Morgunblaðið - 01.10.2020, Side 11

Morgunblaðið - 01.10.2020, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2020 Þverholti 5 • Mosfellsbæ • Sími 898 1744 • myndo.is Við búum til minningar myndó.isljósmyndastofa NJÓTUMMINNINGANNA Skipholti 29b • S. 551 4422 Fylgdu okkur á facebook SKOÐIÐ NETVER SLUN LAXDA L.IS FYRIR KONUR Á ÖLLUM ALDRI Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Ný sending buxur Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna Netverslun á www.belladonna.is Nýjar haustvörur streyma inn Fæst í netverslun belladonna.is Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Skoðið hjahrafnhildi.is NÝ SENDING Liðlega helmingur þeirra ein- staklinga sem smituðust af kór- ónuveirunni í fyrstu bylgju farald- ursins í vor metur heilsu sína verri nú en fyrir veikindin. Þetta sýna frumniðurstöður í viðamiklu rann- sóknarverkefni fræðikvenna á sviði hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala. Greint er frá niðurstöðunum í ný- útkomnu Fréttabréfi háskólavina, hollvinastarfs HÍ. Í rannsókninni á einnig að varpa ljósi á uppbyggingu heilbrigðisþjón- ustu við þennan hóp þeirra sem smituðust á Landspítalanum og er haft eftir Helgu Jónsdóttur, prófess- or við hjúkrunarfræðideild HÍ, sem stýrir verkefninu, að hjúkrunar- fræðingar gegndu þar lykilhlutverki og óskuðu eftir samstarfi við rann- sakendur í þessu verkefni. Fundu fyrir einkennum í margar vikur og mánuði Fram kemur í fréttabréfinu að póstkönnun Helgu og samstarfs- kvenna nær til 900 svarenda. „Niðurstöður meðal þeirra sem fengu COVID-19-smit gefa til kynna að þeir fundu fyrir margs konar ein- kennum meðan á veikindum stóð og enn mörgum vikum og mánuðum eftir að þeim lauk. Algengustu ein- kenni, bæði meðan á veikindum stóð og eftir að sýking var gengin yfir, voru slappleiki, þreyta, mæði, höf- uðverkur og önnur óþægindi og verkir. Um 60% þátttakenda meta heilsu sína verri nú en fyrir veik- indin sem bendir til langvinnra áhrifa COVID-19 eftir að einangrun lýkur,“ er haft eftir Helgu. Einnig kemur m.a. fram að niður- stöðurnar muni veita einstaka inn- sýn í hjúkrun sjúklinga í gegnum síma og sjúklinga í einangrun sem geti orðið innlegg í þróun fjarheil- brigðisþjónustu á Íslandi og á al- þjóðavettvangi. Langvinn eftirköst sýkingar Veiran Eftirköst veikinda eru mikil.  Vinna að stóru rannsóknarverkefni Morgunblaðið/Eggert Veðurstofa Íslands hefur hækkað viðbúnaðarstig fyrir flug yfir Grímsvötnum úr grænu í gult, þar sem virkni í eldstöðinni hefur farið hægt vaxandi undanfarin misseri. Flestar mælingar sem gerðar eru til að vakta Grímsvötn sýna meiri virkni umfram það sem skilgreint er sem bakgrunnsvirkni eldstöðv- arinnar, að því er segir á vef Veð- urstofu Íslands. Mælingar nú eru að nálgast þau gildi sem sáust fyrir eldgosið 2011. Hefur skjálftavirkni síðasta mánuðinn mælst vel yfir meðallagi, auk þess sem jarðhita- virkni hefur farið vaxandi. Það sjá- ist á dýpkandi jarðhitakötlum í og við Grímsvatnaöskjuna. Gasmæl- ingar frá í sumar benda til að kvika sé nálægt yfirborði. Gult viðbúnaðarstig Morgunblaðið/RAX Grímsvötn Jarðhitavirkni hefur aukist. Atvinna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.