Morgunblaðið - 08.10.2020, Side 18

Morgunblaðið - 08.10.2020, Side 18
18 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 2020 ALVÖRU VERKFÆRI 145 EITTRAFHLÖÐUKERFI YFIR VERKFÆRI VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888 • vfs.is vfs.is Sífellt dynja á landsmönnumgóð ráð, hvernig við eigum aðlifa lífinu svo að heilsan verði sem best og að við náum að forðast sóttir af ýmsu tagi. Sérstaklega hef- ur verið áberandi umræða vegna farsóttar sem kennd er við kórónur. Talið er að fólki sem reykir tóbak sé hættara við alvarlegum afleiðingum Covid 19 en þeim sem ekki reykja. Þetta veldur eðlilega áhyggjum, en hvað er þá til ráða? Reykir þú og langar þig að hætta? Rannsóknir benda til að á hverj- um tíma vilji meirihluti þeirra sem reykja hætta. Það reynist sumum erfitt að finna stað og stund til þess. Svo eru þau sem finnst ekkert mál að hætta en segja grínsögur af því að þau byrji bara fljótlega aftur. Ósigr- ar í því ferli geta fælt fólk frá því að reyna að hætta. Það er lærdómsferli að ná að hætta að reykja, hver og einn þarf að skoða hvernig hans venjur eru, hversu sterk fíkn hans sé og hvaða aðferðir hafa brugðist áð- ur. Þarna eru hliðstæður við það t.d. þegar börn læra að ganga. Á bak við þá færni eru endurteknar tilraunir til að rísa upp, ná jafnvægi og bregð- ast við óvæntum atburðum. Heilsugæslan getur hjálpað Í samtali við skjólstæðinga heilsu- gæslunnar er daglega opnað á um- ræðu um mikilvægi þess að hætta reykingum. Með ráðgjöf fagmanna og eftirfylgd er hægt að auka líkur á bindindi til langframa verulega. Við- mið í starfi heimilislækna er að hverjum þeim sem reykir bjóðist stuðningur við að hætta, einu sinni á ári. Gagnlegan fróðleik má nálgast á www.heilsuvera.is og í símaráðgjöf 800-6030 virka daga milli kl. 17 og 20. Það að hafa fallið í tóbaksbind- indi er ekki tilefni til að gefast upp, heldur að draga lærdóm af hverri til- raun, hvað gekk vel og hvað illa. Aðstæður okkar og umhverfi eru misjafnlega styðjandi þegar kemur að reykleysi. Ef aðrir reykja á heim- ili eða vinnustað getur verið erfiðara að ná árangri. Hins vegar er mikill styrkur að því að fá fleiri með sér í verkefnið, þá verða breytingar á um- hverfi auðveldari. Vinnustaðaátak í meðferð við tóbaksfíkn hefur sýnt sig að vera mjög árangursrík og já- kvæð leið til reykleysis. Sama getur átt við á heimilum, ef maki reykir einnig þá er mikill fengur að því að fá hann með í för. Reykir enginn nálægt þér? Tóbaksvarnir eru verkefni alls samfélagsins, hvort sem við reykjum eða ekki. Við erum svo lánsöm hér á landi að meirihluti landsmanna hef- ur ýmist aldrei reykt eða er hættur. Það var sögð saga af ungu barni sem sá aftan á eldri mann þar sem hann sat og reykti tóbak. Blessað barnið kallaði í móður sína og sagði stund- arhátt: „Það er kviknað í karlinum.“ Þessi saga lýsir barni sem elst upp við reykleysi og viðbrögð þess eftir því. Enn þurfa þó foreldrar að gæta þess að börn og ungmenni þekki við- horf þeirra til reykinga og tóbaks- notkunar. Þau eru einnig í lykil- aðstöðu til að minna smásöluaðila í nærumhverfi á hlutverk sitt í tóbaksvörnum. Fikt verður fíkn Reykingar og tóbaksneysla eru faraldur sem hefur geisað hér á landi í áratugi með miklum heilsu- farslegum afleiðingum. Í stað smits sem leiðir til sóttar innan skamms tíma hefst hann með fikti sem breyt- ist fljótt í fíkn. Daglegar reykingar á sígarettum kosta einstaklinginn 4- 500 þúsund krónur á ári og hvati við- skiptalífsins töluverður, enda eru tekjur smásöluaðila af sölu á sígar- ettum rúmir tveir milljarðar króna á landsvísu. Fáir kaupmenn eða versl- anir hafa kosið að hafa tóbak ekki í sölu, breytingin undanfarin ár hefur frekar verið að lengja afgreiðslutíma verslana og þannig auka aðgengi fólks að tóbaki. Tölum um reykingar Október er góður tími til að hugsa um reykingar, hvort nú sé rétti tím- inn til að hætta og hvaða leiðir séu bestar til að ná árangri. Fólk á miðjum aldri hefur mikið að vinna með því að hætta reykingum. Hér þarf ekki að hlusta eftir fyrirmælum frá þríeykinu, en þau sem reykja og vilja aðstoð við að hætta eiga stuðn- ing vísan hjá heilsugæslunni. Eru reykingar líka farsótt? Morgunblaðið/Eggert Hjólað Holl hreyfing og útivera skiptir afar miklu máli fyrir heilbrigði og vellíðan og rigningin getur verið góð. Unnið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðsins. Heilsuráð Lilja Sigrún Jónsdóttir heimilislæknir, Heilsugæslunni Efstaleiti í Reykjavík Morgunblaðið/Sigurður Bogi Reykingar Tímabært að hætta. Grunnskólanemum gefst nú tækifæri til að taka þátt í áhugaverðu og skap- andi menningarstarfi í gegnum verk- efnið List fyrir alla, sem er skipulagt af menntamálaráðuneytinu. „Við vilj- um jafna aðgengi barna á grunn- skólaaldri að fjölbreyttum og vönd- uðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag og einnig setja þeirra eigin sköpun og menningu í öndvegi,“ seg- ir Lilja Alfreðsdóttir menntamála- ráðherra í tilkynningu. Í öndvegi er efni sem stuðlar að sköpun og skilningi nemendanna sjálfra á ólíkum listgreinum. Því er meðal annars kynnt til sögunnar glæ- nýtt efni fyrir unga listamenn sem áhuga hafa á kvikmyndagerð. Hefur námsefni verið gert aðgengilegt þar sem nemendur í elstu bekkjum grunnskólans eru leiddir í gegnum það ferli að búa til stuttmynd. Upp- lýsingar um verkefnin má nálgast á vefnum listfyriralla.is. Menning í grunnskólum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Menning Listin og lífið á líðandi stundu. Kátar stúlkur í búningum. List fyrir alla Friðarsúlan í Við- ey, listaverk Yoko Ono til minningar um John Lennon eiginmann henn- ar, verður tendruð annað kvöld, föstudagskvöld, kl. 20. Þennan dag, 9. október, hefði Lennon orð- ið áttræður svo tímamótin eru stór. Vegna Covid-19 verður enginn við- burður í Viðey í tengslum við tendrun súlunnar en hægt verður að fylgjast með á imaginepeacetower.com. Friðarsúlan er falleg Ljósið verður tendrað í Viðey Friðarsúla Ljós- ið langt og mjótt. Út er komin bókin Beckmann, saga tréskurðarmeistarans Wilhelms Ernsts Beckmanns sem flúði undan nasistum frá Þýskalandi til Íslands árið 1935, settist hér að og lést 1965. Saga hans er dramatísk á köflum en fáum kunn og fremur hljótt hefur líka verið um merkilega og fjölbreytta listsköpun hans. Eftir Beckmann eru meðal annars alt- aristöflur, skírnarfontar og fleiri munir í að minnsta kosti 13 kirkjum hérlendis. Hann vann að húsgagna- framleiðslu og skar út margvíslega nytjahluti og listmuni, teiknaði og málaði og vann við grafíska hönn- un. Beckmann teiknaði til að mynda merki Hótels Borgar í Reykjavík 1946. Það er enn notað. Meðal höfunda efnis í bókinni um Beckmann eru Aðalsteinn Ingólfs- son listfræðingur, Lilja Schopka- Brasch, íslenskur sagnfræðingur búsettur í Þýskalandi, og Hrafn Andrés Harðarson, formaður stjórn- ar Stofnunar Wilhelms Beckmanns. Svarfdælasýsl forlag sf. gaf bókina út á vegum Stofnunar Wilhelms Beckmanns. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fékk bók afhenta í útgáfu- hófi í safnaðarheimilinu Borgum í Kópavogi á dögunum og afhenti svo tveimur ungum myndlistarmönnum starfslaun Stofnunar Wilhelms Beckmanns, Rannveigu Jónsdóttur, f. 1992, og Fritz Hendrik IV, f. 1993, 1,2 milljónir króna hvoru. Wilhelm Beckmann bjó lengst af í Kópavogi og var fyrsti bæjar- listamaður Kópavogs. Yfirlýst markmið Stofnunar Wilhelms Beck- manns er að varðveita sögu, list- sköpun og listaverk hans, kynna þau almenningi og styðja unga myndlistarmenn til náms og starfs. Backmann í bók eftir Atla Rúnar Halldórsson Útgáfa Guðni Th. Jóhannesson með bókina. Með honum á myndinni eru f.v. vinstri Jón Baldvin, Helgi Már og Atli Rúnar Halldórssynir sem gefa út. Saga tréskurðarmeistara

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.