Morgunblaðið - 08.10.2020, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 2020
NET
LAGERSALA
SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS
ALLT AÐ
80%
AFSLÁTTUR
GÆÐADEKKIN ÞÍN
FÁST ÓDÝRARI
HJÁ OKKUR!
E N D U M H V E R T Á L A N D S E M E R
M I K I Ð Ú R V A L A F V E T R A R D E K K J U M
S
F u n a h ö f ð a 6 , 1 1 0 R e y k j a v í k • N j a r ð a r b r a u t 1 1 , 2 6 0 R e y k j a n e s b æ r
S í m i : 5 1 9 - 1 5 1 6
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Orkuveita Reykjavíkur hefur aug-
lýst eftir tilboðum í endurbyggingu
útveggja svonefnds Vesturhúss höf-
uðstöðva Orkuveitunnar.
Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upp-
lýsingafulltrúi OR, segir að áætlaður
verktími framkvæmdarinnar sé 22
mánuðir frá undirritun samnings við
verktaka. ,,Áætlað er að verksamn-
ingur verði undirritaður fyrir miðjan
apríl 2021,“ segir Ólöf.
Fram kemur í lýsingu á verkinu
að það muni einskorðast að lang-
mestu leyti við að skipta út útveggj-
um Vesturhúss og aðgerðum tengd-
um því. Ekki standi til, sem hluta af
þessu verki, að gera breytingar á
öðrum hlutum höfuðstöðva OR eða
kerfa þess umfram það sem þarf til
að skilgreina nýja útveggi og þá
hluta húskerfa sem þeim tengjast.
Tilboð opnuð 12. janúar
Spurð um kostnað við fram-
kvæmdirnar segir Ólöf að þar sem
útboðsferli er í gangi geti Orkuveit-
an ekki á þessu stigi gefið upp kostn-
aðaráætlun framkvæmda um end-
urbygginguna. „Kostnaðaráætlun
ráðgjafa OR verður hins vegar gefin
upp á opnunardegi tilboða sem er
þann 12. janúar 2021,“ segir Ólöf.
Leiðarstef verkefnisins á að vera
,,hagkvæmni, viðurkenndar og
reyndar lausnir, hógvært og lág-
stemmt“.
Í ljós kom sumarið 2017 að hluti
Orkuveituhússins, þ.e. Vesturhúsið
fyrrnefnda, var mikið skemmt af
raka. Ýmsir kostir voru skoðaðir og
varð niðurstaðan sú að endurbyggja
útveggi Vesturhússins. omfr@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Stór framkvæmd Skipta á út útveggjum Vesturhúss OR. Er undirritun verksamnings áætluð í apríl á næsta ári.
Undirbúa endurbyggingu
Verktími framkvæmda við Orkuveituhúsið 22 mánuðir
Freyr Bjarnason
Viðar Guðjónsson
Guðni Einarsson
Hertar samkomutakmarkanir tóku
gildi á höfuðborgarsvæðinu í gær,
en 87 ný smit greindust við skimun
í fyrradag. Tuttugu sjúklingar lágu
í gær á Landspítalanum og 795
sjúklingar voru undir eftirliti
göngudeildar Covid-19. Fjórir eru
nú á gjörgæslu, þar af þrír í önd-
unarvél.
Landspítalinn er nú á hættustigi
vegna kórónuveirufaraldursins, en
samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins greindist smit hjá lækni
á bráðamóttökunni á mánudaginn,
og fóru 27 starfsmenn spítalans í
sóttkví í kjölfarið. Jón Magnús
Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækn-
inga á spítalanum, sagði í samtali
við mbl.is í gær að hugsanlega
þyrfti að biðja aðra starfsmenn
deildarinnar að bæta við sig vökt-
um, en hingað til hefði tekist að
halda fullri starfsemi þar.
Alls eru 37 starfsmenn Landspít-
alans í einangrun og 72 í sóttkví.
Viðbragðsáætlun spítalans vegna
farsótta hefur því verið virkjuð, en í
tilkynningu frá viðbragðsstjórn og
farsóttanefnd spítalans í gær kom
fram að þau fundi nú daglega vegna
ástandsins.
Mikil áhrif á snyrtifræðinga
Í auglýsingu heilbrigðisráðherra
um hinar hertu aðgerðir var sér-
staklega tekið fram að þjónusta sem
krefðist snertingar eða mikillar
nándar væri nú óheimil. Þar á með-
al er starfsemi snyrtifræðinga, sem
horfa nú fram á tekjutap.
„Þetta er eitthvað sem þarf að
gera til að binda enda á smitið.
Þetta hefur mikil áhrif á tekjur okk-
ar því við erum svo margar ein-
yrkjar,“ sagði Birna Ósk Þór-
isdóttir, formaður Félags íslenskra
snyrtifræðinga. Skráðir félagsmenn
eru um 160 talsins. Einungis konur
eru í félaginu og reka margar
þeirra litlar snyrtistofur. Einnig
hefur lokunin áhrif á stóru snyrti-
stofurnar.
„Ég er einyrki og þarf að loka
stofunni minni í tvær vikur. Það
þýðir að ég fæ engar tekjur en þarf
samt að borga húsaleigu og annan
fastan kostnað,“ sagði Birna Ósk.
Hún sagði að hlutabótaleiðin sé virk
til áramóta þannig að snyrtifræð-
ingar hljóti að fá einhverjar bætur.
„Við fengum eiginlega ekki neinn
fyrirvara en við verðum að sýna
þessu skilning,“ sagði Birna Ósk.
Hún hafði strax samband við við-
skiptavini sem áttu bókaða tíma í
snyrtingu og frestaði þeim um tvær
vikur með fyrirvara um að létt verði
á takmörkununum þá.
Um 600 í skimun í dag
Um 600 börn og starfsmenn úr
Sunnulækjaskóla verða send í skim-
un hjá Heilsugæslunni á Selfossi í
dag. Aðstaða til skimunar var sett
upp í íþróttasal skólans, en gert er
ráð fyrir að skimunin muni taka
mestallan daginn.
Elín Freyja Hauksdóttir,
umdæmalæknir sóttvarna á Suður-
landi, sagði í samtali við mbl.is í
gær að ekki hafi verið sótt í þekk-
ingu fólks úr Reykjavík áður en að-
staðan var sett upp, en eins og fram
hefur komið fara fjöldaskimanir
fram á hverjum degi við Suður-
landsbraut.
Fyrir skömmu voru einnig skim-
uð um 80 börn á Höfn í Hornafirði.
„Þetta kemur upp af og til og við
megum búast við því áfram á meðan
þessi faraldur geisar,“ segir Elín.
Heilbrigðisstofnun Suðurlands er
ekki með aðstöðu til innlagnar sjúk-
linga á sjúkrahúsinu, en slík að-
staða er einungis til staðar í
Reykjavík og á Akureyri. „Aðrar
stofnanir geta ekki lagt inn Covid-
smitað fólk vegna hættu á því að
aðrir sjúklingar myndu smitast,“
segir Elín.
87 ný smit og fjórir á gjörgæslu
Viðbragðsáætlun Landspítalans vegna farsótta virkjuð Smit kom upp hjá starfsmanni á bráða-
móttöku Hertar aðgerðir koma niður á snyrtifræðingum 600 á Selfossi fara í skimun í dag
Kórónuveirusmit á Íslandi
Staðfest smit frá 30. júní
3.172 staðfest smit
Heimild: covid.is
Nýgengi innanlands 6. október:
181,6 ný smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa
18 einstaklingar eru á sjúkrahúsi, þar af 4 á gjörgæslu
87 ný inn an lands smit greindust 6. október
294.930 sýni hafa verið tekin
Þar af í landamæraskimun
155.005
sýni, samtals í skimun 1 og 2
1.782 einstaklingar eru í skimunarsóttkví
100
80
60
40
20
0
99
75
16
4.045 eru í sóttkví
795 einstaklingar eru með virkt smit og í einangrun
júlí ágúst september okt.
Fjöldi smita
innanlands
Fjöldi smita á
landamærum
Oddviti
Kjósar-
hrepps gerir
engar
athuga-
semdir við
að hertar
sóttvarna-
ráðstafanir
yfirvalda á
höfuðborg-
arsvæðinu
nái til hreppsins. „Við erum sátt
við að tekið sé fast á þessum
málum,“ segir Karl Magnús
Kristjánsson oddviti.
Karl bendir á að Kjós-
arhreppur sé aðili að Samtökum
sveitarfélaga á höfuðborg-
arsvæðinu. „Auðvitað er það
svo að það fólk sem býr hér í
sveitinni sækir mikla þjónustu
suður í Mosfellsbæ. Allmargir
sækja vinnu á höfuðborg-
arsvæðinu. Börnin okkar sækja
skóla á Kjalarnesi sem tilheyrir
Reykjavík. Við sjáum enga
ástæðu til að við ættum að vera
undanþegin þessum sérstöku
ráðstöfunum,“ segir hann.
Segjast sátt
við sóttvarnir
KJÓSARHREPPUR
Karl Magnús
Kristjánsson