar, að því er segir á vef Veð- urstofu Íslands. Mælingar nú eru að nálgast þau gildi sem sáust fyrir eldgosið 2011. Hefur skjálftavirkni síðasta mánuðinn mælst vel yfir meðallagi, auk þess sem jarðhita- virkni hefur farið vaxandi. Það sjá- ist á dýpkandi jarðhitakötlum í og við Grímsvatnaöskjuna. Gasmæl- ingar frá í sumar benda til að kvika sé nálægt yfirborði. Gult viðbúnaðarstig Morgunblaðið/RAX Grímsvötn Jarðhitavirkni hefur aukist. Atvinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.