Morgunblaðið - 01.10.2020, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 01.10.2020, Blaðsíða 50
50 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2020 Pepsi Max-deild kvenna Selfoss – KR.............................................. 2:1 Staðan: Valur 15 13 1 1 43:10 40 Breiðablik 14 13 0 1 65:3 39 Selfoss 15 7 1 7 24:19 22 Fylkir 14 5 5 4 21:28 20 Stjarnan 15 5 2 8 24:33 17 ÍBV 15 5 2 8 15:36 17 Þróttur R. 15 3 6 6 23:34 15 Þór/KA 15 4 3 8 19:37 15 FH 15 4 1 10 16:34 13 KR 13 3 1 9 15:31 10 3. deild karla Höttur/Huginn – KFG............................. 2:1 Einherji – Sindri....................................... 3:1 Reynir S. – Álftanes ................................. 3:0 KV – Tindastóll......................................... 5:1  Tveimur leikjum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Staðan fyrir þá: KV 19 14 1 4 59:30 43 Reynir S. 19 13 3 3 61:36 42 KFG 19 8 4 7 34:33 28 Augnablik 18 7 5 6 39:37 26 Tindastóll 19 6 7 6 38:44 25 Sindri 18 7 4 7 32:41 25 Elliði 18 7 3 8 35:36 24 Einherji 19 7 2 10 39:50 23 Höttur/Huginn 19 6 3 10 29:33 21 Ægir 18 5 5 8 30:38 20 Vængir Júpiters 17 5 3 9 23:30 18 Álftanes 19 4 4 11 30:41 16  KV og Reynir S. hafa tryggt sér sæti í 2. deild. 4. deild karla Seinni úrslitaleikir um sæti í 3. deild: Hamar – KFS ........................................... 0:1  KFS fer upp, 2:0 samanlagt. ÍH – Kormákur/Hvöt ............................... 7:1  ÍH fer upp, 8:2 samanlagt. Meistaradeild Evrópu Umspil, seinni leikir: PAOK – Krasnodar ................................. 1:2  Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn í vörn PAOK.  Krasnodar í riðlakeppnina, 4:2 saman- lagt. Midtjylland – Slavia Prag....................... 4:1  Mikael Anderson kom inn á hjá Midtjyll- and á 90. mínútu.  Midtjylland í riðlakeppnina, 4:1 saman- lagt. Salzburg – Maccabi Tel Aviv................... 3:1  Salzburg í riðlakeppnina, 5:2 samanlagt.  Liðin þrjú sem töpuðu þessum einvígjum fara í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. England Deildabikarinn, 16-liða úrslit: Everton – West Ham ............................... 4:1  Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn með Everton. Burnley – Manchester City .................... 0:3  Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í hópnum hjá Burnley vegna meiðsla. Newport – Newcastle .............................. 1:1  Newcastle áfram eftir vítakeppni. Brighton – Manchester United............... 0:3 Ítalía Bikarkeppnin, 2. umferð: Venezia – Carrarese ............................... 2:0  Bjarki Steinn Bjarkason var í byrjunar- liði Venezia og Óttar Magnús Karlsson kom inn á eftir 57 mínútur. Frosinone – Padova................................. 1:3  Emil Hallfreðsson var hvíldur hjá liði Padova. Danmörk B-deild: Viborg – Vendsyssel................................ 3:1  Patrik Sigurður Gunnarsson varði mark Viborg í leiknum. Slóvakía Slovan Bratislava – Senica..................... 2:0  Nói Snæhólm Ólafsson var varamaður hjá Senica.  Svíþjóð Alingsås – Malmö ................................ 25:24  Aron Dagur Pálsson skoraði tvö mörk fyrir Alingsås. Meistaradeild karla Zagreb – Aalborg ................................ 26:27  Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aal- borg. Meshkov Brest – París SG .................. 32:31 Zaporozhye – Veszprém ...................... 34:37 Flensburg – Porto ................................ 36:29   Dominos-deild kvenna Breiðablik – Fjölnir.............................. 71:74 Snæfell – Haukar.................................. 59:67 Evrópubikarinn Andorra – Mónakó .............................. 76:82  Haukur Helgi Pálsson lék ekki með And- orra vegna meiðsla.   FÓTBOLTINN Kristján Jónsson kris@mbl.is Staða KR-inga er ekki glæsileg í Pepsí Max-deild kvenna í knatt- spyrnu en liðið er í neðsta sæti með 10 stig. KR tapaði 2:1 á Selfossi í gær eftir að hafa komist 1:0 yfir. Selfoss fór hins vegar upp fyrir Fylki og upp í 3. sæti deildarinnar með 22 stig. Nú stendur fyrir dyrum hjá KR- liðinu að spila leiki sem liðið á til góða og mun liðið leika þrjá leiki á liðlega viku. Fram undan eru útileikir gegn Þrótti og Fylki sem verða 4. og 7. október. KR hefur nú leikið 13 leiki en flest lið deildarinnar eru búin með 15. Eins og fram hefur komið var kvennalið KR einstaklega seinheppið í glímunni við kórónuveiruna og þurfti liðið þrívegis að leggja niður æfingar í sumar. „KR reyndi að færa sig framar á völlinn síðustu fimm mínúturnar, enda var jöfnunarmark þeim lífs- nauðsynlegt. Það var þó lítill kraftur í þeim og reyndar virtist síðasti hálf- tíminn liðinu erfiður, þar sem Selfoss- liðið hafði greinilega betra úthald. Óregluleg dagskrá KR-inga í sumar hefur greinilega komið niður á form- inu á liðinu en liðið hefur reglulega þurft að fara í sóttkví,“ skrifaði Guð- mundur Karl meðal annars í umfjöll- un sinni um leikinn á mbl.is í gær. Enn versnar staða KR-inga  Selfoss fór upp í 3. sætið Morgunblaðið/Eggert 2:1 Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir skoraði sigurmarkið. Viðureign Stjörnunnar og FH í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld er einn af lykilleikjunum í baráttunni um Evrópusæti. Eins þurfa FH-ingar á sigri að halda til að geta ógnað Valsmönnum og minnkað forskot þeirra á toppnum niður í sex stig. Liðin mætast í Garðabæ klukkan 20.15 en þau hafa unnið hvort annað í deild og bikar í Kaplakrika í sumar. Þá mætast einnig Breiðablik – KA og Víkingur – KR en þetta eru allt frestaðir leikir úr 14. umferð deildarinnar. Mikilvæg stig í boði í Garðabæ Morgunblaðið/Eggert Grannar Heiðar Ægisson og Eggert Gunnþór Jónsson mætast í kvöld. Gunnar Guðmundsson hefur látið af störfum sem þjálfari karlaliðs Þróttar í knattspyrnu og við taka Tómas Ingi Tómasson, Bjarnólfur Lárusson og Hallur Hallsson. Srdjan Rakjovic lætur einnig af störfum en hann starfaði með Gunnari. Á heimasíðu Þróttar segir að stjórnin hafi „gert breytingu“ og þetta sé niðurstaðan. Þróttur er í erfiðri stöðu fyrir lokaumferðirnar í næstefstu deild karla. Liðið er með 12 stig eins og Leiknir F. og Magni og eru þetta þrjú neðstu liðin. Breytingar gerð- ar hjá Þrótti Morgunblaðið/Ómar Þróttur Tómas Ingi hefur áður stýrt meistaraflokksliði hjá HK. Nýliðar Fjölnis komu hressilega á óvart í gærkvöldi og náðu í tvö stig gegn Breiðabliki í Smáranum í Dominos-deild kvenna í körfu- knattleik. Fjölnir hefur þá unnið tvo fyrstu leikina í deildinni en lokatölurnar urðu 74:71. Haukar fóru í Stykkishólm og unnu þar Snæfell 67:59 en staðan var 37:27 að loknum fyrri hálfleik. Fjölnir vann Snæfell 91:60 í fyrstu umferðinni og var raunar spáð 6. sæti í spá forráðamanna liðanna. Breiðablik vann hins veg- ar lið Vals í fyrsta leik (Val var síðar dæmdur sigur) og því bjugg- ust líklega fleiri við sigri Blika. Breiðablik hafði sjö stiga for- skot að loknum fyrri hálfleik en Fjölnir vann síðasta leikhlutann 18:11 og það réð úrslitum. Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir og Ar- iana Moorer skoruðu 16 stig hvor fyrir Fjölni. Þórdís Jóna Kristjáns- dóttir skoraði 25 stig fyrir Blika. Í Hólminum skoraði Alyesha Lovett mest fyrir Hauka, 20 stig, en Tinna Guðrún Alexand- ersdóttir var stigahæst hjá Snæ- felli. Morgunblaði/Arnþór Birkisson Smárinn Heiða Hlín Björnsdóttir, fyrirliði Fjölnis, kemur boltanum frá sér undir pressu í leiknum í gær. Fjölnir hefur unnið báða leikina Ögmundur Kristinsson og Mikael Anderson verða fulltrúar íslenskra knattspyrnumanna í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í vetur. Mikael og Sverrir Ingi Ingason voru á ferðinni í umspili um sæti í riðlakeppninni í gær með Midtjyll- and og PAOK. Midtjylland komst áfram gegn Slavia Prag en PAOK datt út gegn Krasnodar en leikur í Evrópudeildinni í staðinn. Þá er öruggt að fimm Íslend- ingar leika í riðlakeppni Evrópu- deildarinnar; Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon með CSKA Moskvu, Albert Guðmunds- son með AZ Alkmaar og Rúnar Alex Rúnarsson með Arsenal. Lið þeirra fóru þangað án umspils og Sverrir bættist við í gær. Þrír aðrir geta mögulega bæst í hópinn í kvöld þegar umspilsleikir Evrópudeildarinar fara fram. Þar verða á ferðinni með liðum sínum þeir Ragnar Sigurðsson hjá FC Köbenhavn, Hólmar Örn Eyjólfsson með Rosenborg og Arnór Ingvi Traustason með Malmö. Síðdegis í dag verður dregið í riðla fyrir Meistaradeildina en riðlakeppnin hefst 21. október og á að ljúka í desember. Á morgun verður síðan dregið í riðla fyrir Evrópudeildina. Tveir í Meistara- deildinni SELFOSS – KR 2:1 0:1 Guðmunda Brynja Óladóttir 45. 1:1 Tiffany McCarty 60. 2:1 Dagný Brynjarsdóttir 85. MM Karitas Tómasdóttir (Selfossi) M Tiffany McCarty (Selfossi) Clara Sigurðardóttir (Selfossi) Dagný Brynjarsdóttir (Selfossi) Lára Kristín Pedersen (KR) Katrín Ómarsdóttir (KR) Alma Mathiesen (KR) Dómari: Guðmundur Páll Frið- bertsson – 8. Áhorfendur: 77.  Liðsuppstillingar, gul spjöld, við- töl og grein um leikinn – sjá mbl.is/ sport/fotbolti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.