Morgunblaðið - 08.10.2020, Síða 6

Morgunblaðið - 08.10.2020, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 2020 7. – 12. október NETKAST 15% afsláttur af völdum vörum á www.CASA.IS casa.is casa.is „Við erum mjög ánægð með útkomuna og krakkarnir voru afskaplega spenntir að fá að prófa nýju leiktækin,“ segir Auður Ævars- dóttir, leikskólastjóri á Ægisborg í Vesturbæ Reykjavíkur. Verið er að ljúka við endurbætur á lóð leikskólans og virðist vel hafa tekist til. Lögð var áhersla á að lóðin sé fjölbreytt og krefj- andi fyrir eldri börnin, að sögn Auðar. Þetta var seinni hluti endurbótanna en í fyrra var endurgert svæðið næst leikskólahúsinu. Þetta var síður en svo eina framkvæmdin við skóla í borginni. Vegna áhrifa kórónuveir- unnar var bætt við fjármunum til end- urgerðar skóla- og leikskólalóða í Reykjavík. Framlag til grunnskóla fór úr 200 milljónum í 270 milljónir og framlag til endurgerðar leikskólalóða fór úr 300 milljónum í 525 millj- ónir. Framkvæmdum þessum er að mestu lokið eða þær eru á lokametrunum. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavík- urborg fóru 45 milljónir af þeim sjötíu sem bættust við endurgerð grunnskólalóðanna í Brúarskóla og í lóð Ártúnsskóla fóru 25 millj- ónir. Af þeim 225 milljónum sem komu til viðbótar við endurgerð leikskólalóðanna, fóru 45 milljónir á Garðaborg, 30 milljónir á Furuskóg, 20 milljónir á Hólaborg, 25 millj- ónir á Sólborg, 20 milljónir á Langholt- Sunnuborg, 20 milljónir á Sunnufold-Frosta og 65 milljónir í Langholt-Holtaborg. hdm@mbl.is Endurbætur Á leikskólanum Ægisborg í Vesturbæ Reykjavíkur hefur lóðin verið tekin í gegn og skipt um leiktæki. Þetta mæltist vel fyrir hjá krökkunum á leikskólanum. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Krakkarnir voru spenntir að prófa nýju leiktækin Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Það er ekki markmiðið að fara í verkfall heldur að semja. Ég vona að það verði hægt að setjast niður og ræða málin,“ segir Reinhold Richter, trúnaðarmaður starfsmanna hjá ISAL sem rekur álver Rio Tinto í Straumsvík. Samþykktu starfsmenn með rúmlega 81,2 prósentum greiddra atkvæða verkfallsaðgerðir. Deilan var þegar komin á borð rík- issáttasemjara en að loknum fimm fundum sem ekki báru árangur var ákveðið að grípa til aðgerðanna. „Þrátt fyrir ástandið í þjóðfélaginu varð þetta niðurstaðan. Fólk er lang- þreytt á því að fá ekki sama kaup og aðrir fá með tilkomu lífskjarasam- ingsins,“ segir Reinhold. Flókið vegna þriggja hópa Meðal þeirra sem fara í verkfall eru iðnaðarmenn og verkamenn í ker- skála, vélvirkjar, bifvélavirkjar og rafvirkjar. Starfsfólk Rio Tinto fer fram á sambærilegar launahækkanir og fram hafa komið í lífskjarasamn- ingi, sem nema 73 þúsund kr. Fram kom í tilkynningu frá ISAL að starfsmönnum hefðu verið boðin kjör sem séu í samræmi við lífskjara- samninginn. Reinhold segir að málið sé nokkuð snúið þar sem þrír hópar starfi fyrir fyrirtækið í fimm stéttar- félögum. Það eru iðnaðarmenn, verkamenn og verslunarfólk. Megin- markmið semjenda starfsmanna hafi verið það að halda því launabili sem sé á milli hópanna. „Menn vilja halda launabili á milli þessara ólíku hópa. Lífskjarasamningurinn tekur ekki á þessu beint. Það er mjög þróað launa- kerfi hjá okkur. Algjört fastlauna- kerfi og fólk fer ekki á milli launa- flokka nema eftir starfsaldri, menntun og störfum,“ segir Reinhold. Vilja halda launabilinu  Starfsfólk í álverinu í Straumsvík samþykkti verkfall Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Covid vekur okkur til umhugsunar um mikilvægi neföndunar. Neföndun er náttúruleg leið líkamans til að anda en aðalhlutverk munnsins er að borða og tala,“ segir Hrönn Róberts- dóttir, eigandi tannlæknastofunn- ar Brossins. Sífellt fleiri þurfa nú að bera grímu fyrir vitum sér vegna kórónu- veirunnar og reyn- ist grímunotkun sérstaklega erfið fyrir þá sem hafa vanið sig á mun- nöndun eða almenna oföndun, en allir sem anda með munninum ofanda. Það er því mikilvægt fyrir fólk að grípa tækifærið núna, nýta sér aðstæður og grímunotkun til að þjálfa sig upp í hægari öndun með nefinu, segir Hrönn, en öndun á að vera næstum ósýnileg, með þindinni og nefinu og um það bil 8-12 andardrættir á mín- útu eða 4-6 lítrar af lofti. Hrönn segir að ýmsar ástæður séu fyrir því að margt fólk sé farið að anda með munninum í stað nefsins; streita, mataræði og matarvenjur, of heitt húsnæði, ofnæmi og stíflað nef. Hún segir að þetta sé ekki nýtt vandamál en aukin grímunotkun geri vandamálið sýnilegra því flestir sem anda með munninum eru viðkvæmari fyrir koldíoxíði. Við grímunotkun upplifi þetta fólk meiri köfnunartil- finningu. „Ef öndun er eðlileg ætti tímabundin grímunotkun ekki að trufla. Gríman gerir okkur að minnsta kosti meðvituð um öndunina sem annars er ósjálfráð. Við getum ekki lagað það sem við ekki sjáum,“ segir Hrönn. Getur leitt til tannskemmda Aðspurð segir hún að á sinni tann- læknastofu sé unnið mikið með önd- unarþjálfun í tengslum við munn- öndun bæði hjá börnum og full- orðnum, meðal annars vegna bit- skekkju og kæfisvefns. „Munnöndun er að verða sífellt algengari en aug- ljósar afleiðingar munnöndunar geta meðal annars verið munnþurrkur, þurr hósti, andremma, tannholds- bólgur og tannskemmdir. Munnönd- un á sér líka alvarlegri afleiðingar eins og hrotur, svefntruflanir, bit- og tannskekkjur og óeðlilegan þroska kjálka hjá börnum. Gríman ætti að vera góð ábending fyrir fólk að huga að öndun. Nefið er líffærið sem er hannað til að anda með. Það síar, hitatemprar, raka- mettar og hefur bakteríudrepandi áhrif, og gegnir því mikilvægu hreinsi- og varnarstarfi. Í munninum eru engar slíkar varnir, það fer allt beint niður í lungun.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sóttvarnargrímur Sífellt fleiri bera grímu til að verjast kórónuveirunni. Grímurnar geta skapað hættu  Mikilvægt þykir að anda með nefinu Hrönn Róbertsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.