Morgunblaðið - 01.10.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.10.2020, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2020 30. sept. – 6. okt. Kauphlaup í Smáralind 15% AFSLÁTTUR af völdum vörum í DÚKA SMÁRALIND SMÁRALIND – DUKA.IS Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég náði viðtali við býsna marga af frum- byggjunum og reyndi að láta persónurnar koma sjálfar fram og lesendur finna fyrir nær- veru þeirra með því að hafa beinar tilvitnanir í fólkið. Einnig fékk ég lýsingar fólks á ákveðnum þáttum, til dæmis úr sláturhúsinu, sem ég notaði beint enda er ég aðeins skrásetj- arinn,“ segir Ingibjörg Ólafsdóttir sagnfræð- ingur sem ritað hefur sögu Hellu og Rang- árþing ytra hefur gefið út í tveggja binda riti. Gamlir og nýir Hellubúar fögnuðu útkomu bókarinnar 15. september en þá voru liðin 93 ár frá því Þorsteinn Björnsson fékk fyrstur verslunarréttindi á staðnum. Þorsteinn var bóndi úr Vatnsdal í Húna- vatnssýslu sem leitaði sér að betri bújörð á Suðurlandi en gerðist verslunarmaður. Hann verslaði fyrst á Rauðalæk en fékk keyptan smáskika úr landi jarðarinnar Helluvaðs árið 1927, við brúna sem þá var yfir Ytri-Rangá, og hóf rekstur hefðbundinnar „brúarverslunar“. Hann gaf versluninni nafnið Hella sem er stytting úr Helluvaði og færðist það nafn á þorpið sem þar byggðist upp. Skörp pólitísk skil Ingibjörg segir að heimskreppan á fjórða áratugnum hafi gert út af við verslunina. Eftir það vaknaði áhugi manna á að stofna kaup- félag á Hellu, að sögn Ingibjargar annaðhvort af því að þeim fannst vanta samkeppni í versl- un eða af pólitískum ástæðum, og tók það til starfa 1935. Fyrir voru kaupfélög á Rauðalæk og Hvolsvelli. Einhverjir þeirra sem komu að stofnun Kaupfélagsins Þórs á Hellu höfðu hætt vegna ósættis í stjórn Kaupfélags Holta- manna á Rauðalæk. En hver sem upphafleg ástæða var urðu skörp pólitísk skil á milli kaupfélaganna. Sjálfstæðismenn stóðu að Kaupfélaginu Þór á Hellu og skiptu við það en framsóknarmenn stóðu að hinum félögunum sem sameinuðust árið 1948 í Kaupfélag Rang- æinga. „Þeir sem tilheyrðu austurhlutanum horfðu til suðurs þegar þeir óku í gegnum Hellu en þeir sem tilheyrðu Kaupfélaginu Þór litu í átt til sjávar þegar þeir óku í gegnum Hvolsvöll,“ segir Ingibjörg. Ingólfur Jónsson, ungur og efnilegur innan- búðarmaður á Rauðalæk, var fenginn til að vera kaupfélagsstjóri. Hann var vakinn og sof- inn yfir kaupfélaginu, þorpinu og hagsmunum bænda innan og utan sýslunnar. Hann tók sæti á Alþingi árið 1942 og var meðal annars land- búnaðar- og samgönguráðherra allan starfs- tíma Viðreisnarstjórnarinnar. Hella byggðist upp hægt og rólega á landi úr jörðunum Helluvaði og Gaddstöðum. Ingi- björg segir að mikill kippur hafi komið í þróun kauptúnsins þegar virkjanaframkvæmdir hóf- ust á hálendinu. Þar gat ungt fólk sem annars hefði þurft að leita að vinnu á höfuðborgar- svæðinu eða annars staðar aflað góðra tekna og byggt sér íbúðarhús á Hellu. Þorpið þandist út. Hella var í Rangárvallahreppi og er nú stjórnsýslu- og þjónustumiðstöð Rangárþings ytra eftir sameiningu nokkurra sveitarfélaga í vesturhluta Rangárvallasýslu árið 2002. Á Hellu eru nú rúmlega 880 íbúar og 1.680 í sveitarfélaginu öllu. Byggðasöguhring lokað Ingibjörg ólst upp á Hellu. Henni var falið að annast söguritunina fyrir tólf árum. Hún segist hafa lokið stórum hluta verksins fyrir sjö árum. Síðan hafi orðið hlé fram að enda- sprettinum sem fólst í uppsetningu bókarinnar og frágangi verksins en það hafi verið ærin vinna enda sé verkið ríkulega myndskreytt. Þar munar mest um gamlar myndir úr safni Helmuths Stolzenwald og Rúdolfs sonar hans en Helmuth var þýskur klæðskeri sem ráðinn var til starfa hjá Kaupfélaginu Þór árið 1942. Gefa myndirnar bókinni sérstakt gildi. Í Hellubókinni eru merkri sögu Rangárvalla gerð nokkur skil. Með henni er byggðasögu- hringnum í Rangárþingi ytra lokað því áður hafa verið gefin út jarða- og ábúendatöl allra hreppanna í vesturhluta sýslunnar. Ingólfur og virkjanir örlagavaldar  Út er komin saga Hellu á Rangárvöllum  Sagan hefst fyrir 93 árum þegar verslunin Hella var stofnuð við gömlu brúna á Ytri-Rangá  Gamlar myndir úr safni Stolzenwald-feðga gefa verkinu gildi Ljósmynd/Stolzenwald Útgáfuteiti Ritið Hella – þorp í þjóðbraut kynnt, f.v. Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri, Sólveig Stolzenwald, Unnur Þórðardóttir, Gunnar Guðmundsson, Ólafur Egill Stolzenwald, Bogi Thorarensen, Ingibjörg Ólafsdóttir, höfundur bókarinnar, og Harpa Rún Kristjánsdóttir. Hella 1947 Eldfjallið Hekla er ná- granni Hellu og líta íbúarnir til hennar með stolti en um leið ákveðnum ótta. Þegar umræður urðu um byggingu nýrrar brúar á Ytri-Rangá komust samgönguyfirvöld að þeirri nið- urstöðu að hagkvæmast væri að byggja nýja brú 500 metrum sunn- an við gömlu brúna. Við það færð- ist Suðurlandsvegur suður fyrir þorpið. Þessi áform komu illa við hags- muni Kaupfélagsins Þórs sem byggt hafði starfsemi sína upp við Suðurlandsveg, samkvæmt gild- andi skipulagi. Meðal annars hafði nýtt verslunarhús verið byggt þar og kaupfélagið starfrækti sölu- skála við veginn. Ingólfur Jónsson kaupfélagsstjóri gerði strax grein fyrir þessum sjónarmiðum og að krafist yrði bóta ef vegurinn yrði færður. Í Hellubókinni kemur fram að kaupfélagsmenn hafi fallist á að flutningur brúarinnar væri skyn- samleg lausn en eðlilegt væri að félagið fengi bætur vegna þess tjóns sem það yrði fyrir. Niður- staða gerðardóms var að ríkið skyldi greiða bætur. Framkvæmdir við brúargerð á nýjum stað hófust haustið 1959 og var að mestu lok- ið við brúna, sem enn stendur, á árinu 1960. Síðar byggði kaup- félagið nýtt verslunarhús við nýjan Suðurlandsveg. Kaupfélagið fékk bætur vegna brúar og nýs Suðurlandsvegar BREYTTAR FORSENDUR Jólainnkaupin Viðskiptavinir úr sveitinni flykkjast í kaupfélagið. Bændur voru ekkert áfjáðir í það að bakka og nýttu bílastæðin því öðruvísi en nú er gert.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.