Morgunblaðið - 01.10.2020, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.10.2020, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2020 ✝ Teitur Stef-ánsson fæddist á Brúarlandi í Mos- fellssveit 23. júní 1949. Hann lést á hjúkrunar- og dval- arheimilinu Höfða, Akranesi, 20. sept- ember 2020. Foreldrar hans eru Stefán Kristinn Teitsson, f. 15. mars 1930 og Fríða Lárusdóttur, f. 6. janúar 1931. Teitur var elstur sex systkina sem eru: Drengur, f. 3. október 1950, d. 3. október 1950, Örlyg- ur, f. 10. janúar 1953, Hulda, f. 29. júní 1954, Halldór, f. 29. des- ember 1961 og Þórgunnur, f. 11. október 1966. Teitur giftist Ás- gerði Ísfeld, f. 10. ágúst 1957, á árinu 1985. Þau skildu árið 2016. Börn þeirra eru Fríða Björk, f. 25. febrúar 1983 og Ragnar Torfi, f. 7. ágúst 1990. mars 2003, og Höskuldur Már, f. 1. júní 2006. Teitur ólst upp á Akranesi og gekk þar í barna- og gagnfræða- skóla. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1970. Þá lauk hann námi í útvegsfræði við Tækniskóla Ís- lands árið 1977. Teitur vann nær allan sinn starfsferil við sjávarútveg, m.a. hjá Heima- skaga á Akranesi. Þá starfaði hann sem framkvæmdastjóri Félags íslenskra fiskmjöls- framleiðenda og starfaði loks sem framkvæmdastjóri Tré- smiðjunnar Akurs á Akranesi til ársins 2010. Á árinu 2018 veiktist Teitur alvarlega og fluttist í kjölfarið inn á hjúkrunar- og dvalarheim- ilið Höfða, Akranesi. Útför Teits fer fram frá Akra- neskirkju í dag, 1. október 2020, kl. 13. Vegna aðstæðna verður athöfninni einnig streymt frá heimasíðu Akraneskirkju, www.akraneskirkja.is. Virkan hlekk á slóð má nálgast á www.mbl.is/andlat. Sambýlismaður Fríðu Bjarkar er Sverrir Haralds- son, f. 26. sept- ember 1984 og son- ur þeirra er Teitur Logi, f. 27. júní 2016. Fyrir átti Teitur soninn Stef- án, f. 30. desember 1972, með Önnu Sigurbjörgu Jó- hannesdóttur, f. 14. mars 1951. Stefán er giftur And- reu Magnúsdóttur, f. 7. apríl 1978 og börn þeirra eru Jóhann- es Freyr, f. 3. september 1999, Baldur Páll, f. 24. janúar 2004 og Anna Björk, f. 15. júlí 2011. Fyrir átti Teitur einnig dótt- urina Helgu Dögg, f. 29. janúar 1975, með Ólafíu Þórunni Stef- ánsdóttur, f. 4. ágúst 1953. Helga Dögg er gift Ásgrími Ás- grímssyni, f. 9. júní 1966, og syn- ir þeirra eru Kristján Jakob, f. 3. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson) Elsku pabbi, takk fyrir allt, fyrir yndislegar minningar og samverustundir. Elska þig, þín dóttir Helga Dögg. Bróðir minn Teitur Stefáns- son er látinn. Með fátæklegum orðum er rétt að kveðja elskulegan bróð- ur sem þurfti að takast á við til- veru sem við hin fáum ekki skil- ið síðustu árin. Teitur var fæddur 23. júní 1949 á Brúarlandi en ólst upp á Akranesi. Pabbi var á veiðum á Halamiðum þegar hann fékk fréttir af því að frumburður hans væri fæddur. Pabbi sá hann ekki fyrr en þremur vik- um síðar þegar hann kom í land. Við Teitur ólumst upp á Sól- eyjargötunni í faðmi stórfjöl- skyldu þess tíma, með afa Teiti og ömmu Huldu sem bjuggu á neðri hæðinni en foreldrar okk- ar bjuggu í sama húsi. Teitur var fimm árum eldri en ég en á milli okkar er Örlygur. Teitur var stóri bróðir minn og eru minningarnar góðar frá upp- vaxtarárum okkar. Í bakgarðinum var trésmíða- verkstæði afa Teits og pabba sem var lifandi leikvöllur í tengslum við fólk og verkefni sem unnið var að hverju sinni. Þangað var gaman og gott að koma. Teitur var glatt barn segir móðir okkar jafnan þegar talið berst að bernsku Teits og það geislaði af honum gleðin þegar komið var að Brúarlandi í Mos- fellsbæ, en þar bjuggu móður- foreldar okkar, þau afi Lárus og amma Kristín. Við Teitur fórum bæði til náms til Reykjavíkur, ég í tækniteiknun en hann í útgerð- artækni við Tækniskóla Ís- lands. Við höfðum mikla ánægju af tónlist, hlustuðum m.a. á Roll- ing Stones, Shadows og aðrar stór hljómsveitir þess tíma enda átti hann mikið plötusafn. Við áttum annað sameigin- legt áhugamál sem var skóg- rækt og voru bústaðir okkar staðsettir í Borgarfirði þar sem við áttum góðar stundir með okkar fjölskyldum. Samband okkar var alla tíð náið og gott. Teitur var einstaklega góður við börnin sín sem og annarra manna börn og eiga synir mínir góða minningar um hann. Fyrir allar þær sem og aðrar góðar minningar ber að þakka. Lífið hefði verið fátæklegra án hans, án stóra bróður. Hvenær sem kallið kemur kaupir sér enginn frí, þar læt ég nótt sem nemur, neitt skal ei kvíða því. (Hallgrímur Pétursson) Hulda Stefánsdóttir Í dag kveð ég elsku bróður minn og einn minn besta vin. Það eru orðin rúm tvö ár síðan hann veiktist og hefur hann háð erfitt veikindastríð. Á milli okk- ar Teits var alltaf gott samband þótt aldursmunurinn væri sautján ár. Að loknu námi kom hann aftur heim á Akranes og kynnist ég honum þá enn betur. Hann keypti íbúð og fékk mig til að sjá um þrif og fékk ég borgun fyrir. Þetta fannst mér æðislegt og í ofanálag gat ég spilað plöturnar hans en hann átti gott safn. Það var samt ekki alveg sama hvað ég setti á fóninn. Ég mátti ekki spila það sem var í uppáhaldi hjá honum. Hann vildi meina að ég gæti rispað plöturnar. Alltaf var mikill samgangur á milli okkar og við fórum saman í ferðalög og veiðitúra með fjölskyldum okkar. Á árunum 2001-2007 unnum við saman í Trésmiðj- unni Akri. Það var alltaf gott að leita til Teits. Hann var glað- vær, ráðagóður og samkvæmur sjálfum sér og oftar en ekki ansi sannspár. Teitur hafði allt- af áhuga á því sem maður var að gera, vildi alltaf vita hvernig systir hans og fjölskylda hefði það og þegar hann spurði um frændur sína talaði hann oft um larfana sína. „Hvað segja larf- arnir mínir í dag?“ Þau voru nokkur gullkornin sem hrundu af vörum hans og mörg orða- tiltækin eftirminnileg. Við fjöl- skyldan kveðjum bróður minn með trega og við eigum eftir að sakna hans. Teitur hefur alltaf átt stóran stað í hjarta okkar og minning um kæran vin mun lifa. Á kveðjustund er þungt um tungutak og tilfinning vill ráða hugans ferðum. Því kærum vini er sárt að sjá bak og sættir bjóða Drottins vilja og gjörðum. En Guðs er líka gleði og ævintýr og góð hver stund er minningarnar geyma. Farðu vel, þér fylgir hugur hlýr á ferð um ljóssins stig, og þagnarheima. (Sigurður Hansen) Þórgunnur systir og fjölskylda. Teitur Stefánsson er látinn. Góður drengur, mágur, vinur og veiðifélagi fékk loks hvíld sl. sunnudag og þar með frá örlög- um sem enginn sá fyrir eða fær skilið. Fyrir rúmum tveimur ár- um missir hann meðvitund eftir veikindi og var lagður inn á hjúkrunarheimilið Höfða á Akranes. Þar dvaldi þessi vinur einangraður í hugarheimi sem við náðum ekki til, en við að- búnað og umgjörð sem ber að þakka. Teitur var bróðir konu minn- ar, Huldu en henni kynnist ég á menntaskólaárum mínum að Laugarvatni. Þau tvö voru um margt lík, náðu einstaklega vel saman og voru í miklu sam- bandi alla tíð. Við hjónin kaupum okkar fyrstu íbúð með Teiti að Garða- braut 26 á Akranesi og vinnu- staðir okkar voru í sama hús- næði við höfnina, Teitur vann á skrifstofu Heimaskaga en ég hjá Trésmiðjunni Akri, þar sem hann varð síðar framkvæmdar- stjóri. Við gerðum út trillu sam- an, vorum í verslunarrekstri, og fiskeldi. Sérhvert verkefni sem tekist er á við stuðlar að víðsýni og þroska. Þegar við hjónin tókum okk- ur síðan upp og fórum til fram- haldsnáms í Reykjavík þá var Teitur ávallt til staðar og kom með fisk færandi hendi sem hélt í okkur lífinu á námsárun- um. Teitur var stríðinn, hann fylgdi sínum skoðunum eftir af krafti og hann hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefn- um og lét sér annt um sitt byggðarlag. Hann var ávallt góður félagi og ráðagóður var hann við alla sína samferðar- menn. Skógrækt ásamt veiði voru hans ær og kýr. Barngóður var hann og eiga synir mínir margar góðar minn- ingar um þennan brosmilda frænda. Hann hafði alltaf tíma fyrir þá þrátt fyrir amstur þess tíma og hann sagði oft í stríðni við strákana, „hvað er að frétta larfarnir mínir?“ Teitur eignaðist fjögur börn, tvö með Ásu fv. eiginkonu sinni, sem ólust upp á þeirra heimili. Þau áttu mörg góð ár saman á Skaganum svo og í Hafnarfirði. Þar komum við ávallt við á Þor- láksmessu í hvíld eftir erilsöm jólainnkaup í Reykjavík. Þau Ása bjuggu sér fallegan bústað í Borgarfirði en þar dvaldi Teitur mikið síðustu árin eftir að hann lauk störfum. Við Teitur förum ekki aftur í Haukadalsá en þangað fórum við oft, fyrst 27.7. 1973. Dag- urinn er eftirminnilegur fyrir þær sakir að þann dag fæddist frumburður okkar Huldu. Faðir Teits hafði komið því til leiðar í nokkur ár að synir og síðar tengdasynir færu saman í veiði í Haukuna. Teitur varð minn leiðbein- andi enda hafði hann fengið góða tilsögn og kennslu hjá föð- ur sínum. Þarna var Teitur ávallt í essinu sínu, veiði- og sögumaður eins og þeir gerast bestir. Persónur urðu ljóslifandi og staðir fengu rauntilveru í hans frásögn. Samverustundir sem við áttum við árnar og síð- an á kvöldin eftir misgóðan veiðidag eru mér í sterku minni, en Teitur var fyrst og fremst vinur og félagi sem bar með sér hlýju sem er vand- fundin í dag. Síðasta veiðiferð okkar Huldu með Teiti var í Anda- kílsá. Lítil var veiðin en sú samverustund og aðrar munu lifa um ókomin ár. Nú er hann á veiðum með öðrum vinum og félögum. Hann mun taka á móti okkur í fyll- ingu tímans. Hvíldu í friði minn kæri og hafðu þökk fyrir sam- veruna. Sigurður Valur Ásbjarnarson. Vongleði bjó í hug okkar allra sem hófum nám í MA haustið 1966. Landsprófið gamla var hálfgerð fullorðins- vígsla, skildi á milli feigs og ófeigs, og nú var nýr sjónhring- ur fyrir augum og við engir snáðar lengur, heldur karlar í krapinu! Í hringiðu skólalífsins kynntumst við jafnöldrum af öllu landinu og þar bundumst við vináttuböndum sem enn halda. En það fækkar í hópnum og nú er Teitur vinur okkar fallinn frá eftir erfið og langvarandi veikindi, þessi glaði drengur. Hann var góður félagi, sífellt hvetjandi og jafnan í góðu skapi þótt hann gæti brýnt raustina þegar honum mislíkaði og átti þá til býsna kröftugt orðaval, harður keppnismaður og fylginn sér og aldrei lognmolla þar sem hann gekk um dyr. Hann var glettinn, stundum smástríðinn og hafði einstak- lega hlýlegt fas og notalega nærveru, vinfastur og tryggur. Hann hafði mikið yndi af tónlist og sótti tónleika víða um heim; eltist mikið við Rolling Stones, Paul McCartney og ýmsa af þeirra kynslóð. Hann æsti sig hressilega yfir fótbolta, hélt með ÍA og Tottenham. Glaðvær hlátur hans var smitandi. Við höfum mikið hlegið sam- an síðustu hálfa öld; áttum 50 ára stúdentsafmæli í vor. Þótt vík hafi verið milli vina var allt- af eins og við byggjum á sömu torfunni og hittumst reglulega. Við vorum tvö ár í matarfélagi Önnu og Eiríks í Möðruvalla- stræti 9 á menntaskólaárunum þar sem Teitur leigði líka her- bergi; þar var oft glatt á hjalla og spilaður gosi í hádegishléinu. Ef hallaði á vin vorn sagði hann gjarnan að við værum í sam- særi gegn sér og bætti við nokkrum vel völdum orðum! Við sögðum þeim hjónum stundum ævintýrasögur eftir helgar og Anna trúði engu upp á Teit en öllu á okkur, sér- staklega Einar. „Hann Teitur minn! Neiii, drengir mínir, en Einar…!“ Teitur tók að sér ým- is verkefni um dagana og sinnti þeim af kostgæfni og eðlislægri samviskusemi, lengst hjá Sam- tökum fiskmjölsframleiðenda og Trésmiðjunni Akri, fjöl- skyldufyrirtækinu þar sem hann lauk starfsævinni farsæl- lega. Það var þungbært að sjá hann svo illa leikinn af veik- indum, en aðdáunarvert hvað fólkið hans sinnti honum af ein- stakri alúð, börn, foreldrar, systkini. Allur aðbúnaður á Höfða var líka til sérstakrar fyrirmyndar. Hljóðnuð er nú rödd hans og hláturinn gleðilegi heyrist ekki framar. Við munum lengi sakna vinar í stað. Börnum hans, öldruðum for- eldrum og systkinum sendum við hugheilar samúðarkveðjur. Fari hann nú sæll. Einar Friðþjófsson, Kristján Sigurgeirsson, Sölvi Sveinsson. Teitur Stefánsson Móðir okkar, SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Hlaðhömrum 2, Mosfellsbæ, andaðist á Landspítala, Fossvogi, sunnudaginn 20. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Kristín Sigmarsdóttir Elín Sigmarsdóttir Ástkær eiginkona, dóttir, móðir, tengdamóðir og amma, SIGRÚN BJÖRG EINARSDÓTTIR kjólameistari, Fannafold 184, Grafarvogi, lést á gjörgæsludeild LSH 27. september. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 5. október klukkan 15. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað. Kristinn Jónsson Einar S. Björnsson Jóhanna Ragnarsdóttir Gígja Sæbjörg Kristinsdóttir Jóhann Ó. Sveinsson Hanna Bára Kristinsdóttir Brynjar F. Valsteinsson Einar Ingi Kristinsson Desiree Arrasco og ömmubörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, JÓN VALGEIR GUÐMUNDSSON, Jón á Skála, Austurvegi 5, Grindavík, lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð laugardaginn 26. september. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju mánudaginn 5. október klukkan 14. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur verða viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt á facebooksíðu Grindavíkurkirkju klukkan 13:40. Fyrir hönd aðstandenda, Erla Stefánsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SVAVA LILJA VALDIMARSDÓTTIR, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 22. september. Útför hennar fer fram frá Garðakirkju föstudaginn 2. október klukkan 15. Vegna aðstæðna í samfélaginu verður aðeins nánasta fjölskyldan viðstödd. Jónfríður Loftsdóttir Øivind Smebye Valdimar Arnfjörð Loftsson Ingibjörg D. Baldursdóttir Sóldís Elfa Loftsdóttir Hörður Jónsson Sigrún Linda Loftsdóttir Sigurður Óli Ólason Svala Rós Loftsdóttir Bjarni Gunnarsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Lokað Gallerí Fold verður lokað föstudaginn 2. október vegna jarðarfarar TRYGGVA PÁLS FRIÐRIKSSONAR listmunasala FOLD Gallerí - Uppboðshús Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR ELÍSABET GRÖNDAL, lést á Dalbæ, heimili aldraðra, 10. september. Útförin fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 2. október klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verður útförinni jafnframt streymt á https://ww w.youtube.com/watch?v=pFQyS9IfejY&feature;=youtu.be Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Dalbæ, heimili aldraðra á Dalvík. Benedikt Björnsson Bjarman Halldóra Gísladóttir Sigurður Ragnar Sverrisson Gísli Sigurður Gíslason Karólína Gunnarsdóttir Hólmfríður Amalía Gíslad. Júlíus Baldursson barnabörn og barnabarnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.