Morgunblaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 11
Fleiri tilraunir hafa verið gerðar en lognast út af vegna kórónuveiru- faraldursins og annars staðar er verið að reyna að hefja formlega vinnu við undirbúning sameiningar. Ekki verið sett lágmark Ráðherra sveitarstjórnarmála hefur markað þá stefnu að sveitar- félög með 250 íbúa eða færri þurfi að sameinast öðrum fyrir næstu sveit- arstjórnarkosningar og sveitarfélög með 1.000 íbúa og færri þurfi að sameinast eigi síðar en við kosning- ar 2026. Frumvarp um að lögfesta lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga hefur hins vegar ekki enn verið sam- þykkt á Alþingi. Fram kom á fjár- málaráðstefnu sveitarfélaga á dög- unum að Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra er ekki fallinn frá þessum áformum. Það ýtir hins vegar á sveitar- stjórnir að láta reyna á sameiningu að ríkið styður slíkt ferli með rausn- arlegum hætti, að því er virðist, í gegn um jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Til að jafna stöðu sveitarfélaganna eru veitt svokölluð skuldajöfnunar- framlög og þátttaka í greiðslu kostn- aðar við sameiningu. Þetta eru um- talsverðir fjármunir. Nýja sveitar- félagið á Austurlandi fær þannig 1,3 milljarða til slíkra verkefna og nýtt sveitarfélag á Suðurlandi gæti átt von á mörg hundruð milljónum ef af sameiningu verður. Þetta hjálpar sveitarfélögunum við að greiða niður skuldir og byggja upp stjórnsýslu sameinaðs sveitarfélags. Þar fyrir utan eykst slagkraftur svæðisins til að fylgja eftir kröfum um framgang ýmissa framfaramála, til dæmis í samgöngum, eins og Austurland er skýrt dæmi um. FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 2020 Skipholti 29b • S. 551 4422 Fylgdu okkur á facebook SKOÐIÐNETVERSLUNLAXDAL.IS KÁPURNAR KOMNAR TRAUST Í 80 ÁR Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Str. 40-52/54 Nýtt frá Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna Netverslun á www.belladonna.is Nýjar haustvörur streyma inn Fæst í netverslun belladonna.is Óðinsgötu 1 | 101 Reykjavík | Sími 834 1809 | boel.is boel | boelisland Gæði, g & þæ læsileiki gindi Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is HAUST 2020 NÝJAR YFIRHAFNIR Söfnum Reykjavíkurborgar var lok- að í gær vegna hertra sóttvarna- aðgerða og gilda þær lokanir til og með 19. október, þegar staðan verð- ur endurmetin. Ekki var farið fram á lokun safna í nýrri reglugerð heil- brigðisráðherra en þó er ljóst að fjöldatakmarkanir og nálægðarmörk hefðu haft mikil áhrif á starfsemina. Söfn borgarinnar eru: Borg- arbókasafnið, á sex stöðum í borg- inni, Listasafn Reykjavíkur í Hafn- arhúsi, á Kjarvalsstöðum og í Ásmundarsafni auk safna undir hatti Borgarsögusafns sem eru Sjóminja- safn Reykjavíkur, Landnámssýn- ingin við Aðalstræti, Árbæjarsafn og Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Gildistími menningarkorta Reykjavíkur og bókasafnsskírteina framlengist um sem nemur lokun safna og ekki verða lagðar sektir á safnkost Borgarbókasafns á tíma- bilinu. Morgunblaðið/Styrmir Kári Bókasafn Öllum söfnum borg- arinnar hefur verið lokað. Borgar- söfnin í lás Bændasamtök Íslands (BÍ) og Landssamtök sauðfjárbænda (LS) gagnrýna harðlega þau orð Krist- jáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á Alþingi í gær að starf sauðfjárbóndans sé meira lífsstíll en spurning um af- komu. Kristján var að svara spurn- um tækifæri og frelsi bænda í um- ræðum um fjármálaáætlun. Sagði ráðherrann enga goðgá að ætla að menn kjósi af mörgum ástæðum að stunda sauðfjárbúskap. „Maður heyrir viðtöl við sauðfjárbændur og á samtal við þá þar sem þeir segja að þetta sé meiri lífsstíll en spurning um afkomu.“ LS segja í athugasemd að telji ráðherra að sauðfjárbændur hafi ekki áhuga á afkomu sinni þá sé hann ekki upplýstur um stöðu grein- arinnar. BÍ segja að ummælin lýsti kannski best áhugaleysi ráðherrans á málaflokknum. LS skora á stjórn- völd „að efla landbúnaðarráðuneytið þannig að því sé stýrt af þekkingu og vilja til að starfa að uppbyggingu og eflingu landbúnaðar á Íslandi.“ Ráðuneytinu verði stýrt af þekkingu Öllum Hrafnistuheimilunum átta hefur verið lokað fyrir heimsókn- um næstu tvær vikurnar. „Í ljósi fjölda smita í samfélaginu og þess að smit eru farin að berast inn á hjúkrunarheimilin er ljóst að bregðast þarf við með enn harðari aðgerðum til að vernda viðkvæma hópa heimilanna. Eingöngu verða veittar undanþágur í tilfellum þar sem um alvarleg veikindi er að ræða eða sé einstaklingur kominn á lífslokameðferð,“ segir m.a. í tilkynningu frá neyðarstjórn Hrafnistu. Hrafnista lokar á allar heimsóknir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.