Morgunblaðið - 08.10.2020, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 2020
Reykjavíkurborg
Umhverfis- og skipulagssvið
Loftslagsviðurkenning
Reykjavíkurborgar og Festu
– tilnefningar óskast
Leitað er eftir tilnefningum um fyrirtæki, félagasamtök, stofnanir eða einstaklinga
vegna loftslagsviðurkenningar. Tilnefningarnar geta verið frá aðilunum sjálfum
eða öðrum. Markmið viðurkenningarinnar er að vekja athygli á því sem vel er gert
í loftslagsmálum og vera hvatning til annarra.
Tillögur þurfa að berast fyrir 27. október 2020 merktar „Loftslagsviðurkenning 2020“
á netfangið usk@reykjavik.is eða með pósti til Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12–14,
105 Reykjavík. Óskað er eftir rökstuðningi með tilnefningunni og bent er á að hægt
er að styðjast við eyðublað sem finna má á reykjavik.is/loftslagsvidurkenning,
en þar má einnig nálgast frekari upplýsingar.
Loftslagsviðurkenningin verður afhent á loftslagsfundi Reykjavíkurborgar
og Festu þann 27. nóvember 2020.
„Fyrstu tölur frá Samtökum iðnaðar-
ins sýna um 3% samdrátt í Reykjavík
milli ára og er það lítill samdráttur
samanborið við höfuðborgarsvæðið
allt,“ segir Sigurborg Ósk Haralds-
dóttir, formaður skipulags- og sam-
gönguráðs borgarinnar. Ný talning
Samtaka iðnaðarins hefur leitt í ljós
verulegan samdrátt í nýbyggingum
íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Sigur-
borg segir hins vegar að þetta líti vel
út í Reykjavík „og við erum bjartsýn
á að íbúðauppbygging á þessu ári
verði meiri en á síðasta ári. Árið 2019
fóru 846 nýjar íbúðir í byggingu en á
fyrstu sex mánuðum þessa árs voru
útgefin byggingarleyfi fyrir samtals
646 íbúðir svo það stefnir í vöxt í
Reykjavík,“ segir hún.
„Þetta rímar vel við þá staðreynd
að síðustu fimm ár
hafa verið eitt
mesta uppbygg-
ingartímabil í
Reykjavík í ára-
tugi. Frá ársbyrj-
un 2015 hefur haf-
ist bygging á
5.680 nýjum íbúð-
um. Mesta sam-
dráttarskeiðið var
hins vegar frá
2009 til 2011 en þá var hafin smíði á
282 íbúðum og þar af einungis 10
íbúðum árið 2010,“ segir hún.
Stór breyting á aðalskipulagi
borgarinnar kynnt
Sigurborg segir að í stórri breyt-
ingu á gildandi aðalskipulagi borgar-
innar sem kynna átti í gær í skipu-
lags- og samgönguráði sé gert ráð
fyrir kröftugum vexti í Reykjavík þar
sem stefnt sé á uppbyggingu 1.000
íbúða á hverju ári til ársins 2040.
„Við gerum ráð fyrir að íbúafjölgun
verði áfram knúin af aðflutningi fólks
að utan. Reykjavík er útvörður lands-
ins í alþjóðasamfélaginu og því er sér-
staklega mikilvægt að styrkja sam-
keppnisstöðu borgarinnar. Hún er
nefnilega í samkeppni um ungt vel
menntað fólk og alþjóðleg fyrirtæki.
Kröftug íbúðauppbygging er grunn-
forsenda þess að Reykjavík verði
hreyfiafl hagvaxtar og nýsköpunar á
Íslandi. Því stefnir Reykjavík ótrauð
á að leiða húsnæðisuppbyggingu á
höfuðborgarsvæðinu næstu árin,“
sagði hún. omfr@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Nýbyggingar Á fyrstu sex mánuðum þessa árs voru útgefin byggingarleyfi fyrir samtals 646 íbúðir í borginni.
Segir stefna í vöxt
bygginga í Reykjavík
Stefnt á uppbyggingu 1.000 íbúða á hverju ári til 2040
Sigurborg Ósk
Haraldsdóttir
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Ný Krýsuvíkurkirkja, sem verið hef-
ur í smíðum undanfarin ár hjá nem-
endum trésmíðadeildar Tækniskól-
ans í Hafnarfirði, var í vikunni hífð
af jörðu og sett á dráttarvagn.
Stefnt er að flutningi kirkjunnar á
sinn varanlega stað í næstu viku, en
margvíslegan undirbúning þarf áð-
ur. Nú þarf meðal annars að útbúa
burðarþolið malarplan fyrir kranann
sem notaður verður til að færa guðs-
húsið, sem er 6,8 tonn að þynd, af
palli dráttarbíls yfir á kirkjuhólinn.
Fyrri kirkja í Krýsuvík var byggð
árið 1857 en brann til kaldra kola í
eldsvoða af völdum íkveikju 2. jan-
úar 2010. Strax í kjölfarið kom fram
áhugi meðal stjórnenda Iðnskólans í
Hafnarfirði, sem þá var, á að smíði
nýrrar kirkju yrði verkefni tré-
smíðanema skólans. Hljómgrunnur
var fyrir slíku og þar með komst
málið á hreyfingu milli stjórnenda
skólans og kirkjunnar fólks.
Nákvæmum fyrirmyndum hefur
verið fylgt við smíði kirkjunnar, en
starfsmenn Þjóðminjasafnsins tóku
þá gömlu út mjög nákvæmlega árið
2003; mældu, mynduðu og skráðu.
Hafa þær upplýsingar í raun gert
þessa vandasömu smíði gerlega, en
hún hefur tekið rúman áratug.
Vígsluathöfn innan tíðar
„Kirkjan er tilbúin, predikunar-
stóll, altari, bekkir og annað hefur
verið fest niður. Því er ekkert að
vanbúnaði að vígsluathöfnin verði
innan tíðar, nema samkomutak-
markanir stöðvi okkur. Verkefnið er
nánast komið í höfn,“ segir Sigurjón
Pétursson, sem er í forystu vina-
félags Krýsuvíkurkirkju.
Ljósmynd/Sigurjón Pétursson
Flutningur Tilfæringar með kirkjuna við Tækniskólann í Hafnarfirði.
Krýsuvíkurkirkju
lyft á vörubílspall
Flutt á varanlegan stað í næstu viku
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Við höfum þurft að meta stöðuna
eftir hendinni hverju sinni og haga
okkur allt öðruvísi við að móta þessa
herferð en lagt var upp með,“ segir
Sigríður Dögg Guðmundsdóttir,
fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslands-
stofu.
Ríkissjóður veitti 1,5 milljörðum
króna í markaðsverkefnið Ísland –
saman í sókn sem ætlað er að efla ís-
lenska ferðaþjónustu í tengslum við
áföll vegna kórónuveirunnar. Þegar
hefur verið ráðist í herferðina Let it
out þar sem fólki var boðið að losa
um streitu vegna veirunnar með því
að láta öskur sitt hljóma á Íslandi.
Vakti herferðin nokkra athygli.
„Við höfum nú ráðstafað 20% af
heildarfjárhæðinni þannig að megn-
ið er eftir. Nú er verið að móta frek-
ari aðgerðir og vissulega viljum við
eiga þungann af aðgerðunum inni
þegar fólk fer að ferðast og bóka
ferðir á ný. Hins vegar er mikilvægt
að það séu stöðug skilaboð frá
áfangastaðnum. Við lítum á þetta
eins og kosningar, við viljum hafa
áhrif á það hvað fólk mun kjósa. Ef
við ætlum bara að auglýsa á kjördag
meðan aðrir eru búnir að auglýsa í
aðdraganda kosninganna munum við
verða undir,“ segir Sigríður.
Óþreyja í ferðalöngum
Í gær fór fram Vestnorden-ferða-
kaupstefnan en hún er haldin fyrir
fyrirtæki á Íslandi, í Færeyjum og á
Grænlandi. Alls voru 175 fyrirtæki
skráð til leiks og fór kaupstefnan
fram á vefnum. Sigríður segir að
ferðaþjónustufyrirtæki vinni al-
mennt langt fram í tímann. Máli
skipti að viðhalda sterkum viðskipta-
tengslum og vera tilbúin þegar fólk
fer að ferðast á ný. „Það er óþreyja í
fólki að fara aftur að ferðast og okk-
ur fannst mikilvægt að sitja ekki
með hendur í skauti þótt það séu
ferðatakmarkanir núna,“ segir hún.
Vestnorden-ferðakaupstefnan er
haldin annað hvert ár á Íslandi og
hin árin til skiptis í Færeyjum og á
Grænlandi. Í ár stóð til að halda
kaupstefnuna á Reykjanesi en vegna
kórónuveirunnar reyndist það ekki
hægt. Stefnt er að því að halda Vest-
norden undir venjulegum formerkj-
um á Reykjanesi að ári, 5.-7. október
2021. Ráðstefnan hefur verið fastur
liður í dagskrá ferðaþjónustufyrir-
tækja hér síðan árið 1986.
Hafa varið
fimmtungi
Íslandsherferð tekur breytingum
Herferð Fólk var hvatt til að láta
öskur sitt hljóma á Íslandi.